Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 72

Morgunblaðið - 09.04.1999, Side 72
>72 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLABIÓ HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. KRIS KRISTOFFERSON BARBARA HERSHEY LEELEE SOBIESKI Sýnd kl. 6.50 og 9.05. FYRIR 990 PUNKTA FERÐU i BÍÓ Aifabakka S, sími 587 8900 09 587 8905 www.samfiim.is Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10. b.í. i6.@ŒiDiGnAL DRíw Barrymore ahjeliga hust BENICIO DEL TORO JOHNNY DEPP mgiltör Kl. 11. B.i. 16. rannGiTAL BAOOt í Kl. 4.40, 6:50, 9 og 11.15 --3 ■BSS SÓLSTAFI skipa þeir Svavar Austmann á bassa, Guðmundur Óli Pálmason trommuleikari og Aðalbjörn Tryggvason sem syngur og er jafnframt gítar- leikari. A myndinni (t.h.) er gestagítarleikarinn Sæþór Mar- íus Sæþórsson. Nýr áíangi Morgunblaðið/Jón Svavarsson í ilinolíuniedferð Ætlum að BaðoÍíur. nutidolíur, stuitugei* oibiúði og nagla olía. bær hafa örvandi, slakamli, róandi eða frískandi áhríf. sigra heiminn ÍSLENSKA hljómsveitin Sólstafír spilai- „blackmetal“-tónlist sem stingur óneitanlega í stúf við blítt og ómþýtt nafn sveitarinnar. Þegar bet- ur er að gáð er nafnið þó viðeigandi því allir textar eru sungnir á ís- lensku. Einnig þeir sem hafa náð til eyrna erlendra þungarokksaðdáenda um heim allan og af þeim eiga með- limir Sólstafa nóg. „Við byrjuðum að spila ‘94 og þá svokallaða „blackmetal“-tónlist,“ sagði Aðalbjörn Tryggvason, söngv- ari og gítarleikari. „Síðan hefur tón- list okkar þróast talsvert en aldrei þó verið dauðarokk, frekar blanda af þungarokki, „blackmetal" og jafnvel venjulegu rokki á köflurn." - Hver er munurinn á „black- metal“ og dauðarokki? „Dauðarokk er þyngra, með dýpri söng og oft er sungið um blóðsúthell- ingar og læti. „Blackmetal" er aftur á móti léttara en hrárra og þegar þessi tónlist var að ryðja sér til rúms var oft og tíðum sungið um myrkra- höfðingjann sjálfan. Okkar tónlist hneigist til „blackmetals" en textar okkar eru t.d. gömul íslensk ljóð og einnig höfum við sungið um ásatrú og goðafræðina.“ - Hafið þið gefið eitthvað út? „Það var fyrirtæki í Tékklandi sem gaf disk út með okkur og var disknum dreift bæði þar og í Belg- íu. Líka höfum við fengið bréf frá Alaska, Noregi, Astralíu, Malasíu, Bandaríkjunum og hvaðanæva úr heiminum. Við byrjuðum á að gefa út spólu, svokallað „demó“ árið 1995 og það gáfum við út sjálfir í 100 eintökum. Diskurinn kom síðan út 1996 í 1.000 eintökum til að byrja með og það upplag seldist fljótt upp og þar með var steinninn farinn að rúlla. Þá fóru bréfín að koma.“ - Hafið þið spilað erlendis? „Nei ekki ennþá en það stendur til því við erum komnir á samning hjá þýsku „metal“-fyrirtæki og þeir eru að skipuleggja tónleika í Evrópu. En eins og allir vita er Þýskaland mekka þungarokksins, þar eru allir enn með sítt að aftan." - Hvað með íslenskan markað? „Við stefnum ekki á hann. Við seldum reyndar nokkur eintök í Þrumunni en það er allt og sumt. Dauðarokk tröllreið öllu hér á landi í byrjun áratugarins en „blackmetal" komst í raun aldrei upp á yfirborðið. Við höfum heldur ekki spilað mikið opinberlega en sendum prufuupp- tökur til erlendra tímarita sem fjöll- uðu um neðanjarðartónlist. Þannig komumst við í samband við útgáfu- fyrirtækin." - Hvað er framundan hjá ykkur? „Við erum að fara að taka upp aðra plötu á næstu dögum og í kjöl- farið ætlum við að sigra heiminn ... í það minnsta Þýskaland," sagði Aðal- björn hlæjandi að lokum. en sækir um skilnað ÞAÐ er spurn- ing hvort Electra sé ekki að fara úr ösk- unni í eldinn ef trommirann Tommy Lee á að koma í stað hins skrautlega Rodmans. ►NÚ er komið að Carmen Elect- ra að segja Dennis Rodman upp, en eins og margir muna giftu þau sig í Las Vegas 14. nóvember síðastliðinn. Aðeins níu dögum eftir brúðkaupið sótti Rodman um ógildingu hjónabandsins og talsmaður hans bar því við að körfuboltakappinn skrautlegi hefði verið ofurölvi þegar at- höfnin fór fram. Ekki var hjóna- bandið gert ógilt og nú er það sem sagt brúðurin sem vill losna úr festum og sótti um skilnað á þriðjudaginn var. Electra, sem heitir rétt.u nafni Tara Patrick, sagði að hún og Rodman hefðu skilið að borði og sæng 1. mars sfðastliðinn, en á allra vitorði er að þau hafa aldrei búið saman. Electra hefur verið bendluð við trommarann slag- þunga Tommy Lee sem áður var giftur annarri Strandvarðapíu, engri annarri en Pamelu nokk- urri Anderson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.