Morgunblaðið - 29.04.1999, Page 60
60 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
y
>
SKÓHÖLLInIII
BÆJARHRAUNI 16 - 555 4420
Mikið úrval af
fallegum sumarfatnaði
tískuverslun
Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
Ókeypis lögfræðiaðstoð
íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma551 1012.
Orator, félag laganema
Hörkugóðir
regngallar, stígvél
og gúmmískór
í fallegum litum
á góðu verði.
Kringlunni og Skemmuvegi
Grandagarði 2, Rvík, sími
0PIÐ LAUGARDAGA FRÁ 10-14
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Fyrirspurn til
frambjóðenda
ÉG HEF ekki heyrt einn
einasta frambjóðanda lýsa
yfir stuðningi við okkur ör-
yrkjana um að efla endur-
þjálfun og menntun okkar.
Samfylkingin lofar öllu
íogru um að hækka bæt-
urnar, en ég er bara ekki
búin að gleyma hvað Al-
þýðuflokkurinn gerði síðast
þegar hann var í ríkis-
stjóm, en þá skar hann
mikið niður sem bitnaði illa
á mörgum. Sjálfstæðis-
flokkurinn malar sífellt um
hvað við öryrlgar höfum
það gott. Þetta er orðið eins
og biluð grammófónsplata.
Húmanistar vilja að við fá-
um 10 þús. kr. minna en
lægstu launin, eru þeir
nokkm skárri? Eg heyri
ekkert frá Frjálslynda
flokknum um hvað þeir
hyggist gera fyrir okkur ör-
yrkja. Framsóknar-
maddaman hrökk upp af
þymirósarsvefninum kort-
er fyrir kosningar af
hræðslu við að missa spón
úr askinum. Grænt fram-
boð, sem áður var rautt að
ég best veit, lofar okkur öllu
fögm en er það nema kosn-
ingakvak? Og hvað um hús-
næðismálin? Ég hef ekki
heyrt eitt einasta orð frá
einum einasta flokki hvað
þeir ætli að gera í þeim mál-
um. Það sem er svo nauð-
synlegast fyrir utan mat er
það að hafa húsaskjól. A
bara að gleyma þessum
þætti þegar hreint neyðar-
ástand ríkir hér? Ég vil að
lokum vitna í grein Jóns
Kjartanssonar frá Pálm-
holti, formann leigjenda-
samtakanna, sem birtist í
Morgunblaðinu í dag, 27.
aprfl, þar sem hann skrifar
um hversu slæmt ástandið
sé á leigumarkaðinum og fá-
ir þekkja eins vel ti þeirra
mála og hann. Þar sem líður
nú óðum að kosningum vii
ég gjaman fá skýr svör við
þessum fyrirspumum mín-
um frá frambjóðendum.
Oryrki.
Um Dómkirkjuna
NÚ ER verið að tala um
að taka eigi Dómkirkjuna í
gegn. I Morgunblaðinu í
dag, 27. apríl, er verið að
tala um vinnslu á líbaríti,
að verið sé að klæða sendi-
ráðið í Berlín með þessari
steintegund og kemur
einnig fram að kiæða eigi
Dómkirkjuna með þessu
efni. Mig langar að vita
hvort Morgunblaðið hafi
fjallað um eða muni fjalla
um þessar breytingar á
kirkjunni. Mér skilst að á
upprunalegu teikningun-
um af Dómkirkjunni sé
annai- turn á kirkjunni og
að turninn sem er á henni
núna sé bráðabirgðaturn.
Nú skilst mér að gera eigi
þennan turn upp og að
ekki eigi að nota uppruna-
legu teikninguna. Væri
ekki hægt að birta teikn-
ingar af upprunalega turn-
inum en sá turn er sagður
rnjög mjög fallegur.
Lúðvík.
GSM-símar í strætó
BJÖRGVIN hafði sam-
band við Velakanda og
vildi hann benda fólki á að
slökkva á GSM-símum sín-
um þegar það ferðast með
strætisvögnum. Segir
hann að símarnir valdi öðr-
um farþegum óþægindum.
