Morgunblaðið - 29.04.1999, Side 27

Morgunblaðið - 29.04.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Færeyingar taka tilboði Norðmanna Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landstjórnin hefur ákveðið að taka tilboði norskrar skipasmíðastöðvar í smíði nýs strand- gæzluskips íyrir Færeyinga. Komizt var að þessari niðurstöðu eftir að fær- eysku skipasmíðastöðinni sem boðið hafði í verkið hafði verið gefið færi á að lækka sitt tilboð. Landstjórnin bauð út smíði 62 m langs strandgæzlu- og björgunar- skips í september sl. og tilboð voru opnuð í desember. Þetta skip á að geta sinnt gæzlu og björgunarstörf- um í allri færeysku lögsögunni og verður stærsta skip færeysku lang- helgisgæzlunnar. Lægsta tilboð áttu aðilar í Noregi, sem buðust til að smíða skipið fyrir 94,8 milljónir danskra króna, sem er nálægt einum milljarði íslenzkra króna. Færeyska skipasmiðjan bauð upprunalega 109 milljónir danskra króna í verkið og hið endurnýjaða tilboð hljóðaði upp á rúmum tveimur milljónum minna. Jörgen Niclasen, sjávarútvegsráð- herra landstjórnarinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þetta hefði verið erfið ákvörðun, en hann hefði vonazt til að nýja færeyska tilboðið yrði lægra. Munurinn á því og því norska hefði einfaldlega verið stærri en svo að sér hefði verið stætt á því að taka því. Trúverðugleiki Færey- inga hefði verið í húfi; þeir yrðu að halda sig við þær alþjóðlegu reglur sem gilda um slík útboð, fyrst á annað borð var efnt til þess. ---------------- Samstaða NATO kann að bresta Dallas. Reuters. GEORGE Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að hætta væri á því að brestir kynnu að myndast í samstöðu Atlantshafs- bandalagsins (NATO) ef Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti standi loftárásirnar áfram af sér. Bush hvatti Bill Clinton Bandaríkjaforseta til að gera bandarískum hersveitum markmið herfararinnar í Júgóslavíu ljós og sagði að Bandaríkin mættu ekki við „öðru Víetnamstríði“. Forsetinn fyrrverandi sagði að ijóst væri að ákveðin merki sundr- ungar væru að myndast meðal nokk- urra evrópskra aðildarríkja NATO um áframhaid loftárásanna á Jú- góslavíu. „Ef Milosevic heldur stöðu sinni og verður eins harður í horn að taka eftir tvo til þrjá mánuði og hann er í dag, þá tel ég að samstaðan inn- an NATO muni bresta. Og það myndi valda mér mjög miklum áhyggjum.“ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 2 7 RAGNHEIÐUR ELIN CLAUSEN lenti i hrika esum raun 91 Þortferður Gunnarsdóttir U1 ot£ Kristián Arason 1 _ “f- 1 'A f K1 11 þ fl ‘Vcn 1 * ■' ■; ■: •; ■ ■ 'V. ■ ■ ■: m v i \ f I j V n i b n roii F-í 4 b Yi GOTI FÓUC • $U

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.