Morgunblaðið - 01.05.1999, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Tal kaupir Is-
landia Internet
Morgunblaöið/Ásdís
Hreggviður Jónsson og Þórólfur Árnason: Ljóst er að samþætting
GSM og Netsins mun aukast gífurlega í náinni framtíð og er tækniþró-
unin í þessum geira mun örari en menn óraði fyrir.
F JARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ
Tal hf., sem nú er með um 20%
hlutdeild á GSM-markaðinum,
hefur keypt netfyrirtækið Is-
landia Internet af Islenska út-
varpsfélaginu og gengur breyt-
ingin í garð nú um mánaðamót-
in.
Þórólfur Árnason, forstjóri Tals,
sagði á blaðamannafundi að kaup-
in undirstrikuðu þá framtíðarsýn
að tölvutækni og símtækni renna
saman í órjúfanlega heild. „Við
ætlum okkur forystu í þróun á
þráðlausum fjarskiptum, ekki bara
símtölum heldur líka gagna-
vinnslu,“ sagði Þórólfur.
Islandia Internet hefur ríflega
20% markaðshlutdeild á einstak-
lingsmarkaðnum hér á landi, alls
um 7.000 notendur, og er því eitt
stærsta þjónustufyrirtækið á sviði
Netsins. 17 manns starfa hjá Is-
landia Intemet og munu þeir flytja
ásamt íyrirtækinu í húsnæði Tals
innan skamms. Fyru- eru hjá Tali
um 80 starfsmenn.
Islenska útvarpsfélagið á þriðj-
ungshlut í Tali og er það trú fyrir-
tækjanna að framtíðarstarfsemi
Islandia sé best komin í þessum
nýja farvegi, að því er fram kom
hjá Þórólfi.
„Ljóst er að samþætting GSM
og Netsins mun aukast gífurlega í
náinni framtíð og er tækniþróunin
í þessum geira mun örari en menn
óraði fyrir. Að óbreyttu hefði
þjónusta Islandia því innan tíðar
teygt sig inn á svið GSM-tækn-
innar og þar með viðbúið að hags-
munir Tals og Islandia hefðu
skarast. Ástæða íslenska útvarps-
félagsins og Tals fyrir þessari
eignarhaldsbreytingu er því þrí-
þætt: I fyrsta lagi að koma í veg
fyrir slíka skörun með því að
draga ný skipulagsleg skil um
starfsemina, í öðru lagi að ná
fram hagræðingu og samlegðará-
hrifum og í þriðja lagi að renna
fleiri stoðum undir vöxt og við-
gang Tals,“ sagði Þórólfur á
blaðamannafundinum.
Náið samstarf ÍÚ og
Tals um Netið
Hreggviður Jónsson, forstjóri
IU, sagði á fundinum að það lægi
fyrir að IU muni eiga mjög náið
samstarf við Tal um Netið,- enda
starfi ÍÚ á sviði margmiðlunar og
þar sé Netið burðarás gagnaflutn-
inga og framþróunar.
„Við teljum að vh’ði sameinaðs
félags í framtíðinni sé meira held-
ur en ef okkar hlutur yrði í tveim-
ur dreifðum félögum," sagði
Hreggviður.
Aðspurðir vildu þeir ekki gefa
upp kaupverð um en sögðu það vel
viðunandi fyrir hluthafa Tals.
I. maí í Reykjavík
Kröfuganga og útifundur
- I. maí í Reykjavík -
* VINANCIAl. TIMES THUMM V ATHIL í* !*♦*
STOCK^ÍMARKETS
Safnast verður saman framan við Hallgrímskirkju kl. 13.30.
Gangan leggur af stað kl. 14.00.
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu.
Útifundur hefst á Ingólfstorgi klukkan 14.30.
Aðalræðumenn dagsins
Halldór Björnsson, formaður Eflingar - stéttarfélags.
Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags íslands.
Skemmtiatriði
Hljómsveitin Rússibanarnir.
Ávarp dagsins ■
Guðrún Gestdóttir, formaður Iðnnemasambands íslands.
Fréttin um íslenskan hlutabréfamarkað innan um fréttir af Wall
Street og öðrum stórum mörkuðum
Asia and Europe lag in Wall Street’s wake ^’,7nd warms
to share sales
Computer-Ied Bourses on hold
sell-off slows
US equities
Fundarstióri
Guðríður Helgadóttir, ritari Félags garðyrkjumanna.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík - BSRB
Kennarasamband íslands - Iðnnemasamband íslands
Fjallad um ís-
lensk hlutabréf í
Financial Times
Styrkjum
ÆSKUNA í AÐ
„NÁ TÖKUM Á
TILVERUNNI“
Munið túlípanana
Merki Lions seld fyrstu
helgina í maí.
SJOVi
VfMUILAUS
ISLAND
jpf
ALMENNAR
Vímulaus æska
foreldrasamtök
FJALLAÐ var um íslenska hluta-
bréfamarkaðinn í Financial Times
á fimmtudag. Þar kemur fram að
velta á hlutabréfamarkaði hafi
aukist mjög mikið hér á landi í
kjölfar einkavæðingar ríkisbank-
anna. Meðal annars er rætt við
Þorstein Víglundsson, yfirmann
greiningardeildar Kaupþings hf.,
um stöðu og horfur á markaðinum
og birt er línurit sem sýnir þróun
úrvalsvísitölunnar síðustu sex
mánuði.
Haft er eftir Þorsteini að fjár-
festar hérlendis líti helst til áfram-
haldandi hagræðingar og samruna
í rekstri fjármálafyrirtækja og að
horfur séu á að þróunin muni leiða
til þess að tveir stórir aðilar verði
til í bankarekstri hér í stað þess
fjölda sem nú er. Einnig er haft
eftir honum að verð hlutabréfa í
hátæknifyrirtækjum hafi vaxið
mest á þessu ári og sé það í takt
við það sem gerist víða annars
staðar.
Fram kemur í fréttinni að sífellt
fjölgi þeim fyrirtækjum hérlendis
sem tekin séu til skráningar á al-
mennum hlutabréfamarkaði og er
meðal annars fjallað um viðskipti
með hlutabréf í Baugi hf. sem ný-
lega hófust. I niðurlagi fréttarinn-
ar er sagt að síðustu viku hafi átt
sér stað nokkur verðlækkun á
markaðinum og vitnað til mats
sérfræðinga en að væntanlegar
kosningar 8. maí hafi enn sem
komið er ekki haft áhrif á viðskipt-
in.