Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davíð Qddsson forsætisráðherra á stjórnmálafundi á Akureyri Nýjar stofnanir þurfa ekki sjálfkrafa að vera í Reykjavík DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að stjómmálamenn yrðu að vera vakandi fyrir því að setja nýjar stofnanir á vegum ríkisins niður á landsbyggðinni, það væri farsælla en að slíta grónar stofnanir upp með rótum og flytja út á land. Nýjum stofnunum þyrfti ekki sjálfkrafa að koma alltaf fyrii- í Reykjavík. Petta kom fram í svari Davíðs við íyrir- spurn á opnum stjórnmálafundi á Akureyri en þar var hann spurður um áform um flutning ríkisstofnana út á landsbyggðina. Davíð hélt framsögu á fundinum, en auk hans sátu fyrir svöram þrír efstu menn á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, Halldór Blöndal sam- gönguráðherra, Tómas Ingi Olrich alþingismaður og Soffía Gísladóttir sem skipar þriðja sæti listans. Allt að 250 manns sóttu fundinn, sem halclinn var í Nýja bíói. Á fundinum komu meðal annars fram fyrirspumir um byggðamál, fjármál flokkanna, ferðaþjónustu, samgöngumál og menningarhús. Da- víð sagði í svari við fyrirspum um byggðamál og fækkun opinberra starfa á landsbyggðinni að fólk hefði verið að flytja til höfuðborgarsvæðis- ins alla þessa öld, fækkaði fólki á landsbyggðinni þá fækkaði þar að sama skapi opinberum störfum og tók hann kennara og starfsfólk heil- brigðisstofnana sem dæmi um það. Hann sagði dýrt fyrir þjóðfélagið að fólk flykktist á eitt svæði, en vilji væri til þess að skapa þannig skilyrði að fólk sæi sig ekki knúið til að flytj- ast búferlum af landsbyggð á höfuð- borgarsvæðið. Batt hann vonir við að ráðstafanir fyndust sem dygðu til að veita viðspymu, vandað hefði verið til undirbúnings, m.a. með ítariegri könnun Félagsvísindastofnunar á aðstæðum og vilja íbúa landsbyggð- arinnar. Atvinnulífíð eigi Háskólann á Akureyri Tómas Ingi Olrich gagnrýndi skýrslu þar sem fram kemur að op- inberum störfum hafi fækkað á landsbyggðinni og kvaðst hafa skoð- að Norðurlandskjördæmi eystra sér- staklega. Meðal þess sem komið hefði í ljós væri að við breytingar á þjónustu við fatlaða þegar Akureyr- arbær tók sem reynslusveitarfélag við af ríkinu virtist af skýi-slunni sem störfum hefði fækkað, en þau hefðu aðeins flust til. Þá hefðu tíu störf flust frá Akureyri til Húsavíkur þeg- ar þar var stofnað sambýli fyrir fatl- aða og þau væra í skýrslunni talin glötuð í kjördæm- inu. Tómas Ingi gerði Háskólann á Akureyri einnig að umtalsefni og starfsemi hans yrði best styrkt með enn frekara samstarfi. við at- vinnulífið. Vildi hann skoða annað eignarform á skól- anum og taldi ekki fráleitt að stofn- unin yrði í eigu atvinnulífsins, en víða í Bandaríkjunum þar sem há- skólar væra öflugir tækju einkafyi'- irtæki þátt í rekstri þeirra. Stofnun hugbúnaðardeildar við skólann myndi einnig styrkja háskólann og landsbyggðina í heild. Halldór Blöndal sagði ekki vafa á að fjölmörg störf myndu skapast á landsbyggðinni, m.a. á sviði upplýs- ingatækni. Framhald yrði á þeirri þróun að störfum myndi fjölga á Akureyri í ýengslum við flutning Landssíma Islands á svarþjónust- unni 118. Þá taldi hann að störf í ferðaþjónustu yrðu fleiri í kjölfar þess að fleiri ferðamönnum yrði beint út á landsbyggðina. Stutt en snörp kosningabarátta fellur að skapferli Islendinga I ræðu sinni kom Davíð víða við, hann ræddi meðal annars um kosn- ingabaráttuna sem hann sagði að mörgu leyti ólíka því sem áð- ur hefði tíðkast. Hún væri t.d. styttri nú en áður og það