Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 29.04.1999, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ y > SKÓHÖLLInIII BÆJARHRAUNI 16 - 555 4420 Mikið úrval af fallegum sumarfatnaði tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Ókeypis lögfræðiaðstoð íkvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma551 1012. Orator, félag laganema Hörkugóðir regngallar, stígvél og gúmmískór í fallegum litum á góðu verði. Kringlunni og Skemmuvegi Grandagarði 2, Rvík, sími 0PIÐ LAUGARDAGA FRÁ 10-14 í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til frambjóðenda ÉG HEF ekki heyrt einn einasta frambjóðanda lýsa yfir stuðningi við okkur ör- yrkjana um að efla endur- þjálfun og menntun okkar. Samfylkingin lofar öllu íogru um að hækka bæt- urnar, en ég er bara ekki búin að gleyma hvað Al- þýðuflokkurinn gerði síðast þegar hann var í ríkis- stjóm, en þá skar hann mikið niður sem bitnaði illa á mörgum. Sjálfstæðis- flokkurinn malar sífellt um hvað við öryrlgar höfum það gott. Þetta er orðið eins og biluð grammófónsplata. Húmanistar vilja að við fá- um 10 þús. kr. minna en lægstu launin, eru þeir nokkm skárri? Eg heyri ekkert frá Frjálslynda flokknum um hvað þeir hyggist gera fyrir okkur ör- yrkja. Framsóknar- maddaman hrökk upp af þymirósarsvefninum kort- er fyrir kosningar af hræðslu við að missa spón úr askinum. Grænt fram- boð, sem áður var rautt að ég best veit, lofar okkur öllu fögm en er það nema kosn- ingakvak? Og hvað um hús- næðismálin? Ég hef ekki heyrt eitt einasta orð frá einum einasta flokki hvað þeir ætli að gera í þeim mál- um. Það sem er svo nauð- synlegast fyrir utan mat er það að hafa húsaskjól. A bara að gleyma þessum þætti þegar hreint neyðar- ástand ríkir hér? Ég vil að lokum vitna í grein Jóns Kjartanssonar frá Pálm- holti, formann leigjenda- samtakanna, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, 27. aprfl, þar sem hann skrifar um hversu slæmt ástandið sé á leigumarkaðinum og fá- ir þekkja eins vel ti þeirra mála og hann. Þar sem líður nú óðum að kosningum vii ég gjaman fá skýr svör við þessum fyrirspumum mín- um frá frambjóðendum. Oryrki. Um Dómkirkjuna NÚ ER verið að tala um að taka eigi Dómkirkjuna í gegn. I Morgunblaðinu í dag, 27. apríl, er verið að tala um vinnslu á líbaríti, að verið sé að klæða sendi- ráðið í Berlín með þessari steintegund og kemur einnig fram að kiæða eigi Dómkirkjuna með þessu efni. Mig langar að vita hvort Morgunblaðið hafi fjallað um eða muni fjalla um þessar breytingar á kirkjunni. Mér skilst að á upprunalegu teikningun- um af Dómkirkjunni sé annai- turn á kirkjunni og að turninn sem er á henni núna sé bráðabirgðaturn. Nú skilst mér að gera eigi þennan turn upp og að ekki eigi að nota uppruna- legu teikninguna. Væri ekki hægt að birta teikn- ingar af upprunalega turn- inum en sá turn er sagður rnjög mjög fallegur. Lúðvík. GSM-símar í strætó BJÖRGVIN hafði sam- band við Velakanda og vildi hann benda fólki á að slökkva á GSM-símum sín- um þegar það ferðast með strætisvögnum. Segir hann að símarnir valdi öðr- um farþegum óþægindum. Góðir þættir MIG langar til að lýsa yfir ánægju minni með tvo þætti í fjölmiðlum sem mér finnst mjög góðir. Annar er í Ríkisútvarpinu og það er þátturinn Perlur á þriðjudögum og er Jónat- an Garðarsson umsjónar- maður og svo er það þátt- urinn Titringur í Ríkis- sjónvarpinu, en umsjónar- menn hans eru Súsanna Svavarsdóttir og Þórhallur Gunnarsson. Sigríður Asta. Tapað/fundið Jakkaföt í poka týndust SVÖRT jakkaföt og munstraður bolur, sem voru í jakkafatapoka, týndust aðfaranótt laugar- dagskvölds í Meiahverfí. Skiivís flnnandi hafi sam- band í síma 552 8887 eða 869 4243. Svart veski týndist LÍTIÐ svart veski týndist líklega frá bílastæðinu fyr- ir utan Hólagarð í Breið- holti að beygjunni fyrfr neðan Blikahóla. Mögu- lega gæti ökumaður hvítr- ar Subarau-bifreiðar hafa fundið veskið. Skiivís finn- andi hafi samband í síma 899 9292 eða 557 4380. Budda með lyklum í óskilum BUDDA með lyklum í fannst fyrir utan sælgætis- verksmiðjuna Mónu í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 555 0300. Svart g’írahjól týnd- ist frá Hólmgarði PRO Style gírahjól 24“ svart með silfurlituðum rákum týndist frá Hólm- garði 50 líklega aðfaranótt