Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 61

Morgunblaðið - 26.05.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 61 ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli FORRÁÐAMENN Hraunborgar með nokkrum styrkþegum. Hraunborg afhendir styrki safnsins verða opnar alla virka daga kl. 9-17.___ BYGGÐASAFNIÐ í GÖRÐUM, AKRANESI: Opiö kl. 13.30- 16.30 virka daga. Slmi 431-11255.______ FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, LotlskeytastöSinnl v/Suðurgötu: Opið á þriöjud., fimmtud. og sunnud. frá kl. 13-17. Tekiö er á mðti hðpum á öðrum tímum eftir samkomulagi.___________________________________ FRÆÐASETRIÐ í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, sími 423-7651, bréfsími 423-7809. Opiö alla daga kl. 13- 17 og eftir samkomulagi._______________________ GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sum- ar frá kl. 9-19.______________________________ GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, ReyKjavík. Opið þriðjud. og miðvikud. kl. 16-19, flmmtud. kl. 17-21, fóstud. og laugard. kl. 16-18. Sími 561-6061. Fax: 652-7670. HAFNARBORG, menningar og listastofnun HafnarQarðar opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.____ KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna- leiðsögn kl. 16 á sunnudögum.__________________ LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Opið mán.-fímmtud. kl. 8.15-22, fóst. kl. 8.15-19. Laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Handritadeild er lokuð á laug- ard. og sunnud. S: 526-5600, bréfs: 525-5615._ USTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötn 23, Selfossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.___________ LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17,_______________________ LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsaiir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega ki. 11-17, lokað mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið- sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aögangur er ókeypis á mið- vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgall.is___________________________ LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12-18 nema mánud. _________________________ LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Tekið á móti gestum skv. samkomulagi. Upplýsingar í síma 653- 2906._________________________________________ UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið alla daga frá kl. 13-16. Simi 563-2530._______ LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opið á sunnud., þriöjud., fimmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17.____________________________ MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með mii\jagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is._______________________ MINJASAFN RAFMAGNSVEITU Reykjavíkur v/rafstöð- ina v/Elliðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eöa eftir sam- komulagi. S. 567-9009._________________________ MINJASAFN SLYSAVARNARFÉUGS (SLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt er að panta á öðrum timum í síma 422-7253._________________________ MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aíalslræti 68 er lokaí ( vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuð verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562. ÍÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI verður opið tramvegis á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahópar og bekkjardeildir skóla haft samband viö safnvörð i sima 462- 3550, sem opnar þá fúslega samkvæmt nánara umtali. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, sími 569-9964. Opiö virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tima eftir samkomulagi._______________ NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.__ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30- 16.____________________________________ NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartímann er safnið einungis opið samkvæmt samkomulagi._____________________ NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- fírði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Simi 555-4321. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16.____________________________________ SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfiröi, er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og eftir sam- komulagi fyrir skólancma og aðra hópa. S: 565-4242, bréfs. 565-4251. ____________________________ SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. _ frá kl. 13-17. S. 581-4677.____________________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl.ls: 483-1165, 483-1443.__________________ STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR: Handritasýning opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14-16 til 14. mai.