Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ef sverðið er of stutt EF SVERÐIÐ er of stutt þá gakktu feti framar. Þetta á við um þá stöðu sem nú er uppi aðeins örfáum dögum fyrir kosningar til Al- þingis sem verða sögu- legar hver sem úrslitin verða. Samfylking fé- lagshyggjufólks er orð- in til vegna víðtæks vilja stórs hluta þjóðar- innar til þess að til verði öflug hreyfing sem stendur fyrir jöfn- uð, réttlæti, lýðræði og frjálslyndi. Jöfnuð gegn þeirri miklu misskipt- ingu sem ríkir í samfé- laginu, réttlæti gegn því óréttlæti sem ríkir t.d. hvað varðar kvótakerfíð, lýðræði gegn fá- mennisstjórn hagsmunaaflanna og frjálslyndi gegn því stjómlyndi sem því miður einkennir allt of margt í stefnumótun á öllum sviðum. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn- ai-fiokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð (VG) eiga það sam- eiginlegt að hafa öll gert Samfylk- inguna að höfuðóvini sínum í kosn- ingabaráttunni. Allir þessir flokkar hafa vandað sig við að snúa út úr stefnumálum Samfylkingarinnar. Allir hafa þeir lagst á eitt að gera Samfylkinguna tortryggilega. Allir óttast þeir möguleikann á því að fé- lagshyggjufólk sjái í gegnum póli- tiskt moldviðri þeirra og skynji þá miklu möguleika sem felast í sam- stöðu vinnandi fólks á Islandi. Ástæður helmingaskipta flokkanna eru augljósar en það getur reynst erfiðara að átta sig á hvötum VG. Sósíalískar fjaðrir Hvers vegna er ekki augljóst hvað VG geng- ur til? Jú, vegna þess að þar skreyta menn sig sósíalískum fjöðr- um. Þar er róið á mið rómantíkurinnar án þess þó að menn þori að kannast við það. Þessi flokkur sem vill láta kalla sig vinstri- sinnaðasta flokk lands- ins hefur ekki lagt fram neina hugmyndafræði fyrir tilurð sinni. Hann hefur bara sent frá sér upphrópanir og fyrirsagnir án skýringa og kemst upp með það. Stjórnmál Með sterkri Samfylk- ingu, segir Heimir Már Pétursson, gæti kona orðið forsætisráðherra á Islandi í fyrsta skipti í sögunni. Er það t.a.m. sósíalismi að leggja það eitt til varðandi kvótakei'fi í sjávarútvegi að það eigi að skatt- leggja gróða þess fámenna hóps sem hefur eignarhald og erfðarétt á þjóðarauðlindinni í sjónum, en Heiinir Már Pétursson styðja kerfið sjálft? Er það í anda sósíalisma að hafna fjölþjóðlegu samstai-fi með hræðsluáróðri um að með því glati íslendingar yfirráðun- um yfir sjálfum sér? Hvað varð um „öreigar allra landa sameinist"? Eða eru menn fastir í hugmyndum um „sósíalisma" Framsóknarflokksins í einu landi? Hver er munurinn á því að hafa þá „skýru afstöðu" að Island eigi að segja sig úr NATO, en það sé skammlaust að vera í bandalaginu ef ráðhen-astólar eru í boði - og þeirri afstöðu að ekki skuli gengið úr NATO á næsta kjörtímabili? Er ekki eðlilegt að spurt sé til hvers þetta er allt saman? Hvers vegna neita menn sem boða samstöðu á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar en hafna því að samstaðan sé sterkasta vopnið á sviði stjórnmál- anna? Engin vinstri stjórn A þeim mikilvægu tímamótum sem nú eru framundan er brýnt að félagshyggjufólk svari þeirri spurn- ingu hverjum klofningstilraun VG þjónar? Samkvæmt síðustu könnun Félagsvísindastofnunar hefur hann þjónað þeim sem ekki vilja að vinstristjórn taki við að loknum kosningum. Samkvæmt þeirri könn- un eru núverandi stjórnai'flokkar samanlagt með 41 þingmann eða mjög drjúgan meirihluta. Líkurnar á að þriggja flokka stjórn Samfylk- ingarinnar, Framsóknar og VG verði mynduð þegar þessi kostur er uppi, eru engar. Sjálfstæðisflokkurinn gæti hins vegar átt fleiri kosti í stöðunni. Ef Samfylkingin heldur áfram að tapa fylgi í könnunum yfir til Sjálfstæðis- flokks, Framsóknar og VG gæti Sjálfstæðisflokkurinn valið að starfa annaðhvort með Framsókn eða VG. Enda fara skoðanir þessara flokka saman í mörgum mikilvægum mál- um. Það er t.d. aðeins sjónarmunur á stefnu VG og Sjálfstæðisflokksins FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 43 t í sjávarútvegsmálum og þeir eru al- geriega sammála um hálendismálin og í Evrópumálum. Þar má engum steini velta og engu breyta. Og þeg- ar úrsögn úr NATO er ekki úrslitar- atriði varðandi stjórnarþátttöku ætti fátt að vera í vegi stjórnar- myndunar fái þessir flokkar mann- skap til þess. Ef sverðið er of stutt þá gakktu feti framar. Nú ríður á að allir stuðningsmenn samfylkingar félags- hyggjufólks, jafnaðarmanna og kvenréttinda gangi fetið fram til baráttu á síðustu dögum kosninga- baráttunnar. Samfylkingin berst fyrir félagslegu réttlæti og hefur myndað víðtæka samstöðu um þá stefnu. Það hefur líka sýnt sig að nú- verandi stjórnarflokkar hafa þau mál ekki á forgangslista sínum, þótt Framsóknarflokkurinn eyði nú öll- um sínum kröftum í að breiða yfir syndir sínar í þeim efnum. Hann reynir að gera Blair úr Halldóri, nýja miðju úr Framsóknarflokknum kominn um langan veg frá hægi'i. Staðan nú er því einstaklega skýr. Enginn flokkur getur komið í veg fyrir áframhaldandi stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins nema Samfylk- ingin. Kjósendur geta valið um að ti-yggja honum 12 ára stjórnarsetu eða félagshyggjustjórn undir for- ystu Samfylkingarinnar. Með sterkri Samfylkingu gæti kona orðið forsætisráðherra á Islandi í fyrsta skipti í sögunni. Það yrði glæsileg byrjun á nýrri öld á Islandi. Sam- fylkingin hræðist hins vegar ekki að sitja í stjórnarandstöðu. Hún er afl sem komið er til að vera á móti Sjálfstæðisflokknum. Atkvæði greitt Samfylkingunni er lóð á þá vogar- skál að setja Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu. Allir hinir flokk- arnir styi’þja stöðu Sjálfstæðis- flokksins. Ágæti kjósandi, valið er þitt. Ég skora á þig að breyta rétt. Höfundur skipar 11. sæti Samfylk- ingarinnar i Reykjavik. Vinstrihreyfingin -græntframboð Vinstrihreyfingin - grænt framboð Opið í dag frá 12.00 til 18.30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.