Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 68
68 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MYNPBONP
Frábær
skemmtun
Það er eitthvað við
hana Mariu
(There’s Something about Mury)
Gamanmynd
★ ★★V2
Framleiðendur: F. Beddor, M. Stein-
berg, B. Thomas og C.B. Wesser.
Leikstjórar: Peter og Bobby Farrelly.
Handrit: E. Decter, J. Strauss, P. og
B. Farreliy. Aðalhlutverk: Cameron
Diaz, Ben Stiller og Matt Dillon. (110
mín.) Bandarisk. Skífan, aprfl 1999.
Myndin er öllum leyfð.
MARY (Cameron Diaz) er ein-
staklega glæsileg og elskuleg stúlka
sem óviljandi hefur safnað um sig
ótrúlegum fjölda
vafasamra von-
biðla. Ted (Ben
Stiller) er einn
þeirra en hann hef-
ur elskað Mary síð-
an í menntaskóla.
Þrettán árum síðar
ákveður Ted að
leita æskuástina
uppi og ræður til þess slímuga einka-
spæjarann Pat (Matt Dillon) sem
hættir að sinna starfi sínu þegar
hann fellur kylliflatur fyrir Mai-y.
Þessi bráðfyndna og brösuglega
ástarsaga er nýjasta mynd Farrelly-
bræðra sem einnig leikstýrðu gam-
anmyndunum „Dumb and Dumber“
og „Kingpin". Þær einkenndust öðru
fremur af ólystugri kímnigáfu og er
myndin um hana Maríu engin und-
antekning hvað það varðar. En hún
tekur hinum fram í fyndi, því
manískur húmor hennar nær ein-
■ ^ hvern veginn að vera góðlátlegur
samhliða kvikindisskapum. Myndin
er auk þess að öllu leyti vel úr garði
gerð. Handritið er efnismikið og
morandi af hlægilegum atriðum og
útfærsla leikstjóranna á því þétt og
örugg. Leikarar fara á kostum og
fylla út í skrautlegar persónugerð-
irnar af lífi og sál.
Heiða Jóhannsdóttir
Vandræði
í Paradís
Brosið þitt
(A Smile Like Yours)_
Rómantík/drama
★
Leikstjdrn: Keith Samples. Aðalhlut-
verk: Greg Kinnear, Lauren Holly og
Joan Cusack. 93 mín. Bandarísk.
Sam-myndbönd, mars 1999.
Öllum leyfð.
ÞETTA er fyrsta myndin sem
Greg Kinnear kemur fram í eftir
hina vel heppnuðu og geysivinsælu
„As Good As It
Gets“ og hann
hefði ekki getað
valið mikið verra
hlutverk til að
fylgja vinsældun-
um eftir. „A Smile
Like Yours“ er
ömurleg kvikmynd
að langflestu leyti.
Skásti flötur hennar er heimildar-
gildi varðandi erfiðleika tækni-
frjóvgunar. Tilraunir til fyndni
byggjast á pínlegum aðstæðum þar
sem þunnar persónurnar gera sig
að fíflum hver á fætur annarri. Jo-
an Cusack er eini leikarinn sem
nær að hefja hlutverk sitt á nokkuð
flug, en persóna hennar er illa
skrifuð eins og aðrar, svo hún
hrapar fljótt á ný. Annars nýtast
hæfileikar þessarar frábæru
leikkonu ekki til annars en undir-
strika hæfileikaskort Lauren
Holly. Síðustu tíu mínúturnar eru
með því verra sem sést hefur lengi
lengi og það er virkilega erfitt að
sitja undir sykursætri vellunni.
Guðmundur Ásgeirsson.
°íu“oo ytlURS-Ptsg
á ÍÖS. ^ Höfðabakki 1 - simi: 587 2022 hej
----- IIIMI
RÚNAR JÚLÍUSSON leikur og heldur uppi íjörinu á
íöstudags- og laugardagskvöld.
Opið til kl. 3.00.
Tilvalinn staður fyrir uppákomur af öllu tagi.
íþróttaviðburðir í beinni útsendingu á breiðtjaldi.
Dansleikur í
Asgarði
n i yc. c i n
G L Æ S I B Æ
Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar
leikur fyrir dansi í kvöld frá kl. 22.00.
Sími 588 2111 og 568 5660.
9{(Zturfla[inn
Smiðjuve/ji 14, ‘KópavofjiJ simi 587 6080
í kvöld og laugardagskvöld
leikur hinn frábæri
Hilmar Sverrisson
ásamt Önnu Vilhjálms
Opið frá kl. 22—3
Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080
Næturgalinn — alltaf lifandi danstónlist
FÓLK í FRÉTTUM
MÁLAREKSTURINN gengur nærri Jan Schlichtmann (John Travolta), kostar hann aleiguna, starfsferilinn
og næstum því heilsuna.
KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina A
Civil Action, Málaferli, með John Travolta, Robert Duvall og William
H. Macy í aðalhlutverkum.
ALLT LAGT UNDIR
MEÐAL leik-
enda í myndinni
eru Tony Shal-
houb, Zeljko
Ivanek, Mary
Mara og William
H. Macy.
JAN Schlicht-
mann (Travolta)
á tali við sútun-
arverksmiðjueig-
anda, sein ber
ábyrgð á
heilsutjóni
(Dan Hedaya).
Frumsýning
MYNDIN Málaferli er lög-
fræðileg spennumvnd,
byggð á sannri sögu. I að-
alhlutverki er John Travolta, sem
leikur Jan Schlichtmann, einka-
málalögfræðing, sem nýtur mikill-
ar velgengni en flækir sig inn í mál
sem næstum því ríður honum að
fullu. Málið virðist vera einfalt í
fyrstu en út úr því sprettur mikil
flækja stórkostlegra málaferla.
Þetta er raunveruleg saga um
söguleg málaferli sem áttu sér stað
í Nýja-Englandi í Bandaríkjunum
og snerust um baráttu Schlicht-
manns fyrir hönd átta fjölskyldna í
Woburn í Massachusetts gegn
tveimur stórfyrirtækjum. Fjöl-
skyldurnar töldu að eitraður úr-
gangur frá fyrirtækjunum hefði
borist í drykkjarvatn bæjarins og
leitt til þess að böm úr fjölskyldun-
um fengu banvænt hvítblæði.
Fáir velmetnir bandarískir lög-
fræðingar hefðu tekið þá áhættu að
dragast inn í málaferli af þessu tagi
þar sem sönnunarbyrðin var tor-
veld. Sanna þurfti að fyrirtækin
hefðu varpað eitruðum úrgangi í
jarðveginn og þaðan hafi hann
borist í drykkjarvatnið og leitt til
dauða.
Eitt
G-SHQCK meðöllu
ÚR & SKARTGRIPIR • KRINGLUNNI
MAGNÚS E. BAIDVINSSON
Schlichtmann tók ekki bara að
sér málið, hann fjármagnaði það
sjálfur og lagði um 200 milljónir
króna af eigin fé í að afla vísinda-
legra og læknisfræðilegra gagna.
Hann veðjaði á þennan hest í
trausti þess að kviðdómur myndi
kveða upp dóm honum í hag og að
hann fengi þá umbun erfiðisins
með um 40% af þeirri fjárhæð sem
dæmd yrði í bætur. Smám saman
breyttist málið í persónulega
krossferð lögfræðingsins, sem
lagði allt undir og hafnaði milljóna
dala tilboði um sættir í því skyni
að draga sannleikann fram í dags-
ljósið. Þrjóska Schlichtmanns
kostaði hann starfið, vináttu
margra, heimilið; allt sem hann
mat mest í lífinu lagði hann að veði
vegna málsins.
Hið óvenjulega var að meðan
málaferlin voru í undirbúningi
hafði lögmaðurinn veitt rithöfundi,
Jonathan Harr að nafni, fullkom-
inn aðgang að lífi sínu án þess að
draga nokkuð undan. I upphafi var
hann bjartsýnn á auðveldan sigur
og ætlaði að hafa rithöfundinn við
höndina til að skrásetja afrek sín
en þess í stað fylgdist Jonathan
Harr með því hvernig málið náði
heljartökum á lögmanninum og
kostaði hann veraldlegar eigur,
velgengni og hrakti hann út á ystu
nöf tilfinningalegs svartnættis.
Það var bók Harrs um réttar-
höldin, málaferlin og lögmanninn
Jan Schlichtmann sem er grannur-
inn að myndinni. Steve Zaillian,
handritshöfundur Schindler’s List
og Awakenings, skrifaði handrit
eftir bókinni og leikstýrði mynd-
inni sjálfur. „Eg hef mikinn áhuga
á fólki sem gengst undir mikla þol-
raun í máli sem varðar miklu. Jan
er ekki fullkominn. Peningar og
söfnun veraldlegra verðmæta er
það sem dregur hann fyrst og
fremst áfram og þannig vill hann
hafa það. En þegar til kastanna
kemur er hann reiðubúinn til að
fórna sjálfum sér í þágu þess sem
hann telur að sé rétt,“ segir leik-
stjórinn.
Það var mikill fengur fyrir fram-
leiðendurna að stórleikarinn John
Travolta skyldi taka að sér hlut-
verk Jan Schlichtmanns. „Það er
ánægjulegt að leika mann sem í
byrjun er yfirborðskenndur en
þroskast og þróast og verður að
manni,“ segir leikarinn. „Það góða
við söguna er að maður sér ekki
skyndilega breytingu á persónu
hans en þegar breytingin verður
þá er hún raunveruleg,“ segir Tra-
volta.
I öðrum helstu hlutverkum
myndarinnar eru stórleikararnir
Robert Duvall og William H.
Macy. Þarna eru líka Tony Shal-
houb, Dan Hedaya, John Lithgow
og fleiri.