Morgunblaðið - 29.04.1999, Side 6

Morgunblaðið - 29.04.1999, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 h MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nefnd um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu Lagabreyting og skýrari reglur um símahleranir NEFND, sem dómsmálaráðherra skipaði til að fjalla um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu, legg- m- m.a. til að lögum um símahler- anir verði breytt og skýrari reglur verði settar um þær. Ennfremur eru lagðar til breytingar á almenn- um hegningarlögum um vitna- vernd. Björg Thorarensen, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu og formaður nefndarinnar, segir að mikil tilhneiging sé hjá nágranna- ríkjunum til að fara yfir heimildir lögreglu og breyta og reyna að festa óhefðbundnar rannsóknarað- ferðir í sessi, sem beitt er í sérstök- um tilvikum brota. Það var í kjölfar umræðna á AI- þingi um að setja þyrfti skýrari reglur um óhefðbundnar rannsókn- araðferðir lögreglu að dómsmála- ráðherra fól ríkislögreglustjóra að taka þessi mál til athugunar. Ríkis- lögreglustjóri lagði til að skipuð yrði nefnd til að kanna rannsóknir og rannsóknaraðferðir og benti hann jafnframt á að rannsóknarað- ferðir lögreglu væru ofarlega á baugi í flestum nágrannalöndum okkar. Skýrari reglur Nefndinni var ætlað að kanna rannsóknir og rannsóknaraðferðir lögreglu í baráttu gegn afbrotum, sérstaklega í nýjum eða nýlegum tegundum afbrota. Fara yfir heim- ildir lögreglunnar til rannsókna og til að beita óhefðbundnum rann- sóknaraðferðum og jafnframat að gera tillögur um reglur um óhefð- bundnar rannsóknaraðferðir og lagabreytingar. „Þetta er tvíþætt, annars vegar era breytingai- á lögum um með- ferð opinberra mála og þá sérstak- lega rannsóknaraðgerðum eins og símhleranum,“ ságði Björg. „Það er í raun verið að setja skýrari reglur um símhleranir heldur en eru í núgildandi lögum. Til dæmis er fastákveðið hversu lengi má hlera síma eða taka myndir og lagt er til að sérstakur lögmaður verði skipaður sem tekur til varnar þeim sem svona beiðni berst um því það er alltaf leynd yfir þessum aðgerð- um. Ennfremur era lagðar til breytingar á almennum hegningar- lögum til þess að efla vitnavernd sem er flókið vandamál. Er þá átt við hótanir gegn vitnum sem ætla að koma og gefa upplýsingar fyrir dómi eða hjá lögreglu en það er til- hneiging í löggjöfum allra ná- grannaríkja að setja sérstökrefsiá- kvæði gegn því.“ Reglur um upplýsingagjafa Björg sagði að í skýrslu nefndar- || innar kæmu fram hugmyndir um F að ríkissaksóknari setti margvís- legar verklagsreglur fyrir lögregl- una um rannsóknaraðferðir en ekki væri talið að sérstakar lagabreyt- ingar þyrftu þá að koma til en ein- hverjar reglui' yrðu að gilda. Þar með taldar reglur um upplýsinga- gjafa og tálbeitur. Þá er fjallað um afhendingu undir eftirliti en það er þegar fylgst er með fíkniefnasend- B ingum sem upp koma og lögreglan 1 hefur eftirlit með t.d. í alþjóðlegri samvinnu lögreglu milli landa. „Það er mikil tilhneiging hjá ná- grannaríkjum okkar að fara yfír heimiláir lögreglu og breyta og reyna að festa í sessi þessar óhefð- bundnu rannsóknaraðferðir, sem beitt er í sérstökum tilvikum brota,“ sagði Björg. „Þetta eru | nýjar brotaaðferðir sem kalla á nýjar rannsóknaraðferðir og er |j nánast verið að endurskoða þessar p heimildir í öllum nágrannalöndum okkar.“ í nefndinni sátu auk Bjargar, Atli Gíslason hrl., Ásgeir Karlsson lögreglufulltrúi, Bogi Nilsson ríkis- saksóknari, Bjöm Halldórsson að- stoðaryfirlögregluþjónn og Egill Sthepensen saksóknari. Björn lét af störfum á síðasta ári vegna lög- | gæslustarfa erlendis og í hans stað var skipaður Þórir Oddsson vara- 1 ríkislögreglustj óri. Jens farinn að keyra á ný Morgunblaðið/Kristján SIGURJON Benediktsson, bæjarfulltrúi á Húsavík, og Kristján Þór Júlfusson, bæjarstjóri á Akureyri, kanna aðstæður á háhitasvæðinu við gangnamannakofann á Þeistareykjum. Stjórnarformaður Þeistareykja ehf. við undirritun stofnsamnings í gær Stjórnvöld hleypi fleirum í orkugeirann Samstarf Borgar- byggðarlista og Sjálfstæðisflokks _ Itarlegur málefna- samningur samþykktur MÁLEFNASAMNINGUR, sem samþykktur var í viðræðum full- trúa Borgarbyggðarlistans og Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld, um myndun nýs meirihluta í Borg- arbyggð, var lagður fyrir fulltráa- ráð Sjálfstæðisflokksins og félags- fund Borgarbyggðarlista í gær- kvöld. Staða bæjarstjóra verður auglýst á næstunni. Viðræðumar leiddu til sam- komulags um myndun nýs meiri- hluta með þátttöku fjögurra full- tráa Borgarbyggðarlista og tveggja frá