Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tal kaupir Is- landia Internet Morgunblaöið/Ásdís Hreggviður Jónsson og Þórólfur Árnason: Ljóst er að samþætting GSM og Netsins mun aukast gífurlega í náinni framtíð og er tækniþró- unin í þessum geira mun örari en menn óraði fyrir. F JARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ Tal hf., sem nú er með um 20% hlutdeild á GSM-markaðinum, hefur keypt netfyrirtækið Is- landia Internet af Islenska út- varpsfélaginu og gengur breyt- ingin í garð nú um mánaðamót- in. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, sagði á blaðamannafundi að kaup- in undirstrikuðu þá framtíðarsýn að tölvutækni og símtækni renna saman í órjúfanlega heild. „Við ætlum okkur forystu í þróun á þráðlausum fjarskiptum, ekki bara símtölum heldur líka gagna- vinnslu,“ sagði Þórólfur. Islandia Internet hefur ríflega 20% markaðshlutdeild á einstak- lingsmarkaðnum hér á landi, alls um 7.000 notendur, og er því eitt stærsta þjónustufyrirtækið á sviði Netsins. 17 manns starfa hjá Is- landia Intemet og munu þeir flytja ásamt íyrirtækinu í húsnæði Tals innan skamms. Fyru- eru hjá Tali um 80 starfsmenn. Islenska útvarpsfélagið á þriðj- ungshlut í Tali og er það trú fyrir- tækjanna að framtíðarstarfsemi Islandia sé best komin í þessum nýja farvegi, að því er fram kom hjá Þórólfi. „Ljóst er að samþætting GSM og Netsins mun aukast gífurlega í náinni framtíð og er tækniþróunin í þessum geira mun örari en menn óraði fyrir. Að óbreyttu hefði þjónusta Islandia því innan tíðar teygt sig inn á svið GSM-tækn- innar og þar með viðbúið að hags- munir Tals og Islandia hefðu skarast. Ástæða íslenska útvarps- félagsins og Tals fyrir þessari eignarhaldsbreytingu er því þrí- þætt: I fyrsta lagi að koma í veg fyrir slíka skörun með því að draga ný skipulagsleg skil um starfsemina, í öðru lagi að ná fram hagræðingu og samlegðará- hrifum og í þriðja lagi að renna fleiri stoðum undir vöxt og við- gang Tals,“ sagði Þórólfur á blaðamannafundinum. Náið samstarf ÍÚ og Tals um Netið Hreggviður Jónsson, forstjóri IU, sagði á fundinum að það lægi fyrir að IU muni eiga mjög náið samstarf við Tal um Netið,- enda starfi ÍÚ á sviði margmiðlunar og þar sé Netið burðarás gagnaflutn- inga og framþróunar. „Við teljum að vh’ði sameinaðs félags í framtíðinni sé meira held- ur en ef okkar hlutur yrði í tveim- ur dreifðum félögum," sagði Hreggviður. Aðspurðir vildu þeir ekki gefa upp kaupverð um en sögðu það vel viðunandi fyrir hluthafa Tals. I. maí í Reykjavík Kröfuganga og útifundur - I. maí í Reykjavík - * VINANCIAl. TIMES THUMM V ATHIL í* !*♦* STOCK^ÍMARKETS Safnast verður saman framan við Hallgrímskirkju kl. 13.30. Gangan leggur af stað kl. 14.00. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. Útifundur hefst á Ingólfstorgi klukkan 14.30. Aðalræðumenn dagsins Halldór Björnsson, formaður Eflingar - stéttarfélags. Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags íslands. Skemmtiatriði Hljómsveitin Rússibanarnir. Ávarp dagsins ■ Guðrún Gestdóttir, formaður Iðnnemasambands íslands. Fréttin um íslenskan hlutabréfamarkað innan um fréttir af Wall Street og öðrum stórum mörkuðum Asia and Europe lag in Wall Street’s wake ^’,7nd warms to share sales Computer-Ied Bourses on hold sell-off slows US equities Fundarstióri Guðríður Helgadóttir, ritari Félags garðyrkjumanna. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík - BSRB Kennarasamband íslands - Iðnnemasamband íslands Fjallad um ís- lensk hlutabréf í Financial Times Styrkjum ÆSKUNA í AÐ „NÁ TÖKUM Á TILVERUNNI“ Munið túlípanana Merki Lions seld fyrstu helgina í maí. SJOVi VfMUILAUS ISLAND jpf ALMENNAR Vímulaus æska foreldrasamtök FJALLAÐ var um íslenska hluta- bréfamarkaðinn í Financial Times á fimmtudag. Þar kemur fram að velta á hlutabréfamarkaði hafi aukist mjög mikið hér á landi í kjölfar einkavæðingar ríkisbank- anna. Meðal annars er rætt við Þorstein Víglundsson, yfirmann greiningardeildar Kaupþings hf., um stöðu og horfur á markaðinum og birt er línurit sem sýnir þróun úrvalsvísitölunnar síðustu sex mánuði. Haft er eftir Þorsteini að fjár- festar hérlendis líti helst til áfram- haldandi hagræðingar og samruna í rekstri fjármálafyrirtækja og að horfur séu á að þróunin muni leiða til þess að tveir stórir aðilar verði til í bankarekstri hér í stað þess fjölda sem nú er. Einnig er haft eftir honum að verð hlutabréfa í hátæknifyrirtækjum hafi vaxið mest á þessu ári og sé það í takt við það sem gerist víða annars staðar. Fram kemur í fréttinni að sífellt fjölgi þeim fyrirtækjum hérlendis sem tekin séu til skráningar á al- mennum hlutabréfamarkaði og er meðal annars fjallað um viðskipti með hlutabréf í Baugi hf. sem ný- lega hófust. I niðurlagi fréttarinn- ar er sagt að síðustu viku hafi átt sér stað nokkur verðlækkun á markaðinum og vitnað til mats sérfræðinga en að væntanlegar kosningar 8. maí hafi enn sem komið er ekki haft áhrif á viðskipt- in.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.