Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 76

Morgunblaðið - 01.05.1999, Page 76
76 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 200 þúsund vinningar í gírótombólu NÚ stendur yfir svonefnd gírótombóla í nafni Skógarsjóðsins en ágóða hennar verður varið til skógræktar um allt land. Heildar- fjöldi vinninga er 200 þúsund. Gírótombólan fer þannig fram að allir Islendingar á aldrinum 18 til 67 ára fá senda tilkynningu um póst- kröfusendingu sem bíður þeiira á næsta pósthúsi. Krafan er að upp- hæð 995 krónur og er hún merkt átakinu. Sé sendingin leyst út fá menn afhent innsiglað umslag þar sem tilkynnt er hvað viðtakandi hef- Morgunblaðið/Sverrir VINNINGAR í gírótombólunni voru fluttir á pósthús undir eft- irliti lögreglunnar. ur unnið. Engin núll eru í tombólunni og því fá allir vinning. Þeir geta verið stórir eða smáir, bækur, geisladiskar, myndavélar, utanlandsferðir og Toyota bílar, segir í fréttatilkynningu. Grikklandsvinafélagið Hellas Fundur um efahyggju Á FUNDI sem Grikklandsvinafé- lagið Hellas heldur í Komhlöðunni við Bankastræti þriðjudaginn 4. maí og hefst kl. 20.30 mun Svavar Hrafn Svavarsson flytja erindi sem hann nefnir: Um siðferðilega efa- hyggju fornaldar. Hann fjallar þar einkum um rök svonefndra pyrronista gegn því að nokkuð sé gott eða illt í sjálfu sér og einnig um þá sálarró sem efa- hyggjumaðurinn telur sig munu öðlast. Svavar Hrafn lauk doktorsprófi í klassískum fræðum og heimspeki við Hai"vardháskóla vorið 1998 með ritgerð um efahyggjuna. Hann gegnir nú rannsóknarstöðu Rannís og starfar sem stundakennari í klassískum fræðum við heimspeki- deild Háskóla Islands og vinnur jafnframt að þýðingu á kirkjusögu Finns Jónssonar úr latínu á ís- lensku. Fundurinn er öllum opinn. Fundur um endurmenntun FLÖTUR, Samtök stærðfræði- kennara, boðar til fundar í Kenn- araháskóla Islands mánudaginn 3. maí kl. 16.15 og verður þar fjallað um endurmenntun. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Kynning á Fleti og þátttöku Flatar í símenntun stærðfræði- kennara. Ragnheiður Gunnarsdótt- ir formaður Flatar sér um kynn- inguna. Stærðfræðiátak í Hafnar- firði. Guðný Helga Gunnarsdóttir kennsluráðgjafi kynnir átakið, en því lauk í mars með stærðfræði- dögum. Fagleg ráðgjöf. Anna Kri: stjánsdóttir prófessor við KHI fjallar um faglega ráðgjöf. Almenn- ar umræður. Á fundinum verða fulltrúi Símenntunarstofnunar KHI og Hrólfur Kjartansson deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu til þess að taka þátt í umræðum um fyrirkomulag símenntunar stærð- fræðikennara. Kaffisala í Kristniboðs- salnum KRISTNIBOÐSFÉLAG kvenna, stofnað 1904, heldur sína ár- legu kaffisölu í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, 1. maí kl. 14-18. Allur ágóði rennur til reksturs starfs Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga í Eþíópíu og Kenýa. Kaffi og hnallþórutertur kvennanna er með því besta sem þekkist hér á Iandi og þótt víðar væri leitað, segir í frétta- tilkynningu. Allir eru velkomn- ir á meðan húsrúm leyfir. Ævintýrið um Rúslan og Ljúd- milu í MÍR KVIKMYNDIN, sem sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnu- daginn 2. maí kl. 15, er fræg ráss- nesk ævintýramynd „Rúslan og Ljúdmila". Kvikmynd þessi er byggð á samnefndu skáldverki Alexanders Púshkins, sem komið hefur út á íslensku í styttri útgáfu og þýðingu Geirs Kristjánssonar skálds í óbundnu máli. í sögunni leiðir höfundur lesand- ann inn í heim ævintýranna þar sem söguhetjurnar eru umkringd- ar góðum og illum öflum. Leikstjóri myndarinnar er Alex- ander Ptushko en tónlistin er eftir Tikhon Khrennikov. í aðalhlut- verkum eru Valeríj Kozinets og Natalja Petrova. Kvikmyndin hlaut sérstök verðlaun á alþjóðlegi'i hátíð bamakvikmynda í Salerno á Italíu 1976. Myndin er að mestu talsett á ensku. Fyrir hluti kvikmyndarinn- ar er sýndur 2. maí, síðari hluti viku seinna. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Púshkin-sýningin í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, er áfram opin og þar hafa nú verið settar um 40 teikningar eftir hvítrássneska myndlistarmanninn Arlen Kas- hkúrevits, 6 myndir af skáldinu Púshkin og 34 myndir sem lista- maðurinn hefur nýlega teiknað við sagnaljóðið Évgeníj Omegin. A U P U K I ' Auglýsendur! Minnum á hinn árlega blaðauka Brúðkaup sem kemur út fimmtudaginn 13. maí nk., en þess má geta að blaðaukinn verður nú gefinn út í miðformsstærð. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild. Meðal efnis; Skipulag brúðkaupsveislunnar • Undirbúningur ungs pars fyrir brúðkaup • Fatahönnuður hannar brúðarföt á brúðina • Hvað kostar að leigja brúðarkjól • Ráðgjöf fyrir farsælt hjónaband • Hvernig viðhalda á rómantíkinni Gifting á gamlárskvöld • Brúðkaup að gömlum sið • Brúðkaupsskreytingar • Uppskriftir að mat og kökum Hárgreiðsla «Förðun •O.m.fl. Skilafrestur augiýsingapantana er til kl. 12 miðvikudaginn 5. maí. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.