Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 46
■3^6 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ (t % GARfil )R S. 562-1200 562-1201 Skipholti 5 % Nýtt, fullbúið draumarað- hús til afgreiðslu strax Vorum að fá í einkasölu nýtt, stórglæsilegt raðhús á einni hæð m. innb. bílskúr, samt. 140,8 fm. Húsið er nýtt, ónotað og lyklarnir bíða eftir nýj- um eiganda. Skipulag er þannig: Rúmgóðar stofur, 2 svefnherb. (geta verið 3), baðherb., eldhús, þvottaherb. og forstofa. Góður bílskúr. Sérstak- lega góður kostur fyrir fólk, sem er að minnka við sig, en vill vera í góðu sér- býli. Það þýðir ekki að slóra yfir þessari eign. Vantar strax — staðgreiðsla í boði Fyrir fjársterkan kaupanda sem er með staðgreiðslu í boði vantar okkur sárlega einbýli, rað- eða parhús á einni hæð m. bílskúr. Óskastaðsetning er í Hamrahverfi en önnur hverfi eru skoðuð. Verðbil 12—20 millj. Upplýsingar gefa Þórarinn í síma 899 1882 eða á Valhöll í síma 588 4477. Valhöll, fasteignasala, Síðumúla 27. LYNGVIK Fasteignasala - Síöumúla 33 Félag i^^istcignasala Sími 588 9490 www.lyngvik.is ÁSTÚN 2JA Falleg 64 fm íbúð á 1-hæð. Stórar svalir. Áhv. 2,0 m. V. 6,0 m. (21035) GNOÐARVOGUR 2JA Góð 63 fm íbúð á 2. hæð. Parket. Áhv. 3,3 m. V. 6,0 (21030) VESTURBERG 2JA Vel staðsett 64 fm ibúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Frábært útsýni. V. 5,3 m (21020) SKIPASUND 2JA Hlýleg og frábærlega vel staðsett rislbúð.Áhv. 3,3 m. V. 5,3 m. (21025) BARÓNSSTÍGUR 3JA Góð 3ja-4ra herbergja 71 fm risíbúð. Frábær staðsetn- ing. V. 6,4 m.(3915) HRÍSMÓAR 3JA Snyrtileg 92 fm íbúð á 2. hæð f lyftuhúsi. (búðin snýr I suður og vestur. Nýtt á baði. Áhv. 2,2 byggsj. V. 8,1 m. (3973) HVERAFOLD 3JA Mjög falleg u.þ.b. 90 fm íbúð á 2. hæð 1 litlu fjölbýlishúsi. Fallegar innréttingar. Áhv. 4,7 m. V. 8,8 m. (31027) SAFAMYRI 2JA - 3JA Mjög sérstök fbúð á 1. hæð ásamt kjallara (samtals 132,1 fm). Eign sem þarfnast lagfæringar KAMBASEL 3JA - 4RA Góð 102 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) Sérþvottaher- bergi f íbúð. Sérgarður. V. 7,9 m. (31029) DUNHAGI 4RA Mjög falleg og rúmgóð 107 fm fbúð á 2. hæð I litlu fjölbýlishúsi. Frábær staðsetning. Þrjú svefnherbergi.Áhv. 5,0 m. (húsbréf) V. 9,8 m. (41036) SOGAVEGUR - PARHÚS Nýkomið í söiu 135 fm parhús á einni hæð. Húsið er timburhús á steyptum grunnl. Tvær fbúðir eru í húsinu. Eignin þarfnast lagfæringar. V. 11,2 m. (91015) ATVINNUHÚSNÆÐI LYNGHÁLS Frábært 139 fm iðnaðarhúsnæði með stórri innkeyrsluhurð, breidd 4 m, hæð 3 m, og lofthæð u.þ.b. 3,2 m. (01023) UMRÆÐAN Þegar tilgangurinn helgar meðulin SÍRA Ragnar Fjalar Lárusson, pastor em- eritus, getur mín í grein í Mbl. þann 20sta apríl sl. Tilefnið er grein mín í blaðinu þann 14da apríl, þar sem eg gagnrýni að- komu og aðgerðir NATO á Balkanskaga. Síra Ragnar hefur það ráð að gera mjer upp skoðun um málefni, sem eg fjalla ekki um í nefndri grein, til þess að geta birzt sjálfur í skrúða hins góða, hrærður af rjettlætis- kennd og mannkær- leika. Vel má