Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Margrét Lína Petersen Orms- lev fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 19. aprfl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hans Pétur Peter- sen, kaupmaður, f. 5.11. 1873, d. 8.5. 1938, og Guðrún Margrét Jónsdóttir, f. 8.6. 1892, d. 16.12. 1961. Börn þeirra og systkini Mar- grétar eru: Hans Pétur Peter- sen, f. 10.10. 1916, d. 16.10. 1977, Birna Petersen, f. 2.12. Látin er í Reykjavík elskuleg móðursystir mín, Margrét Lína Petersen Ormslev. Hún var yngst sex systkina og ólst upp ásamt þeim í foreldrahúsum í Skólastræti, steinsnar frá Lækjartorgi, í hjarta borgarinnar. Hún stundaði nám í Verslunarskólanum og vann hjá fyr- irtæki foreldra sinna bæði við versl- 'Vunarstörf og ljósmyndagerð en síð- ar við skrifstofustörf hjá Almennum tryggingum. Sumarið 1946 fór hún ásamt móður sinni og Lilju systur sinni í eftirminnilega ferð um Bandaríkin til Kanada. Pangað fór móðir hennar Guðrún með dætrum sínum tveimur til að heimsækja tvær systur sínar, Ingibjörgu og Halldóru, og fjölskyldur þeirra en þær höfðu ílust barnungar af Is- landi til Vesturheims með móður sinni Sigurbjörgu Frímannsdóttur, rétt fyrir síðustu aldamót. í þá daga - Var lífsbaráttan harðari en nú og móðir Guðrúnar hafði tekið tvær dætur sínar með sér vestur um haf, en skildi tvær dætur ungar eftir á íslandi hjá ættfólki sínu, Guðrúnu og Pálínu. Petta var í eina skiptið sem móðir Margrétar heimsótti ættfólk sitt í Kanada. Pá voru aðrir tímar, utanferðir almennt óalgeng- ari, talað um að fara í siglingu, enda siglt til Ameríku og tók ferðin tíu daga. Samskipti íslendinga við um- heiminn voru minni en nú, hvorki sjónvarp né veraldarvefur, símtöl milli landa einungis ef mikið lá við og varla þá, einangrun því meiri. Utlöndin voru því fjarlæg ævintýra- veröld, framandi og spennandi fyrir rijnga stúlku sem kynntist öðrum menningarheimi og lífsháttum. Þeg- ar móðir hennar og systir fóru heim 1917, d. 27.11. 1969, Búi Petersen, f. 30.10. 1919, d. í júlí 1973, Una Petersen, f. 11.3. 1921, d. 2.10. 1987, og Lilja María Petersen, f. 19.11. 1922. Hinn 15.12. 1950 giftist Margrét Gunnari Ormslev, hljómlistarmanni, f. 22. mars 1928, d. 20. aprfl 1981. Þau eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Áslaug Gyða OrmsleVj flug- freyja, f. 19.6. 1951, gift Ásgeiri Pálssyni framkvæmdasljóra flugumferðarþjónustu, f. 23.10. um haustið varð Margrét eftir. Hún hafði lokið verslunarskólaprófi á ís- landi en fór nú í verslunarskóla í Winnipeg og lærði m.a. hraðritun og kom ekki heim til Islands fyrr en á árinu 1947. Á þessum tíma kynnt- ist hún frændfólki sínu í Kanada og hélt við það tengslum síðan. Margrét eða Magga eins og hún var kölluð var alla tíð lagleg og glæsileg kona og hún vakti aðdáun mína í bemsku sem falleg og glað- vær ung stúlka þó að hún væri í raun ævinlega mjög dul um sína hagi og ekki allra. Hún var meðal- manneskja á hæð, dökkhærð og grannvaxin, sviphrein með hátt enni og fallegt bros. Hún var listræn og hafði góðan smekk og átti auðvelt með að búa sér og sínum hlýlegt og notalegt umhverfi. Hún kynntist og giftist Gunnari Ormslev 1950, ungum tannsmið sem þá var nýkominn til íslands, einka- sonur íslenskrar móður og dansks fóður og hafði alist upp í Kaup- mannahöfn. Hann lék á saxófón og hafði til að bera snilligáfu sem gerði hann að ástsælum og dáðum hljóm- listarmanni bæði hér á landi og víða erlendis. Þegar þau Magga og Gunnar höfðu stofnað heimili bjuggu þau um tíma ásamt börnum sínum í sama húsi og fjölskylda mín. Það var samgangur milli heimila systr- anna sem voru sitt á hvorri hæðinni í gömlu, notalegu timburhúsi, sem andaði og hafði sál. Þó að herbergin virðist ef til vill lítil núna var aldrei minnst á slíkt þá og þar var alltaf nóg rými fyrir alla. Sem barn og unglingur gætti ég stundum bama hennar en ég hafði gaman af því að 1951. Börn þeirra eru: Björg, f. 1975, Margrét, f. 1981, og Gunnar, f. 1984. 