Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 33
Stefnir í öruggan sigur Verkamannaflokksins í kosningum til nýs heimastjórnarþings í Skotlandi
Fær að uppskera
eins og til var sáð
NYJU HERAÐSÞINQIN I BRETLANDI
Kjósendur í Skotlandi og Wales munu þann
6. maí n.k. kjósa þingmenn á eigin þing
Þessar sögulegu kosningar eiga að koma til
móts við þær kröfur Skota og Walesbúa,
að ríkið verði með meira sambandssniði , j ; -
en nú er, í stað þess að allt valdið verði \
í höndum þingsins í Lundúnum
wm
•*v|
Verkefni
héraðsþinganna:
• Heilbr,- og menntamál
■ Löggjafarvald, lögreglu-
og fangelsismál
> Sveitastjórnarmál
• Efnahagsþróun
- Innanríkismál
> Umhverfismál
• Landbúnaöarmál
> íþróttir og listir
A valdsviði þingsins
(Westminster
f.
> Stjórnarskrármál
> Vamarmál
> Utanríkismál
> Öryggismál
> Efnahagsstefnan
> Tryggingamál
> Flutninga- og samgöngurelugerðir
> Mál er lúta að siðareglum lækna
& ® Edinbor9
> Heimastjórnin i Edinborg hefur dálitið
svigrúm hvað varðar skatta, eða sem
svarar til þriggja pensa á pund
• Heimastjórnin i Cardiffi Wales er valdalaus
hvað varðar skatta og grundvallarlög en
ráðstafar sjálf þeim 814 milljörðum isl. kr.,
sem sem alrikisstjómin leggur til
Cardiff
SKOSKA ÞINGIÐ
VELSKA ÞINGIÐ
Þingmenn
kjörnir í
eínmennings-
kjördæmum
Þingmenn Þingmenn
kosnir ( kjörnlr i
hlutfatls- einmennings-S
kosningu kjðrdæmum
Þingmenn
kosnir i
hlutfalls-
kosningu
Heimildir: The Observer, The Times, The Independent, The Scotsman
ALLT virðist benda til þess að
Verkamannaflokkurinn vinni ör-
uggan sigur í kosningum sem
fram eiga að fara í Skotlandi
næstkomandi fimmtudag til nýs
heimastjórnarþings, en næstum
þrjú hundruð ár eru liðin síðan
Skotar höfðu síðast sitt eigið þing.
Nýjar skoðanakannanir gefa að
vísu til kynna að Skoski þjóðar-
flokkurinn (SNP) hafi rétt örlítið
úr kútnum og tekist að saxa nokk-
uð á forskot Verkamannaflokksins
en engu að síður er Ijóst að Verka-
mannaflokkurinn nýtur yfirburða
fylgis í Skotlandi. Fyrir viku gáfu
kannanir jafnvel til kynna að
flokkurinn væri ekki fjarri því að
tryggja sér 65 þingsæti af 128,
hreinan meirihluta á þinginu, en
það myndi sannarlega teljast til
mikilla tíðinda enda notast við
flókið hlutfallskosningakerfi í
þessum kosningum en ekki aðeins
kosið í einmenningskjördæmum
eins og venja er í breskum þing-
kosningum. Eðlilegt er hins vegar
að menn velti fyrir sér hvernig
standi á þessari yfirburðastöðu
Verkamannaflokksins því það er
alls ekki svo langt síðan útlit var
fyrir að SNP, sem hefur
aðskilnað Skotlands frá
Bretlandi á stefnuskrá
sinni, myndi veita Verka-
mannaflokknum verðuga
keppni í baráttunni um at-
kvæði kjósenda. Þar að
auki hefur Verkamanna-
flokkurinn nú verið tvö ár
við völd í Bretlandi og hefði
þess vegna ekki komið á
óvart ef kjósendur væru ei-
lítið farnir að þreytast á
sitjandi ríkisstjórn.
