Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
TÖJVLIST
Djassdiskar
THE DUKE ELLINGTON
CENTENNIAL EDITION
The complete RCA Victors recor-
dings 1927-1973. Hljómsveit Duke
Ellingtons auk smásveita undir stjórn
Johnny Hodges, Rex Stewards og
Barney Bigardsj Esquer all-Americ-
an award winners, Metronome all-
stars og dúettar með Jimmy Blanton,
Billy Strayhorn og Earl Hines. 24
diskar, RCA-Victor/Japis 1998. Disk-
ar 1-7: The early recordings (1927-
1934). Diskar 8-13: The early forties
recordings (1940-42). Diskar 14-16:
The complete mid-forties recordings
(1944-46). Diskur 17: The All-star
sessions and the Seattle concert
(1952). Diskar 18-20: The three
sacred concerts (1965/1967/1973).
Diskar 21-24: The last recordings
(1966-1973).
DUKE Ellington hefði orðið hund-
rað ára í dag hefði honum enst aldur.
Hann lést 24. maí 1974 og var þá liðin
tæp hálf öld síðan hann hljóðritaði
fyrstu skífuna með hljómsveit sinni,
The Washingtonians. Hljóðritanh’nar
áttu eftir að skipta þúsundum áður
en yfir lauk og fáum sem þekkja
sæmilega til tónlistarsögu tuttugustu
aldarinnar og eru lausir við fordóma
gagnvart annarri tónlist en tónskáld-
skap evrópskrar ættar, blandast hug-
ur um að Duke Ellington sé einn
fi’emsti tónmeistara aldarinnar. Fáir
hafa skapað jafn einstakan tónaheim
og hann og á það ekki hvað minnstan
þátt í því, auk innborinnai’ snilli her-
togans, hversu lengi hann starfaði
með sömu mönnunum og tókst að
virkja þá í sameiginlegri listsköpun.
Og það voru engir smákallar, held-
ur margir af helstu djassmeisturum
sögunnai’: Johnny Hodges, einn
mesti altósaxófónleikari aldarinnar ef
Charlie Parker er frátalinn, lék með
Duke í 33 ár; Harry Carney, faðir
barítonsaxófónleiks í djassi, lék með
Duke í 47 ár; Cootie
Williams, ókrýndur kon-
ungur hins urrandi
demparatrompetblást-
urs, lék með Duke í 23
ár; básúnumeistarinn
Lawrence Brown í 19 ár
og tenórtryllirinn Paul
Gonsalves í 24 ár. Allir
blésu þessir menn með
Duke til hinstu stundar
hans eða þeirra, nema
Lawrence Brown, sem
settist í helgan stein
1970. Sumir ellington-
istarnir urðu skammlíf-
ir, en léku þó með hon-
um fram í rauðan dauð-
ann einsog Joe „Tricky
Sam“ Nanton básúnuleikari og Jim-
my Blanton bassaleikari. Aðrir léku
með Ellington nokkur ár í senn, en
töldu sig hirðmenn hans alla ævi
einsog konungur hins blíða en
grimma tenórblásturs, Ben Webster.
Hér eru aðeins taldir fáeinir þeirra
snillinga er unnu með Duke þá hálfu
öld er hann stjórnaði stórsveit sinni
og frumflutti mörg ódauðlegustu
djassverk sögunnar. Þó má ekki
gleyma einum, Billy Strayhorn, tón-
skáldinu og píanistanum, sem var
hægri hönd Ellingtons í nær fjóra
áratugi.
Innan djassins er Duke einstakur,
fremstur allra tónskálda og hljóm-
sveitastjóra og hefur haft betra lag á
því en nokkur annar, nema kannski
Miles Davis, að virkja tónlistarmenn
sína í eigin listsköpun.
Um ævina hljóðritaði Duke Ell-
ington fyrir mörg útgáfufyrirtæki og
ber þar hæst RCA-Victor, Columbia,
Brunswick, Capitol og
fyrirtæki Norman
Granz, Verve og Pablo.
