Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 32
Gestir fundarins verð^ fulltrúar þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingiskosninga.
Þeir eru:
Björn Bjarnason, menntamálaráöherra,
frá Sjálfstæðisflokknum,
Valgerður Sverrisdóttir
frá Framsóknarflokknum,
Mörður Árnason
frá Samfytkingunni,
Kolbrún Halldórsdóttir
frá Vinstrihreyfingunni, grænu framboði,
Birgitta Jónsdóttir
frá Húmanistaflokknum og
Margrét Sverrisdóttir
frá Frjélslyndaflokknum.
Gestirnir flytja stutta
framsögu um
menningarstefnu sinna
flokka. Eftir það er
boðið upp á umræður
og fgrirspurnir úr sat.
Listamenn og aðrir þeir
sem áhuga hafa á að
heyra afstöðu þeirra
manna og kvenna, sem
hetst er teflt fram tit
að vera mátsvarar
menningarstefnu sinna
flokka, eru hvattir til að
Fundarstjórar
Tinna Gunnlaugsdóttir
Björn Br. Björnsson.
Málsvarar listamanna skora S frambjóðendur stjórnmálaflokkanna
að sýna framsækna djörfung í afstöðu sinni til menningar og lista.
í landamæralausum heimi nýrrar atdar er þörf S stórátaki, ef þjóðmenning okkar
á ekki að glatast og ístand að verða menningarsnauður og sviptaus útkjálki.
Menning okkar getur atdrei dafnað ein og óstudd,
hana þarf að stgrkja og efla með ötlum ráðum.
Spurningin er hvernig á að fjármagna listalífið og hvernig á að
tryggja komandi kynstóðum menningarlegt uppeldi og umhverfi.
í Vfi
Hvert er mikitvægi lista og m
Stjórnskipan menningarméta
Hvaða menningarstofnanir ei
ríkið að koma að stjórnun
Er æskilegt að styrkir fyrirtæk
Gefur núgitdandi skattalöggjý
Hvað með faglegt mat, hvar
Hver é þéttur listgreina að
Hvaða þýðingu hefur menm
Hvernig sjá menn fyrir sér u
Er skattalöggjöfin sanngjörn
Framtíð RÚV og þáttur þess
Er æskilegt að veiting útvag
Hvernig tengist byggðastefn|i
Menningarhús?
Kynning og útflutningur á ísl
Hver eru menningarteg rök
lenningar í samfélaginu og hvernig birtist opinber menningarstefna helst?
Menningarmálaráðuneyti? / Menningarráð?
æskilegt að ríkið styðji beint og hvort eða hvernig á
irra stofnana?
;ja tit einstakra listviðburða eða verkefna verði veigameiri?
f það svigrúm sem til þarf?
á sú ábyrgð að liggja?
ra í grunn- og framhatdsskólum?
ír gartegt uppetdi?
i ipbyggingu og rekstur Listaháskóla?
gagnvart listamönnum og þeirra afurðum?
íslensku menningarlífi.
písteyfa sé háð því að ákveðið lágmark sé inntent menningarefni?
n því hvernig tryggja má menningarlegt umhverfi á landsbyggðinni?
í :nskri list og hvernig er þeim málurn best komið?
aðild að Evrópubandalaginu?
f jrir
32 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
Ráðstefna um menntun í fískiðnaði
Bandalag íslenskr^
á Hótel Borg
i ngrrar aiöar.
listamanna boðar til opins fundar um menningarmál
mánudaginn 3. maí, milli klukkan 17:00 og 19:00.
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ ráðstefnu um raálefni menntunar í fiskiðnaði. F.v. Guðbrandur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyrar, Gísli Er-
lendsson, forstöðumaður Fiskvinnsluskólans, Jón Þórðarson, deildar-
stjóri sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri, og í pontu er Hjör-
leifur Einarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins.
Þarf samhæfða
menntastefnu
FISKIÐN, fagfélag fískiðnaðarins,
og Fiskvinnsluskólinn stóðu í gær
fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni:
Hrjáir menntunarleysi fiskiðnaðinn?
Á ráðstefnunni fluttu erindi fulltrúar
fyrirtækja, stofnana og skóla á sviði
sjávarútvegs. I þeim kom meðal ann-
ars fram að störfum í fiskvinnslu
muni fækka verulega á komandi ár-
um sem leiði til þess að gerðar verða
auknar menntunarkröfur til starfs-
fólks. Ennfremur töldu margir
skorta samhæfða menntunarstefnu á
sviði sjávarútvegsins hérlendis.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
heira setti ráðstefnuna. í setningar-
ræðu sinni sagðist hann hafa rekið
sig á þá staðreynd í upphafi setu
sinnar í menntamálaráðuneytinu að
menntunarstig í sjávarútvegi, fimm-
atvinnugrein þjóðarinnar, væri einna
lægst í samanburði við aðrar at-
vinnugreinar. Síðan þá hefði ekki
margt breyst til betri vegar. Hann
sagði ráðstefnuna vísi að betri ár-
angri því mikilvægt væri að leggja
áherslu á menntun, þróun og rann-
sóknir í fiskvinnslu.