Þótt SNP hafí verið að
rétta úr kútnum undan-
farna daga hefur bilið á
milli Verkamannaflokksins
og SNP verið að breikka
jafnt og þétt á síðustu vik-
um og SNP-menn vom
farnir að um síðustu helgi
þegar skoðanakönnun sýndi
að munurinn var orðinn allt
að tuttugu prósent, Verka-
mannaflokkurinn naut 45%
fylgis á meðan SNP hafði
27% fylgi. Samkvæmt þess-
um könnunum virtist jafn-
vel sem svo gæti farið að
SNP fengi færri en 40 full-
trúa kjörna á þingið en það teldist
hrakleg útreið fyrir flokkinn, og
ekki síst flokksleiðtogann Aiex
Salmond, í ljósi þess mikla stuðn-
ings sem SNP hefur notið undan-
farin misseri.
Leiðtogar SNP ákváðu í kjölfar-
ið að herða mjög róðurinn í kosn-
ingabaráttunni og ákváðu að spila
út sínu síðasta trompi, sem jafn-
framt er eitt þeirra sterkasta, í til-
raun til að snúa blaðinu við. Kallað
var á leikarann heimsþekkta, Sean
Connery, sem fæddur er og uppal-
inn í Edinborg, og styður heils-
hugar sjálfstæðiskröfur SNP.
Ræða Connerys á fund SNP í Ed-
inborg á mánudag mæltist svo
sem misvel fyrir meðal Skota en
hitt er víst að fyrir flokksmenn
SNP var ekkert nema gott um
heimsókn Connerys að segja því
fyrst og fremst þurftu þeir á því
að halda að einhver stappaði í þá
stálinu. Það skaðaði á hinn bóginn
varla að þar var sjálfur James
Bond á ferðinni.
Helstu fréttaskýi’endur hér í
Skotlandi hafa leitt að því líkur að
hart verði sótt að Salmond innan
SNP, og afsagnar hans jafnvel
ki-afist, takist honum ekki að koma
a.m.k. fjörutíu þingsætum í höfn í
Fátt virðist geta komið
í veg fyrir sigur Verka-
mannaflokksins í þing-
kosningunum sem fara
fram í Skotlandi næst-
komandi fimmtudag,
segir Davíð Logi Sig-
urðsson, sem síðustu
dagana hefur fylgst
með kosningabarátt-
unni í Edinborg. Ekki
er útlit fyrir að þjóð-
ernissinnum takist að
þessu sinni að tryggja
sér nægt fylgi til að
þrýsta á um kröfu sína
um aðskilnað Skotlands
frá Bretlandi.
kosningunum. Allt útlit er hins
vegar íyrir að þetta takist. Skv.
síðustu könnun The Glasgow Her-
ald mun flokkurinn ná allt að 48
þingsætum og Salmond getur því
sofið rólegur. Þrýstingur frá
fiokksmönnum SNP á leiðtoga sinn
þótti reyndar nokkrum tíðindum
sæta því Salmond hefur verið óum-
deildur leiðtogi flokks síns undan-
farin ár, SNP hefur notið meira
fylgis en nokki>u sinni áður og
snemma í þessari kosningabaráttu
báru margir raunverulega í brjósti
þá von að í þessum kosningum
gæti flokkurinn orðið stærsti flokk-
urinn í Skotlandi.
Mistök að keyra ekki á
sjálfstæðishugtakinu?
Frammistaða SNP og flokks-
forystunnar í kosningabaráttunni
hefur verið gagnrýnd á nokkrum
forsendum. Þar ber hæst ummæli
sem Salmond lét falla fyrir um
mánuði þar sem hann gagnrýndi
loftárásir Atlantshafsbandalags-
ins NATO) á Júgóslavíu harka-
lega. Eftir á að hyggja voru um-
mælin e.t.v. ekki nægilega ígrund-
uð enda hefur Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, gengið
einna harðast fram af leiðtogum
vestui*veldanna í því að Slobodan
Milosevic Júgóslavíuforseti hljóti
makleg málagjöld, og það eru
gömul sannindi og ný að ekkert
þjappar þjóð (í þessu tilfelli öllum
íbúum Bretlands, hvort heldur
þeir heita Skotar, Englendingar
eða Wales-búar) betur saman en
sameiginlegur óvinur og þátttaka
í stríði.
Þótti Salmond aukinheldur ekki
lýsa andstöðu sinni yfir með hætti
sem hæfir hugsanlegum forsætis-
ráðherra og hafði það sín áhrif á
kjósendur. A hinn bóginn er það
mat fréttaskýrenda að því upp-
námi, sem varð vegna ummæla
Salmonds, hafi nú linnt og benda
þeir á síðustu skoðanakönnun máli
sínu til stuðnings en hún sýndi,
eins og áður kom fram, að SNP er
að rétta úr kútnum eftir heldur
magra tíð.