Góðir þættir
MIG langar til að lýsa yfir
ánægju minni með tvo
þætti í fjölmiðlum sem mér
finnst mjög góðir. Annar
er í Ríkisútvarpinu og það
er þátturinn Perlur á
þriðjudögum og er Jónat-
an Garðarsson umsjónar-
maður og svo er það þátt-
urinn Titringur í Ríkis-
sjónvarpinu, en umsjónar-
menn hans eru Súsanna
Svavarsdóttir og Þórhallur
Gunnarsson.
Sigríður Asta.
Tapað/fundið
Jakkaföt í
poka týndust
SVÖRT jakkaföt og
munstraður bolur, sem
voru í jakkafatapoka,
týndust aðfaranótt laugar-
dagskvölds í Meiahverfí.
Skiivís flnnandi hafi sam-
band í síma 552 8887 eða
869 4243.
Svart veski
týndist
LÍTIÐ svart veski týndist
líklega frá bílastæðinu fyr-
ir utan Hólagarð í Breið-
holti að beygjunni fyrfr
neðan Blikahóla. Mögu-
lega gæti ökumaður hvítr-
ar Subarau-bifreiðar hafa
fundið veskið. Skiivís finn-
andi hafi samband í síma
899 9292 eða 557 4380.
Budda með lyklum
í óskilum
BUDDA með lyklum í
fannst fyrir utan sælgætis-
verksmiðjuna Mónu í
Hafnarfirði. Upplýsingar í
síma 555 0300.
Svart g’írahjól týnd-
ist frá Hólmgarði
PRO Style gírahjól 24“
svart með silfurlituðum
rákum týndist frá Hólm-
garði 50 líklega aðfaranótt
sl. laugardags. Þefr sem
kannast við að hafa séð
hjólið hafi samband í síma
553 9224.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
FALLEGIR kettlingar
fást gefins. Upplýsingar í
síma 561 8486.
Dísarpáfagaukur
týndist
DÍSARPÁFAGAUKUR,
grár með appelsínuguiar
kinnar og skúf á höfði,
týndist frá Hverfisgötu 32,
Reykjavík sl. þriðjudag.
Þeir sem hafa orðið hans
varir hafi samband í síma
552 4153 eða 895 9745.
SKAK
llm.vjóu 11 a rj<eir
Péluissoii
STAÐAN kom upp á móti
sem haldið var í „Ka-
sparov Akademíunni" í
Tel Aviv í Israel í vor.
Heimamaðurinn Alik
Gershon (2.467), 19 ára,
hafði hvítt og átti leik
gegn þýska stórmeistar-
anum Christopher Lutz
(2.610)
Svartur hefur mörg peð
fyrir skiptamun og hótar
öllu illu. Hvíti tókst þó að
bjarga sér:
27. Bxf6+! - gxf6 28.
Hh7+ - Kd8 29. Rxb7+ -
Kc7 30. Hdxd7+ - Kb6 31.
Rd8 - Ba3+ 32. Kd2 -
Rbl+ 33. Kdl - Rc3+ 34.
Kel - Hc4 35. Hb7+ - Ka5
36. Hb3 - Bb4? (Eftir 36. -
Rb5 hefði svartur líklega
ennþá getað haldið jafn-
tefli) 37. a3! - Bc5 38.
Rb7+ - Ka4 39. Hh4! og
eftir þennan laglega leik
stendur hvítur með
pálmann í höndunum.
Lokin urðu: 39. - He4+
40. Hxe4+ - Rxe4 41.
Rxc5+ - Rxc5 42. Hb4+ -
Kxa3 43. Hc4 - Rd7 44.
Hc6 - a5 45. Hxe6 - a4 46.
Kd2 - Ka2 47. Hd6 - Rc5
48. Hb6 - a3 49. c4 - f5 50.
Hb5 - Re6 51. Kc3 - f4 52.
