Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 70
s[0 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hvað verður
lagt í rust?
HELSTU mótbárur
stjómarflokkanna
gegn því að hreyft
verði við kvótabrask-
inu eru þær að þá verði
efnahagskerfið á ís-
landi lagt í rúst.
Reyndar hefur ekki
verið skýrt út hvemig
það gerist en aftur á
móti klifað á því í tíma
og ótíma.
En hvað getur
gerst ef það er
látið óáreitt?
Frá þeim tíma sem
frjálst framsal var
leyft á kvóta þá hefur
gífurlegt fjármagn farið út úr sjáv-
arútveginum. Menn sem af ein-
hverjum ástæðum áttu
kvóta án þess að ætla
að nýta sér veiðirétt-
inn, selja hann fárán-
lega háu verði og nýta
ágóðann í húseignir,
bíla, utanlandsferðir,
eða hvaðeina sem hug-
urinn girnist. Pað er
hverjum manni frjálst
að nota þetta fjármagn
eins og hann vill. Þessi
ágóði er greiddur af
útgerðunum sem
kaupa kvótann. Að
sumu leyti skilar þetta
sér í aukinni skuld-
setningu viðkomandi
útgerðar, stundum í
lækkuðum launum sjómanna hjá
viðkomandi útgerð þ.e. ef þeir em
Kosningar
Niðurstaðan verður
þessi, segir Bergljót
Halldórsdóttir: Seljand-
inn, kvótagreifínn, er
orðinn vellauðugur, út-
gerðin er orðin skuld-
settari, hugsanlega að
þroti komin, og sjó-
mennirnir fá lægri laun.
Bergljót
Halldórsdóttir
látnir taka þátt í kaupunum eða
leigunni ef því er að skipta.
Niðurstaðan verður þessi: Selj-
andinn, kvótagreifínn, er orðinn
vellauðugur, útgerðin er orðin
skuldsettari, hugsanlega að þroti
komin, og sjómennirnir fá lægri
laun. Þegar þetta hefur gengið til
þess enda sem hagrænt þenkjandi
fylgjendur núverandi kvótakerfís
vilja, þá sitjum við uppi með fjöl-
mennari stétt ríkisbubba, sem hlutu
auð sinn að gjöf frá alþingi, sárafáar
risaútgerðir í landinu en engar smá-
útgerðir, og verr launaða stétt sjó-
manna.
í dag er í einu orðinu sagt að
sjávarútvegsíyrirtæki standi mjög
vel. I því næsta að þau séu mörg
hver mjög skuldsett. Maður hefur
heyrt dæmi þess í Vestmannaeyj-
um, á Isafirði og víðar. Fyrirtækin
hafa þurft að fjárfesta í kvóta sem
er verðlagður langt fýrir ofan eðli-
leg mörk og taka til þess lán.
Hvað gerist ef fískverð lækkar á
erlendum mörkuðum eða ef afla-
brestur verður? Þau fyrirtæki sem
eiga lítinn kvóta, eða reksturinn
stendur í járnum þurfa þá að selja
kvóta til að halda sér á floti, þá em
það fjársterku aðilamir sem geta
keypt, það er þau fyrirtæki sem
eiga nógan kvóta fyrir og þannig
smátt og smátt sölsa örfá fyrirtæki
undir sig allan kvótann. Þeir sem
vom svo heppnir að eiga hlutabréf í
þeim fyrirtækjum era á grænni
grein, aðrir verða að sjá eftir sinni
fjárfestingu.
Em þetta afleiðingar sem íslend-
ingar vilja sjá? Frjálslyndi flokkur-
inn leggur höfuðáherslu á að þessu
kerfí verði varpað fyrir róða. Engar
aðgerðir geta bætt kvótabraskið,
hvorki skattlagning né annað.
Höfundur skipar 3. sæti á lista
Fijálslynda flokksins á Vestfjörð-
um.