SNP hefur einnig lýst sig
andsnúinn fyrirætlunum Verka-
mannaflokksins, að lækka tekju-
skatta um eitt penný, og hefur
Salmond kallað skattalækkunina
tilraun Verkamannaflokksins til að
kaupa stuðnings skoskra kjósenda.
Salmond hefur sagt að fái SNP að
ráða verði ekki af þessum
lækkunum heldur verði
fénu eytt til að bæta opin-
bera þjónustu í heilbrigðis-
geiranum og menntamálum,
og segist hann sannfærður
um að þessu séu Skotar í
raun sammála.
Bæði þessi dæmi eru tal-
in sýna hvernig SNP hefur
viljað reyna að staðsetja sig
vinstra megin við Verka-
mannaflokkinn og eru leið-
togar flokksins sagðir hafa
komist að þeirri niðurstöðu
að þar væri mikið fylgi að
sækja, fjöldi fólks væri óá-
nægður með hversu mjög
Verkamannaflokkurinn hef-
ur færst til hægri í stjórn-
málum.
Hér virðist SNP hafa
gert skyssu. Svo virðist sem
íbúar í Skotlandi, sem og
annars staðar í Bretlandi,
séu þrátt fyrir allt bara
býsna ánægðir með þá rík-
isstjórn sem nú hefur verið
við störf í næstum tvö ár.
Oánægjuraddir innan SNP
segja að með þetta í huga
hafi verið mistök að keyra ekki á
sjálfstæðiskröfu flokksins, þeim
markmiðum hans að efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu innan fjögurra
ára, fái hann til þess umboð, um
aðskilnað frá Bretlandi. Staðreynd-
in er nefnilega sú að þrátt fyrir að
sjálfstæðiskröfur SNP hafi um
margt mótað þessa kosningabar-
áttu þá hefur flokkurinn í raun alls
ekki flíkað þessu áhugamáli sínu.
Virðist það hafa verið mat foryst-
unnar að þrátt fyrir að skoðana-
kannanir hafi á síðasta ári og í
byrjun þessa árs sýnt að mikill
fjöldi skoskra kjósenda virtist
hlynntur sjálfstæði Skotlands þá
myndu á endanum of margir renna
af hólmi þegar til kastanna kæmi.
Því yrði að keyra þessa þjóðarat-
kvæðagi’eiðslu á öðrum málum og
stefna Salmonds hefur aukinheldur
ávallt verið sú að Róm yrði ekki
unnin á einum degi, ljóst væri að
sjálfstæði fengist ekki strax á
fyrsta kjörtímabili og að því yrði
SNP að starfa eftir þeim forsend-
um sem lagðar hafa verið fyrir hið
nýja þing um nokkurt skeið áður
en flokkurinn gerði tilraun til að
leiða sjálfstæðismálin til lykta.
Sterk staða Verkamannaflokks
Peter MacMahon, helsti stjórn-
málaskýrandi og aðstoðarritstjóri
dagblaðsins The Scotsman, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
Verkamannaflokkurinn mætti eiga
það, að hann hefur tryggt að SNP
komist ekki upp með að villa kjós-
endum sýn og fela slíkt grundvall-
aratriði sem sjálfstæðiskrafan
óneitanlega er fyrir þeim. Verka-
mannaflokkurinn hefur tryggt að
þetta stefnumál SNP hefur ávallt
verið undirliggjandi þema þessar-
ar kosningabaráttu, þrátt fyrir til-
raunir SNP til að stýi'a umræð-
unni í aðrar áttir. Sumir hafa kall-
að þessa leikaðferð Verkamanna-
flokksins hræðsluáróður, enda
hafa leiðtogar flokksins ekki dulið
þá skoðun sína að Skotlandi sé
best borgið í sambandi við Bret-
land, og slagorð þeirra, „skilnaður
er dýrkeyptur", hefur óneitanlega
gefið tóninn. Hverju svo sem því
líður er ljóst að leikaðferðin hefur
virkað.
