Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN STEINÓLFSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfírði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðju daginn 27. apríl. Sigríður Erla Þorláksdóttir, Erla María Kjartansdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson, Jóhanna Guðrún Kjartansdóttir, Brynjar Örn Bragason, Þórir Kjartansson, Unnur Sveinsdóttir, Birgir Kjartansson, Arnþrúður Björnsdóttir, Þorlákur Kjartansson, Anna María Pétursdóttir, Guðmundur Kjartansson, Guðrún Svava Viðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTS GISSURARSONAR, Hrafnistu, Reykjavík, fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 30. apn'l kl. 10.30. Bióm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast híns látna, er bent á Slysavarnafélag íslands. Ingibjörg Ágústsdóttir, Gestur Halldórsson, Ásthildur Gestsdóttir, Haraldur ísaksen, Ólafur Gestsson, Sandra D. Gunnarsdóttir, Marías Halldór Gestsson, Ágúst Ragnar Gestsson og barnabarnabörn. t Systir okkar, HELGA BJARNADÓTTIR frá Hörgsdal á Síðu, Sléttuvegi 15, Reykjavík, er látin. Jón Bjarnason, Friðrik Bjarnason. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA BENEDIKTSDÓTTIR, Sundabúð 3, áður Vatnsdalsgerði, Vopnafirði, er látin. Jarðarförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju þriðjudaginn 4. maí kl. 14.00. Sólveig Ingólfsdóttir, Ari G. Hallgrímsson, Sigurður Ólafsson, Stefanía Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær frænka, GUÐMUNDA BJÖRNSDÓTTIR, Fornasandi 1, Hellu, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 27. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Örn Guðjónsson og dætur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI EIRIKSSON, Jökulgrunni 4, sem lést laugardaginn 24. apríl, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Ragnheiður Sveinsdóttir, Böðvar Bragason, Gígja Haraldsdóttir, Sigtryggur Bragason, Elísabet Jóhannsdóttir, Jóhann Bragason, Guðrún Valgarðsdóttir og afkomendur. ÞORGERÐUR GÍSLADÓTTIR + Þorgerður Gísladóttir fæddist í Reykjavík 30. apríl 1914. Hún lést í Reykjavík 19. apríl siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðríður Jó- hannsdóttir frá Nesjavölllum í Grafningi, f. 1876, d. 1949, og Gísli Guðmundsson frá Saurbæ, f. 1852, d. 1920. Systkini Þor- gerðar voru Katrín, f. 1903, látin; Þorleifur, f. 1905, látinn; Þorsteinn, f. 1908, látinn; Jóhann Grímur, f. 1913, látinn. Auk þess átti Þor- gerður tvö systkini sem dóu í bamæsku. Hinn 31. desember 1942 gift- ist Þorgerður Þórólfi Ólafssyni, f. 14. des. 1909, d. í ágúst 1981. Þeirra sonur er Geir, f. 21. ágúst 1952. Hans börn eru Eyþóra Kristín, f. 1972, Gerða Björk, f. 1974, og Halldór, f. 1976. Sambýliskona Geirs er Guðrún Bjarnadóttir. Gerða vann versl- unarstörf alla ævi og vann seinni árin lengst af í Tiskuskemmunni á Laugaveginum. Síðustu árin dvaldi hún á Droplaugarstöð- um. Utför Þorgerðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Enginn ræður sínum næturstað. Nú er lokið lífsgöngu hennar Gerðu frænku. Mér verður hugsað til allra góðu stundanna sem við áttum saman. Þegar ég var að alast upp og lengi frameftir þá voru Gerða og Olli alltaf með okkur systkinunum þegar eitthvað stóð til. Það voru af- mæli og fleiri hátíðir. Pabbi minn og Gerða voru mjög samrýnd og það átti við um þau öll, systkinin af Grettisgötunni. Aldrei var haldið svo upp á afmæli okkar krakkanna að þau kæmu ekki til okkar. Það var oft glatt á hjalla þá og mikið hlegið og sagðar sögur af ýmsu fólki. Gerða kunni þá list öðr- um betur að segja sögur, hún hélt okkur alveg orðlausum í undrun og forvitni. Svo var hlegið og hlegið. Gerða frænka var full af kátínu og lífsfjöri og fannst gaman að fara út á meðal fólks, sýna sig og sjá aðra. Hún sagði okkur oft söguna af því þegar hún gekk inn í Gyllta salinn á Borginni í rauðum kjól og allir litu upp til að horfa á þessa glæsilegu Reykjavíkurmey. Hvar sem Gerða frænka kom og hvert sem hún fór þá fylgdi henni glaðværð og lífs- gleði. Gerða og Olli höfðu gaman af að ferðast og þau fóru m.a. á skauta á vötnin hér í nágrenninu. Ein ferð er mér minnisstæð. Þá var farið austur að Þingvallavatni, pabbi keyrði og við krakkarnir fengum að fara með. Þetta voru ógleymanlegar stundh-. Margar góðar stundir áttum við heima í Eskihlíðinni bæði á jólum, áramótum og tyllidögum. Eg man hvað mér fannst gaman þegar Gerða var komin. Gerða og Olli JIIIIIIIIIX11XI II H H H H H H H H H H H Erfísdrykkjur •*- P E R L A N Sími 562 0200 [IIIIIIIIlllllll Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan.sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ komu yfirleitt gangandi til okkar, enda stutt úr Bólstaðarhlíðinni í Eskihlíðina. Það er gott að eiga dýrmætar perlur í