I tilefni aldarafmælisins
má búast við margri
endurútgáfunni og á af-
mælisdaginn sjálfan
berst í verslanir sú mik-
ilfenglegasta: Heildar-
útgáfa RCA-Victors á
hljóðritunum Ellingtons
fyrir fyrirtækið. Tutt-
ugu og fjórir diskar er
spanna 47 ár. Að sjálf-
sögðu hefur mest af
þessu efni verið gefið út
áður, en það er ekki
minni fengur að útgáf-
unni fyrii’ því. Hér má
finna helsta hápunkt í tónsköpun Ell-
ingtons, upptökurnar fyrir RCA frá
1940-42 með hljómsveit hans er
kennd var við Webster og Blanton.
Hér eru helstu snilldarverk hans
einsog mollblúsinn Koko, fyrirrenn-
ari modalisma Miles Davis, Concerto
for Cootie þarsem þrefalt blúsþema
færir einleikarann, Cootie Williams,
upp í hæstu hæðir, Jack the Bear,
sem Strayhorn hreinskrifaði fyrir
meistarann, ein af helstu mannlýs-
ingum hans, Bojangles, og í bónus
aukataka tekin upp í Hollywood um
leið og meistarasóló Ben Websters í
verki meistarans, Cotton tail. Hér má
líka finna áður óutgefna töku af Blue
goose þarsem Johnny Hodges blæs í
sópransax. Annars er megnið af upp-
tökunum fi’á 1927 til 1952 að finna á
24 platna útgáfu franska RCA á
verkum EUingtons - en trúlega eru
ekki margir hérlendis sem eiga þá
útgáfu í heild sinni. A þessum diskum
ELLINGTON
f HEILA ÖLD
Duke Ellington
Nokkrum ljóðum ríkari
BÆKUR
L j« ö a b ó k
MEÐAN ÞIJ VAKTIR
Eftir Þorstein frá Hamri. Iðunn 1999,
54 bls.
EF einhverjir héldu að með út-
gáfu Ritsafns Þorsteins frá Hamri í
fyrra væri verið að setja punktinn
aftan við höfundarverk hans verða
þeir hinir sömu að hugsa málið upp á
nýtt. í nýyfirstaðinni bókaviku kom
út glæný ljóðabók Þorsteins, Meðan
þú vaktir, sem sýnir svo ekki verður
um villst að skáldið er í fullu fjöri og
á vafalaust enn margt óort. Hver ný
ljóðabók frá Þorsteini frá Hamri
telst til mikilla ljóðatíðinda og
ljóðaunnendur eru því „nokkrum
ljóðum ríkari“ eftir útgáfu bókarinn-
ar, svo vlsað sé til eins ljóða hennar,
sem hefst þannig:
Afvegum
sem allir kenndu við erindisleysu
náðum við heim
nokkrum ljóðum ríkari.
(,Afvegum“, bls. 16)
Meðan þú vaktir er fjórtánda
ljóðabók Þorsteins frá Hamri, en sú
fyrsta kom út árið 1960 (hana fékk
ég í tannfé). Skáldskaparferill Þor-
steins spannar því tæplega fjóra ára-
tugi og hefur hann ekki verið ein-
hamur á þeim tíma heldur gefið út
auk ljóðanna skáldsögur, þætti og
þjóðlegan fróðleik.
Meðan þú vaktir hefur að geyma
41 ljóð og munu þrjú þeirra hafa
birst áður í tímaritum en um frum-
birtingu hinna er að ræða. Þótt Ijóð-
in kunni að virðast sundurleit við
fyrsta lestur leiðir nánari skoðun í
ljós endurtekin stef eða minni sem
gefur ljóðum bókarinnar samhljóm
og styrkir byggingu hennar. Hér má
nefna stef sem einnig eru kunn úr
fyrri verkum Þorsteins, svo sem
hugleiðingar um glataðan tíma, von-
ina, ástina, listina og heilindi ein-
staklings í viðsjárverðum heimi.
