Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 37 MENNTUN /■ Morgunblaðið/Ásdís VIÐBRÖGÐ fólks við náms- brautinni hafa verið góð. Ahugi og metnaður „VIÐ finnum fyrir miklum áhuga og deildin hefur komið vel út í innra mati,“ segir Kristján Ari Arason en hann er umsjónarmaður félagsþjón- ustubrautar í Borgarholtsskóla. Námsbrautin er ný starfsbraut sem ætluð er þeim sem hafa áhuga á að starfa að uppeldis- og tómstunda- málum og innan félagsþjónustunnar og vilja afla sér góðrar grunnmennt- unar á skömmum tíma. Markmiðið er að námið sé sniðið að þörfum at- vinnulífsins jafnt sem og nemend- anna sjálfra. Einingar sem þeii’ vinna sér inn innan brautarinnar nýtast þeim einnig, hafi þeir hug á áframhaldandi námi síðar meir hvort sem það yrði í Borgarholtsskóla eða í öðrum íramhaldsskóla. Námið í félagþjónustubrautinni er til tveggja ára auk fjögurra mánaða starfsþjálfunar. Brautskráðir nem- endur fá ekki löggild starfsréttindi en þeir fá aukna fagvitund, eins og Kristján Ari kemst að orði. „Fólkið stundar námið vegna áhuga og metnaðar og það lítur ekki á þessi störf sem millibilsástand," segir hann. Það er því ástæða til að ætla að minna los verði á þessum starfs- kröftum en reynslan hefur verið hingað til með ófagmenntað starfs- fólk t.d. í skólum og félagþjónustu. „Þetta er starfsnám sambærilegt við hefðbundið iðnnám,“ segir Krist- ján Ari enn fremur. „Það eru ekki nema fá ár síðan leikskólakennara- og þroskaþjálfanám var á framhalds- skólastigi. Eftir að þau voru færð yf- ir á háskólastig hefur myndast tóma- rúm og það er gríðarlegur skortur á fólki með grunnmenntun á þessu sviði.“ Samstarf við faghópa og fræðsluyfirvöld „Við fórum af stað með þessa braut að ósk menntamálaráðuneytis- ins fyrir þremur árum,“ segir Kríst- ján Ari og bætir við að hún sé í anda nýju framhaldsskólalaganna um að í framhaldsskólum sé boðið upp á stuttar starfsnámsbrautir. „Þetta var þróunarverkefni og okkur var uppálagt að búa til starfsnám fyrir félags- og uppeldisgeirann. Við þjálf- um t.d. fólk til starfa hvort heldur sem er í leikskóla, grunnskóla, heimaþjónustu, öldrunarþjónustu eða jafnvel löggæslu. Nemendur brautarinnar eru fjölbreyttur hópur fólks á aldrinum sextán ára til sex- tugs, jafnt konur sem karlar.“ Þá er verið að ganga frá samningi við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um að skólaliðar og stuðningsfulltiúar í grunnskólum fái menntun við sitt hæfi á félagsþjónustubrautinni. Einnig hafa svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra sýnt áhuga á þessari menntun og að sögn Kristjáns Ara liggur fyrir að gera samning um starfsþjálfun fyrir nemendur braut- arinnar. „Við erum í góðu samstarfi við ýmsa faghópa og munum í samræði við þá skipuleggja námskeið og end- urmenntun sem hingað til hefur ver- ið skipulögð af stéttarfélögunum sjálfum og ekki nýst fólki til eininga T)g áframhaldandi náms. Þar njótum við góðs af því merka brautryðjenda- starfi sem t.d. Sókn og önnur stétt- arfélög hafa unnið á undanfómum árum.“ Og Kristán Ari bætir við: „Við leggjum ríka áherslu á námsgreinar eins og uppeldi og þroska, tóm- stundir og samskipti, hagnýta sálar- fræði, líkamsfræði og hreyfifræði, fötlunarfræði og öldrunarfræði.“ Hatpumt WWH7109T GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVÉL •4,5 kg »1000 snúninga liíljcí' l*r TL52PE HOTPOINT ÞURRKARI •5 kg •m/barka *veltir í báðar áttir. General Electnc ÖT TFG20JRX GENERAL EL^....^ AMERÍSKUR ÍSSKÁPUR með klakavél og rennandi vatni •h:170, b: 80,d: 77,5 »491 lítra. Hotpoint Hotpuint DF23PE HOTPOINT UPPÞVOTTAVÉL • 12 manna »8 kerfi •b:60,h:85,d:60. TC 72 PE HOTPOINT ÞURRKARI •6 kg »barkalaus *m/rakaskynjara •veltir í báðar áttir. IHl HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 AÐRIR SÖLUAÐILAR: Heimskringlan Kringlunni •Rafmætti Miðbæ, Hafnarfirði »K Á Selfossi Austurvegi 3, Selfossi 'Verslunin Vík Egilsbraut 6, Neskaupstað »Reynisstaðir Vesturvegi 10, Vestmannaeyjum *K.Þ. Smiðjan Garðarsbraut 5, Húsavík •Jókó Furuvöllum 13, Akureyri *Verslunin Hegri Sæmundargötu 7, Sauðárkróki *Verslunin Straumur Silfurgötu 5, ísafirði «Rafstofan Egilsgötu 6, Borgarnesi »Hljómsýn Stillholti 23, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.