minningasjóði. Gerða frænka kynntist fjölda manns á Mfsleiðinni og var alveg stálminnug og mjög ættfróð. Það var alltaf skemmtilegt að sitja og hlusta á Gerðu segja frá. Við systkinin í Eskihlíðinni þökkum henni fyrir ógleymanlegar samverustundir. Gerða frænka vann við verslun- arstörf alla sína ævi. Hún byrjaði sem ung stúlka í Braunsverslun, sem var þá ein fínasta búðin í bæn- um. Það vildu allar ungar stúlkur fá vinnu þar. Þegar auglýst var eftir stúlku myndaðist fljótt biðröð sem náði langt niður eftir Bankastræt- inu. Gerða frænka var ein af þess- um stúlkum og hún fékk vinnuna. Hún hafði líka allt sem til þurfti, var glæsileg, hæfileikarík og skemmtileg. Gerða frænka kunni að afgreiða viðskiptavinina. Alla tíð hafði hún gaman af að klæða sig upp og fara í bæinn, sýna sig og sjá aðra. Hún fylgdist vel með tískunni og var alltaf í nýjustu tísku. Nú eru öll systkinin af Grettis- götunni horfin héðan. Gerða var síðust í röðinni. Eg þakka fýrir að hafa átt góða daga með þeim öllum. Megi góður Guð vera með Gerðu, pabba, Leifa, Kötu og Jóa frænda. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Olöf Sig. frá Hlöðum) Katrín Þorsteinsdóttir. Nú er hún amma mín farin eftir langvarandi veikindi og aldrei aftur heyrum við prakkaralegan hlátur- inn hennar. XMómal’Mðirí irðshom v/ Possvogski»*kjuga>*ð Simit 554 0500 Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Fyrstu minningarnar sem ég á af ömmu tengi ég við súkkulaði. Ég man að þegar hún kom til mín brosti hún og hló um leið og hún seildist niður í eitt hólfið í veskinu sínu og dró þar upp súkkulaði með hnetum og rúsínum. Hún átti alltaf súkkulaði í veskinu sínu. Á tímabili var ég í pössun hjá ömmu og afa í Bólstaðarhlíðinni. Ég var svo lítil að ég man ekki mikið eftir því en ég held að einu sinni hafi ég troðið fullt af rúsínum upp í nefið á mér og þegar ég fann að ég gat ekki lengur andað með nefinu fór ég að hágráta. Amma þurfti að finna flísatöngina og draga rúsínurnar út. Seinna þegar ég varð unglingur komst ég að því að amma hafði dansað á Borginni fyrir og eftir stríð við afa. Hún sagði mér að þeg- ar hún var lítil hefði hún alltaf verið stærst af vinkonum sínum og allfr kallað hana himnalengju. Ég held að henni hafi fundist svolítið skond- ið að hugsa til þess þegar við krakkarnir komum í heimsókn og vorum öll orðin stærri en hún. Amma var alltaf dugleg að fara út að ganga. Hún spásseraði um bæinn þveran og endilangan og hafði mikla ánægju af. Ég vona að nú spásseri hún um á góðum stað. Elsku amma mín, hafðu mína þökk fyrir aUt. Minningin um þig mun ávallt lifa í brjósti mér. Hin bláasta fjóla fyrr þú varst í föður þíns laukagarði, þá angan og fegurð í æsku barst, sem óskelfd til himinsins starði. Það yndi er fölnað, en yfir því rís nú elskunnar minnisvarði. (Hulda) Hvíl þú í friði, amma mín. Þín Eyþóra Kristín. Hún Gerða föðursystir mín var snar þáttur í lífi mínu og okkar systkina. Fyrst þegár ég minnist hennar átti hún heima ásamt manni sínum, Þórólfi, í Þingholts- stræti, gegnt verslun sem hét Ind- riðabúð. Við systkinin vorum tíðfr gestir hjá þeim hjónum á uppvaxt- arárum okkar, einkum á sunnudög- um. Gerða var höfðingi heim að sækja. Ekki það að hún bakaði sjálf sautján sortir en í Þingholtunum var afbragsðs bakarí kennt við Bemhöft og ekki brást að Gerða sendi okkur þangað. Vorum við oft- ar en ekki send til innkaupa á feit- um og bústnum rjómakökum og öðm sætabrauði, slíkar krásir vom ekki daglegt brauð í þá daga. Þegar heim var komið úr köku- leiðöngrum var sest við lestur Hjemmet og annaiTa danskra blaða og sá Gerða um þýðingar allra teiknimynda í þeim ágætu blöðum. Á tímabili reyndi hún að kenna mér dönsku en ég brást henni algerlega á því sviði og hún hélt því þýðingun- um áfram enda miklu skemmtilegra að láta hana segja frá. Gerða og Þórólfur vora fasta- gestfr á heimili okkar á hverju að- fangadagskvöldi í áratugi ásamt syni þeirra, Geir, er hann kom til sögunnar 1952. Það er óhætt að segja að hátíðin hækkaði um nokkur „desíbel" þeg- ar Gerða mætti á svæðið. Gerða var einstaklega hláturmild kona og sannarlega hressandi að fá hana í heimsókn. Það var aldrei lognmolla í kringum hana. Starfsferill Gerðu var einkum við afgreiðslustörf í dömuverslunum, svo sem versluninni Dyngju og Meyjarskemmunni við Laugaveg. Gerða var þar á heimavelli, búðar- kona eins og þær gerast bestar. Hún hafði næmt auga fyrir útliti og klæðaburði fólks. Af hennar munni heyrði ég öragglega fyrst orðin: „lækker", „elegant" og „smart“. Sjálf var Gerða allt þetta. Gerðu vil ég þakka hlutdeild hennar í uppeldi mínu svo og marg- ar gleðistundir síðar á ævinni. Geir, syni hennar, og barnabörnum votta ég samúð mína. Gísli Þorsteinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.