Greinamar mislangt komnar
Sveinn Ari Guðjónsson, ft’am-
leiðslustjóri Vísis hf. í Grindavík,
sagðist ekki á þeirri skoðun að
menntunarleysi stæði fiskiðnaðinum
fyrir þrifum. Greinar fiskvinnslunn-
ar væru hinsvegar mislangt á veg
komnar hvað varðar samhæfingu á
tækni og menntun starfsfólks. „Þær
greinar sem lengst eru komnar eru
þær sem þurfa að standa undir meiri
og strangari kröfum frá markaðnum,
til dæmis eru frystingin og rækju-
vinnslurnar líklega lengst komnar en
saltfiskurinn og þurrkunin eru
skemmst komnar. Saltfiskiðnaðurinn
er þó dæmi um vinnslu sem hefur
verið að breytast mjög hratt á síð-
ustu árum og ég hef verið vitni að
þeirri þróun sem er mjög ánægju-
legt.“
Sveinn Ari sagði þau fyrirtæki
sem hafa áttað sig á því eða fundið
þörfma fyrir menntað fólk í stjórnun
vinnslustöðvanna vera að taka for-
ystu í sínum greinum fiskiðnaðarins.
Hann taldi hinsvegar að enn væri
ekki nóg gert. Miðað við hve fiskiðn-
aðurinn og meðferð og vinnsla sjáv-
arafurða væri mikilvæg íslendingum
þá værum við í raun og veru mjög
skammt á veg komin með að mennta
fólk sem starfar við fiskiðnaðinn.
Með aukinni kröfu um hollustu og
heilbrigði vörunnar hefðu Islending-
ar alla burði tO að ná forskoti í með-
ferð og vinnslu sjávarafla. „Þetta
ætti að skila meiri arði inn í fyrir-
tækin og þar með þjóðarbúinu í
heild. Til að þetta takist þurfum við
að gera vinnslurnar sífellt hæfari og
þess vegna er mjög mikilvægt að
halda áfram og efla menntun fólks
sem tengist fiskiðnaðinum,“ sagði
Sveinn Ari.
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Utgerðarfélags Akur-
eyringa, sagði að búast mætti við
enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi
á komandi árum, fyrirtækin yrðu
færri og stærri og réðu þá til sín
meira af vel menntuðu starfsfólki.
Hann sagði ljóst að starfsfólki í sjáv-
arútvegi ætti eftir að fækka nokkuð
á komandi árum. Það hefði mikil
áhrif á menntunarþörf greinarinnar.
„Fyrirtækin verða færri og stærri og
sérhæfingin verður meiri. Almenn
störf verkafólks í greininni eru að
breytast úr því að vera tiltölu al-
menn í að vera tiltölulega sérhæfð.
Sjálfvirkni og tæknibúnaður verður
sífellt meiri sem kallar á meira af
sérhæfðu viðhaldsfólki en einnig á
ákveðna þjálfun þeirra starfsmanna
sem við tækin vinna. Tæknivæðing
og sérhæfing kallar á breytta þjálfun
verkafólks, auk þess sem öflugri
tækni kallar á meiri endurmenntun
og þjálfun starfsfólks í stjómunar-
stöðum. Ennfi-emur þarf að bæta
grunnmenntun sjómanna um borð í
stórum og tæknivæddum vinnslu-
skipum," sagði Guðbrandur.
Mikil samkeppni um starfsfólk
Jón Þórðarson, deildarstjóri sjáv-
arútvegsdeildar Háskólans á Akur-
eyri, sagðist þeirrar skoðunar að nú
þegar væri hluti af tekjum sjávarút-
vegsins í landinu fólginn i sölu á
þekkingu, bæði í gegnum rekstrar-
ráðgjöf og ýmis samstarfsverkefni.
Hann sagðist þannig sjá fyrir sér að
á komandi árum yrði sala á þekkingu
verulegur hluti af tekjum sjávarút-
vegsfyrirtækja.
Jón sagði sjávarútveginn í mikilli
samkeppni um vel menntað starfs-
fólk. Það kæmi best fram í þróun líf-
tækniiðnaðarins og upplýsingaUekn-
innar á síðustu misserum. „í dag
koma tölvufræðingamir inn í sjávar-
útvegsfyrirtækin, sækja þangað upp-
lýsingar og selja síðan í gegnum hug-
búnaðarfyrirtækið sem þeir vinna
hjá. Sjávarútvegsfyrirtækin ættu al-
veg eins að geta selt þessa þekkingu
sjálf. En menn halda ekki utan um
þessa þekkingu og gefa hana frá sér
fyrir ekki neitt.“
Jón sagði algerlega tilgangslaust
að búa sig undir framtíðina með
lausnum frá þvi í gær. Gera yrði
gagngerar breytingar á hinum ýmsu
stigum sjávarútvegsmenntunar.
Nefndi hann í því sambandi að stýri-
mannamenntun mætti færa á há-
skólastig, vélstjómarstjómamám
mætti endurskipuleggja og stytta. Þá
sagði Jón æskilegt að sækja sér-
hæfða menntun erlendis. ,Atvinnu-
greinin þarf að móta sér mennta-
stefnu, byggða á þeim væntingum og
markmiðum sem sett eru um fram-
tíðina. Menn hafa hingað til verið að
móta menntastefnur hver í sínu homi
og það vantar samhæfingu til fram-
tíðar í þessum málum,“ sagði Jón.
■<ÍS3fö»