Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 59 I ( I I I I i I I ( þess að þú varst stríðinn og pjattað- ur. Ég hef þekkt þig frá því þú varst smápatti. Með foreldrum þínum hef ég barist, hlegið og tárast allt efth- efnum og ástæðum. í mörg ár var barist fyrir tilurð Árlandsins og þar voru bæði margar vindmyllur að slást við og margar alvöru orustur háðar. Þar hefur þú síðan átt frá- bært annað heimili með alveg ein- stöku starfsfólki sem hefur skapað hlýju og ást sem umvefur þá sem þar búa. Það er síðan ekki nema ár síðan þú fermdist á yndislegum fyrsta sumardegi þar sem sólin skein og Is- land skartaði sínu fegursta í tilefni þess að miklh- drengir og stúlkur voru að fullorðnast þennan dag. Þú og Huldar voruð langflottastir. Við það tækifæri flutti ég ykkur félögum ræðustúf í hádeginu. Eg var að fjalla um kai'lmennskuna og mikilvægi þess að þú sem elsti karlmaður í kvennaveldinu Arlandi stæðir undir merkjum. Ekki að ég efaðist um hæfni þína í máli þessu - til þess hafðir þú svo mikinn persónustyrk. í langri röð mikilmenna mannkyns- sögunnar endaði ég á að nefna ykkur fermingardrengina til sögunnar. Ég nefndi ykkur vegna þess að í huga mínum og hjarta standið þið jafnfæt- is þeim flestum. Ekki vegna þess að þið hafið sigrað dreka og fengið prinsessu og hálft konungsríki, eða unnnið stór stríð, eða sameinað þjóð- flokka. Ykkar hetjudáð felst í öðrum sigrum - innri sigrum gegn þeim óg- urlegu erfiðleikum sem þið hafið gengið í gegnum og sigrað með æðruleysið og gleðina að vopni. Og hvílík vopn. Nú er þinni ferð lokið kæri vinur og fötlunin og höftin horfin og sálin frjáls. Farðu vel kæri vinur og þakka þér fyrir alla samfylgdina og þau djúpu spor sem þú hefur sett hjá okkur sem þekktum þig vel. í Árlandinu verður ekkert sem áð- ur, enginn mun fylla þitt skarð. Brosin eru fálát og eftir standa tár sorgar og trega. Elsku Kristín, Gísli, Anna Ýr og Sindri, algóður Guð gefi ykkur ró og frið í minningu um góð- an dreng. Andrés Ragnarsson. Það er ekkert hægt að segja þeim til huggunar sem missa barn. Van- máttur okkar hinna utanaðkomandi er algjör. Eitt er þó satt, - það vita flestir af eigin raun; tíminn læknar öll sár. Fyrir tæpum sextán árum var von á tveimur börnum í fjölskyldu okkai', einu bróðurbarnabarni mínu og einu systurbarnabarni, og hver gleðst ekki yfir slíku? Það ríkir vor eftir- væntingarinnai'. Gísli systursonur minn og Kristín kona hans eignuðust dreng. Seinna Langholtsvegi og Garðaflöt 1, þar sem þau bjuggu lengst, 33 ár í Garðabæ, og hin síðustu árin í Hafn- arfirði. Sérlega er minningin tengd árunum uppúr 1950, nýbyggðu fjöl- skylduhúsi að Laugateigi 5. Gísli bróðir og Rúna mágkona neðst, Kalli og Sísí efst, en nátengdir fjölskyldu- vinir á miðhæðum. Þar var tíðum, einkum um helgar, unað við spjall og spil. Dagar og siðkvöld sem aldrei gleymast. I meira en hálfa öld áttum við Karl Guðlaugsson samleið í skátastarfi og pólitík, spilafélagar og óforbetranleg- ir áhugamenn um fótbolta. Þau voru ófá sporin á Melavöllinn á árum áður og síðar í Laugardalinn. Kalli var, eins og hann átti kyn tfl, einlægur baráttumaður jafnaðar- stefnu, félagi í Alþýðuflokknum alla tíð - eðalkrati - tillögugóður og