Morgunblaðið - 29.04.1999, Page 49

Morgunblaðið - 29.04.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 49 UMRÆÐAN Ný ríkisstj órn HIÐ nýja pólitíska landakort Evrópu er líkast risavöxnu rauðu rósabeði enda fara lýð- ræðisjafnaðarmenn með völd um álfuna nær gjörvalla. Kjósendur í stærstu ríkjum Evrópu, Þýska- landi, Frakklandi, Bretlandi og víðar, treysta forystumönn- um lýðræðisjafnaðar- manna best til að leiða þá inn í nýja öld. Þó ber skugga á því að í fámennri verstöð nyrst við ysta haf hvílir drungi íhaldsins yfir líkt og draugur úr forn- um haug. Markmið lýðræðisjafnaðar- manna Andstætt þjóðernissameignar- sinnum vinstri og þjóðemisíhaldi hægra stefna lýðræðisjafnaðar- menn ekki á alræði eins manns, rík- is, auðmagns eða flokks heldur byggja völd sín á sívirku lýðræði. Markmið lýðræðisjafnaðarmanna eru því lýðræðisleg. Meginverkefni lýðræðisjafnaðarmanna eru þjóðfé- lagslega réttlát skipting eigna og tekna samfara félagslegum stuðn- ingi. Lýðræðisjafnaðarmenn telja að „blandað hagkerfi“ þar sem sam- an vinna hinn „frjálsi markaður“ og lýðræðisleg beiting ríkisvalds varð- veiti lýðræðið best. Þannig er tryggt að ríkisvaldið verður ekki að alræðisvaldi og jafnframt að stórir viðskiptaaðilar eða fjármagnseigendur þrengi að lýðræðinu. Áróður íslenska íhaldsins um væntan- lega fjárhagsstjóm lýð- ræðisjafnaðarmanna er fabúla og hefur forsæt- isráðherra nefnt þar háar tölur án þess að færa nein rök máli sínu til stuðnings. Ekki er hins vegar vitað til þess að forsætisráðherra hafi haft á hendi neinn einkarekstur á sinni starfsævi en það hafa hins vegar margir af liðsmönnum lýðræðis- jafnaðarmanna gert. Einnig hafa lýðræðisjafnaðarmenn farið öruggum höndum um opinber- an rekstur. íslenskir lýðræðisjafn- aðaimenn em nefnilega annar hóp- ur en sá er finna má í meintum fræðibókum „frjálshyggju" sem Stjórnmál Hér er fram kominn, segir Halldór E. Sigur- björnsson, fjármálaráð- herra lýðræðisjafnaðar- manna. málar heiminn í tveim stjórnmála- stefnum: sameignarsinnar til vinstri - „frjálshyggja" (les: stórkapítal- ismi) til hægri. Sennilega óttast íhaldið helst afnám íhaldsbitlinga (á íhaldsmáli, „stuðningur við einka- framtakið") og stéttskiptingu: fá- tækir - ríkir (á íhaldsmáli, „stétt með stétt“). Nýr fjármálaráðlierra Dr. Ágúst Einarsson, þingmaðm- og hagfræðiprófessor, hefur í anda þeirrar nútímahagfræði er ryður sér braut í flestum Evi’ópulöndum og hljómar nú í kennslusölum hagfræði- deildar Chicago-háskólans í Banda- ríkjunum lagt fram gagnmerkar efnahagstillögur að undanfórnu. í stuttu máli leggur hann til stórkost- lega lækkun tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja sem mætt verður með m.a. veiðileyfagjaldi. Jafnframt hef- ur hann uppgötvað og skilgreint nýj- an meinvætt í íslensku efnahagslífi, „Krossfiskinn“, sem m.a. leiðir til óheppilegra krosstengsla andstæðra hagsmunahópa samfara viðskiptaá- rekstrum örfán’a stórstjómenda í ís- lensku samféiagi sem ekki fara sam- an við kröfur hluthafa um hámarks- arð. Þessu til viðbótar hefur dr. Ágúst vakið máls á aukningu at- vinnulýðræðis í þágu starfsmanna fyrirtækja og eigenda þeirra. Þá hef- ur hann komið fram með skýrar til- lögur um réttláta nýtingu þjóðar- eignar í hafinu. Hér er því fram kominn fjármálaráðhen’a lýðræðis- jafnaðarmanna. Það er kominn tími til fyrii’ margt löngu að „Héðinn Valdimarsson" fái að nýju að starfa af fullum krafti í þágu fólksins í land- inu. Höfundur er lögfræðingur. Halldór E. Sigurbj örnsson Styðjum