Morgunblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 37
ERLENT
Bandamenn Milosevic hætta friðarviðræðum í Svartfjallalandi
Getur aukið hættu
á b o rgarasty rj ö 1 d
Reuters
FYRSTA fórnarlambið úr röðum óbreyttra borgara í árásum NATO á
Svartfjallaland var borið til grafar í gær. Ættingjar Paska Juncaj, sem
beið bana í árás nálægt höfuðborg iandsins á miðvikudag, gráta hér
við kistu hennar.
Podgorica. Reuters.
HÆTTAN á borgarastyijöld í
Svartfjallalandi jókst í gær þegar
einn af helstu flokkum landsins,
sem styður stjórnvöld í Belgrad,
sleit viðræðum við stjórnarflokk-
ana sem ætlað var að tryggja frið í
landinu.
Sósíalíski þjóðarflokkurinn
(SNP), flokkur Momirs Bulatovic,
forsætisráðherra Júgóslavíu,
kvaðst í gær hafa slitið viðræðun-
um við stjóm Milos Djukanovic,
forseta Svartfjallalands, sem er í
júgóslavneska sambandsríkinu
með Serbíu.
Þessar tvær helstu fylkingar á
þingi Svartfjallalands samþykktu
þegar árásir NATO á Júgóslavíu
hófust að halda daglega fundi til að
afstýra því að borgarastyrjöld
skylli á milli stuðningsmanna og
andstæðinga Slobodans Milosevic
Júgóslavíuforseta.
Fulltrúar SNP gengu út af fund-
inum í gær eftir að NATO herti
árásir sínar á skotmörk í Svart-
fjallalandi til muna. Þeir sökuðu
stjómina um að hafa snúið baki við
Júgóslavíu. „Við getum ekki lengur
tekið þátt í slíkum viðræðum með
þessum hætti,“ hafði óháða dag-
blaðið Vijesti eftir Predrag
Bulatovic, varaformanni Sósíalíska
þjóðai-flokksins.
Svartfellingar era klofnir í af-
stöðunni til Milosevic. Stjórn
landsins hefur hunsað herlög, sem
stjórnvöld í Belgrad hafa sett í Jú-
góslavíu og hvatt unga menn til að
sniðganga herkvaðningu júgóslav-
neskra yfirvalda. Stjómin hefur
einnig reynt að halda júgóslav-
nesku hersveitunum í Svartfjalla-
landi í skefjum og leyft um 65.000
Albönum, sem Serbar hafa hrakið
frá Kosovo, að dvelja í landinu.
Afstaða stjórnarinnar í Svart-
fjallalandi hefur reitt Milosevic til
reiði og stuðningsmenn hans í
landinu Mta á Djukanovic forseta
sem svikara.
Óttast að Milosevic reyni
að magna ólguna
Leiðtogi Sósíah'ska þjóðarflokks-
ins beið nauman ósigur fyrir
Djukanovic í forsetakosningunum
árið 1997. Flokkurinn hefur lýst
forsetanum sem „raddalegum eig-
inhagsmunasegg" vegna tilrauna
hans til að komast hjá árásum
NATO meðan Serbía „brennur“.
Stjórnin hefur hins vegar sakað
herinn um að undirbúa valdarán.
Branko Perovic, utanríkisráðherra
Svartfjallalands, kvaðst óttast að
Milosevic myndi reyna að magna
ólguna í landinu þar til borgara-
styrjöld skylli á.
Sósíalíski þjóðarflokkurinn sak-
aði stjórnarflokkana um að hafa
brotið friðarsamkomulag þingsins.
„Þeir hafa lagt stein í götu Jú-
góslavíuhers og hegða sér eins og
Svai-tfjallaland sé sjálfstætt ríki,“
sagði Predrag Bulatovic. Hann
bætti við að stjórnarandstöðuflokk-
urinn myndi virða anda friðarsam-
komulagsins og að þingið þyrfti að
„finna aðrar leiðir" til að tryggja
frið í landinu.