þótti hon- um gott, það ætti vel við skapferli íslendinga að vinna í skorpum. Þá nefndi hann að neikvæður nöldurtónn sem ein- kenndi baráttu andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins virtist ekki eiga upp á pallborðið hjá landsmönnum. Bjartsýni og kraftur sem skilaði mönnum fram á veg virtist falla fólki betur í geð. Þá ræddi hann um kosningamál og nefndi nokkur sem verið hefðu í umræðunni, málefni aldraðra og ör- yrkja, sjávarútvegsmál og kvóta og einkavæðingu. Hvað aldraða og ör- yrkja varðaði sagði hann fólk geta skoðað orð og efndir. Kjör þessa fólks hefðu batnað á kjörtímabilinu, þótt enginn héldi því fram að það lifði í vellystingum. Aftur á móti hefðu kjörin hranið þegar þeir flokk- ar sem nú væra í stjórnarandstöðu stóðu við stjórnvölinn og höfðu tök á að lagfæra kjörin. Að einhverju leyti yrði kosið um kvótamál, ekki væri al- gjör sátt um kerfið meðal lands- manna, en sjálfstæðismenn tækju öllum hugmyndum um lagfæringar opnum önnum. Hugmyndh- Sam- fylkingar um að henda kvótakerfinu og taka upp eitthvað nýtt árið 2002 sköpuðu meiri hættu en svonefndur 2000-vandi. Afar mikilvægt væri að ná Iangtímasátt um fiskveiðistjóm- unarkei'fíð. 110 þúsund nýir vinir! „Sumir segja að kosið verði um einkavæðingu," sagði Davíð. „Segja að við séum að gefa vinum okkar rík- isfyrirtæki.“ Kvaðst hann í því sam- bandi stoltur af því að hafa eignast 110 þúsund nýja vini, þ.e. kaupendur hlutabréfa í Búnaðarbanka, Lands- banka og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Samfylkingin hefði hins vegar tapað 20 þúsund vinum frá því kosningabaráttan hófst. Ræddi forsætisráðherra um góðan árangur ríkisstjómarinnar og bætt lífskjör og sagði allt útlit fyrir að næstu ái' yrðu góð héldu menn rétt á spilum. Kjósendur stæðu nú frammi fyrir þvi alvöramáli að kjósa sér stjóm fyrir næsta kjörtímabil og bað hann menn hafa í huga í því sam- bandi að andstæðingar flokksins myndu hækka skatta á landsmenn. Hann hafði skýringu á því af hverju Samfylkingunni gengi illa í kosningabaráttunni: „Samfylking- unni fer ekki að ganga vel fyrr en fer að ganga illa í landinu," sagði Davíð. „Látum ekki kjörseðilinn koma sem rakettu í formi skattahækkana upp úr kjörkassanum á eftir okkur.“ Morgunblaðið/Kristján HUSFYLLIR var á fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Nýja bíói á Akureyri á fímmtudagskvöld. Langyngsti fundargesturinn var Margrét Hörn Jóhannsdóttir, fimm vikna gömul. Ekki var hún ein á ferð, heldur fylgdi foreldrum sfnum, Kristínu Ólafsdóttur og Jóhanni Gunnari Arnarssyni, á fundinn. Davíð Oddsson forsætisráðherra á stj órnmálaíundi á Akureyri Sjómannaafsláttur ekki afnuminn á kjörtímabilinu Fjármálaráðherra segir eðlilegt að útgerð taki á sig kostnaðinn þegar fram í sækir SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN mun ekki standa að afnámi sjó- mannaafsláttarins á næsta kjörtíma- bili. Þetta kom fram í svari Davíðs Oddssonar forstætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins á opnum stjórnmálafundi í Nýja bíói á Ákur- eyri í fyrrakvöld er hann var spurður um framtíð sjómannaafsláttarins. „Ég hygg að það sé ekki gott fyrir sjómenn að hafa þessi mál í óvissu og ég segi að sjómannaafslátturinn verði ekki afnuminn á því kjörtíma- bili sem í hönd fer og ég tel að hann verði ekki afnuminn nema tryggt sé í framtíðinni að sjómenn standi jafn- vel eftir sem áður,“ sagði Davíð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði á landsfundi flokksins í mars sl. að sjómannaafslátturinn væri barn