Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 76
76 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 200 þúsund vinningar í gírótombólu NÚ stendur yfir svonefnd gírótombóla í nafni Skógarsjóðsins en ágóða hennar verður varið til skógræktar um allt land. Heildar- fjöldi vinninga er 200 þúsund. Gírótombólan fer þannig fram að allir Islendingar á aldrinum 18 til 67 ára fá senda tilkynningu um póst- kröfusendingu sem bíður þeiira á næsta pósthúsi. Krafan er að upp- hæð 995 krónur og er hún merkt átakinu. Sé sendingin leyst út fá menn afhent innsiglað umslag þar sem tilkynnt er hvað viðtakandi hef- Morgunblaðið/Sverrir VINNINGAR í gírótombólunni voru fluttir á pósthús undir eft- irliti lögreglunnar. ur unnið. Engin núll eru í tombólunni og því fá allir vinning. Þeir geta verið stórir eða smáir, bækur, geisladiskar, myndavélar, utanlandsferðir og Toyota bílar, segir í fréttatilkynningu. Grikklandsvinafélagið Hellas Fundur um efahyggju Á FUNDI sem Grikklandsvinafé- lagið Hellas heldur í Komhlöðunni við Bankastræti þriðjudaginn 4. maí og hefst kl. 20.30 mun Svavar Hrafn Svavarsson flytja erindi sem hann nefnir: Um siðferðilega efa- hyggju fornaldar. Hann fjallar þar einkum um rök svonefndra pyrronista gegn því að nokkuð sé gott eða illt í sjálfu sér og einnig um þá sálarró sem efa- hyggjumaðurinn telur sig munu öðlast. Svavar Hrafn lauk doktorsprófi í klassískum fræðum og heimspeki við Hai"vardháskóla vorið 1998 með ritgerð um efahyggjuna. Hann gegnir nú rannsóknarstöðu Rannís og starfar sem stundakennari í klassískum fræðum við heimspeki- deild Háskóla Islands og vinnur jafnframt að þýðingu á kirkjusögu Finns Jónssonar úr latínu á ís- lensku. Fundurinn er öllum opinn. Fundur um endurmenntun FLÖTUR, Samtök stærðfræði- kennara, boðar til fundar í Kenn- araháskóla Islands mánudaginn 3. maí kl. 16.15 og verður þar fjallað um endurmenntun. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Kynning á Fleti og þátttöku Flatar í símenntun stærðfræði- kennara. Ragnheiður Gunnarsdótt- ir formaður Flatar sér um kynn- inguna. Stærðfræðiátak í Hafnar- firði. Guðný Helga Gunnarsdóttir kennsluráðgjafi kynnir átakið, en því lauk í mars með stærðfræði- dögum. Fagleg ráðgjöf. Anna Kri: stjánsdóttir prófessor við KHI fjallar um faglega ráðgjöf. Almenn- ar umræður. Á fundinum verða fulltrúi Símenntunarstofnunar KHI og Hrólfur Kjartansson deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu til þess að taka þátt í umræðum um fyrirkomulag símenntunar stærð- fræðikennara. Kaffisala í Kristniboðs- salnum KRISTNIBOÐSFÉLAG kvenna, stofnað 1904, heldur sína ár- legu kaffisölu í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, 1. maí kl. 14-18. Allur ágóði rennur til reksturs starfs Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga í Eþíópíu og Kenýa. Kaffi og hnallþórutertur kvennanna er með því besta sem þekkist hér á Iandi og þótt víðar væri leitað, segir í frétta- tilkynningu. Allir eru velkomn- ir á meðan húsrúm leyfir. Ævintýrið um Rúslan og Ljúd- milu í MÍR KVIKMYNDIN, sem sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnu- daginn 2. maí kl. 15, er fræg ráss- nesk ævintýramynd „Rúslan og Ljúdmila". Kvikmynd þessi er byggð á samnefndu skáldverki Alexanders Púshkins, sem komið hefur út á íslensku í styttri útgáfu og þýðingu Geirs Kristjánssonar skálds í óbundnu máli. í sögunni leiðir höfundur lesand- ann inn í heim ævintýranna þar sem söguhetjurnar eru umkringd- ar góðum og illum öflum. Leikstjóri myndarinnar er Alex- ander Ptushko en tónlistin er eftir Tikhon Khrennikov. í aðalhlut- verkum eru Valeríj Kozinets og Natalja Petrova. Kvikmyndin hlaut sérstök verðlaun á alþjóðlegi'i hátíð bamakvikmynda í Salerno á Italíu 1976. Myndin er að mestu talsett á ensku. Fyrir hluti kvikmyndarinn- ar er sýndur 2. maí, síðari hluti viku seinna. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Púshkin-sýningin í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, er áfram opin og þar hafa nú verið settar um 40 teikningar eftir hvítrássneska myndlistarmanninn Arlen Kas- hkúrevits, 6 myndir af skáldinu Púshkin og 34 myndir sem lista- maðurinn hefur nýlega teiknað við sagnaljóðið Évgeníj Omegin. A U P U K I ' Auglýsendur! Minnum á hinn árlega blaðauka Brúðkaup sem kemur út fimmtudaginn 13. maí nk., en þess má geta að blaðaukinn verður nú gefinn út í miðformsstærð. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild. Meðal efnis; Skipulag brúðkaupsveislunnar • Undirbúningur ungs pars fyrir brúðkaup • Fatahönnuður hannar brúðarföt á brúðina • Hvað kostar að leigja brúðarkjól • Ráðgjöf fyrir farsælt hjónaband • Hvernig viðhalda á rómantíkinni Gifting á gamlárskvöld • Brúðkaup að gömlum sið • Brúðkaupsskreytingar • Uppskriftir að mat og kökum Hárgreiðsla «Förðun •O.m.fl. Skilafrestur augiýsingapantana er til kl. 12 miðvikudaginn 5. maí. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.