Breytt pólitískt landslag frá því
fyrir nokkrum mánuðum skýrist
því ekki aðeins af erfiðleikum SNP
í kosningabaráttunni heldur auð-
vitað líka af dug og getu þeirra
sem stýrt hafa kosningabaráttu
Verkamannaflokksins. Þar stend-
ur vitaskuld öll foi-ysta Verka-
mannaflokksins, með þá Tony Bla-
ir forsætisráðherra og Gordon
Brown fjármálaráðhen'a, í farar-
broddi. Reyndar hefur nokkuð
verið gagnrýnt hversu mikið þeir
hafa komið að kosningabaráttunni
í Skotlandi og hversu miklir fjár-
munir hafa streymt frá höfuð-
stöðvum flokksins í London til að
fjármagna baráttuna í Skotlandi.
En hitann og þungann af barátt-
unni hefur Donald Dewar borið.
Dewar er leiðtogi flokksins í
Skotlandi, núverandi Skotlands-
málaráðherra bresku ríkisstjórn-
arinnar og væntanlegur forsætis-
ráðherra í skoskri heimastjórn,
fari svo fram sem horfir.
Olíklegt er að Verkamannaflokk-
urinn nái hreinum meirihluta á
þinginu. Öllu sennilegi'a er að sam-
steypustjórn með Frjálslyndum
demókrötum verði niðurstaðan og
reyndar er alveg ljóst að þetta er
það sem forysta flokksins vill.
Frjálslyndir eru heldur ekki líkleg-
ir til að hreyfa mótmælum, þessi
niðurstaða hefur lengi legið í loft-
inu, þótt Frjálslyndir hafi að vísu
orðið nokkuð uggandi um sinn hag
eftir laka útkomu í skoðanakönn-
unum síðustu daga og því gripið til
þess bragðs að gera harða hríð að
Verkamannaflokknum vegna áætl-
ana hans um að taka upp háskóla-
gjöld.
Sterk staða
SNP blekkjandi
Svo virðist í raun sem sterk
staða SNP síðustu misserin hafi
verið nokkuð blekkjandi. John
Curtice, prófessor í stjómmála-
fræði við Strathclyde-háskóla,
benti á það í vikunni að í raun hafa
þessar kosningar aldrei snúist um
j)að hvort SNP kæmist í stjórn og
setti sjálfstæði Skotlands á oddinn,
þótt svo hafi virst á tímabili. Hið
rétta er að kosningarnar hafa alla
tíð snúist um það hvort Verka-
mannaflokkurinn myndi tapa þeim.
Verkamannaflokkurinn hefur
gjarnan haft sterkt fylgi á bak við
sig í Skotlandi og eftir að Tony
Blair komst til valda í Bretlandi
vorið 1997 var það hann sem stóð
fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í
Skotlandi til að fá skorið úr því
hvort Skotar vildu sitt eigið þing,
sína eigin heimastjórn. Hugmyndin
var því Verkamannaflokksins en
jafnframt áhættan. I því fólst
nefnilega sannarlega áhætta að
leysa úr læðingi öfl eins og þjóð-
erniskenndina. Og á tímabili virtist
einmitt sem SNP hefði tekist að
hrifsa boltann úr höndum Verka-
mannaflokksins og tryggja sér
stuðning flestra Skota með
skírskotunum sínum til sjálfstæðis
og myndugleika.
Eins og staðan er núna, öriáum
dögum fyrir kosningar, virðist
Verkamannaflokkurinn hins vegar
aftur kominn í ökumannssætið og
virðist hafa hrifsað til sín frum-
kvæðið á nýjan leik. Allt bendir því
til að flokkurinn muni eftir allt
saman fá að uppskera eins og til
var sáð. Það þýðir þó ekki að SNP
liggi endanlega í valnum, og að
sjálfstæðiskröfur flokksins séu
endanlega teknar af dagskrá.
Hugmyndin um sjálfstætt
Skotland mun mjög líklega áfram
spila rullu í komandi kosningum. I
þessari lotu virðist skoska þjóðin
hins vegar hafa hafnað hugmynd-
inni og enn um sinn mun því
Skotland verða í ríkjasambandi við
Bretland.
AP
ALEX Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins,
ásamt leikaranum Sean Connery á kosninga-
fundi í Edinborg fyrir nokkrum dögum.