NATO takmarkaði árásir sínar á
Svartfjallaland í fyrstu af ótta við
að hemaðurinn gæti orðið stjórn-
inni að falli. Arásirnar hafa þó ver-
ið hertar á síðustu dögum og flug-
vélar bandalagsins hafa gert árásir
á flugvöll nálægt Podgorica, höfúð-
borg Svartfjallands, og eyðilagt
júgóslavneskar herflugvélar og ol-
íubirgðastöðvar.
Stjórn Svartfjallalands óskaði
eftir því að landið yi'ði undanþeg-
ið alþjóðlegu olíusölubanni á Jú-
góslavíu, sem átti að taka gildi í
gær, og buðust til þess að leyfa
erlendum eftirlitsmönnum að
kanna hvort Svartfellingar stæðu
við loforð sín um að hindra að
Serbar og her Júgóslavíu fengju
olíu.
„Olíusölubann myndi marka
endalok Svartfjallalands," sagði
Vojin Djukanovoc, efnahagsmála-
ráðherra landsins. „Frekari vanda-
mál gætu leitt til borgarastyrjald-
ar.“
Beiðni stjórnarinnar setur
NATO í mikinn vanda. Bandalagið
viil ekki skaða efnahag Svartfjalla-
lands en hyggst hins vegar tryggja
að engin olía berist til Serbíu eða
júgóslavneska hersins. Helsta
vandamálið er að eina mikilvæga
höfn Júgóslavíu, Bar, er í Svart-
fjallalandi.
Olíuhreinsunarstöðvar Serbíu
hafa verið eyðilagðar í árásum
NATO, siglingar um Dóná hafa
stöðvast vegna sprengjuárása á
brýr og flest nágrannaríkin hafa
fallist á að skrúfa fyrir olíuleiðslur
til Serbíu.
Fjöldaslátrun á ung-
hænum í Astralíu
Sydney. Reuters.
UM einni milljón kjúklinga hef-
ur verið slátrað vegna út-
breiðslu svokallaðrar
Newcastle-veiki sem sögð er
berast hratt milli dýra. Stjórn-
völd í Ástralíu segja sömu örlög
bíða álíka fjölda unghæna til
viðbótar í New South Wales.
Sýkingin kemur upp í öndun-
arfærum fuglanna og frá því í
byrjun mánaðarins hefur hún
borist hratt á milli fuglanna sem
allir drepast af völdum hennar.
Sýking þessi berst almennt
ekki í menn, að sögn sérfræð-
inga. Talið er að hún tengist
heldur ekki vírusum annars
staðar eins og í Malasíu, en þar
hefur víras í svínum orðið um
hundrað manns að bana auk
þess sem nær einni milljón
svína hefor verið slátrað.
Tveimur
millj. slátrað
Nú þegar hefur sýkingarinn-
ar orðið vart á 10 býlum, en
slátra þarf fuglum á a.m.k. 20
býlum til viðbótar til að stemma
stigu við útbreiðslu sýkingar-
innar. Gert er ráð fyrir að alls
verði að fella tvær milljónir
fugla og að verkinu ljúki í næstu
viku.
Utsala - PELSINN - Utsala
Verðdæmi:
Minkapels
Þvottabjarnarpels
Fenjabjórpels
Pelsfóðurskápur
verð áður kr. 695
verð áður kr. 385
verð áður kr. 225
verð áður kr. 95
dús. verð nú kr. 399
dús. verð nú kr. 199
3Ús. verðnúkr. 157
dús. verð nú kr. 59
)US.
JÚS.
)ÚS.
)ús.
50% afsláttur af öllum fatnaði
Opið í dag, laugardag,
frá kl. 10.00-17.00
V/SA
"E") Raðgreiðslur í36 mánuði
Ath. opið sunnudag
frá kl. 14.00-17.00
PEISINN
Kirkjuhvoli,
Kirkjutorgi 4,
sími 552 0160.