hann ljóma sem slík- ur, en það er gagnslítið fyrir um- ræðu um varðveizlu rjettlætis og friðar í heiminum að útbúa með þessum hætti syndahafra til að svala sjer á með vandlætingu, því þá er stutt í hatursáróður, af þeim toga, sem eg gagnrýni raunar í framhjáhlaupi í áðurnefndri grein. Eg þakka hins vegar tilefni til að ít- reka varnaðarorð við framferði NATO og kalla eftir málefnalegi-i umræðu um það, hvert framtak NATO á Balkanskaga muni leiða heimsbyggðina. Ófriður NATO gagnvart Serbum hefur verið rjettlættur með því, að eitthvað hafí þurft að gera til þess, að stöðva glæpsamlega og óverj- andi meðferð þeirra á Kosovo-Al- bönum, júgóslavneskum borgurum. Um það er ekki deilt, að eitthvað þurfti að gera. Agreiningurinn er um það einkaframtak, að NATO skyldi beitt án samráðs við SÞ og án umboðs Öryggisráðsins. Agrein- ingur er líka um aðferðina, fát- kenndar og vanhugsaðar hernaðar- aðgerðir, sem til þessa hafa ekki or- sakað annað en að fylkja Serbum um þá glæpamenn, sem ríkinu stjórna, sem svo að sínu leyti hafa tekið tilefni af árás NATO og neytt færis til verstu illvirkja í Kosovo. Alþjóðasam- fjelagið hefur verið seinþreytt til valdbeit- ingar um innanríkis- mál sjálfstæðra, full- valda ríkja þótt enginn hörgull hafí verið á til- efni til þess. Kínversk stjórnvöld hafa staðið að hryðjuverkum inn- an landamæra sinna, svo sem í Tíbet eftir hernám landsins og Indónesar á Austur- Tímor, sem einnig er hernumið, án þess að gripið væri til aðgerða. Súdanir herja á kristna íbúa landsins. Tyrkir níðast á Kúrdum. Israelsmenn á Palest- ínumönnum. Svona má lengi telja. Það hefur hins vegar óíyrirsjáan- legar afleiðingar að virða ekki full- veldi ríkja, hversu glæpsamlega, Kosovo Ágreiningurinn er um það einkaframtak, seg- ir Geir Waage, að NATO skyldi beitt án samráðs við SÞ. sem stjórnendur þeirra leika fólkið. Þess vegna er minna að gert en efni standa til, úrræðin seinvirk og örð- ugt að koma þeim við, en um vilja alþjóðasamfjelagsins er ekki að ef- ast. Menn verða að vanda sig, fara að settum reglum og forðast það að setja allt í bál og brand og gera illt verra, þótt þeim ofbjóði. Þetta hef- ur NATO hins vegar nú gert austur á Balkanskaga. Þar hóf NATO árásarstríð utan við allan alþjóðleg- an rjett, skóp aðstæður til illvirkja, sem aldrei verða bætt og hættuá- stand, sem dregið getur til nýs Geir Waage Arnarsmári — glæsil. útsýni Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega ca 80 fm íb. m. sérinngangi á 3. hæð (efstu) í þessu fallega nýl. fjölb. á fráb. útsýnisstað. Merbau parket. Þvottaaðst. í íbúð. Stórar suðursvalir, glæsilegt útsýni. Áhv. húsbr. 4,2 m. Verð 8,6 millj. Valhöll, fasteignasala, Síðumúla 27, sími 588 4477. 