Nokkuð áberandi eru ljóð um það
fyrstnefnda, glataðan tíma, tapaða
fortíð; um: „Undrin
forðum / óþrotleg, frjó“
(„Vínlandsfari“, bls. 13)
eða: „Stúrin andartök
/drangaleg, dimm //
horfa við lund manns /
úr loftsal minninganna“
(„Ljósbrot“, bls. 19).
Sameiginlegur þráður
þessara ljóða er meðal
annars sú hugsun að
loftsalur minninganna
(fortíðin) geymi dýrmæt
augnablik sem enn megi
gleðjast yfir þótt þau
virðist glötuð í fjarskan-
um.
En skáldið dvelur
ekki aðeins í minningum
heldur hvetur einnig til að við:
„Njótum heil / nýrra daga sem líða“
(„Dagar, bls. 26). Þorsteinn slær
einnig á létta strengi og dregur jafn-
vel dár að sjálfum sér í ljóðinu
„Möttull konungur“, sem vísar til
einnar skáldsögu hans, segir þar
„hvatvíslegustu og barnalegustu
/sleggjudóma“ sína „standast líkt og
allt / sé að öðru sniðið, / um hrokann,
fordómana, / hræsnina, svikráðin, /
neyðina, æðið / og hina naumu út-
leið ...“ En ljóðið endar í von og
bjartsýni:
Þó ber að þakka!
Meðan gróa, góðu heilli
glettan
landið
og saraveran.
(„Möttull konungur, bls. 38-9)
Eins og oft áður yrkir Þorsteinn
urn skáldskapinn, um listina að
yrkja, og ekki er hann alltaf mjúk-
máll um það málefni. I Ijóði sem ber
titilinn „Ljóð vor“ má til að mynda
finna hnyttna ádeilu á yrkisefni ljóð-
skálda:
Ljóð vor, sum
Eintóna, andvarpasæt
Af ilmi rósa
mega vart kallast
af moldu alin!
Æ, biðjum þeim beiskju og seltu
Af bjástri, fysnum
og raunum
þó ekki væri
nema eins misþroska, villuráf-
andi dýrs.
(bls. 33)
Þorsteinn hefur áður
ort um „þetta gráa geð-
skólp, þessi blævana,
bældu lönd“ (Vatns göt-
ur og blóðs, 1989) og ef
til vill má úr þessu lesa
afstöðu hans til skáld-
skaparins; ljóðlistin á
að vera í tengslum við
líf mannsins, túlka
mannlega rejmslu,
bjástur og fýsnir;
sprottin úr jörðu fremur en spunnin
úr lofti „andvarpasæt"; öll geðlurða
er skáldinu á móti skapi og betra er
villuráf en stöðnun. Hitt er annað
mál að þótt þetta kunni að vera
skáldskaparafstaða Þorsteins frá
Hamri er þó ekki um það að ræða að
Ijóð þessarar nýju bókar falli undir
þá skilgreiningu að vera uppreisnar-
gjörn og ádeilurík, eins og nokkuð
bar á í eldri ljóðabókum hans. Hér er
ekki ort um sveltandi heim, skatta-
frádrátt heildsala og órofa tryggð við
Atlantshafsbandalagið (væri þó
ástæða till). Það er þó síður en svo
að ég sé að ásaka skáldið um geð-
deyfð eða bældar tilfinningar, en
megi sjá á skáldskaparferli Þor-
steins „misþroska" hins leitandi
sjálfs (í gegnum tíðina) þá veit ljóð-
mælandi þessarar bókar að í ljóði má
jafnt „svæfa og sefa“ sem og „rista á
hol“ og „rjúfa“ (sjá ljóðið „Ti-únað-
ur“, bls. 32). Og sumt megnar jafnvel
ekki ljóðið að tjá, eða eins og segir í
ljóðinu „Sum djásn“: Sum djásn / er
dauðasök að snerta. /... / Og villist
þau íklædd orðunum / á bók eða blað
/ þekkja þau sig/ sjaldnast sjálf. (bls.