raun- sær. Nefndi hann stundum þrasara - en slíkt vekur aðeins þægilegar minn- ingar um góðan dreng. Að sjálfsögðu vissum við að líf Karls O. Guðlaugssonar stóð hin síðari misserin andspænis dauðan- um - eins og raunar okkar allra - en ögurstundin ef til vill nær. Hann kvaddi á sólríkum sumardegi hin- um fyrsta, að lokinni sæmdar- göngu. Svona er lífið oft, en dauð- inn alltaf. Héðan frá höfuðborg Spánar sendum við Ragnhildur einlægar kveðjur, vottum þér, Sísí mín, börn- um ykkar og fjölskyldum, dýpstu kom í ljós að drengurinn var fatlað- ur, hann þroskaðist ekki andlega eða líkamlega eins og börn eiga að gera. Þá kemur ástin enn meir til skjalanna en venjulega. Þvílíka ást og umönnun veittu Kristín og Gísli frumburði sínum. Allt var lagað að þörfum drengsins þeii'ra, á heimil- inu og í lífinu. Seinna fékk Vilhjálm- ur - alltaf í mínum huga Villi litli - heimili hjá börnum með sérþarffr í Árlandi. Þar var ég boðin í fimmtán ára afmæli í maí í fyrra. Glæsilegt var boðið og borið fram af ást for- eldra á barni sínu, og ég sem utan- aðkomandi horfði dálítið stórum vanþroskuðum augum á þessi faðm- lög og heillaóskir. Ég sagði eins og satt var við ömmu Nönnu að ég vissi ekki hvernig ætti að bera mig að, þegar allfr föðmuðu og kysstu af- mælisbamið en ekki ég. Þá sagði amma Nanna, sem mér finnst um- hugsunar vert: „Hvað heldur þú að 15 ára strákur vilji vera að láta kyssa sig!“ Nú þakka ég fyrir þessa stund sem ég fékk í heimi fatlaðra, ég fékk að sjá hvað og hvernig má gleðja þessar sálir sem ekki eru eins og flestir. Litli drengurinn minn fimm mánaða í rósóttu buxunum sínum gladdi Villa á sinn hátt. Og það var gott, fannst Villa, að sofna við munstraða skerminn á barnavagninum þegar hann var litill hjá ömmu Nönnu. Allt það sem hafði fallegan hljóm og fallega liti gladdi Villa. Yffr smáu má gleðjast. Villi fermdist í vor sem leið og nú í sumar átti hann að fara í fótspor annarra á heimilinu og ferðast utan, fara á sólarströnd, foreldrar hans vildu gefa honum innsýn í þann heim. Sú ferð var aðeins farin í hug- anum. Hið hvíta blóm sem mig dreymdi fyrir tæpum sextán árum, og hef alltaf gefið Vilhjálmi sem tákn, er farið frá okkur. Langamma Ásta segir að Gunnar langafí taki á móti Villa og hjálpi honum áfram. Ég legg Ástu langömmu þessa bæn í munn fyrir Villa litla, bænin er mér hjartfólgin því þetta var bænin sem mamma (Ásta) fór alltaf með á kvöldin yfir mér og er falleg: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivörnínótt Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson) Sælir eru þeir sem trúa! Ég og fjölskylda mín biðjum Gpð að styrkja Gísla, Ki-istínu, Onnu Ýri og Sindra Frey og aðra aðstandend- ur í sorg þeirra. Sorgin er blóm- sveigur sálarinnar á leiði minning- anna. Katla Gunnarsdóttir. samúð á erfiðri kveðjustund. En lík- aminn er ekki manneskjan öll. Karl Ó. Guðlaugsson var hinn mesti mannsómamaður. Því er hann kvadd- ur með tregablandinni virðingu. Arnbjörn Kristinsson. Nú er elsku afi Kalli dáinn. Ég minnist þess þegar við fjölskyldan fórum í kaffi í Garðabæ á sunnudags- eftirmiðdögum. Og þú leyfðir okkur systrunum að leika okkur að gömlu skartgripunum úr búðinni þinni. Við fráfall afa rifjast upp margar góðar stundir sem ég er þakklát fyr- ir að hafa fengið að upplifa með hon- um. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnasf margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég þakka þér, afi minn, fyrir sam- veruna síðastliðin 20 ár. Guð geymi þig- Þín sonardóttir, Sigurdís Guðlaugsdóttir. JOSEF SIGURÐSSON +Jósef Sig- urðsson fæddist á Akranesi 21. ágúst 1922. Hann lést á Landspítalan- um 24. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingi- björg Sumarlína Sigurðardóttir, f. 12. febrúar 1897, d. 11. desember 1988, og Ari Eyjólfsson, f. 17. febrúar 1902, d. 26. september 1953. Jósef ólst upp hjá móður sinni á Akranesi ásamt hálfbróður sinum, Guð- mundi Óskari Guðmundssyni, f. 12.júlí 1928. Hinn 27. október 1945 kvænt- ist Jósef Aðalheiði Helgadóttur, f. 7. ágúst 1926. Þau eignuðust þrjár dætur: 1) Hörpu, f. 16. febrúar 1946, gift Vigfúsi Amin, f. 23. júm 1941. Þau eiga tvo syni, einn fósturson og fimm bamaböm. 2) Ingi- björgu Erlu, f. 16. desember 1951, gift Torfa Karli Antons- syni. Þau eiga þijú böm og tvö bama- böm. 3) Díönu f. 15. desember 1958. Var gift Helga Kjartanssyni. Þau eiga fjögui' böm. Útför Jósefs fer fram frá Breiðholtskirkju mánudaginn 3. maí, og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf, og festi á hann streng og rauðan skúf. Ór furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka smiðjumó. í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá E Þeir geta sumir synt á læk og tjöm, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjai-ska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinboma dís, og hlustið, englai- Guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Hann pabbi er farinn og kemur ekki aftur til þess að ég geti sagt honum það sem ég ætlaði að segja honum og sýnt honum það sem mig langaði að sýna honum. Ég vissi ekki að tími hans væri kominn. Hann var skyndilega tekinn úr um- ferð og eins og í íþróttunum varð að finna einhverja lausn á því. Hann fór í vörn og ég hvatti hann áfram. Svona vöm hafði yfirleitt dugað. Áttum við að láta auðnu ráða? Það er sárt að tapa en allra sárast er að tapa fyrir dauðanum. Margar af bernskuminningum mínum tengjast pabba og mér að fara upp á Skaga að fylgjast með okkar mönnum spila knattspyrnu. Við fórum með Akraborginni eða keyrðum fyrir Hvalfjörð sem var mikið lengra ferðalag en það er í dag. Alltaf studdi hann Skagamenn en fylgdist vel með öðrum og var fyi'sti maður til að benda á efnilega íþróttamenn og hrósa þeim þótt þeir væra ekki Skagamenn. Pabbi fylgdist vel með öllum íþróttum og var oft eins og alfræðiorðabók þeg- ar íþróttir vora annars vegar. Éftir að pabbi var kominn á spítala fór hann fram með mér að horfa á sjónvarpið til þess að fylgjast með handknattleik og var vel inni í öll- um málum þar. Hann var mikill keppnismaður og spilaði bridge af miklum áhuga og gerðum við stundum grín að honum þegar hann var að tala í símann og gat þá þulið upp mörg spil aftur í tímann. Oft er sagt að börn mótist af for- eldram sínum og umhverfi. Alla vega hef ég erft íþróttaáhugann og að hafa gaman af spilamennsku frá honum pabba mínum. Ekki þætti mér heldur verra ef ég hef erft