2) Margrét Guðrún Ormslev, ritari, f. 8.12. 1953, gift Leifi Franzsyni lyíja- fræðingi, f. 27.3. 1952. Börn þeirra eru: Gunnar Páll, f. 1978, Hildur, f. 1983, og María, f. 1987. 3) Pétur Úlfar Orms- lev, tryggingasölumaður, f. 28.7. 1958, kvæntur Helgu Möller flugfreyju, f. 12.5. 1957. Börn þeirra eru: Maggý Helga Jóhannsdóttir, fósturdóttir Péturs, f. 1979, Gunnar, f. 1987, og Elísabet, f. 1993. 4) Jens Gunnar Ormslev, tækni- maður, f. 1.6. 1960, kvæntur Arnheiði Svölu Stefánsdóttur verslunarmanni, f. 17.1. 1960. Dætur þeirra eru: Elín Áslaug, f. 1986, Eva Birna, f. 1990, og Rebekka, f. 1995. Útför Margrétar fór fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. aprfl. heimsækja Möggu, hún tók mér vel og sátum við oft og spjölluðum. Hún var lagin og vandvirk við handa- vinnu eins og þær systur og gat leiðbeint þeim sem minna kunni. Enn nota ég með ánægju góða ull- arpeysu sem þær móðursystur mín- ar og amma prjónuðu saman á rign- ingardegi í friðsælum sumarbústað fjölskyldunnar langt fyrir utan bæ í Fossvogi, en lóð hans liggur nú í hlaðvarpanum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Magga hafði góða kímnigáfu og var létt um hlátur og þannig voru þau Gunnar bæði. Móður- og hús- móðurhlutverkið varð lífsstarf hennar og því sinnti hún vel. Böm- um sínum var hún umhyggjusöm og góð móðir og var eindrægni og sam- komulag milli bama hennar ein- staklega gott. Þau Magga og Gunnar bjuggu eitt ár með börnum sínum í Stokk- hólmi 1956-57, vegna vinnu hans, og svo dvöldu þau oft á sumrin með böm sín í Danmörku í heimsókn hjá tengdaforeldrum hennar. Gunnar dó 1981 fyrir aldur fram, aðeins 53 ára gamall, úr illkynja sjúkdómi og var mikil eftirsjá að honum. Eftir það bjó Magga ein en átti nú sein- ustu árin að góðum vin Brynjólf G. Ársælsson sem lést 1996. Við sem ólumst upp eða tengd- umst Skólastræti, kynslóð fram af kynslóð á þessari öld, tilheyrðum stórfjölskyldu sem var þar öll á næsta leiti. Sum okkar bjuggu þama, um lengri eða skemmri tíma, aðrir unnu þar. Daglega hittist fólk- ið og hafði samskipti, hver með sín- um hætti, og bömin nutu þess að eiga svona marga að sem voru hluti af þeim frændgarði sem lét sig vel- ferð þeirra einhverju varða. Þarna uxu úr grasi á svipuðum tíma börn þriggja systra með ömmu sína inn- an seilingar og áttu greið samskipti við böm hinna móðursystkina sinna. Það hefur án efa stuðlað að samheldni fjölskyldunnar að börnin léku sér þannig saman í bernsku og kynntust. Eg vil þakka þessa liðnu tíð og þann þátt sem Magga átti í henni. Magga var heilsuhraust lengst af ævi sinnar en nú sl. fimmtán ár átti hún við vanheilsu að stríða sem hún bar mjög vel og naut lífsins þrátt fyrir hana. Hún stóð sig afar vel til hinstu stundar en hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur aðfaranótt 19. apríl sL, umkringd börnum sínum og fjölskyldum þeirra, sem önnuð- ust hana af umhyggju í veikindum hennar. Við systkinin, Hans, Elín og Júlí- us, fjölskyldur okkar og Agnar faðir okkar sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Margrétar Línu Petersen Ormslev. Guðrún Agnarsdóttir. Elsku amma. Við vonum að þér líði sem allra best þar sem þú ert nú. Við vitum að þið afi fylgist með okkur og gætið okkar. Ævi þín var ekki ætíð auðveld. Þú misstir mikið og stóðst hvert áfallið á fætur öðru, en þrátt fyrir allt hélst þú glæsileika þínum og gleð- iljóma í hvívetna. Rík kímnigáfa og breitt bros eru ofarlega í huga okk- ar er við hugsum um þig. Til þín er þetta ljóð frá okkur, elsku amma: Traust sem klettur, töfrandi sem perla, tókst á þig lífsins erfiðu ferla. Skolast burt með hafsins strokum, jafnvel perlur láta