réttar breytingar SAMFYLKINGIN er aflið sem breyta mun íslensku þjóðfé- lagi. Hvernig sem kosningarnar fara munu áherslur Sam- fýlkingarinnar í kosn- ingabaráttunni verða miðdepill þeirra þjóð- félagslegu umræðna sem fram munu fara á næsta kjörtímabili. Þeim mun betri sem árangur Samfylking- arinnar verður þeim mun hraðari breyting- um náum við fram í þágu þeirra sem Sam- fylkingin berst fyrir. Ólund og pirringur Talsmenn þeirra tveggja alvöru- flokka, sem bjóða fram gegn Sam- Samfylkingarinnar sé heimskulegur, hann sé tóm vitleysa. Þegar þeh’ sem hátt hafa hreykt sér á priki gera sig bera að svo alvarlegum hæfileika- skorti til málefnalegr- ar umræðu er von að fólki blöskri. Eru þetta mennimir sem eiga að leiða þjóðina vandrataðan veg inn í nýja öld? Jafningi eða ofjarl? Samfylkingin er miðdepill yfirstand- andi kosningabaráttu. í tilurð hennar vaknar fyrsta hald- bæra vonin um mótvægi gegn al- ræði Sjálfstæðisflokksins. Gegn honum hafa hingað til ekld dugað Sveinn Kristinsson dreifar sundraðra smáflokka. Og þeir munu enn síður gagnast til af- reksverka í framtíðinni. Sjálfstæð- isflokkui'inn skiiur ekkert nema jafningja sinn eða ofjarl. Hann kann að beita hnefaréttinum við hvem þann sem er honum van- máttugri, enda slík framkoma í fúll- komnu samræmi við skilning hans á eðlilegum samskiptalögmálum. Allir gegn Samfylkingunni! Við sem aðhyllumst hugsjónir jafnaðar og félagshyggju höfum verk að vinna. Allir flokkar sjá sinn helsta andstæðing í Samfylk- ingunni. Kosningarnar í vor snúast því um Samfylkinguna og munu verða fyrsta prófraun þessarar miklu hreyfingar fólksins. Hún mun standast það próf með glæsi- brag. Þegar vorverkunum lýkur tekur við gróandinn og síðan upp- skeran. Það er mín trú að þá komi í ljós að Samfylkingin hafi græn- asta fingur. Samfylkinguna fyrir samtíðina og framtíðina! Höfundur er forseti bæjurstjómar Akraness. Ár aldraðra Jenna Jensdóttir „Vika bókarinnaru ÞÓTT blóðugar ógnir í heimi særi sálir aldraðra sem annarra, hefur verið bjart yfir í vitund þeirra er enn halda óskertri hugsun sinni. Öllum sem eiga langa ævi að baki er ljóst að bók- in er einn sterkasti miðillinn. Og þegar Vika bókarinnar kemur eins og skært ljós inn í eril daganna með gi’ip til allra átta vekur það ómælda gleði og vonir þeim öldruðum sem enn fýlgjast með í hugsun. Hér verður aðeins minnst á örlítið brot af því sem þjóðinni barst þessa menningardaga - og þá frá sjónarhorni þess sem lifað hefur langa ævi. Sumargleði Ibby í Norræna húsinu á sumardaginn fyrsta, þar sem bernska og æska voru leidd fram með furðulega þroskuð og djúphugs- uð ljóð sín, var einstaklega vel Hringrás í mati á eigindum bókmennta og lista er eitt af undrum lífsins. Sá tími er nú liðinn að sori og lægstu hvatir mannskepn- unnar voru helstu gæluefni í barna- og unglingabókum. Svo hart var að kveðið að reynt var að ýta til hiiðar þeim bókum er lögðu áherslu á siðvit í bók- menntum sem þessum við- kvæma aldri voru ætlaðar. heppnuð í tali og tónum, svo un- un var á að hlýða. Hápunktur vikunnar var Dag- ur bókarinnar sem helgaður er Nóbelsskáldi okkar Halldóri Laxness og er orðinn fastur liður í menningu okkar á afmælisdegi hans, 23. apríl. Ráðstefna Þjóðarbókhlöðunn- ar snart vitund hinna öldruðu. Þeirra var kannski mest gleðih að lifa þá stund að Sjálfstætt fólk var valin sem bók aldarinnar. Skáld meðal stærstu skálda al- heims á þessari öld. Aldraðir muna tímana tvenna í bók- menntaumræðu fyri’ á öldinni. Því var þeim stundin heilög, sem alltaf höfðu hrifist. Það hefur kannski fleirum farið svo, að tár sóttu í augu þegar Auður Laxness sást taka við blómvendi - hennar hlutur er ómet- anlegur. Ágætir, fróðlegir fýrirlestrar höfðu verið fluttir. (Leitt að geta ekki verið viðstödd.) Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir í Gerðubergi 24. apríl var til sóma þeim er að stóðu. Hún var líkt og framhald af sumargleð- inni í Norræna húsinu, enda sami stjórnandi. Hér voru það hinir fullorðnu er leiddu áheyrendur inn í efni og til- veru þessarai’ bókmenntagreinar í nútímanum. Aftur kemur það að vera aldraður og hlýða á fyrirlesara á besta starfsaldri - finna hve mikil hlýja og heilindi gagnvart því sem börnum og unglingum er boðið upp á í bókmenntum birtist í öllu því er þeir höfðu fram að færa. Hringrás í mati á eigindum bókmennta og lista er eitt af undrum lífs- ins. Sá tími er nú liðinn að sori og lægstu hvatir mannskepnunnar voru helstu gæluefni í bama- og unglingabókum. Svo hart var að kveðið að reynt var að ýta til hliðar þeim bókum er lögðu áherslu á siðvit í bók- menntum sem þessum viðkvæma aldri voru ætlaðar. Þessum fyrirlesur- um var ljóst að ekkert á að fela í lífsferlinu fyrir ungum hópi lesenda, en skilningur og réttlætiskennd sem hér komu fram settu mark sitt á ágæta ráðstefnu. Skrýtið er - en einhvern veginn samhljómaði það kjarnanum í hinni stórmerku bók Umhverfíng eftir Pál Skúlason, rektor háskólans, sem vonandi er að allt hugsandi fólk hafi lesið - einnig aldraðir. Askorun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Bárði G. Halldórssyni, formanni Samtaka um þjóðareign: „Eftir að Samtök um þjóðar- eign hófu umræðuna um gjafa- kvótann og lénsveldið hafa allir stjórnmálaflokkar lýst yfir vilja til einhverra breytinga. Frjáls- lyndi flokkurinn er eini flokkur- inn sem lýst hefur yfir afdráttar- lausri andstöðu við gjafakvótann, enda þótt allir aðrir reyni með ýmsu móti að kalla til sín atkvæði þeirra sem ekki sætta sig við nú- verandi ástand. Ég skora því á alla þá sem stutt hafa baráttu Samtaka um þjóðareign að styðja Frjálslynda flokkinn í kosningun- um núna og láta þar með í ljós stuðning við málstaðinn. Þótt illa hafi tekizt til um forystu og fram- - boð flokksins að dómi margra sem ekki vilja una núverandi fisk- veiðistjórn - er þó alltaf sá kostur til að kjósa flokkinn en strika yfir frambjóðendur. Nú verða málefni að vera ofar mönnum. Það kemur aftur dagur. Þá má vel vera að betur takizt til við að koma sam- an frambærilegri forystu fyrir frjálslyndan flokk á íslandi. Kosningar Kosningarnar í vor snúast um Samfylking- una, að sögn Sveins Kristinssonar, og munu verða fyrsta prófraun þessarar miklu hreyf- ingar fólksins. fylkingunni geta ekki leynt hræðslu sinni og pirringi gagnvart málflutningi Samfylkingarinnar. Halldór Ásgrímsson setur upp steinandlitið og fjallar af ólund en engum rökum um tillögur Sam- fylkingarinnar. Davíð Oddsson, sem hefur talið sig ósýnilegan eins og guð almáttugan, getur ekki leynt hroka sínum og vaxandi pirr- ingi. Einu athugasemdirnar, sem þessi sjálfskipaði landsfaðir lætur frá sér eru þær að málatilbúnaður I dag í Lyfju Hamraborg frá kl 13-1 8. ASTMAI Öndunarmælingar á staðnum Sérfræðingar veita upplýsingar um astma og notkun allra helstu astmalyfja * LYFJA - Lyf ó lágmarksveröi Lyfja Hamraborg 11, sími 554 0102 GlaxoWellcome Kjöriö tækifæri til aö fræöast betur um astma, astmalyf og rétta notkun lyfjaformanna. •fy

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.