Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 15
FRÉTTIR
Sjálfstæðisflokkurinn birtir kosningayfírlýsingu 1999
Skattar lækki og opinber
fyrirtæki einkavædd
lögum sem við setjum fram. Vandinn
er að komast yfir þennan hjalla, van-
trúna á að það sé yfirleitt hægt að
gera eitthvað og að við munum kom-
ast inn í leikinn," segir hann.
Húmanistahreyfingunni hefur yf-
irleitt gengið illa að afla sér fylgis í
kosningum en hefur þó náð kjöri í
borgarstjórn í Torino á Italíu og
fengið þingmann kjörinn í Chile.
„Hreyfingin hefur hins vegar haft
sín áhrif, eins og við höfum haft hér,
með málefnaflutningi okkar,“ segir
Júlíus.
Húmanistar bjóða fram í öllum
kjördæmum landsins. Hreyfingin er
eingöngu með skipulagða starfsemi í
Reykjavík. „Aftur á móti eigum við
stuðningsmenn úti um allt, sem eru
velunnarar húmanistahreyfingarinn-
ar og húmanistaflokksins. Það hefur
gert okkur kleift að bjóða fram í öll-
um kjördæmum," segir Júlíus. Hann
segh- húmanista starfa á milli kosn-
inga og vinna að fjölmörgum málum
s.s. að umbótum í einstökum hverf-
um í Reykjavík.
Þrátt fyrir slakan árangur í kosn-
ingum bjóða húmanistar nú fram
enn einu sinni til að koma hugsjón-
um sínum á framfæri, að sögn Júlí-
usar, og hann segir að samtökin
muni halda þein-i baráttu áfram
hver svo sem úrslit kosninganna
verða að þessu sinni. „Þörfin fyrir
þessa hugsjón hefur ekki farið
minnkandi að okkar mati né áhugi
okkar á því að vinna að henni. Fá-
tækt er að aukast í heiminum þrátt
fyrir að tækni og möguleikar til vel-
megunar hafi aukist," segir hann.
„Við bíðum bara eftir að stíflan
bresti, þá eru hlutirnii' fljótir að ger-
ast,“ segir Júlíus.
Kristilegi
lýðræðisflokkurinn
Barátta fyrir réttlæti
og kristilegu siðferði
Kristilegi lýðræðisflokkurinn býð-
ur fram í Reykjavík og á Reykja-
nesi. Þetta er í annað sinn sem
flokkurinn býður fram til þings en
1995 bauð flokkurinn fram lista und-
ir nafninu Kristileg stjórnmála-
hreyfing í Reykjavík og á Reykja-
nesi. Framboðið fékk lítinn hljóm-
grunn meðal kjósenda eða samtals
316 atkvæði í kjördæmunum. „Þó að
árangur væri ekki mikill í atkvæðum
hef ég orðið var við að margt sem við
höfum sett fram hefur haft áhrif og
verið tekið upp,“ segir Arni Björn
Guðjónsson annar maður á lista
framboðsins í Reykjavík.
Tilurð framboðsins má rekja til
þess er Arni Björn var búsettur í
Svíþjóð og varð þar fyrir áhrifum af
stjórnmálabaráttu kristilegra sam-
taka, sem voru áberandi í stjórn-
málaumræðunni. Fljótlega eftir að
heim kom kynnti hann hugmyndir
um stofnun kristilegra stjórnmála-
samtaka hér á landi. Viðbrögðin
voru ekki mikil í fyrstu en 1993 tók
hann þátt í umræðuþætti í útvarpi
um samkynhneigð. Eftir þáttinn
segir hann að margir hafi haft sam-
band við sig og hvatt til stofnunar
stjórnmálasamtaka. Þá fóru hjólin
að snúast.
Meginbaráttumál Kristilega lýð-
ræðisflokkins eru fyrir réttilæti og
kristilegu siðferði fyrir íslensku
þjóðina. Lögð hefur verið fram kosn-
ingastefnuskrá í flestum málaflokk-
um en áberandi er áherslan á sið-
ferðileg efni. Flokkurinn vill t.a.m.
að kristinfræði og Biblíusögur verði
kenndai' í öllum bekkjum grunn-
skóla. Önnur baráttumál eru þó ugg-
laust umdeildari en í stefnuskrá
flokksins segir m.a.: „Kristilegi lýð-
ræðisflokkurinn vill afnema lög sem
leyfa fóstureyðingar þar sem fóstur-
eyðing er manndráp. En lítur á það
sem réttlætismál að hvert barn fái
að fæðast og alast upp hjá foreldr-
um. Flokkurinn mun sporna gegn
lagasetningu í þá veru að skylda
grunnskólann til að kenna að óeðli
kynvillunnar sé jafn eðlilegt og sjálf-
sagt og það eðli sem Guð hefur
áskapað hverjum karlmanni og
hverri konu.“
Arni Björn segist hafa verið í sam-
bandi við ýmsa kristilega stjórn-
málaflokka í nágrannalöndunum.
