Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 72
>72 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLABIÓ HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. KRIS KRISTOFFERSON BARBARA HERSHEY LEELEE SOBIESKI Sýnd kl. 6.50 og 9.05. FYRIR 990 PUNKTA FERÐU i BÍÓ Aifabakka S, sími 587 8900 09 587 8905 www.samfiim.is Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.10. b.í. i6.@ŒiDiGnAL DRíw Barrymore ahjeliga hust BENICIO DEL TORO JOHNNY DEPP mgiltör Kl. 11. B.i. 16. rannGiTAL BAOOt í Kl. 4.40, 6:50, 9 og 11.15 --3 ■BSS SÓLSTAFI skipa þeir Svavar Austmann á bassa, Guðmundur Óli Pálmason trommuleikari og Aðalbjörn Tryggvason sem syngur og er jafnframt gítar- leikari. A myndinni (t.h.) er gestagítarleikarinn Sæþór Mar- íus Sæþórsson. Nýr áíangi Morgunblaðið/Jón Svavarsson í ilinolíuniedferð Ætlum að BaðoÍíur. nutidolíur, stuitugei* oibiúði og nagla olía. bær hafa örvandi, slakamli, róandi eða frískandi áhríf. sigra heiminn ÍSLENSKA hljómsveitin Sólstafír spilai- „blackmetal“-tónlist sem stingur óneitanlega í stúf við blítt og ómþýtt nafn sveitarinnar. Þegar bet- ur er að gáð er nafnið þó viðeigandi því allir textar eru sungnir á ís- lensku. Einnig þeir sem hafa náð til eyrna erlendra þungarokksaðdáenda um heim allan og af þeim eiga með- limir Sólstafa nóg. „Við byrjuðum að spila ‘94 og þá svokallaða „blackmetal“-tónlist,“ sagði Aðalbjörn Tryggvason, söngv- ari og gítarleikari. „Síðan hefur tón- list okkar þróast talsvert en aldrei þó verið dauðarokk, frekar blanda af þungarokki, „blackmetal" og jafnvel venjulegu rokki á köflurn." - Hver er munurinn á „black- metal“ og dauðarokki? „Dauðarokk er þyngra, með dýpri söng og oft er sungið um blóðsúthell- ingar og læti. „Blackmetal" er aftur á móti léttara en hrárra og þegar þessi tónlist var að ryðja sér til rúms var oft og tíðum sungið um myrkra- höfðingjann sjálfan. Okkar tónlist hneigist til „blackmetals" en textar okkar eru t.d. gömul íslensk ljóð og einnig höfum við sungið um ásatrú og goðafræðina.“ - Hafið þið gefið eitthvað út? „Það var fyrirtæki í Tékklandi sem gaf disk út með okkur og var disknum dreift bæði þar og í Belg- íu. Líka höfum við fengið bréf frá Alaska, Noregi, Astralíu, Malasíu, Bandaríkjunum og hvaðanæva úr heiminum. Við byrjuðum á að gefa út spólu, svokallað „demó“ árið 1995 og það gáfum við út sjálfir í 100 eintökum. Diskurinn kom síðan út 1996 í 1.000 eintökum til að byrja með og það upplag seldist fljótt upp og þar með var steinninn farinn að rúlla. Þá fóru bréfín að koma.“ - Hafið þið spilað erlendis? „Nei ekki ennþá en það stendur til því við erum komnir á samning hjá þýsku „metal“-fyrirtæki og þeir eru að skipuleggja tónleika í Evrópu. En eins og allir vita er Þýskaland mekka þungarokksins, þar eru allir enn með sítt að aftan." - Hvað með íslenskan markað? „Við stefnum ekki á hann. Við seldum reyndar nokkur eintök í Þrumunni en það er allt og sumt. Dauðarokk tröllreið öllu hér á landi í byrjun áratugarins en „blackmetal" komst í raun aldrei upp á yfirborðið. Við höfum heldur ekki spilað mikið opinberlega en sendum prufuupp- tökur til erlendra tímarita sem fjöll- uðu um neðanjarðartónlist. Þannig komumst við í samband við útgáfu- fyrirtækin." - Hvað er framundan hjá ykkur? „Við erum að fara að taka upp aðra plötu á næstu dögum og í kjöl- farið ætlum við að sigra heiminn ... í það minnsta Þýskaland," sagði Aðal- björn hlæjandi að lokum. en sækir um skilnað ÞAÐ er spurn- ing hvort Electra sé ekki að fara úr ösk- unni í eldinn ef trommirann Tommy Lee á að koma í stað hins skrautlega Rodmans. ►NÚ er komið að Carmen Elect- ra að segja Dennis Rodman upp, en eins og margir muna giftu þau sig í Las Vegas 14. nóvember síðastliðinn. Aðeins níu dögum eftir brúðkaupið sótti Rodman um ógildingu hjónabandsins og talsmaður hans bar því við að körfuboltakappinn skrautlegi hefði verið ofurölvi þegar at- höfnin fór fram. Ekki var hjóna- bandið gert ógilt og nú er það sem sagt brúðurin sem vill losna úr festum og sótti um skilnað á þriðjudaginn var. Electra, sem heitir rétt.u nafni Tara Patrick, sagði að hún og Rodman hefðu skilið að borði og sæng 1. mars sfðastliðinn, en á allra vitorði er að þau hafa aldrei búið saman. Electra hefur verið bendluð við trommarann slag- þunga Tommy Lee sem áður var giftur annarri Strandvarðapíu, engri annarri en Pamelu nokk- urri Anderson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.