samviskusemi hans og nægjusemi. „Vera ánægður með sitt“ var hans aðalsmerki. Þegar pabbi vann í Ofnasmiðjunni smíðaði hann oft marga hluti og þóttu sumir þeirra svolítið framúrstefnulegir. Hann kenndi manni að það þyrfti ekki alltaf að kaupa alla hluti, það væri líka hægt að búa þá til og gat hann verið mjög skapandi. Vænst þótti mér um dúkkurúmið sem hann kom heim með, það var ekki úr tré eins og önnur dúkkurúm heldur smíðaði hann það úr járni og það var lítil stolt stúlka sem sofnaði það kvöld með gleði í hjarta, dúkk- an hennar hafði fengið rúm sem pabbi hennar hafði búið til. Eftir að ég varð fullorðin töluð- um við stundum um bfla og þá sér- staklega þegar ég _ vann hjá japönsku bílaumboði. I hans huga voru engir bílar merkilegir nema þeir væra þýskir og vorum við ekki alltaf sammála. Bensar voru nátt- úrlega flottastir þótt hann ætti ekki einn slíkan en hann keypti eingöngu þýska bíla og þýddi lítið að reyna að segja honum frá öðram bflum. Hann hafði lesið sér til í þýskum blöðum um þýska bíla og þýddi lítið að reyna að rökræða þetta við hann. Fallegi maðurinn hann pabbi minn er farinn frá okkur og ég rök- ræði ekki meira við hann. Við get- um þó huggað okkur við að honum líður vel núna og ef við hittumst aftur þá getum við farið á völlinn saman. Díana. Við pabbi leiðumst hönd í hönd niður á bryggju til að skoða skipin á meðan mamma er að elda sunnu- dagssteikina. Þetta voram við vön að gera á sunnudagsmorgnum, þegar ég var lítil og við bjuggum í Miðstrætinu. Pabbi hafði gaman af að fylgjast með sjómönnum og aflabrögðum enda alinn upp í sjáv- arplássi. Ég var stundum hálf- hrædd um að detta í sjóinn enda timburbryggjurnar stundum fún- ar, en ég vissi að pabbi gætti mín og að mér yrði óhætt með honum. Þegar hann var ungur var hann stundum sjálfur til sjós og man ég einu sinni eftir að hafa verið mjög hrædd um hann eftir að skipi hans hlekktist á. Sjálfur var hann skírð- ur eftir móðurbróður sínum Jósef Sigurðssyni, sem var sjómaður, en drakknaði ungur. Pabbi notaði alla tíð það nafn, en kenndi sig ekki við fóður sinn Ara Eyjólfsson, verk- stjóra. Pabbi fylgdist líka alla tíð vel með knattspyrnumönnunum frá Akranesi og fóram við oft á leiki, þegar þeir vora að spila í Reykja- vík. Einu sinni fórum við með Fjallfossi upp á Akranes t.il að sjá hetjurnar spila þar. Pabbi hafði mikinn áhuga á knattspyrnu yfir- leitt og vissi deili á helstu liðum í Evrópu og hverjir væru lfldegastir til að vinna leiki. Á sumrin hafði pabbi gaman af að fara í veiðiferðir í hin ýmsu vötn og ár. Oft var það í félagsskap frænda hans og nafna og konu hans Christel, en mikill vinskapur hefur alla tíð ríkt milli þeirra og foreldra minna. Á veturna var tafl- og spilamennska í hávegum höfð. Pabbi keppti víða í brids og vann til margvíslegra verðlauna. Hann hafði gaman af að ferðast og þá serstaklega til Þýskalands. Þar gat hann talað á máli innfæddra, en hann hafði náð ótrúlegum árangri í þýsku aðallega með sjálfsnámi og lestri þýskra blaða. Hann dáðist alla tíð að dugnaði Þjóðverja á sviði tækni og vísinda og var margoft að fræða okkur hin um þetta. Þó að pabbi hefði ekki langt nám að baki var hann vel lesinn og fylgdist alla tíð vel með fréttum