Sjálfstæðisflokki. Auk þess á Framsóknarflokkur þrjá bæjarfulltráa. Guðrán Jónsdóttir, fulltrái Borgarbyggðarlista, verður forseti bæjarstjórnar. Guðrán sagði í samtali við Morg- unblaðið að málefnasamningurinn væri nokkuð ítarlegur og tæki á fé- lagsmálum, fræðslumálum, menn- ingarmálum, æskulýðs- og íþrótta- málum, atvinnumálum og umhverf- is- og skipulagsmálum. „Við reiknum með því að sveitar- félagið hafi umhverfisstefnu sem hafi að meginmarkmiði sjálfbæra þróun. Meirihlutinn fyrrverandi sprakk á því hvort bjóða ætti út alla þætti sorpmeðhöndlunar eða aðeins hluta hennar," sagði Guðrán. STOFNSAMNINGUR einkahluta- félagsins Þeistareykja ehf. var undirritaður í gangnamannaskála á Þeistareykjum í gær. Stofnendur félagsins era Orkuveita Húsavíkur, Aðaldælahreppur, Reykdæla- hreppur, Hita- og vatnsveita Akur- eyrar og Rafveita Akureyrar. Tilgangur félagsins er nýting jarðhita á Þeistareykjum í S-Þing- eyjarsýslu og önnur starfsemi sem tengist orkuöflun og orkunýtingu. Talið er öraggt að á Þeistareykjum sé öflugt háhitakerfi en þar hafa ekki farið fram meiriháttar rann- sóknir til þessa þó svo að Orku- stofnun hafi kannað svæðið með yf- irborðsrannsóknum eins og flest önnur háhitasvæði landsins. Ódýr orka Hreinn Hjartarson, veitustjóri á Húsavík og stjórnaiformaður Þeistareykja, sagði ráðgert að hefja frekari rannsóknir á svæðinu á sumri komanda og lágmarks við- gerðir á vegslóða að væntanlegu vinnuslusvæði. Hann sagði að í fyrstu væri ætlunin að bora eftir köldu vatni sem væri nauðsynlegt vegna rannsóknarborana á háhita- svæðinu og einnig vegna orku- vinnslu á svæðinu. „Við munum því í sumar bora tvær til fjórar kalda- vatnsholur." Hreinn sagði framhald verkefn- isins ráðast af þeim niðurstöðum sem rannsóknir i sumar leiða í ljós en verði þær jákvæðar standa von- ir til þess að djúp rannsóknarhola verði borað árið 2000. Hreinn sagði áframhaldandi vinnu m.a. ráðast af orkuþörf en framleiðslukostnaðm- yrði mjög lítill og með góðri virkj- un á Þeistareykjum væri hægt að framleiða hverja kW-stund á rétt rámlega eina krónu, sem væri t.d. hálft verð miðað við þann kostnað sem rætt væri um varðandi vatns- aflsvirkjum í Skagafirði. „Þetta er því mjög spennandi verkefni og aðeins stærstu vatns- aflsvirlqanir norðan Vatnajökuls geta keppt í verði við svona virkj- um. Framhaldið ræðst líka af því að stjómvöld hleypi fleiri aðilum en Landsvirkjun inn í orkugeirann. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, lýsti mikilli ánægju með samninginn og sagði jafnframt að þeir aðilar sem að honum stæðu hefðu mikla mögu- leika á því að vinna enn frekar saman í framtíðinni. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson JENS R. Pálsson við leigubíl sinn áður en hann hóf akstur í gærmorgun. fram á sumar og hætta svo. Fyrir síðustu þinglok voru gerðar breytingar á lögum uin leigubifreiðar og var bifreiða- stjórum heimilað að framlengja atvinnu- leyfi sitt fram til 76. afmælisdagsins, í stað þess 75. Þegar Jens fékk þessar fréttir hugsaði hann sig ekki tvisvar um og gekk til starfa á ný. Hann hef- ur nú keyrt í viku og líkar vel. „Mér Iíkar rnjög vel að vera byrj- aður aftur. Ég er ánægður með þessar breytingar og þær koma sér vel fyrir leigubílstjórastéttina í heild og ég gleðst yfir því. Það eru tveir aðr- ir sem eru líka byrjað- ir að keyra aftur á BSR og þeir mega keyra fram í ágúst,“ segn' Jens sem má aka leigubfl sínum fram í janúar á næsta ári. LEIGUBÍLSTJÓRINN Jens R. Pálsson var kvaddur af starfsfé- Iögum sínum með pompi og prakt fyrr á f þessu ári. Jens lét af störfum á 75 ára af- mælisdegi sínum í janúar á þessu ári en er nú kominn aftur á göturnar. Jens var minnst sem eins mesta vinnu- þjarks stöðvarinnar og hafði keyrt mest allra bflstjóra á BSR í þau 54 ár sem hann hafði starfað í þjón- ustu stöðvarinnar. Morgunblaðið leit við í kveðjuhófinu í janúar sl. og sagði Jens þá í samtali við blaðið að hann myndi sakna starfsins. Helst hefði hann viljað vinna Nyi viuSrai sumar- bæklingurinn kominn Sendið mér nýja sumarlistann: Nafn: Heimilisfang: Sendið úrklippu eða hringið til: Útivistarbúðarinnar, Laugavegi 25, 101 Reykjavík. við Umferðarmiðstc Þrír í gæslu- varðhald ÞRÍR karlmenn á aldrinum 19-44 ára hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til 11. maí vegna rannsóknar á þjófnaðarmáli í kjölfar hús- leitar í íbúð í Eddufelli á þriðjudagskvöld. Við leit fann lögregla allskyns varning sem var ætl- að þýfi, jafnvel úr mörgum innbrotum. Húsráðandi og tveir aðrir menn vora hand- teknir og er rannsókn málsins á frumstigi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.