Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 37 MENNTUN /■ Morgunblaðið/Ásdís VIÐBRÖGÐ fólks við náms- brautinni hafa verið góð. Ahugi og metnaður „VIÐ finnum fyrir miklum áhuga og deildin hefur komið vel út í innra mati,“ segir Kristján Ari Arason en hann er umsjónarmaður félagsþjón- ustubrautar í Borgarholtsskóla. Námsbrautin er ný starfsbraut sem ætluð er þeim sem hafa áhuga á að starfa að uppeldis- og tómstunda- málum og innan félagsþjónustunnar og vilja afla sér góðrar grunnmennt- unar á skömmum tíma. Markmiðið er að námið sé sniðið að þörfum at- vinnulífsins jafnt sem og nemend- anna sjálfra. Einingar sem þeii’ vinna sér inn innan brautarinnar nýtast þeim einnig, hafi þeir hug á áframhaldandi námi síðar meir hvort sem það yrði í Borgarholtsskóla eða í öðrum íramhaldsskóla. Námið í félagþjónustubrautinni er til tveggja ára auk fjögurra mánaða starfsþjálfunar. Brautskráðir nem- endur fá ekki löggild starfsréttindi en þeir fá aukna fagvitund, eins og Kristján Ari kemst að orði. „Fólkið stundar námið vegna áhuga og metnaðar og það lítur ekki á þessi störf sem millibilsástand," segir hann. Það er því ástæða til að ætla að minna los verði á þessum starfs- kröftum en reynslan hefur verið hingað til með ófagmenntað starfs- fólk t.d. í skólum og félagþjónustu. „Þetta er starfsnám sambærilegt við hefðbundið iðnnám,“ segir Krist- ján Ari enn fremur. „Það eru ekki nema fá ár síðan leikskólakennara- og þroskaþjálfanám var á framhalds- skólastigi. Eftir að þau voru færð yf- ir á háskólastig hefur myndast tóma- rúm og það er gríðarlegur skortur á fólki með grunnmenntun á þessu sviði.“ Samstarf við faghópa og fræðsluyfirvöld „Við fórum af stað með þessa braut að ósk menntamálaráðuneytis- ins fyrir þremur árum,“ segir Kríst- ján Ari og bætir við að hún sé í anda nýju framhaldsskólalaganna um að í framhaldsskólum sé boðið upp á stuttar starfsnámsbrautir. „Þetta var þróunarverkefni og okkur var uppálagt að búa til starfsnám fyrir félags- og uppeldisgeirann. Við þjálf- um t.d. fólk til starfa hvort heldur sem er í leikskóla, grunnskóla, heimaþjónustu, öldrunarþjónustu eða jafnvel löggæslu. Nemendur brautarinnar eru fjölbreyttur hópur fólks á aldrinum sextán ára til sex- tugs, jafnt konur sem karlar.“ Þá er verið að ganga frá samningi við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um að skólaliðar og stuðningsfulltiúar í grunnskólum fái menntun við sitt hæfi á félagsþjónustubrautinni. Einnig hafa svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra sýnt áhuga á þessari menntun og að sögn Kristjáns Ara liggur fyrir að gera samning um starfsþjálfun fyrir nemendur braut- arinnar. „Við erum í góðu samstarfi við ýmsa faghópa og munum í samræði við þá skipuleggja námskeið og end- urmenntun sem hingað til hefur ver- ið skipulögð af stéttarfélögunum sjálfum og ekki nýst fólki til eininga T)g áframhaldandi náms. Þar njótum við góðs af því merka brautryðjenda- starfi sem t.d. Sókn og önnur stétt- arfélög hafa unnið á undanfómum árum.“ Og Kristán Ari bætir við: „Við leggjum ríka áherslu á námsgreinar eins og uppeldi og þroska, tóm- stundir og samskipti, hagnýta sálar- fræði, líkamsfræði og hreyfifræði, fötlunarfræði og öldrunarfræði.“ Hatpumt WWH7109T GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVÉL •4,5 kg »1000 snúninga liíljcí' l*r TL52PE HOTPOINT ÞURRKARI •5 kg •m/barka *veltir í báðar áttir. General Electnc ÖT TFG20JRX GENERAL EL^....^ AMERÍSKUR ÍSSKÁPUR með klakavél og rennandi vatni •h:170, b: 80,d: 77,5 »491 lítra. Hotpoint Hotpuint DF23PE HOTPOINT UPPÞVOTTAVÉL • 12 manna »8 kerfi •b:60,h:85,d:60. TC 72 PE HOTPOINT ÞURRKARI •6 kg »barkalaus *m/rakaskynjara •veltir í báðar áttir. IHl HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 AÐRIR SÖLUAÐILAR: Heimskringlan Kringlunni •Rafmætti Miðbæ, Hafnarfirði »K Á Selfossi Austurvegi 3, Selfossi 'Verslunin Vík Egilsbraut 6, Neskaupstað »Reynisstaðir Vesturvegi 10, Vestmannaeyjum *K.Þ. Smiðjan Garðarsbraut 5, Húsavík •Jókó Furuvöllum 13, Akureyri *Verslunin Hegri Sæmundargötu 7, Sauðárkróki *Verslunin Straumur Silfurgötu 5, ísafirði «Rafstofan Egilsgötu 6, Borgarnesi »Hljómsýn Stillholti 23, Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.