undan aó lokum. Frá heimi okkar ertu horfin og Herrans blíði engill orðin. Hvít klæði og dökkir lokkar, horfa brosandi niður ti! okkar. Ástúð þín er okkur ekki glötuð, því við varðveitum minninguna um þig í hjarta okkar að eilífu. Hvíi í friði, elsku amma. Þín barnabörn. Við hittumst fyrst um borð í Gull- fossi sumarið 1965. Hún og börnin að fara á vit tengdafólksins í Kaup- mannahöfn, ég að fara með fjöl- skylduna í mína fyrstu utanreisu. I þessari ferð bundumst við ævilöng- um vina- og tryggðaböndum, ég og Margrét Guðrún, dóttir Margrétar MARGRÉT LÍNA , PETERSEN ORMSLEV + Svava Árnadótt- ir fæddist í Reykjavík 10. aprfl 1926. Hún lést á Landakotsspítalan- uni 10. aprfl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Laufey Guðmundsdóttir frá Hrísey og Árni Jó- hannsson frá Sel- tjarnamesi. Systk- ini Svövu em Guð- rún, Jóhann og Guðmuudur, sem öll era á lífi, en systir þeirra, Jóhanna Laufey, Iést í frumbernsku. Árið 1945 kynnist Svava eft- irlifandi eiginmanni sinum, Óskari Emilssyni frá Djúpavogi. Þau eignuðust tvær dætur en áður átti Svava son með Lámsi Þ.J. Blöndal frá Siglufirði. Börn Svövu og Óskars em: 1) Birgir, f. 15. nóvember 1944, hans maki Kæra amma, það er svo tómlegt til þess að hugsa að þú komir ekki aftur til okkar með afa Óskari í ''ííeykjabyggðina með eitthvert er Áslaug Stein- grímsdóttir, börn þeirra eru Emil, f. 5. janúar 1967, maki Anna María Guðmundsdóttir, þeirra dætur em María Rosario og íris Teresa, Anna Sigríður, f. 25. des- ember 1970, maki Kristinn Bjarnason, þeirra dóttir er Hel- ena Júha, og Þröst- ur, f. 6. nóvember 1975. 2) Helga Ant- onía, f. 22. septem- ber 1953, d. 3. janúar 1975, ógift og barnlaus. 3) Hafdís, f. 14. mars 1963, hennar maki er Hlynur Guðmundsson, börn þeirra em Helga Ósk, f. 19. jan- úar 1985, Henrik, f. 26. nóvem- ber 1990, og Heiðdis, f. 12. júní 1993. Útför Svövu fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. góðgæti, eftir gönguferð út á nes, eða passir okkur þegar mikið ligg- ur við. Áður en þú veiktist varstu alltaf svo kát og gjöful og gafst okkur úr handraðanum eða fórst með okkur að kaupa ís og gefa önd- unum. Við gleymum ekki hvað þú tókst gleði þína á ný, vaknaðir upp frá gleymskunni, þegar við dönsuð- um öll í kringum jólatréð hjá Bigga frænda á jóladag. Þú söngst öll lög- in og dansaðir allan tímann. En svo á leiðinni á spítalann varstu búin að gleyma öliu sem gerst hafði. Dans var þitt yndi og þú dansaðir alla dansa svo vel að fætumir námu vart við gólf. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, saumaðir fót eða málaðir myndir, allt var gert af mikilli alúð og natni. Það var líka alltaf fínt hjá þér, því allir dagar voru tiltektardagar. Þú varst svo atorkusöm að meira að segja á sunnudagsmorgnum þegar aðrir nutu þess að sofa út, þá vakn- aðir þú eldsnemma til að baka brauð og kökur til að eiga með kaffinu. Það var ávallt gestkvæmt hjá ykkur afa og þið höfðingjar heim að sækja. Dyggðir mannanna eru margar en misjafnt hvað hverjum hlotn- ast, þú varst rík, því þú varst hóg- vær og heiðarleg, umhyggjusöm og fórnfús, vinnusöm og skyldu- rækin. Við þökkum þér fyrir samleiðina og fyrir að hafa átt þig, elsku amma. Erfið veikindin eru að baki og við vitum að góður guð hefur tekið vel á móti þér. Þú skalt vera stjama mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum (Ragnhildur Ofeigsdóttir.) Helga Ósk, Henrik og Heiðdís. Elsku arama, ég man hvað mér þótti alltaf notalegt að heimsækja þig og afa í Bólstaðarhlíðina. Oft fékk ég að gista og þá gerðum við svo margt skemmtilegt saman. Við spiluðum á spil, teiknuðum, þú steppaðir fyrir mig og svo fórum við í þessar ógleymanlegu fjöru- ferðir með afa. Svo sagðirðu mér stundum frá Helgu systur pabba og Hafdísar því ég var bara fjög- urra ára þegar hún dó. Eg veit að