Hann bendir á að kristileg stjórn-
málasamtök í Evrópu hafi töluverð
áhrif á starfsemi annarra stjórn-
málaflokka. „Þar bera stjórnmála-
menn virðingu fyrir Guðs orði, þótt
þeir séu ekki endilega í kristilegum
flokkum,“ segir hann.
„Eg hef orðið fyrir vonbrigðum
með að hafa ekki fengið góð við-
brögð forstöðumanna hinna kristnu
samfélaga hér, þeir hafa ekki með-
tekið þetta í hjarta sínu,“ segir hann.
Þátttaka sr. Guðmundar Ai-nar
Ragnarssonar er þó undantekning
hvað þetta varðar að sögn Arna en
Guðmundur skipar efsta sæti á
framboðslista flokksins í Reykjavík.
„Við teljum að við höfum fengið
köllun frá Guði um að gera þetta.
Við erum ekki að pota sjálfum okkur
af eigin ágirnd. Við teljum bara að
þetta sé Guðs forsjá og eigi framtíð
fyrir sér. Það besta sem íslenska
þjóðin getur fengið er að fá Guðs orð
og réttlæti inn í öll þjóðmálin,“ segir
hann.
á íslandi
Anarkistar vilja höfuðlaust
og stéttlaust samfélag
Anarkistai- á Islandi eru nýtt
framboð sem samanstendur aðallega
af ungu fólki er býður eingöngu
fram lista í Reykjavík. Anarkistar á
Islandi urðu til snemma sl. vetur
þegar þau Þórarinn Einarsson, Hall-
gerður Pálsdóttir og Magnús Egils-
son, sem skipa 1.-3. sæti listans,
ákváðu að stefna að framboði til Al-
þingis. „Sagan nær þó töluvert
lengra aftur. Við þrjú höfum öll haft
mikinn áhuga á stjórnmálum í mörg
ár þrátt fyrir að við séum ekkert
sérlega gömul. Þórarinn var í Há-
skólapólitíkinni og ég og Magnús
vorum í Æskulýðsfylkingu Alþýðu-
bandalagsins þegar hún var enn til,“
segir Hallgerður.
„I vetur fórum við að hittast
reglulega til að ræða stjórnmál.
Okkur fannst og finnst reyndar enn
íslensk stjórnmál vera á töluverðum
villigötum, sér í lagi hvað þau virð-
ast vera mikið einkamál atvinnupóli-
tíkusa. Við teljum að töluvert skorti
á almennan áhuga og þátttöku. Við
vorum ósátt við þá flokka sem voru í
boði því þeir þykjast allir geta boðið
upp á einhverjar heildarlausnir sem
við teljum ótrúverðugar. Við vildum
koma stefnumálum okkar á dagskrá
sem eru að skapa höfuðlaust og
stéttlaust samfélag þar sem fólk
tekur virkan þátt í ákvörðunum.
Gallinn var bara sá að enginn
stjórnmálaflokkur virtist hafa það
mál á dagskrá. Við hugsuðum því
sem svo að ef við gerðum ekki hlut-
ina sjálf gerði þá enginn fyrir okk-
ur,“ segir hún.
Að sögn Hallgerðar bættust svo
smám saman fleiri 1 hópinn og öflug-
ur kjarni fór að hittast mjög reglu-
lega til að ræða stjórnmál. „Hópur-
inn er mjög breiður og ólíkar skoð-
anir eru innan hans en við höfum
sameinast um að stefna að beinna
lýðræði og virkari þátttöku og
ábyi’gð almennings. Um skipulag
hreyfingarinnar er það að segja að
við höfum enga stjórn eða formann.
Islensk kosningalög krefjast þess að
frambjóðendum sé raðað í sæti og
við verðum því miður að beygja okk-
ur undir það, en hópurinn er höfuð-
laus eins og það samfélag sem við
viljum byggja. Akvarðanir eru tekn-
ar á fundum sem eru haldnir tvisvar
í viku. Við höfum ekkert félagatal
eða skrifstofu og öll verkaskipting er
ákveðin af hópnum. Við rekum vef-
síðu og þar er okkar heimili," segir
Hallgerður.
„SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
leggur áherslu á að tryggja áfram
efnahagsbata og stöðugleika þannig
að skattar geti haldið áfram að
lækka. Fyrirtæki í opinberri eigu
verða einkavædd, samkeppni á
orkumarkaði innleidd, fjármagns-
markaður gerður virkari og opinber
efth-litsstarfsemi gerð hagkvæm-
ari,“ segir í kosningayfirlýsingu
Sjálfstæðisflokksins, sem birt var í
gær.
