Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný framboð og smáflokkar koma fram á sjónarsviðið fyrir alþingiskosningarnar 1999 BARÁTTUHUGUR liðsmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur eflst að undanfórnu vegna góðs gengis í skoðanakönnun- um. En hvernig varð þessi nýi flokk- ur, yst á vinstrivæng, til? grænt framboð Umhverfismál og gömul vinstrigildi Alþýðubandalagið klofnaði sl. sumar vegna áformanna um sam- fylkingu með Alþýðuflokki og Kvennalista. Hjörleifur Guttorms- son, einn af forystumönnum Vinstri- hreyfingarinnar, er ekki í vafa um að sú ákvörðun sín og Steingríms J. Sigfússonar að yfirgefa Alþýðu- bandalagið hafi verið rétt þótt hún hafi verið sársaukafull. Oravegur sé á milli sjónarmiða A-flokkanna í mörgum mikilvægum málum og Samíylkingin sé aðallega draumórar fólks sem vilji öllu fórna til að geta komist í ráðherrastóla. Þá sé það jafnvel reiðubúið að ýta til hliðar stefnumálum. Einnig gagnrýnir hann hart að svikist hafi verið að liðsmönnum Al- þýðubandalagsins með því að segja í sífellu að flokkarnir myndu áfram vera við lýði, aðeins væri um aukið samstarf að ræða. Nú væri hins veg- ar ljóst að nýr flokkur yrði að veru- leika og það fijótlega eftir kosning- ar. „Og Samíylkingin er nú að taka upp megnið af stefnu Alþýðuflokks- ins,“ segir hann og nefnir nýleg um- mæji nokkurra forystumanna um að- ild íslands að Evrópusambandinu. í september sögðu þeir Stein- grímur og Hjörleifur sig ásamt Ög- Leiðrétting vegna skoðanakönnunar á Reykjanesi Vinstri- hreyfingin með 3,2% í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á Reykjanesi voru birtar rangar upplýsingar um stuðning við Vinstrihreyfinguna. Fullyrt var að flokkurinn hefði fengið 7,5% stuðn- ing. Þetta er ekki rétt því að 3,2% svarenda lýsti yfir stuðningi við Vinstrihreyfinguna í kjördæminu. Könnunin fyrir Sjálfstæðisflokk- inn var gerð á sama tíma og könnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið og náði til alls landsins. Úrtakið í könnun Sjálfstæðisflokksins var 600 manns, en í hinni könnuninni voru einungis 200 kjósendur á Reykja- nesi spurðir. Vegna mistakanna er könnunin endurbirt með réttum tölum. Töl- urnar innan sviga eru tölur í könn- un Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið, sem gerð var á sama tíma, þ.e. 22.-25. aprfl. Sjálfstæðisflokkur 48% (47,1%) Framsóknarfl. 15,8% (20%) Samfylking 29,6% (26,4%) Vinstrihreyfmgin 3,2% (2,7%) Frjálslyndir 3,4% (3,8%) Reynt að skáka þeim stóru Nýir flokkar og framboð hafa komið fram á sjónarsviðið fyrir al- þingiskosningarnar og smáflokkar, sem áður hafa gert árangurs- lausar tilraunir til að ná kjöri, reyna sig enn á ný í kosningabarátt- unni. Kristján Jónsson og Ómar Friðriksson fjalla um Vinstri- hreyfinguna - grænt framboð, Frjálslynda flokkinn, Húmanista- — - ■ 7 — " flokkinn, Kristilega lýðræðisflokkinn og Anarkista á Islandi. mundi Jónassyni úr þingflokki Al- þýðubandalagsins og sögðust stefna að því að búa til „róttæka, græna vinstrihreyfingu“. Hinn 16. septem- ber mynduðu þeir Steingrímur og Hjörleifur nýjan þingflokk óháðra ásamt Ögmundi sem starfað hafði í þingflokki Alþýðubandalagsins og verið á lista þess en taldist þó óháð- ur flokknum. Kristín