Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.05.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 53 LISTIR Bjarnason, Sigurþór Albert Heimisson, Theodór Júlíusson, Jóna Guðrún Jónsdóttir með Unu Maríu í fanginu, Jón Hjartarson, Helga Baciimann, Edda Þórarinsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Arnar Jónsson, Guðmunda Elíasdóttir, Þórdís Arnlaugsdóttir og Jón Þórisson. Fjarstödd var Guðrún Þ. Stephensen. * FIL heiðrar níu félaga með Silfurmerkinu ÞÓRHALLUR Gunnarsson og Stefán Jónsson hlutu Brynjólfsstyrkinn, ásamt Jóhönnu Jónas, en hún var stödd erlendis þegar myndin var tekin. Þrastasöngur FÉLAG íslenskra leikara heiðraði níu félaga sina með Silfurmerkinu fimmtudaginn 28. apríl. Merkið var veitt leikurunum Arnari Jónssyni, Guðrúnu Þ. Stephensen, Heigu Bachmann, Jóni Hjartarsyni, Mar- gréti Ólafsdóttur og Þórdísi Arn- ljótsdóttur, óperusöngkonunni Guðmundu Elíasdóttur og leik- mynda- og búningahöfundunum Gunnari Bjarnasyni og Jóni Þóris- syni. 33 ára hefð Það er 33 ára hefð fyrir því að stjórn FIL heiðri félaga sína með Silfurmerki félagsins. Merkið var veitt í fyrsta skiptið árið 1966 og voru fyrstu merkisberarnir leikar- arnir Anna Guðmundsdóttir, Bessi Bjarnason, Brynjólfur Jóhannes- son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Klemens Jónsson auk velunnara fé- lagsins, Wilhelms Norðfjörð. Á þessum 33 árum hafa 45 félags- menn verið sæmdir merkinu. Félag íslenskra leikara er stétt- ar- og fagfélag 357 félagsmanna. 271 leikara, 39 óperusöngvara, 25 leikmynda- og búningahöfunda og 21 dansara. Leiklistarsjóður Brynjólfs Jóhannessonar Jóhanna Jónas, Stefán Jónsson og Þórhallur Gunnarsson fengu styrk úr Leiklistarsjóði Brynjólfs Jóhannessonar. Sjóðurinn var stofnaður árið 1970 og hefur það að markmiði að styrkja unga íslenska leikara til náms erlendis. í stjórn FÍL sitja Edda Þórarins- dóttir formaður, Magnús Ragnars- son varaformaður, Theodór Júlíus- son gjaldkeri, Jóna Guðrún Jóns- dóttir ritari og Sigurþór Albert Heimisson meðstjómandi. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra leikara er Hrafnhildur Theodórsdóttir. TOfVLIST Bústaðakirkja KÓRTÓNLEIKAR Ymis innlend verk og erlend eftir m.a. Jón Asgeirsson. Nanna María Cortes mezzosópran; Kvennakórinn Kyrjur; Karlakórinn Þrestir; Sigríður Grendal, pianó. Stjórnandi Jón Krist- inn Cortez. Miðvikudaginn 28. apríl kl. 20:30. HAFNFIRZKI karlakórinn Þrestir hélt vortónleika sína í Bú- staðakirkju sl. miðvikudag við mjög góða aðsókn. I sennilega út- litsfallegustu kórtónleikaskrá vetr- arins mátti líta „alíslenzkt" pró- gramm, eins og sagt er, þegar allir textar eru á íslenzku og hin fáu er- lendu lög löngu gróin með þjóðinni. Af karlakórsdagskrám sem undirr. hefur heyrt í seinni tíð voru lögin á þessum tónleikum einna bezt valin að músíklegu inntaki, og bendir það til að enn megi finna sitthvað af góðu efni innan ramma íslenzkr- ar karlakórshefðar sem heyrist ekki allt of oft. Kórinn byrjaði vel og vasklega með Áfi-am Áma Thorsteinssonar. Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórar- insson tókst og vel, nema þyað dýnamík var helzti snögg og stór- skorin. I fyrstu a cappella lögunum þar á eftir kom fram helzti veikleiki kórsins, tónsig á veikum styrk, sem líkt og á vortónleikunum í fyrra setti óþarflega mæðulegan svip á flest fyrir neðan forte. Hvort stuðn- ingsleysi veldur eitt skal ósagt látið, en hrein inntónun er það mikið grundvallaratriði í öllum kórsöng, að Þrestir ættu að sjá sóma sinn í að kippa þessu í lag sem allra fyrst. SÍÐASTA sýning á gamanleiknum Hótel Hekla, eftir Anton Helga Jónsson og Lindu Vilhjálmsdóttur, verður í Kaffileikhúsinu í dag, laugardag. Leikendur eru Þórey Sigþórs- dóttir og Hinrik Ólafsson. Leik- stjóri er Hlín Agnarsdóttir, leik- mynd og búninga hannaði Áslaug Leifsdóttir. Fannar skautar e. Stuntz var meðal þess sem hæst reis í fyrri hluta, ásamt Úr útsæ rísa íslands fjöll eftir Pál Isólfsson í ágætri út- setningu kórstjórans. Þar á eftir var kynntur til sögunnar nýstofn- aður kvennakór, Kyrjur, er söng nokkur lög með Þröstum í útsetn- ingum fyrir blandaðan kór. Síðast fyrir hlé sáu þau um viðlagainn- komur við einsöng Nönnu Maríu Cortes í Habanerunni alkunnu úr Carmen. Nanna hefur enn fremur litla en bráðfallega og tandur- hreina mezzorödd sem hún beitti af smekkvísi og þokka. Hún söng og fyrst eftir hlé flaumosa aríu Cheru- binos úr Figaró, Non so piu, og Danza, danza e. Durante með áferðarfallegri lipurð við ágætan píanómeðleik Sigrúnar Grendal, og síðan Vísur Vatnsenda-Rósu undir mun þekktara heitinu Augun mín og augun þín eftir Jón Ásgeirsson, sem hljómaði sérlega hrífandi í meðferð Nönnu við bakgrunnssöng Þrasta og Kyrja. Meðal þess sem eftir var mætti helzt nefna hið sjaldheyrða en at- hyglisverða Blómarósir eftir Jón Ásgeirsson, e.k. nútímalega út- víkkun á Vínarvalsi, og lokakór úr Þrymskviðu, er Þrestir sungu af þrótti. Þjóðlega dramatíkin í Ragnari pokamanni eftir sama - höfund við seltumettaðan texta Jónasar Árnasonar hefði, líkt og víðast hvar þar sem brá fyrir veik- um nótum, notið sín ágætlega í vel mótuðum og balanseruðum söng kórsins, hefði ekki komið til fyrr- getið vandamál, sem hlaut að skyggja á ýmsa kosti þeirra Hafn- firðinga. Leikurinn segir frá flugfreyju sem þarf að kljást við „óþægileg- an“ farþega á leið til útlanda. Sprellað er með hefðbundnar rútínur sem áhorfendur þekkja af ferðum sínum utan og má með sanni segja að flugið taki „óvænta stefnu“. Hótel Hekla var frumsýnt í Kaffileikhúsinu 7. febrúar sl. Ríkarður Ö. Pálsson Sýningum á Hótel Heklu að ljúka Vélhjólasýning Laugard. 1. maí, kl. 10-17 - Sunnud. 2. maí, kl. 13-17 PjöMi kjóla Gott úrval fylgihluta frá IXS: hjálmar, skór, fatnaður o.fl. fmm Skutuvogi 12a Sími 568 1044 ö) 0) 0) o L_ 0 ö) L_ < r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.