Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Við hvað er
Halldór hræddur?
Það er örugglega rétt mat hjá
Halldóri, að það þjónar ekki per-
sónulegum hagsmunum hans sem
kvótagreifa né hagsmunum Fram-
sóknarDokksins að rökræða opin-
berlega þessi mál við þá sem vita
betur.
ÉG er ekkert hræddur um mig, bara um fiskana mína.
Iðja vill sameinast Eflingu - stéttarfélagi
Félagar yrðu um 15 þusund
AKVEÐIÐ var á aðalfundi Iðju, fé-
lagi verksmiðjufólks, að óska eftir
viðræðum við Eflingu - stéttarfélag
um sameiningu félaganna. Stefnt er
að því að félögin verði sameinuð um
næstu áramót og verða þá ein
stærstu launþegasamtök landsins
með um 15 þúsund félagsmenn.
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður
Iðju, segir að þetta hafí fyrst komið
til tals þegar sameiningarferill
Dagsbrúnar og Framsóknar hófst.
„Við byrjuðum reyndar á því fyrir
um þremur árum að sameina lífeyr-
issjóði Framsóknar, Dagsbrúnar,
Iðju, Sóknar og Félags starfsfólks í
veitingahúsum ásamt félögum í
Hafnarfírði í Lífeyrissjóðinn Fram-
sýn. Sameiningarferillinn hélt
áfram með því að Dagsbrún og
Framsókn sameinuðust og síðan
komu Sókn og Félag starfsfólks í
veitingahúsum inn í sameininguna
og úr varð Efling - stéttarfélag. Við
kusum að hinkra við af ýmsum
ástæðum en nú höfum við tekið
ákvörðun um að sameinast þessu
stóra félagi." Um 2.500 manns eru
í Iðju en um 12-13 þúsund í Eflingu
- stéttarfélagi. Guðmundur segir að
stórt sameinað félag bjóði upp á
ýmsa sérhæfða þjónustu sem minni
félög geti ekki boðið upp á og fjöl-
breyttara félagsstarf. „Síðast en
ekki síst ættum við að vera sterkari
saman í slagnum um kaup og kjör.
Það er því ýmislegt sem mælir með
því að Iðja sé hluti af þessu stóra fé-
lagi,“ sagði Guðmundur.
fullkomnu
74620
Þvottahæfni „A“
Þeytivinduafköst „B“
Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakertinu
Vindingarhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín
afgangsraki 50%
Mjög hljóðlát Ytra byröi hljóðeinangrað
Klukka: Sýnir hvað þvottakerfin
teka langan tíma. Hægt að
stilla gangsetningu vélar allt
að 19tímafram ítímann
Öll hugsnaleg þvottakerfi
BRÆÐURNIR
P1ORMSSON HF
Lágmúla 8 • Sími 5332800
Umboðsmenn um allt land!
1400
snuninga
vinduhraða
Heimsending innifalin f verði.
Málþing um skólamál
Heildstæður skóli
eða skipti við
unglingastig?
Heildstæður
grunnskóli eða
skipti við ung-
lingastig? er heiti mál-
þings sem haldið verður
á morgun, föstudaginn
30. apríl. Málþingið er
haldið að frumkvæði
SAMFOK, sem er sam-
band foreldrafélaga og
foreldraráða í grunnskól-
um Reykjavíkur. Auk
SAMFOK standa að því
Fræðslumiðstöð Reykja-
víkur, Skólastjórafélag
Reykjavíkur og Kenn-
arafélag Reykjavíkur.
Bergþóra Valsdóttir er
skrifstofustjóri
SAMFOK.
„A málþinginu verður
skipst á skoðunum og
velt upp kostum og göll-
um heildstæðs grunn-
skóla frá 1. upp í 10. bekk
annars vegar og skipti mDli
bamaskóla og unglingaskóla við
8. bekk hins vegar. Aðilar þeir
er að málþinginu standa eiga
það meðal annars sameiginlegt
að vilja stuðla að lifandi umræðu
um skóla- og uppeldismál. Það
er ljóst að margir foreldrar em
uggandi um hag barna sinna
þegar þau yfirgefa öryggi barna-
skólanna og halda inn í ung-
lingaheiminn. Hins vegar fínnst
öðmm foreldrum skólagöngu
barna sinna sniðinn nokkuð
þröngur stakkur í heildstæðum
skóla með allt niður í tvær
bekkjardeildir í árgangi."