9). Þessi ljóðmælandi þekkir hverful-
leika orðanna og brigðult eðli tungu-
málsins. En hann tekst á við það eðli
af öryggi og ögun, íhugun og fágun
sem einkennir þroskaða sýn og hlýt-
ur að teljast til kosta.
Soffía Auður Birgisdóttir
Þorsteinn frá Hamri
eru 24 aukatökur, auk Esquire
swamp og Midriff og Gone with the
wind með Esquere stjörnubandinu,
sem ekki er að finna á frönsku RCA
plötunum.
Það sem mestu máli skiptir þó er
hversu vel hljómur 78 snúninga plöt-
unnar hefur náðst á diskunum. Sam-
anborið við breiðskífuútgáfurnar er
hann ævintýralegur og mun betri en
á fyrri geisladiskaútgáfum RCA-
Victors. Helst má jafna honum við
verk kraftaverkamannsins ástralska,
Roberts Parkers, sem hefur fært
ýmsar klassískar útgáfur nær nú-
tímahlustum en aðrir á BBC diskum
sínum. I elstu verkunum er ekki
skorið af hærri tíðni og eilítið suð lát-
ið halda sér, en bassinn allsterkur.
Þetta hefði gömlu djassgeggjurunum
líkað. East St. Louis toodle-oo frá
1927 verður enn magnaðara en fyrr í
þessari útgáfu. Það eru Orrin Keep-
news og Steven Lasker sem eiga
heiðurinn af verkinu og gaman til
þess að vita að Orrin, sem hóf feril
sinn 1954 með því að endurútgefa
gamlan Ellington, skuli fá slíkt verk-
efni í ellinni.
Frá 1953-5 hljóðritaði Ellington
fyrir Capitol, en eftir það fyrir Col-
umbíu þartil hann réðst aftur til RCA
1965 er fyrirtækið gaf út fyrsta helgi-
konsert hans. Helgikonsertarnir
urðu þrír, annar hljóðritaður 1968
fyrir Fantasy, en er með í þessari út-
gáfu og hinn síðasti hljóðritaður í
Westminster Abbey í síðustu tón-
leikafór Ellingtons utan Bandaríkj-
anna 1973.
Kannski er annar konsertinn best
heppnaður. Hann var hljóðritaður í
hljóðveri og sænska söngkonan Alice
Babs flaug til Bandaríkjanna að
syngja fyrir djasshertogann vin sinn.
Túlkun hennar og Johnny Hodges á
Heaven er jafn innvigð og guðsdýrk-
un barroksku meistaranna.
Síðustu diskar þessa safns bera yf-
irskriftina: Last recordings og vísa til
fimm breiðskífna: The Far East
suite, The popular Duke Ellington,
The Duke at Tangelwood, ...and his
mother called him Bill og Eastbour-
ne performance.
The Far East suite er síðasta stór-
virkið er Ellington vann í samvinnu
við Billy Strayhorn. Þetta eru svip-
myndir úr Austurlandafór hljóm-
sveitarinnar þarsem leikið var í borg-
um jafn ólíkum og Kaíró og Bombay.
Allt varð þeim félögum að tónlist og
þarna er margur gimsteinn einsog
hið undurfagra Isfahan er Johnny
Hodges túlkar og Ad lib on Nippon
þarsem Duke leikur af einstakri snilli
á píanóið.
Næsta stórvirki Ellingtons - og
það síðasta, var breiðskífan er hann
hljóðritaði í minningu vinar síns
Strayhorns ... and his mother called
him Bill. Strayhorn var mýkri maður
en hertoginn. Hann var meistari ball-
öðunnar með evrópskum blæ og
Johnny Hodges blés þær öðrum bet-
ur. Sú nýjasta og sterkasta á þessum
diski hafði ekkert nafn er Strayhorn
sendi Ellington hana af banabeðnum.