og heimsvið- burðum. Hann var alltaf mjög góð- ur í íslenskri stafsetningu og var líka fljótari en nokkur annar sem ég veit um að ráða krossgátur. Pabbi var handlaginn maður og gerði yfirleitt allt sjálfur, sem gera þurfti á heimilinu, ef eitthvað fór úrskeiðis. Hann var líka listrænn og kom það í Ijós í ýmsum skreyt- ingum, sem hann gerði. Hann smíðaði líka handa mér armband, þegar hann var að vinna við járiír smíði í gamla daga. Ýmsa aðra muni smíðaði hann úr járni á þeim árum. Faðir minn var afar dagfar- sprúður maður og kurteis, en hann var samt skapmikill og bráður, en ef hann reiddist var það strax rokið úr honum aftur. Hann var dulur og ekki fyrir að flíka hlutum og vildi helst ekki gera mikið úr veikindum sínum. Við vonuðum líka að þessi veikindi væru ekki eins alvarleg og reyndist í raun og að hann yrði hress og kátur að uppskurði lokn- um. Það yrði ekki langt þangað til hann kæmist í veiðiferð í sumar að endui'hæfmgu lokinni. En eigi má- sköpum renna. Ég hafði líka vonað að hann hefði getað átt lengra ævi- kvöld með móður minni, en saman hafa þau lifað í nær 55 ár. Síðustu árin var hann afar húslegui’ og sá alfarið um allt uppvask og bakaði oft kökur eða brauð. Hann var heldur ekki í neinum vandræðum með eldamennsku, ef því var að skipta. Ég vil nota tækifærið og þakka læknum og hjúkranarfólki á Land- spítalanum fyrir að reyna allt, sem í þeiraa valdi stóð til að lengja líf' fóður míns. Blessuð sé minning hans. Harpa. Það fer ekki hjá því er ég sting niður penna nú til að minnast mágs míns, Jósefs Sigurðssonar, að hug- urinn leiti hálfa öld aftur í tímann. Mín fyrstu kynni vora þegar þau Heiða systir min og Jósef hófu bú- skap sinn í Miðstræti 10, hér í borg árið 1945. Það var nú ekki ónýtt fyrir okkur systkinin að eiga at- hvarf hjá þeim, þótt lítið væri plássið vorum við alltaf jafn vel- komin. Það væri ekki Jósef að skapi að ég skrifaði um jiann lof og ætla ég mér það ekki. Ég get ekki látið hjá líða að minnast lyndiseinkunnar hans. Jósef var fyrir margra hluta sakir áhugaverður maður. Ákaf- lega fastheldinn á sínar skoðanir er hann taldi réttar. Hann var einlæg- ur verkalýðssinni, heill og óskiptur Alþýðuflokksmaður alla tíð, trúr sinni stefnu og skoðun í leik og starfi. Jósef var mikill skák- og bridsmaður. Sjálfmenntaður var hann svo af bar, vel að sér í tónlist og veraldarsögu. Ég held að ég fari rétt með að hann hafi lært þýsku af sjálfum sér. Hann dáði tónlist og menningu Þjóðverja af einlægni og ferðuðust þau hjónin oft til Þýska- lands og víðar. Heiða og Jósef hafa gengið sam- an þessa rúmu hálfu öld, hafa notið barnaláns, tiltölulega góðrar heilsu og lífsafkomu. Heiða mín, ég veit að viðbrigðin verða mikil hjá þér eftir svo langa samvera. Það er huggun harmi gegn að hugsa til baka og ylja sér við minningar liðins tíma. Ég veit að systir okkar biður fyrir kveðju og þakkir fyrir öll ár- in. Þegar aldurinn færist yfir kveð- ur maður æ fleiri samferðamenn sína, „að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ Ég bið dætram Jósefs og öllum aðstandendum Guðs blessunar. Blessuð sé minning Jósefs Sig- urðssonai'. Andrea Helgadóttir. -
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.