ndi ilmur
Upprifjun fyrir þá
sem vilja hugsa
skýrt á kjördag
ÞEIM kjósendum, sem á kjördag
ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn,
þarf að vera alveg ljóst hvað þeir
em að gera. Þeir styðja það að sam-
eign þjóðarinnar í hafinu verði end-
anlega gefín hinum útvöldu og af-
komendum þeirra til frjálsrar
fénýtingar og þar með kvótagróð-
ann til frambúðar. Kjósandinn kýs
að útgerð, undirstöðuatvinnugrein
þjóðarinnar, sé lokuð fyrir dugandi
nýliðum, væntanlega undir merkj-
um einstaklingsframtaks og frelsis
manna til athafna! Kjósandi Sjálf-
stæðisflokksins kýs beinharða
hægri nýfrjálshyggju, þótt menn
þar á bæ bregði stöku sinnum fyrir
sig slagorðinu stétt með stétt eins
og fomyrði til skreytingar. Þessir
kjósendur eru þar á ofan að stuðla
að framhaldandi forystuhlutverki
manns, sem hefur sýnt af sér aug-
ljósar hneigðir til skoðanakúgunar
og ritskoðunar. Kjósi menn Fram-
sóknarflokkinn, styðja þeir sömu
stefnu og Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur í málefnum útgerðarinnar með
eyðingu sjávarbyggða sem óhjá-
kvæmilega afleiðingu. Þeir taka
gilda óðagotstilburði flokksins nú
rétt undir kosningar, þegar hann
þykist vilja skattleggja kvótagróð-
ann með nánast óframkvæmanleg-
um ráðum. Þeir hjálpa Halldóri Ás-
grímssyni við að gæta kvótahags-
muna hennar mömmu sinnar, sem
illu heilli situr í óskiptu búi, svo að
kvölin hann Halldór veit ekkert
hvaða kvóta hann á von í, þegar frá
líður! Þeir ætla að taka ábyrgð á
Finni Ingólfssyni, þótt Lindarmálið
sé ekki upplýst og hlutur hans í því.
Þeirri rannsókn hefði væntanlega
verið snöfurlega lokið fyrir kosning-
ar, ef hlutur Finns og hans nóta er
þar enginn.
Þeim, sem kjósa Samfylkinguna,
þarf að vera ljóst, að með því eru
þeir ekki að kjósa lausn á fiskveiði-
stjórnamandanum. Samfylkingin
býður aðallega frestun hans fram
yfir aldamót í von um einhverja
óskilgreinda sátt þá. I millitíðinni
vill fylkingin smáskammtalækning-
ar, sem lítið eða ekkert gagn gera.
Uppboð á viðbótarafla, þótt 5 eða
10% núverandi úthlutunar sé bætt
við árlega, lækkar kvótaleigu sára-
lítið. Lénsheiraleigan á að fá að
halda áfram og kvótagróðinn að
flæða út úr greininni til þeirra, sem
hætta útgerð. Samfýlkingarforyst-
an er eins og til er stofnað, saman-
safn af vel viljandi fólki, sem ber
einlægan hug til þeirra, sem minna
mega sín í þjóðfélaginu. Kappið og
góðvildin, sem ræður ferðinni leiðir
þetta fólk út á vegi, sem liggja full-
langt vinstra megin við raunsæið.
Viljann til átaka í framfaraátt á
þessum sviðum ber hins vegar að
virða.
Af auglýsingabaráttu ofan-
greindra flokka undanfama daga og
vikur verður aðeins ein ályktun
dregin. Kjósandi hvers þeirra sem
er, hefur keypt þá sápu, sem honum
best líkar í réttum umbúðum og
meira að segja í réttum lit eftir því
sem hverjum markhópi hæfir, allt
undir fagmannlegri stjóm markaðs-
fræðinga auglýsingastofanna, sem
til þess starfs hafa verið keyptar
dýmm dómum. Þessir tilþrifamiklu
sölutilburðir mega ekki glepja nein-
um kjósanda sýn.
Gallinn við alla þessa sápuverslun
er nefnilega sá, að þetta er bara
Kvótinn
Það er Frjálslyndi
flokkurinn einn, segir
Jón Sigurðsson, sem
býður kjósendum upp á
lausn á fiskveiðistjórn-
arvandanum.
gamla sápan í nýjum umbúðum með
nýjan svip og fagmannlega valda
liti. Og hún mun ekki eftirleiðis
fremur en hingað til duga til að þvo
þá óværa, sem máli skiptir, af ís-
lensku samfélagi.
Kjósendur vinstri grænna era sér
á báti eins og þeirra flokkur kynnir
sín mál. Þeir styðja að gera eitthvað
óskilgreint fyrir strandveiðar og
þar með sjávarbyggðir. Þeir vilja
ekki afnema kvótaúthlutunina og
eyða þar með kvótagróðanum. Þess
í stað vilja þeir í orði kveðnu gera
kvótagróðann upptækan með að-
ferðum, sem jafnvel færustu skatta-
sérfræðingar sjá ekki fram úr
hvemig þeir gætu náð tilgangi sín-
um. Að þessu leytinu verður því að
draga vinstri græna í dilk með aðal-
kvótaflokkunum tveim. Það er enda
augljóst hverja velþóknun sjálf-
stæðismenn hafa á framgangi
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Vertu með á miðjunni