Ástgeirsdóttir gekk í nýja þingflokkinn en hún hafði sagt skilið við Kvennalistann í desember 1997. Viðstaddh- stofnfund nýja þingflokksins vora auk þeirra Guði'ún Helgadóttir, Þuríður Back- man, varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins á Áustmlandi, Árni Steinar Jóhannsson, varaþingmaður á Norð- urlandi eystra, og Svanhildur Kaaber, varaþingmaður í Reykjavík. Svanhildur bauð sig á sínum tíma fram á lista með Alþýðubandalaginu en var óháð eins og Ögmundur og Árni Steinar. Kristín Ástgeirsdóttir gerðist ekki félagi í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Það gerði hins vegar Kristín Halldórsdóttir, einn þriggja þingmanna Kvennalistans, í janúar sl. en hún var andvíg Samfylkingar- þátttöku Kvennalistans. Segh- hún að áherslur Vinstrihreyfingarinnar í umhverfismálum hafi átt mestan þátt í ákvörðun sinni en Kristín seg- ist auk þess hafa góða reynslu af samstarfi við þá Steingrím, Hjörleif og Ögmund í þingnefndum. Nýtt framboð undir heitinu Vinstrihreyfingin - grænt framboð var kynnt á fundi í Reykjavík 25. október og sagt að stefnt yrði að framboði í öllum kjördæmum. I hóp- inn höfðu nú m.a. bæst kvennalista- konan Drífa Snædal, formaður Iðn- nemasambandsins og Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Al- þýðubandalagsins á Vestfjörðum. Þjóðmálafélagið Stefna, sem Ög- mundur hafði stofnað um vorið ásamt Svanhildi og fleh-i vinstri- mönnum, tók mikinn þátt í undir- búningnum. Drífa Snædal er meðal Stefnufélaga og segir aðspurð að áhersla Vinstrihreyfingarinnar á jafnrétti til náms og þá ekki síður andstaðan við NATO og herinn hafi höfðað sterkt til sín. í öndvegi Vinstrihreyfingarinnar voru sett umhverfis- og náttúru- vernd auk hefðbundinna markmiða flestra vinstriflokka. Hreyfingin hélt í desember landsráðstefnu í Reykja- vík til að ræða drög að stefnuskrá og lögum. Kosin var níu manna stjórn í kjördæmisráði í Reykjavík 22. janú- ar en fund kjördæmisfélagsins sóttu um 150 manns. Fleiri kjördæmisfé- lög urðu til á næstu vikum og skip- uðu þau uppstillinganefndir til að velja fólk á framboðslista. Stofnfundur Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs (VG) var síðan haldinn 5. febrúar sl. Um 400 manns sátu fundinn og ávarpaði hann m.a. erlendur gestur, Jonas Sjöstedt frá sænska Vinstriflokknum, arftaka gamla kommúnistaflokksins en hann flutti kveðjur frá flokkum vinstrisós- íalista og umhverfissinna á Norður- löndum. Upplýst var að nær 500 manns hefðu þegar gerst stofnfélag- ar. Steingiímur J. Sigfússson var kjörinn fyrsti formaður flokksins og Svanhildur Kaaber varaformaður. Margt nýtt fólk í stjórnmálunum var á staðnum, að sögn Steingríms. „Það má segja að þetta hafi verið undir- strikað þegar í ljós kom að varafor- maður og gjaldkeri nýja flokksins lýstu því yfir að þetta væri í fyrsta sinn sem þau hefðu gerst flokks- bundin í stjórnmálaflokki,“ sagði hann í blaðaviðtali. Ögmundur Jónasson segist telja mikilvægt að skerpa línur í stjórn- málum frekar en fletja út ágreining en það sé einmitt einkenni á Sam- fylkingunni. Margt í samfélaginu leggist á eitt um að steypa alla í sama mót, gera alla að einkavæðing- arsinnum og ráði þá jafnvel „mú- gæsing“ en ekki