30 ára reynsla heimsófriðar. Vitaskuld þurfti eitt- hvað að gjöra. Það þurfti að vanda sig, hafa fyrirhyggju, taka mark á reynzlunni, sögunni. Það eitt mátti ekki gjöra sem gjört var; að ana út í ólögmætt árásarstríð með aðferð- um, sem líkja mætti við heilaupp- skurð með slaghamri og grjót- meitli. Vel má vera, að meinsemdin verði í brottu numin, en verður eitt- hvað eftir af sjúklingnum? Gætum svo að því, sem snýr að oss sjálfum, Islendingum. Við end- urreist sjálfstæðs þjóðríkis á Is- landi var það lagt til grundvallar utanríkisstefnu Islendinga, að gætt skyldi hlutleysis. Landið var án hervarna. Þetta tvennt varð til þess, að forystumenn Islendinga vönduðu mjög samskipti vor við aðrar þjóðir á viðsjárverðum tímum í aðdraganda síðari heimsstyrjald- arinnar. Með stolti minnumst vjer þess, hversu einarðlega tókst að varðveita hlutleysi landsins unz hernám Breta batt enda þar á. Hernám landsins varð þó ekki til þess að horfið væri frá áðurnefndu grundvallarviðhorfi. Islendingar sögðu Möndulveldunum aldrei stríð á hendur. Þrátt fyrir samúð Islend- inga með málstað Bandamanna gættu stjórnvöld hlutleysisins. Þeg- ar vjer gjörðumst stofnaðilar að NATO var það gjört að vandlega athuguðu máli og í trausti þess, að ákvæði Atlanzhafssáttmálans hjeldu um, að bandalagið gæti ekki hafið ófrið að fyrra bragði, heldur skyldi öryggisráði SÞ trúað fyrir umboði alþjóðasamfjelagsins til að beita valdi til varðveizlu friðar og stöðva árásarstríð. Þess var líka gætt, þegar sigurvegararnir í síðari heimsstyrjöldinni stofnuðu SÞ. ís- land er ekki stofnaðili að SÞ vegna þess að fyrir lá umboð handa sam- tökunum til að beita hervaldi að fyrra bragði. íslendingar hikuðu við að eignast aðild að slíku. Eg undrast það, að hvorki frjettamenn nje heldur sagnfræðingar skuli hafa tekið tilefni af því, að grund- velli utanríkisstefnu hins íslenzka nútímaríkis hefur verið brugðið, til þess að rifja það upp fyrir þjóðinni á hverju hún var reist og hvernig hún var varðveitt, þar til nú. Menn þegja, af því að þeir vita sem er, að hjer brást hyrningarsteinn. For- ystumenn NATO hafa gengið á þá grundvallarreglu Atlanzhafssátt- málans að vera varnarbandalag. Þeir hafa brotið ákvæði hans um, að virða sáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Þeir hafa horfið aftur til þeirrar aðferðar í alþjóðamálum að ríki taki sjer sjálfdæmi í málum og láti hervald skera úr um niður- stöðu. Þetta er aðferðin sem tvíveg- is hefur valdið heimsófriði á öldinni, aðferðin, sem þjóðir heims höfnuðu með stofnun NATO og SÞ. Eg full- yrði, að enginn íslenzkur stjórn- málamaður hefur lagt það til, að út á þessar gamalkunnu slóðir yrði lagt. Þeir hafa dregizt með, van- megna. Og þá hefur skort djörfung- ina til að standa á móti óráðinu, standa á Atlantzhafssáttmálanum. Síra Ragnari Fjalari Lárussyni er það vel gerlegt að fljúgast á við nátttröll í ellinni og er sú iðja ólíkt þjóðlegri norður hjer en að fást við vindmyllm1. Honum kann að þykja meinalaust að láta tilganginn helga meðulin, en sú aðferð ræður vondri niðurstöðu sje hún höfð þar, sem ráðast örlög manna og lýða. Höfundur er sóknarprestur í Reyk- holti. Hljóðeinangrunargler GLERVERKSMIÐJAN Sam\/et*k Eyjosandur 2 • 850 Hella « 487 5888 • Fax 487 5907
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.