Duke nefndi hana Blood Count og
Hodges nær að túlka ótrúlegan sárs-
auka í einfaldri fegurð í þessum
ópusi. Eg hef heyrt marga blása
þessa ballöðu vel, allt frá Sigurði
Flosasyni til Stan Getz; en hinn sári
tregi Hodges er hvergi sem hér.
Konsertinn í Tangelwood með
Arthur Fielder og Boston dægur-
strengjunum verður seint talin til
merkari tónhstarviðburða, en á þess-
um diskum er einn ópus, sem ekki
var á upphaflegu breiðskífunni. Dá-
samlegur píanósóló með Ellington,
fimmti kaflinn úr svítunni er hann
samdi fyrir vinkonu sína, Elísabetu
aðra Englandsdrottningu: The single
pedal of a rose. Hann er tónleikanna
virði.
22. október 1973 hélt Ellington-
bandið í síðustu stórtónleikafór sína.
Ferðast var um Evrópu og Afríku.
Fyrst var haldið til London þarsem
þriðji helgikonsertinn var frumflutt-
ur og hinn 1. desember var síðasta
opinbera hljóðritun Ellingtonsbands-
ins gerð í Eastbourne. Þar á milli
hafði verið leikið í um 20 borgum
m.a. Addis Ababa og Lusaka. 26.
október hélt hljómsveitin tvenna tón-
leika í tónleikasalnum mikla í Tívolí í
Kaupmannahöfn og var ég svo lán-
samur að sækja þá báða. Ellington
var þá heltekinn krabbameini og
baksviðs voru læknar og hjúkrunar-
fólk, súrefni og morfín. En magnaðri,
glaðari og innblásnari en nokkur
annar í bandinu gekk meistarinn á
sviðið og spilaði einsog sá sem valdið
hefur. „The show must go on,“ enda
leið Ellington best í sviðsljósinu.
„Draga sig í hlé til hvers," svaraði
hann jafnan þegar hann var spurður
um eldriborgaralífið. „Tónlistin er
mín fylgikona," nefndist sjálfsævi-
saga hans og allt lífið var hann á ei-
lífu tónleikaferðalagi. „Allur heimur-
inn er heimili mitt, en pósthólfið mitt
er í New York,“ sagði hann stundum
og eitt er víst að þótt hann væri
bandarískur negri, fæddur í Was-
hington, var heimurinn allur tón-
leikahöll hans. Svo lengi sem tónlist
er leikin er Ellington einn af meistur-
unum.
Vernharður Linnet
KVENNAKÓRINN í Bolungarvík er eini kvennakórinn á Vestfjörðum.
Kvennakórinn í Bol-
ungarvík í tónleikaferð
KVENNAKÓRINN í Bolungarvík
heldur í tónleikaferð á Snæfells-
nes um helgina og heldur þar
tvenna tónleika. Þeir fyrri verða
í Ólafsvíkurkirkju á morgun,
föstudag, kl. 20.30 en hinir síðari
í kirkjunni á Grundarfirði laug-
ardaginn 1. maí kl. 17. Þá heldur
kórinn tónleika í Hólmavíkur-
kirkju sunnudaginn 2. maí kl. 15.
Á söngskrá kórsins eru inn-
lend sem erlend Iög sem tengjast
annars vegar sumarkomunni, en
hins vegar konum, ungum sem
öldnum, íslenskum sem erlend-
um, jafnt Maríu guðsmóður, sem
sfldarstúlkunni Möggu á Siglu-
firði og Bellu símamær, segir í
fréttatilkynningu.
Stjórnendur Kvennakórsins í
Bolungarvík eru þær Guðrún
Bjarnveig Magnúsdóttir, píanó-
kennari og organisti í Bolungar-
vík, og Margrét Gunnarsdóttir,
píanóleikari og kórstjóri á fsa-
firði. Kvennakórinn í Bolungar-
vík er skipaður yfir 30 konum og
hefur starfað í fjögur ár. Hann er
eini kvennakórinn á Vest fjörð-
um.