skynsemi. Frjálslyndir setja baráttu gegn kvótakerfí á oddinn Frjálslyndi flokkurinn var form- lega stofnaður af Sverri Hermanns- syni og fylgismönnum hans hinn 26. nóvember sl. Landsþing flokksins var haldið dagana 23. og 24. janúar. Flokkurinn býður fram í öllum kjör- dæmum landsins í alþingiskosning- unum og hefur að meginmarkmiði að gerðar verði róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Upphafið að framboði Frjálslynda flokksins má rekja til greinaskrifa og heitra umræðna sem spunnust í kjölfar uppsagnar Sverris Her- mannssonar úr bankastjórastöðu í Landsbankanum í apríl í fyrra. Sverrir lýsti því yfir að hann hygðist taka upp baráttu á vettvangi þjóð- málanna fyrir því að þjóðin endur- heimti yfirráð yfir fiskimiðunum og hann myndi fylgja þeirri baráttu eft- ir með því að efna til framboðs til Al- þingis. Fljótlega var farið að nefna til ýmsa liðsmenn Sverris og rætt var um stofnun stjórnmálasamtaka sem hefðu það að meginmarkmiði að afnema núverandi kvótakerfi. Meðal liðsmanna sem nefndir voru til sög- unnar var Matthías Bjarnason, fyrr- verandi þingmaður og ráðherra. Við- ræður fóru fram milli Sverris og for- svarsmanna Samtaka um þjóðareign um samstarf. Þar voru m.a. fremstir í flokki Bárður G. Halldórsson og Valdimar Jóhannesson. Undirbúningsfundur vegna fram- boðs nýja stjórnmálaflokksins var haldinn í byi-jun september „Ég og mitt fólk höfum verið í viðræðum við stjórn Samtaka um þjóðareign um undirbúning að stofnun stjórnmála- flokks núna á haustdögum. Flokkur- inn á að heita Lýðræðisflokkurinn,“ sagði Sverrfr um þetta leyti. Mikill ági-einingur kom hins fljót- lega upp á yfirborðið sem leiddi til þess að slitnaði upp úr samstarfínu á milli Sverris og stjórnar Samtaka um þjóðareign. Féllu þung orð á báða bóga. „Fundið verður fólk, sem vill og getur lagt því lið að móta stefnu flokksins og þekkir þau vandamál, sem brenna á almenningi og kalla eftfr úrslausnum á hinum pólitíska vettvangi. Þetta er allt önn- ur tegund af fólki en það lið, sem ætlaði sér inn á þing óverðug og óhæft með skikkju Samtaka um þjóðareign á herðum,“ sagði í yfir- lýsingu frá Sverri á þessum tíma. Hann stofnaði þessu næst Frjáls- lynda flokkinn í lok nóvember. Mynduð var þriggja manna bráða- birgðastjórn og boðað til landsfund- ar í janúar. Bárður, Valdimar, Lúð- vík Kaaber o.fl. stofnuðu hins vegar Frjálslynda lýðræðisflokkinn um sama leyti en sá flokkur hvarf fljót- lega aftur af sjónarsviðinu. Gekk Valdimar á ný til liðs við Sverri og skipar nú efsta sæti framboðslistans á Reykjanesi og Lúðvík Kaaber er í 15. sæti listans í Reykjavík. Á fjórða hundrað manns sátu landsþing flokksins í janúar þar sem mótuð var stefna flokksins í þjóð- málunum. Sverrir var kjörinn for- maður, Gunnar Ingi Gunnarsson, heilsugæslulæknir og fyrrverandi al- þýðuflokksmaður, vai- kjörinn vara- formaður og Margrét Sverrisdóttir ritari. I framhaldi af því var unnið að stofnun kjöi-dæmisfélaga í kjördæm- um landsins og tókst að koma saman framboðslistum í öllum kjördæmum. Sjávarútvegsmálin eru fyrirferðar- mest í stefnu Frjálslynda flokksins sem setur fram sem höfuðmarkmið að gerbylta núverandi fiskveiði- stjórnkerfi. Húmanista- flokkurinn Húmanistar bíða þess