Bergþóra segir að önnur
ástæða þess að málþing þetta er
haldið nú sé að bráðlega þarf að
taka ákvörðun um hvers eðlis
skólastarf í Grafarholtshverfi
verður. „í ljósi þess fannst okk-
ur rétt að halda þetta málþing
og fá að heyra kosti og galla
þeirra leiða sem íyrir eru.“
- Hvort er algengara að skól-
ar séu heildstæðir eða að krakk-
ar skipti um skóla við unglinga-
stíg?
„Það er mun algengara að
skólar séu heildstæðir. Safnskól-
ar á unglingastigi era tvenns
konar. Annars vegar hreinir
safnskólar eins og fyrirkomulag-
ið er til dæmis í Réttarholtsskóla
og Hagaskóla. Þar em böm sem
hefja nám í unglingadeildum að
koma úr nokkmm skólum.
Hins vegar höfum við skóla
eins og Arbæjarskóla, sem er
heildstæður skóli fyrir börn sem
búa í Árbæ en hann er einnig
safnskóli íyrir Selásskóla og Ár-
túnsskóla. Auk þess höfum við
Laugalækjaskóla sem tekur við
bömum úr einum skóla.“
- Hverjir eru helstu kostir
heiidstæðs skóla og á hinn bóg-
inn þess að skipta um skóla í 8.
bekk?
„Fylgismenn heildstæðs skóla
halda því fram að með slíku fyr-
irkomulagi séu meiri
möguleikar en ella á
því að halda utanum
nemenduma, þ.e.
bæði félagslega og
námslega vegna þess
Bergþóra Valsdóttir
►Bergþóra Valsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1958. Hún stund-
aði nám í stjórnmálafræði,
Iandafræði og hagfræði við
Oslóarháskóla á árunum
1984-1987 og starfaði í Ósló á
leikskóla, við grunnskóla og
skóladagheimili.
Bergþóra tók að sér skrif-
stofustjórastarf hjá SAMFOK í
september árið 1998.
Eiginmaður hennar er Björn
Erlingsson hafeðlisfræðingur
og eiga þau fjögur börn.
ar fjölda námsgreina og hraða í
yfírferð. Einnig fá þeir færi á að
skipta alveg um umhverfí.“
-En hvað með gaila beggja
ieiða?
„Um leið og það er kostur að
vera í heildstæðum skóla sem
veitir nemendum öryggi getur
það verið ókostur fyrir þá nem-
endur sem víkja frá fjöldanum
eða hafa ekki aðlagast í skólan-
um.
Þegar böm skipta um skóla
eftir 7. bekk telja margir að það
þurfí að veita nemendunum
stuðning, í raun að halda utanum
þessi skipti krakkanna eins og
gert er þegar þau börn hefja
nám í grannskóla. Að þessu leyti
telja margir að við höfum ekki
staðið okkur nægilega vel.“
I þessu sambandi segir Berg-
þóra að það kunni að vera at-
hyglisvert að hlýða á reynslu for-
eldra af tilraunaverkefni sem
verið hefur í vetur í Réttarholts-
skóla. Þar hefur bömum í 8.
bekk verið fylgt mjög vel eftir
námslega og félagslega.
- Hverjir koma til með að
halda fyrirlestra á málþinginu?
„Fræðslustjórinn í Reykjavík,
Gerður G. Óskarsdóttir, verður
með framsöguerindi og einnig
mun Gestur Guðmundsson fé-
lagsfræðingur tala á þessu þingi
en hann mun fjalla um unglinga-
------------------- menningu og áhrifa-
Kostir og gall- þætti hennar.
ar þeirra leiða Við fáum foreldra,
sem í boði eru kf.nnara+, skólf
___________________ stjora til að ræða
galla heild-
að nemendur umgangast sömu
bekkjarfélaga allan gmnnskól-
ann og hafa jafnvel sömu kenn-
ara. Þeir telja að heildstæðir
skólar hafí meira forvarnagildi.
Fylgjendur safnskóla nefna
meðal annars að þar sé auðveld-
ara að halda uppi öflugri fag-
kennslu, að nemendur fái breið-
ara námstilboð, bæði hvað varð-
kosti og
stæðs skóla og safnskóla, hver
frá sínum sjónarhóli. Fulltrúar
frá meirihluta og minnihluta í
borgarstjóm fá tækifæri til að
gera grein fyrir stefnu sinni í
þessum málum.
Þingið fer fram í sal Fræðslu-
miðstöðvar í gamla Miðbæjar-
skólanum á Fríkirkjuvegi 1 og
hefst klukkan 13.