sl. laugardags. Þefr sem kannast við að hafa séð hjólið hafi samband í síma 553 9224. Dýrahald Kettlingar fást gefins FALLEGIR kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 561 8486. Dísarpáfagaukur týndist DÍSARPÁFAGAUKUR, grár með appelsínuguiar kinnar og skúf á höfði, týndist frá Hverfisgötu 32, Reykjavík sl. þriðjudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 552 4153 eða 895 9745. SKAK llm.vjóu 11 a rj<eir Péluissoii STAÐAN kom upp á móti sem haldið var í „Ka- sparov Akademíunni" í Tel Aviv í Israel í vor. Heimamaðurinn Alik Gershon (2.467), 19 ára, hafði hvítt og átti leik gegn þýska stórmeistar- anum Christopher Lutz (2.610) Svartur hefur mörg peð fyrir skiptamun og hótar öllu illu. Hvíti tókst þó að bjarga sér: 27. Bxf6+! - gxf6 28. Hh7+ - Kd8 29. Rxb7+ - Kc7 30. Hdxd7+ - Kb6 31. Rd8 - Ba3+ 32. Kd2 - Rbl+ 33. Kdl - Rc3+ 34. Kel - Hc4 35. Hb7+ - Ka5 36. Hb3 - Bb4? (Eftir 36. - Rb5 hefði svartur líklega ennþá getað haldið jafn- tefli) 37. a3! - Bc5 38. Rb7+ - Ka4 39. Hh4! og eftir þennan laglega leik stendur hvítur með pálmann í höndunum. Lokin urðu: 39. - He4+ 40. Hxe4+ - Rxe4 41. Rxc5+ - Rxc5 42. Hb4+ - Kxa3 43. Hc4 - Rd7 44. Hc6 - a5 45. Hxe6 - a4 46. Kd2 - Ka2 47. Hd6 - Rc5 48. Hb6 - a3 49. c4 - f5 50. Hb5 - Re6 51. Kc3 - f4 52. He5 - Rc7 53. He4 - Ra6 54. Hxf4 - Rc5 55. Hf2+ - Kbl 56. He2 og svartur gafst upp. Úrslit móts- ins: 1. Zifroni, ísraei 7 v. af 9 mögulegum, 2. Gershon, Isra- el 6 v., 3. Byk- hovsky, Rúss- landi 5>/2 v., 4.-6. Greenfeld og Kantsler, Rússlandi og Lutz, Þýska- landi 5 v. 7. Alterman, ísr- ael 4‘A v. o.s.frv. Hinir tveir síðastnefndu voru stigahæstu keppendurnir á mótinu. Víkverji skrifar... EKKI getur það nú talist til tíð- inda að íslendingar séu óstundvísir, því líklega erum við nokkuð ofarlega á lista á heims- mælikvarða, að því er þann leiða ósið varðar. Það er langt síðan Víkverji áttaði sig á þessu og nán- ast sætti sig við þessa óumbreyt- anlegu staðreynd, sem hann telur þó enn vera landlægan dónaskap. Samt sem áður fannst Víkverja keyra um þverbak, þegar hann fór ásamt syni sínum í bíó sumardag- inn fyrsta, á sýningu sem auglýst var í Morgunblaðinu að hæfist kl. 16.30 síðdegis, en síðan dróst það allverulega á langinn að sýningin hæfist. XXX LESTIR sýningargestir voru komnir í anddyri kvikmynda- hússins laust fyrir kl. hálffimm, en ekki var opnað inn í sýningarsal- inn, þvert á móti var hann afgirtur og þegar ein starfsstúlkan stakk sér undir reipið og laumaði sér inn í salinn, mátti sjá og heyra að enn stóð kvikmyndasýning yfir. Dyi-a- vörður var spurður hverju þessi seinkun sætti, þegar klukkuna vantaði rúmlega 20 mínútur í fimm og sagði hann þetta „alvana- legt“. Þegar klukkuna vantaði átján mínútur í fimm, var salurinn opn- aður og gestum hleypt inn. Aug- ljóslega hafði ekki gefist tími til þess að þrífa salinn á milli sýn- inga, þannig að gestir gengu í poppkomi og sælgætisbréfum til sæta sinna og við velflest sætin voru svo tóm kók pappaglös. Al- deilis sérlega lélegt og ósmekklegt og ekki einu sinni sagt svei þér, þótt sýningin hæfist 25 mínútum á eftir auglýstum tíma, því sýning- argestir fengu svo sannarlega að sitja undir nokkrum mínútum af auglýsingum og kvikmyndakynn- ingum áður en hin auglýsta sýning hófst. XXX EKKI er hægt annað en vor- kenna fólkinu um borð í Júbó- þotum British Airways sl. sunnu- dag sem varð fyrir þeirri óhugn- anlegu reynslu að heyra rödd flugstjórans í hátalarakerfi vélar- innar segja að vélin væri um það bil að hrapa í sjóinn. Víkverji get- ur ósköp vel skilið þá tvo sem fengu aðsvif og veita þurfti að- stoð, eftir að flugstjórinn hafði upplýst farþegana um að fyrir mistök hefði segulbandsupptaka með áðurnefndri upptöku verið leikin. Flugstjórinn baðst afsökunar á mistökunum og síðan ekki söguna meir. Víkverji hefði ekki viljað vera um borð í þessari vél og hann dáist að rósemi þeirra sem hlýddu á segulbandið, því í frétt- um kom fram að þögn hefði slegið á mannskapinn, en tveir hefðu þurft á aðstoð að halda, eftir að leiðrétting flugstjórans var komin til skila. Víkverji er öldungis viss um að ef hann hefði verið um borð í vélinni, hefðu þeir a.m.k. verið þrír sem á áfallahjálp hefðu þurft að halda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.