Morgunblaðið - 29.04.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 29
Bildt erind-
reki SÞ
á Balkan-
skaganum?
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ENN á ný er nafn Carl Bildts nefnt
í tengslum við alþjóðlega stöðu og
nú í tengslum við væntanlegt starf
erindreka Sameinuðu þjóðanna á
Balkanskaganum og í Kosovo. Tveir
erindrekar verða skipaðir og í gær
var tilkynnt að Eduard Kukan, ut-
anríkisráðherra Slóvakíu, verður
annar þeirra. Bildt hefur hafnað
orðrómnum og hefur sett ofan í við
Önnu Lindh, utanríkisráðherra
Svía, fyrir að ala á þessu. Snörp við-
brögð hans kölluðu á viðbrögð
Görans Perssons, sem í kjölfarið
var gagnrýndur fyrir að tala ekki
eins og forsætisráðherra sæmdi.
Þrátt fyrir að Bildt hafi til þessa
vísað vangaveltum á bug sagði Kofí
Annan, framkvæmdastjóri SÞ, í
gær að hann væri einn þriggja
manna er kæmi til greina í síðara
starfið.
í ræðu á mánudaginn lýsti Kofi
Annan, aðalframkvæmdastjóri SÞ,
þvl yfír að hann hygðist skipa tvo
erindreka til að sinna ófriðarsvæð-
unum í fyrrverandi Júgóslavíu.
Annar á að hafa umsjón með
Balkanskaganum, hinn vera sátta-
semjari í Kosovo. Enn er óljóst í
hverju störfin verða fólgin, en hug-
mynd Annans er að SÞ gegni
virkara hiutverki á Balkanskagan-
um en verið hefur.
Bildt hefur undanfarið verið í
sambandi við Annan, en segir sig
einungis vera ráðgjafa hans í mál-
efnum Balkanskaga, það verði hann
áfram, en engin útnefning sé í aug-
sýn. Fyrir helgi voru fréttir um að í
viðræðum við Annan hefði Anna
Lindh utanríkisráðherra ötullega
stutt við hugmyndina um útnefn-
ingu Bildts. Af fréttum mátti marka
að Lindh liti á þetta sem raunhæfan
möguleika. Bildt lét þá nokkuð hörð
ummæli falla um að þetta væri að-
eins hugarburður sænski-a
diplómata og hann væri ekki annað
en ráðgjafi fyrir Annan. Lengi hef-
ur verið rætt um að Bildt hefði hug
á starfi á alþjóðavettvangi, en á
hinn bóginn er stöðugur orðrómur í
þá veruna ekki þægilegur fyrir
hann sem leiðtoga Hægriflokksins
og sænsku stjórnarandstöðunnar.
„Hann er ekki í jafnvægi,“ voru
ummæli Perssons um þessa gagn-
rýni Bildts og þau ummæli þóttu
mörgum ósmekkleg. Meðal annars
hafa ritstjórar sænskra jafnaðar-
mannablaða gagnrýnt Persson fyr-
ir. Ummælin þykja enn eitt dæmi
um að Persson taki ekki alltaf til
orða eins og sæmi forsætisráðherra,
heldur virðist gleyma stöðu sinni.
Síðast notaði hann sömu orð um
Erik Ásbrink, er hann sagði nýlega
af sér sem fjármálaráðherra.
rJlJiíR
3'fURfUKlSfAR
80x80 á
kant.
Blöndunar-
tæki,
sturtusett,
botn og
vatnslás
innifalinn.
Verð frá
39.600
stgr.
við Fellsmúla, s. 588 7332.
Opið 9*18, laugard. 10*14.
ERLENT
WHO nýtir reynslu úr Bosníustríðinu
Komið í veg fyrir
að rusl sé sent
sem hjálpargögn
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
„ÞOTT flóttamenn séu illa á sig
komnir er ekki þar með sagt að þeir
geti notað það sem við hinir betur
settu köllum rusl,“ sagði Jo E.
Asvall, svæðisstjóri Evrópuskrif-
stofu Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar (WHO), á blaðamanna-
fundi í Kaupmannahöfn, er hann
kynnti átak WHO til að gera heil-
brigðisaðstoð við flóttamenn í
Kosovo sem besta. í Bosníustríðinu
bar á þvi að send væru ónýt hjálp-
argögn og í kjölfar þess samdi
WHO viðmiðunarreglur fyrir hjálp-
argögn, sem ýmis lönd hafa nú tekið
upp til að koma í veg fyrir að gögnin
séu send. Asvall nefndi einnig að
áhyggjuefni væri að mjólkurduft
handa ungbörnum flæddi yfir í
flóttamannabúðum, því pelagjöf
gæti skapað fleiri vandamál en hún
leysti.
„Það er enginn vafi á að fyrirtæki
munu reyna að losna við ónýtar vör-
ur sem hjálpargögn,“ sagði Martin
Auton, sem sér um samskipti WHO
við lyfjafyrirtæki. I Bosníustríðinu
bárust þangað 80 tonn af lyfjum,
sem fimmtán lyfjafræðingar voru
hálft ár að flokka. A endanum
reyndust aðeins 14 prósent lyfjanna
nothæf, en auk kostnaðar við mót-
töku reyndist síðan dýrt að eyða
ónothæfu lyfjunum. Auton bendir á
að fyrirtæki geti því miður séð sér
hag í að losna við óseljanlegar vörur
á þennan hátt, auk þess sem gjafir
leiði víða til skattaafsláttar.
Aileen Robertson, sérfræðingur
WHO um barnamat, skoraði á fjöl-
miðla að ýta ekki undir í fréttaflutn-
ingi að flóttamenn notuðu mjólkur-
duft handa ungbömum. Tilgangur-
inn væri vísast göfugur, en rejmslan
sýndi að slíkar gjafir græfu undan
hefðum fyrir brjóstagjöf, auk þess
sem mjólkin væri gróðrarstía sjúk-
dóma, þegar hún væri útbúin með
menguðu vatni og látin í óhrein ílát.
Með þurrmjólk væri mæðrum gert
erfiðara að mynda tengsl við börn
sín og þau færu á mis við hollustu
móðurmjólkurinnar. Það væri auk
þess goðsögn að álíta að harðæri
flóttamannalífsins gerði konum
ómögulegt að hafa börn sín á brjósti.
„Mannkynið væri dáið út ef konur
þyldu ekki að hafa börn sín á brjósti
á stríðstímum eða við erfiðar að-
stæður," undirstrikaði Robertson.
mbJ.is er lifandi fréttamiðill sem birtir stöðugt nýjar fréttir. HJustendur þessara stöðva fá
þvf ávallt ferskar, áreiðanlegar og vandaðar fréttir frá helsta fréttamiðli landsins á Netinu.
Fréttimar verða lesnar regluJega á þessum tíma á öllum stöðvunum þannig að þú missir
ekki af neinu á meðan. Hlustaðu á góða tónlist og áreiðanlegar og nýjar fréttir á
Létt 96,7, Gullinu 90,9 og KJassik 100,7.
JCétt 96,7