I kosningayfirlýsingunni segir að
ná þurfi sátt um fiskveiðistjórnun-
arkerfið: „Löggjöf um stjórn fisk-
veiða verður í þróun með það að
leiðarljósi að ná um hana frekari
sátt og hefur Sjálfstæðisflokkurinn
sýnt með ótvíræðum hætti vilja
sinn til að ná samstöðu meðal þjóð-
arinnar um þetta mál. í því sam-
bandi þarf að gæta þess að mark-
miðum um fiskvernd eða hag-
kvæmni sé ekki fórnað né heldur
raskað grundvelli rekstrarlegra
ákvarðana. Meginmarkmið sjávar-
útvegsstefnunnar er að tryggja að
arðsemi fiskistofnanna verði sem
mest í þágu þjóðarinnar allrar,“
segir í yfirlýsingunni.
10 mánaða fæðingarorlof
í kafla yfirlýsingarinnar um utan-
ríkismál segir að samstarfið innan
EES hafi verið íslendingum heilla-
drjúgt. „Sjálfstæðisflokkurinn hafn-
ar aðild að Evrópusambandinu, ef í
aðildinni felst að Islendingar þurfi
að gefa eftir yfirráðaréttinn yfii-
fiskimiðunum eða öðrum auðlindum
þjóðarinnar," segir m.a. í yfirlýsing-
unni.
Því er lýst yfir að flokkurinn
muni áfram vinna að raunhæfum
lausnum til að tryggja jöfn tækifæri
kvenna og karla. „Foreldrum á
vinnumarkaði verði tryggður réttur
til 10 mánaða fæðingarorlofs. A
kjörtímabilinu verði hvoru foreldri
um sig tryggður réttur til fullra
launa í a.m.k. 3 mánuði. Sjálfstæðis-
flokkurinn vill að íslenskir stjóm-
DAGBOK
Fundur
með Davíð
Oddssyni
á Akureyri
• OPINN stjórnmálafundur með
Davíð Oddssyni verður haldinn í
Nýja bíói á Akureyri í kvöld,
fimmtudagskvöldið, 29. apríl kl.
20.30.
Almenningi gefst á fundinum
kostur á að spyrja forsætisráð-
herra um þau mál sem efst eru á
baugi í kosningabaráttunni. Þing-
menn og frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra taka þátt í umræðunni.
Fundarstjóri verður Anna Þóra
Baldursdóttir lektor. Karlakór
Akureyrar-Geysis syngur nokkur
lög fyrir fundargesti.
Vinstrihreyfingin
- grænt framboó
Umræðufund-
ur um Evrópu-
sambandið
• UMRÆÐUFUNDUR verður í
kosningamiðstöð Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs á Suður-
götu 7 í kvöld, fimmtudaginn 29.
apríl. Fundurinn hefst kl. 20.30.
Frummælandi veröur Anna Ólafs-
dóttir Björnsson sagnfræðingur og
lýsir hún inntaki framsögunnar svo
aö því er fram kemur í fréttatil-
kynningu: „Aðild að Evrópusam-
endur taki í auknum mæli tillit til
nýrra lífshátta og þarfa fjölskyld-
unnar,“ segir í kafla um jafnrétti og
fjölskyldumál.
Séð verður til þess að kjör líf-
eyrisþega batni
Sjálfstæðisflokkurinn vill umbæt-
ur í almannatryggingakerfmu og
einfoldun kerfisins. Endurskoða
þurfi lífeyristryggingakerf al-
mannatrygginga og annan stuðning
í samhengi við skattkerfð.
„Draga þarf úr skerðingarákvæð-
um eftir því sem kostur er. Sjálf-
stæðisflokkurinn mun sjá til þess að
kjör lífeyrisþega batni í samræmi
við almenna velmegun og efnahags-
legur árangur þjóðarinnar mun því
skila sér til öryrkja og eldri borgara
sem annarra. Sveigjanleg starfslok
verði tryggð," segir þar einnig.
Aðild að Kyotobókun mikilvæg
að viðurkenndri sérstöðu
Ahersla er lögð á að jafnvægis sé
gætt milli nýtingar auðlinda og
náttúruverndar. „A hálendinu þarf
að fara saman vernd á náttúruperl-
um og hófleg nýting til orkufram-
leiðslu, beitar og ferðamennsku.
Fyrirtæki verða hvött til að marka
sér umhverfsstefnu til að draga úr
sóun og auka verðmætasköpun.
Mikilvægt er að ísland verði aðili að
Kyoto-bókuninni, að sérstöðu ís-
bandinu yrði ekki aðeins aðför að
forsjá okkar yflr fiskimiðunum.
