Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 3

Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 3 Á crlþjóðlegum baráttudegi verkafólks 1999 ber íslensk verkalýðshreyfing fram kröfu um breyttar áherslur í þágu launafólks og fjölskylduvænna samfélag. # Verkalýðshreyfingin vill að fólki verði gert kleift að taka bæði virkan þátt á vinnumarkaði og sinna fjölskyldu- lífi. Til þess þarf að koma á heild- stæðu réttindakerfi sem felur meðal annars í sér stórbætt fæðingarorlof fyrir bæði kynin sem og foreldraorlof. # Verkalýðshreyfingin krefst breytinga á skattkerfi og tekjutengingum bóta. Aðeins þannig er hægt að leysa fjölskyldur með lágar tekjur og millitekjur úr þeirri kyrrstöðugildru jaðarskatta sem torveldar þúsundum ungra fjölskyldna að koma undir sig fótunum. # Verkalýðshreyfingin leggur áherslu á að fjölbreytt menntun sé undirstaða bættra lífskjara og sóknar í atvinnumálum á nýrri öld. Því krefst hún þess að starfsmenntun og símenntun fyrir alla verði eðlilegur hluti af vinnunni. 1. maí 1999 ber íslensk verkalýðshreyfing fram kröfu um samfélag jafnaðar og tækifæra fyrir alla. Við viljum byggja upp fjölskylduvænt samfélag með öflugu atvinnulífi sem grundvallast á menntun og þekkingu. í því samfélagi þarf þetta þrennt að fara saman: Vinnan, menntun, fjölskyldan. ÆT Alþýðusamband Islands www.asi.is Hönnun: Gísli B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.