He5 - Rc7 53. He4 - Ra6
54. Hxf4 - Rc5 55. Hf2+ -
Kbl 56. He2 og svartur
gafst upp.
Úrslit móts-
ins: 1. Zifroni,
ísraei 7 v. af 9
mögulegum, 2.
Gershon, Isra-
el 6 v., 3. Byk-
hovsky, Rúss-
landi 5>/2 v.,
4.-6. Greenfeld
og Kantsler,
Rússlandi og
Lutz, Þýska-
landi 5 v. 7.
Alterman, ísr-
ael 4‘A v.
o.s.frv. Hinir
tveir síðastnefndu voru
stigahæstu keppendurnir
á mótinu.
Víkverji skrifar...
EKKI getur það nú talist til tíð-
inda að íslendingar séu
óstundvísir, því líklega erum við
nokkuð ofarlega á lista á heims-
mælikvarða, að því er þann leiða
ósið varðar. Það er langt síðan
Víkverji áttaði sig á þessu og nán-
ast sætti sig við þessa óumbreyt-
anlegu staðreynd, sem hann telur
þó enn vera landlægan dónaskap.
Samt sem áður fannst Víkverja
keyra um þverbak, þegar hann fór
ásamt syni sínum í bíó sumardag-
inn fyrsta, á sýningu sem auglýst
var í Morgunblaðinu að hæfist kl.
16.30 síðdegis, en síðan dróst það
allverulega á langinn að sýningin
hæfist.
XXX
LESTIR sýningargestir voru
komnir í anddyri kvikmynda-
hússins laust fyrir kl. hálffimm, en
ekki var opnað inn í sýningarsal-
inn, þvert á móti var hann afgirtur
og þegar ein starfsstúlkan stakk
sér undir reipið og laumaði sér inn
í salinn, mátti sjá og heyra að enn
stóð kvikmyndasýning yfir. Dyi-a-
vörður var spurður hverju þessi
seinkun sætti, þegar klukkuna
vantaði rúmlega 20 mínútur í
fimm og sagði hann þetta „alvana-
legt“.
Þegar klukkuna vantaði átján
mínútur í fimm, var salurinn opn-
aður og gestum hleypt inn. Aug-
ljóslega hafði ekki gefist tími til
þess að þrífa salinn á milli sýn-
inga, þannig að gestir gengu í
poppkomi og sælgætisbréfum til
sæta sinna og við velflest sætin
voru svo tóm kók pappaglös. Al-
deilis sérlega lélegt og ósmekklegt
og ekki einu sinni sagt svei þér,
þótt sýningin hæfist 25 mínútum á
eftir auglýstum tíma, því sýning-
argestir fengu svo sannarlega að
sitja undir nokkrum mínútum af
auglýsingum og kvikmyndakynn-
ingum áður en hin auglýsta sýning
hófst.
XXX
EKKI er hægt annað en vor-
kenna fólkinu um borð í Júbó-
þotum British Airways sl. sunnu-
dag sem varð fyrir þeirri óhugn-
anlegu reynslu að heyra rödd
flugstjórans í hátalarakerfi vélar-
innar segja að vélin væri um það
bil að hrapa í sjóinn. Víkverji get-
ur ósköp vel skilið þá tvo sem
fengu aðsvif og veita þurfti að-
stoð, eftir að flugstjórinn hafði
upplýst farþegana um að fyrir
mistök hefði segulbandsupptaka
með áðurnefndri upptöku verið
leikin.
Flugstjórinn baðst afsökunar á
mistökunum og síðan ekki söguna
meir. Víkverji hefði ekki viljað
vera um borð í þessari vél og
hann dáist að rósemi þeirra sem
hlýddu á segulbandið, því í frétt-
um kom fram að þögn hefði slegið
á mannskapinn, en tveir hefðu
þurft á aðstoð að halda, eftir að
leiðrétting flugstjórans var komin
til skila. Víkverji er öldungis viss
um að ef hann hefði verið um borð
í vélinni, hefðu þeir a.m.k. verið
þrír sem á áfallahjálp hefðu þurft
að halda.