það var erfitt þegar hún dó en nú ertu komin til hennar. Elsku amma, þú varst alltaf svo góð við mig og ég vil þakka þér fyr- ir allar þessar góðu stundir sem við áttum saman. Eg mun alltaf sakna þín. Þín Anna Sigríður. SVAVA ÁRNADÓTTIR Petersen og Gunnars Ormslev. Okkur fannst það skemmtileg til- viljun að móðir Gunnars, Áslaug Jónsdóttir, var jafnaldra og æsku- vinkona ömmu minnar, Ragnhildar Hjaltadóttur. Upp frá þeirri stundu varð Margrét Petersen fastur punktur í tilveru minni. Hin stöðuga fortíð sem veitir styrk til að takast á við lífið og verkefni þess. Margrét Petersen átti heima mestan hluta ævinnar í Skólastræti 3. Þar ólst hún upp, þar átti hún heima með manni sínum og böm- um, í túninu heima, og bar alla tíð sterkt svipmót af því uppeldi sem hún hafði hlotið í foreldrahúsum. Hún bar sterkan Petersen-svip, hið ytra sem innra. Fjölskyldan var þarna allt um kring. Birna systir hennar og fjölskylda hennar áttu heima í Skólastræti 1, Söster í núm- er 5, Ágústa og Sigga í númer 5b og fjölskyldufyrirtækið Hans Petersen var í næsta húsi. Þarna var hennar heimur í miðborg Reykjavíkur, og þess bar hún alla tíð merki. Yið Margi-ét Guðrún fylgdumst að í MR og það var alltaf stutt á milli Bergstaðastrætis 70 og Skóla- strætis. Minningarnar frá þessum árum eru ótal margar. Það var gott að vera í Skólastræti 3. Gunnar Ormslev var listamaðurinn frábæri sem eiginkona og börn virtu mikils. Margrét var húsmóðirin. Við Mar- grét Guðrún lifðum í okkar ævin- týraheimi og skiptumst á hjartans málum. Margrét var alltaf nálæg og skildi heiminn okkar. Hún hvatti okkur áfram og veitti nýjum hug- myndum viðtöku. Umhyggjusöm og umburðarlynd. Samt var hún mjög hlédræg og dul kona sem bar ekki tilfinningar sínar á torg. Margrét var haldin ríkri fegurð- arþrá. Yfii- henni og heimili hennar var heillandi svipur fegurðar og smekkvísi. Hún var falleg kona með fágaða framkomu. Hún var þannig útlits að enginn gleymir henni sem sá hana. Ollum leið vel í návist hennar. Á góðum stundum naut hún sín vel og átti létt með að sjá kími- legar hliðar á tilverunni. Hún hafði eiginlega danskan húmor þótt hún væri íslensk. Móðurhlutverkið átti hug hennar allan og bar ríkulegan ávöxt. Mar- grét átti góð börn sem eru trygg, kærleiksrík og skemmtileg eins og þau eiga kyn til. Húmorinn var aldrei langt undan hjá hjónunum Margi-éti og Gunnari. Hún eignaðist góð tengdabörn og barnabörn sem öll veittu mikilli gleði inn í líf henn- ar. Margrét Petersen Ormslev var mér dýrmæt kona. Ég og fjölskylda mín söknum góðs vinar og ég kveð hana með innilegu þakklæti fyrir vináttu hennar og tryggð ávallt. Börnum hennar, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum votta ég dýpstu samúð. Megi yndislegar minningar um góða móður veita þeim styrk. Blessuð sé minning Margrétar Petersen Ormslev. Ragnhildur Hjaltadóltir. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Okkar kæra Margrét P. Ormslev hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Hún var góð félagskona og virk í starfi. Thorvaldsensfélaginu barst góður liðsauki þegar Margrét bættist í hópinn fyrir nokkrum árum. Hún var gjöful á tíma sinn, og það er góður kostur þar sem sjálfboðastörf eru unnin, og það var gott að vera í návist hennar. Hún var svo jákvæð og skemmtileg. Með bros á vör vann hún á Bazarnum, seldi jóla- merki og var virk í félagsstarfinu. Fyrir rúmum mánuði var fundur í félaginu okkar og þar var Margrét svo hress og glaðleg eins og hún alltaf var og það er gott að eiga þá minningu um hana. Thorvaldsensfé- lagið á henni mikið að þakka. Við fé- lagskonur sjáum nú á eftir góðri vinkonu, sem við söknum úr hópn- um, og minnumst hennar með þakk- læti og virðingu. Innilegar samúðarkveðjur tO bama og annarra ástvina. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.