að stíflan bresti Aðstandendur framboðs húman- ista byggja orðið á langri reynslu af framboðum til Alþingis og borgar- stjórnar. Má rekja sögu þeirra a.m.k. aftur um 15 ár þegar samtök- in komu fyrst fram undir nafninu Flokkur mannsins. Bauð flokkurinn fram til Alþingis 1987 og við kosn- ingarnar 1991 tók Flokkur mannsins þátt í sameiginlegu framboði með Þjóðarflokknum. Þá buðu húmanist- ar fram til borgarstjórnar á seinasta ári. Samtökin hafa alla tíð verið langt undir því marki að ná kjörnum manni á þing. Húmanistaflokkurinn hefur það að höfuðmarkmiði stjórnmálabar- áttu sinnar að öllum sé tryggð lág- marksframfærsla sem gefi kost á mannsæmandi lífi og möguleika á eðlilegri félagslegiá þátttöku. Júlíus Valdimarsson, efsti maður á lista flokksins á Reykjanesi, segir húmanista tengjast alþjóðlegri hreyfingu húmanista sem berjist fyi'h- mannréttindum og gegn fátækt í 60 löndum heims. Spurður um stöðu flokksins segir hann: „Miðað við kannanh’ er Ijóst að við getum aðeins farið upp á við vegna þess að við erum meira eða minna leyti við núllið. Okkur er það vel ljóst að það er mikill munur á niðurstöðum kannana og á þeim við- tökum sem málefni okkar fá. Mjög margir eru einlæglega með þeim til- Yfírkjörstjórn í Reykjavík og landskjörstjórn Breytingar gerðar á listum húmanista YFIRKJÖRSTJÓRN í Reykja- vík fór á fundi sínum síðastliðinn laugardag yfir framboðslista sem komið hafa fram og þurfti að gera tvær breytingar á lista húmanista, í samkomulagi við umboðsmann listans, til þess að hann væri rétt fram borinn. Tveir frambjóðendur listans uppfylltu ekki kjörgengisskil- yrði, annar vegna aldurs og hinn vegna þess að hann er ekki ís- lenskur ríkisborgari. Nöfn þeirra voru strikuð út af listanum, önn- ur nöfn færðust upp og það fækkaði um tvo á listanum. Annar frambjóðendanna var fæddur í júlí 1981 en samkvæmt kosningaréttar- og kjörgengis- skilyrðum verður frambjóðandi að vera átján ára á kjördag. Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir að svo virðist sem öllum lánist ekki að standa að sínum framboðsmálum eins og skýrt er kveðið á um í kosningalögum. Dæmi hafi verið um röng heimilisfóng og kenni- tölur frambjóðenda og við sum nöfnin voru mörg stöðuheiti. í 26. grein kosningalaga segir: „Gæta skal þess að um öll fram- boð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir í kjöri eru.“ Jón Steinar segir að annmark- ar hafi verið á þessu hjá nokkrum listanna og það hafi verið lagfært. Hann segir að talsvert mikil vinna hafi verið lögð í það af yfirkjörstjórn að lagfæra annmarka á framboðs- listum, einnig hvað varðaði með- mælendalista. Þau nöfn með- mælenda sem hefði þurt að fara yfir teldust í þúsundum nú þegar framboðslistar væru átta í höfuð- borginni. Dæmi væru um að nöfn og kennitölur á meðmælendalist- um væru handskrifuð og ólæsi- leg. Þorvaldur Lúðvíksson, for- maður landskjörstjórnar, sagði að gera hefði þurft breytingu á lista húmanista á Austurlandi þar sem einn frambjóðandi hefði verið skráður undir gælunafni. Landskjörstjórnin féllst ekki á þetta með tilvísun til kosninga- laga þar sem segir að tilgreina verði fullt nafn, stöðu og heimili. I í: ! | i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.