síns tíma. Slíkur afsláttur myndi ekki verða settur á við núver- andi aðstæður en hefði verið rétt- lættur áður á forsendum þess tíma. Um væri að ræða niðurgreiðslu á launakostnaði útgerðarinnar og þessum kostnaði ætti að koma af rík- inu á launagreiðandann. „Ég tel að þegar litið er til sög- unnar sé sjómannaafslátturinn nið- urgreiðsla á útgerðarkostnaði í land- inu, þ.e.a.s. niðurgreiðsla á launa- kostnaði útgerðarinnar. Mín skoðun er sú að við eigum að reyna að koma þeim kostnaði af ríkinu yfir á launa- greiðandann, þ.e. útgerðina. Þetta Verður ekki gert í einu vetfangi mið- að við hvernig mál hafa þróast á löngum tíma í þessu sambandi," sagði Geir á landsfundinum Landsfundur ályktaði um yfír- töku útgerðar á afslættinum í ályktun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins er vikið að sjó- mannaafslættinum í umfjöllun um skattamál. Þar segir að lækka þurfi tekjuskattshlutfallið. „Jafnframt verði samið um sérstaka fjármögn- un eða yfirtöku útgerðar á sjó- mannaafslætti við heildarendur- skoðun á skattlagningu atvinnu- greinarinnar," sagði í ályktuninni sem samþykkt var á landsfundin- um. Geir H. Haarde sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær aldrei hafa haldið því fram að ráðast ætti í þessa breytingu á sjómannaafslættinum í einu vetfangi „Eg tel hins vegar að það sé eðlilegt þegar fram í sækh' að útgerðin taki þetta á sig,“ sagði hann. Samfylkingin á Vesturlandi Margrét mæt- ir á sumar- skemmtun • MARGRÉT Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, heldur hvatningarávarp á sumarskemmt- un Samfylkingarinnar á Vestur- landi sem haldin verður á Hótel Akranesi laugardaginn 1. maí kk 22. Jóhannes Kristjánsson skemmt- ir, frambjóðendur sýna á sér óvæntu hliðina og heimamenn sýna iistir sínar. Að því ioknu leika Geirfuglarnir fyrir dansi fram á nótt. Aðgangseyrir er 1.500 krón- ur. Sjálfstæðiskonur Hádegisfundur með Soffíu • SOFFÍA Gísladóttir, félagsmála- stjóri á Húsavík, verður gestur á hádegisverðarfundi sem Sjálfstæð- iskonur í Norðurlandskjördæmi eystra efna til í dag, laugardaginn 1. maí, kl. 12, á veitingahúsinu Græna hattinum. Soffía skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu fyrir komandi alþingis- kosningar. 1. maí kaffi í Kópavogi • SAMFYLKINGIN í Kópavogi held- ur 1. maí kaffi! Þinghóli, Hamra- borg 11, kl. 15. Ræðumenn verða Margrét Frimannsdóttir og Rann- veig Guðmundsdóttir. Framsóknar- súpa á Hótel ísafirði • FRAMSÓKNARMENN bjóða upp á framsóknarsúpu á Hótel ísafirði kl. 11 í dag, laugardag. Hótel Borg á mánudag Fundur um menningarmál • BANDALAG íslenskra lista- manna boðar til opins fundar um menningarmál á Hótel Borg mánu- daginn 3. maí kl. 17 til 19. Gestir fundarins verða: Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, Val- gerður Sverrisdóttir, Framsóknar- flokki, Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylkingu, Kolbrún Halldórsdótt- ir, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Birgitta Jónsdóttir, Húmanistaflokknum og Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokkn- um. Samfylkingin á Reykjanesi Opinn fundur í Stapa • SAMFYLKINGIN á Reykjanesi stendur fyrir opnum fundi f Stapa, mánudaginn 3. maí kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Mar- grét Frímannsdóttir, en ávörp flytja Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir og Jón Gunnarsson. Þá sitja frambjóðend- ur Samfylkingarinnar fyrir svörum. Fundarstjóri verður Þórunn Svein- bjarnardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.