Hún fæli einnig í sér óþolandi
valdaafsal, frá almenningi og
kjörnum fulltrúum hans til
skrifræðisvaldsins í Brussel. Hvar
viljum við að mikilvægustu ákvarð-
anirnar sem varða líf okkar og kjör
séu teknar?"
Fundarstjóri verður Ragnar Stef-
ánsson jarðskjálftafræðingur.
Samfylkingin
Fiskveiði-
stjórnun rædd
á Reykjanesi
• Samfylkingin, Reykjanesi, held-
ur fund um fiskveiðistjórnunarkerf-
ið í kosningamiðstöðinni, Hafnar-
götu 88, kl. 20.30. Ágúst Einars-
son, Sigríður Jóhannesdóttir og
Jón Gunnarsson flytja stuttar fram-
sögur.
Samfylkingin
Fundur í
Kópavogi um
samfélagið
• Samfylkingin, Reykjanesi, held-
ur fund í Hamraborg 14A í Kópa-
vogi klukkan 20.30 í kvöld. Fund-
urinn ber yfirskriftina Réttlátt
samfélag? Rannveig Guðmunds-
dóttir, Guðmundur Árni Stefánsson
og Þórunn Sveinbjarnardóttir flytja
stuttar framsögur.
lands viðurkenndri," segir í yfiriýs-
ingunni.
Skatthlutföll fasteignagjalda
verði þau sömu á öllu landinu
í kafla um byggðarmál segir m.a.
að markmiðið sé að ný störf verði til
á landsbyggðinni í vaxtargreinum
atvinnulífsins í stað þeirra sem
hverfa með almennri hagræðingu
og breyttum atvinnuháttum. „Að-
gerðir til jöfnunar, s.s. vegna náms-
kostnaðar og húshitunarkostnaðar
verða auknar. Tekjuskiptingu rikis
og sveitarfélaga þarf að endur-
skoða. Skatthlutföll fasteignagjalda
verði fastákveðin þau sömu á öllu
landinu. Samhliða verði tryggt að
skattstofninn endurspegli með
sama hætti raunverðmæti fast-
eigna. Sveitarfélögum verði í stað-
inn tryggðar a.m.k. óbreyttar tekj-
ur, annars vegar með afnámi und-
anþága hvað varðar atvinnuhúsnæði
hin opinbera og hins vegar með
hlutdeild í eignarskatti, sem nú
rennur allur í nTdssjóð," segir í
yfirlýsingunni.
Einnig er boðað sérstakt átak til
að efla menntun á háskólastigi og í
kafla um heilbrigðisþjónustuna seg-
ir m.a að aðskilja þurfi betur hlut-
verk ríkisins sem kaupanda og
rekstraraðila í heilbrigðisþjónust-
unni í þeim tilgangi að efla kostnað-
arvitund og aðhald.
Samfylkingin
í Reykjavík
Fundur
um málefni
öryrkja
• MÁLEFNI öryrkja verda í
brennidepli í kvöld á fundi sem
Samfylkingin í Reykjavík boðar til
í kosningamiðstöð sinni í Ármúla
23.
Gestgjafar verða Jóhanna Sig-
urdardóttir og Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir en Garðar Sverrisson,
varaformaður Öryrkjabandalagsins,
flytur ávarp. Dúettinn Súkkat kem-
ur einnig fram á fundinum sem
hefst kl. 20.30.
Ræða kynlíf
og barneignir
• Fundur á vegum Fræðslusam-
taka um kynlíf og barneignir og
stefnu stjórnmálaflokkanna í þeim
málum verður haldinn á Kakóbarn-
um í Hinu húsinu kl. 17.
Sameiginleg-
ur fundur á
Akranesi
• Sameiginlegur stjórnmálafundur
flokkanna sem bjóða fram í Vestur-
landskjördæmi verður haidinn í Bíó-
höllinni, Akranesi, og hefst kl.
20.30.
Upplýsingar á Netinu
A UPPLYSINGASIÐU dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins vegna al-
þingiskosninganna 8. maí nk. er nú
að finna ýmsar upplýsingar er
tengjast kosningunum og fram-
kvæmd þeirra.
Þar má m.a. finna upplýsingar um
kjörskrár vegna kosninganna, leið-
beiningar um utankjörfundarat-
kvæðagreiðslu sjúki-a og auglýsingu
um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
á stofnunum og í heimahúsi, upplýs-
ingar um ýmsar dagsetningar og
fresti vegna kosninganna, upplýsing-
ar um listabókstafi stjómmálasam-
taka, upplýsingar um landskjörstjórn
og yfirkjörstjómir í öllum kjördæm-
um auk upplýsinga um formenn
þein-a og hvar hægt er að ná í þá.
Slóð heimasíðu dóms- og kirkju-
málaráðuneytisins er
www.stjr.is/dkm