___________________________________________ STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Sími 431-5566.__________ SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafélags íslands, Garðlnnm: Opið um helgar frá kl. 13-16._______ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánudagakl. 11-17. _________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til föstu- daga kl. 10-19. Laugard. 10-15._______________ USTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14- 18. Lokað mánudaga.______________________ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ Á AKUREYRI: Lokaö í vetur nema eftir samkomulagi. Simi 462-2983.________ NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- _ arfrákl. 11-17.________________________ ORÐ DAGSINS ___________________ Reykjavík síml 551-0000._________________________ Akoreyri s. 462-1840. SUNDSTAÐIR ______________________________________ SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiöholtslaug er opin v.d. kl. 6.60-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-22. Kjalarneslaug opin mán. og flmmt. kl. 11-15. þri., mið. og föstud. kl. 17-21.________________ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-fóst. 7-21. Laugd. og sud. 8-18. Sölu hætt hálftlma fyrir lokun._____ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftima fyrir lokun. _ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-fóst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.- fóst. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12.____________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. 6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18.__ SUNDLAUGIN í GRINDAVÍKiOpið alla virka daga kl. 7- 21 ogkl, 11-15 um helgar. Slml 426-7655.______ SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18.__________________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-fóstud. kl. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16. SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30- 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. • og sunnud. kl. 8-18. Slmi 461-2532.____________ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-Bst. 7- 20.3Q. Laufiard. og sunnud. kl. 8-17.30._______ JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád. Kst. 7- 21, laugd. ob sud. 9-18. S: 431-2643.__________ BLÁA LÓNID: Opið t.d. kl. 11-20, helwr kl. 10-21. ÚTIVISTARSVÆÐI FJOLSKYLDU- OG HÍISDYRAGARDURINN cr opinn alla daga kl. 10-18. Kafflhúsid opið á sama tima. Slmi 5757-800. SORPA SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.16. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaðar á stórhátíðum. Aö auki veröa Ánanaust, Garðabær og Sævarhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 520- 2205. KIWANISKLÚBBURINN Hraunborg í Hafnarfirði hefur samþykkt eftirtalda styrki og voru þeir afhentir í Kiwanishúsinu, Helluhrauni 22, fyrir skömmu. 1. íþróttafélagið Fjörður íþróttagallar, framhaldsverkefni að endumýja æfingargalla félagsins. Lagt til að verkefninu verði sinnt á þessu og næsta starfsári, áætluð þörf 30 gallai’ og nú úthlutað í verkefnið 70.000 kr. 2. Hjálparbeiðni frá umdæminu um styrk til bágstaddra í Kosovo þar sem Kiwanisklúbburinn þar hefði umsjá með verkefninu 50.000 kr. 3. Kiwanis-umdæmið v/mai-kmiðanefndar styrkur til Hringsins 200 kr. á félaga þ.e. x 35 = 7.000 kr. 4. Öldrunarsamtökin Höfn, göngubretti fyrir heimilisfólkið á Sólvangsvegi 103 40.000 kr. 5. Fjölskyldan á Langeyrarvegi 9 sem missti hús og innbú 100.000 kr. 6. Bömum flóttamanna sem flutt hafa til bæjarins færð reiðhjól og hjálma (óuppgert). 7. Eining er klúbburinn með í sameiginlegu styrktarverkefni Kiwanisklúbbanna í Hafnarfirði, Hraunborgar, Eldborgar og Sólborgar um að færa forskólabömum í Hafnarfirði reiðhjólahjálma og veifur samtals til 421 bams, styrktaraðilar auk klúbbanna em Hafnarfjarðarbær 80 þúsund, Hópbílar 70 þúsund, Islandsbanki 80 þúsund og Sjóvá- Almennar 80 þúsund, samtals 310 þúsund kr. Heildarkostnaður 804.122 þannig að á klúbb era 164.707 kr. í desember ‘98 var úthlutað úr styrktarsjóði Hraunborgai’ styrkjum að upphæð 550.000 kr. þannig að á starfsári klúbbsins er búið að samþykkja styrki að upphæð um 1 milljón. ■ AÐALFUNDUR S.Í.B.S. deildar- innar á Vífilsstöðum verður haldinn fimmtudaginn 27. maí kl. 20.30 á Vífilsstaðaspítala. Fyrst verða venjuleg aðalfundarstörf, fyrirlest- ur um ómskoðun frá ýmsun sjónar- homum verður fluttur af Sigurði V. Sigurjónssyni, læknir, Kristín Sæ- dal Sigtryggsdóttir, óperusöng- kona, syngur einsöng við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur og loks verða kaffiveitingar. Fundarstjóri verður Jóna Valgerður Höskulds- dóttir. Gengið og siglt á milli hafna HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð og siglingu í kvöld, miðvikudagskvöld, milli gömlu hafnarinnar og Sundhafnar. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið með ströndinni inn á Laugamestanga og og þaðan inn í Klettagarða í Sundahöfn. Þar verður val um að ganga til baka eða sigla með s/b Skúlaskeiði út fyrir Laugar- nestanga og um Engeyjarsund inn í Gömlu höfnina að Miðbakka. Allir era velkomnir í ferðina. Tdnleikar Lög- reglukórsins ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Lög- reglukórs Reykjavíkur verða í Sel- tjamameskirkju í kvöld og annað kvöld kl. 20 bæði kvöldin. Lögreglukórinn verður 65 ára á þessu ári og nýlega kom út geisla- plata með kómum. Stjómandi er Guðlaugur Viktorsson. ■ AÐALFUNDUR Ilollvinafélags námsbrautar í þjúkrunarfræði við Háskóla Islands verður haldinn í Eir- bergi, húsnæði námsbrautarinnar, miðvikudaginn 26. maí nk. og hefst kl. 17. Dagskrá: Skýrsla stjómar, reikningar félagsins kynntir og bom- ir upp til samþykktar, steftiumörkun og starfsáætlun fyrir næsta starfsár, kjör formanns og tveggja meðstjóm- enda í stjóm til eins árs, breytingar á stofnski’á og starfsreglum félagsins, val á fulltrúa í úthlutunamefnd vegna rannsóknarstyrks félagsins og önnur mál. I stjóm Hollvinafélags námsbraut- ar í hjúkranarfræði era Vilborg Ing- ólfsdóttir formaður, Kristín Bjöms- dóttir ritari og Margrét Blöndal gjaldkeri. Starfsemi félagsins hefur farið ört vaxandi og era nýir félags- menn sérstaklega boðnir velkomnir á fundinn. Mismunandi hugmyndir um námskrár V BARRY Franklin, aðstoðardeildar- stjóri kennara- og félagsþjónustu- deildar Háskólans í Michigan, held- ur opinberan fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennarahá- skóla íslands fimmtudaginn 27. maí kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Mismunandi hugmyndir um námskrár - Hvað má lesa út úr rannsóknum um námskrár og námskrárfræði? I fyrirlestrinum verður beitt til- tekinni sagnfræðilegri aðferð til að greina hvaða röksemdafærsla kem- ur fram í því orðfæri sem notað er þegar fjallað er um rannsóknir á sviði námskrárfræða síðustu áttatíu árin. Þessi greining verður einnig notuð til að varpa ljósi á hvað rann- sóknimar segja um núverandi stöðu námskrárfræða. Sjónum verður einkum beint að hlutverki námskrár sem tæki til félagslegrar stjómunar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu M-201 í aðalbyggingu Kennaraháskóla íslands við Stakka- hlíð og er öllum opinn. LEIÐRÉTT Rangt nefndur ^ í FRÉTTATILKYNNINGU í sunnudagsblaðinu síðasta um nýtt apótek í Grafarvoginum var Elís Örn Hinz, lyfjafræðingur, rang- nefndur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Myndabrengl í GREIN um Stuttmyndadaga í Reykjavík á bls. 73 í laugardagsblað- inu, varð myndabrengl og era hlut- aðeigendur beðnir velvirðingar á því. Efsta myndin var úr Deginum eftir, , en auk Karls Inga Karlssonar, era Atli Erlendsson og Jón Dal Krist- björnsson höfundar þeirrar stutt- myndar. Miðmyndin var úr stutt- myndinni Verðlaunabikarinn efitr G.H.Ö og M.H.Í, og neðsta myndin úr Póstur í óskilum eftir Jón Asgeir Gestsson og Guðmund Pálsson. HVITASUNNUHELGIN var annasöm hjá lögreglu þar sem talsvert var að gera í umferðar- málum auk þess sem skemmtana- iðnaðurinn tók sinn toll af lög- gæsluverkefnum. Alls sinnti lög- reglan rúmlega 600 verkefnum um helgina. Mældist á 141 km hraða á Breiðholtsbraut Höfð voru afskipti af 79 öku- mönnum vegna hraðaksturs og vora nokkrir þeirra vel yfir há- markshraða, t.d. var ökumaður stöðvaður eftir að hafa mælst aka á 141 km hraða á Breiðholtsbraut. Þá voru 19 ökumenn stöðvaðir vegna grans um ölvun við akstur. Auk þess vora sjö ökumenn kærð- ir vegna aksturs á nagladekkjum. Lögreglu var tilkynnt að öku- maður æki gegn einstefnu á Skólavörðustíg að morgni laugar- dags. Hann var stöðvaður skömmu síðar og reyndist nauð- synlegt að færa hann í handjám og á lögreglustöð til að ræða við hann. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Lögreglu var tilkynnt um bifreið inni í trjágróðri í Gufu- neskirkjugarði og kom í Ijós að unglingspiltur hafði tekið fjöl- skyldubifreiðina traustataki en pilturinn hefur ekki ökuréttindi. Skemmdir urðu á bifreið, gróðri og ljósastaur. Það vora þrjú tilvik þessa helgi þar sem höfð voru af- skipti af ökumönnum sem ekki höfðu ennþá öðlast réttindi til aksturs. Ökumaður á bifhjóli datt af hjóli sínu og lenti á öðru bifhjóli við Geirsgötu að kvöldi fóstudags, en nauðsynlegt reyndist að flytja ökumenn beggja hjóla á slysa- deild. Þá varð umferðarslys á Úr dagbók Lögreglunnar Annasöm hvíta- sunnuhelgi Háaleitisbraut við Bústaðaveg síðdegis á laugardag er þrír bílar lentu saman. Alls voru sex ein- stakhngar fluttir á slysadeild en ekki voru áverkar taldir alvarleg- ir. Umferðarslys varð á Hrísateig við Sundlaugaveg að morgni sunnudags er bifreið og strætis- vagn lentu saman. Ökumaður bif- reiðar slasaðist á höfði og fjórir farþegar hlutu ýmis meiðsli. Hnífstunga í miðbænum Lögreglumenn veittu athygli ungri stúlku sem sat grátandi í bifreið í Fossvoginum. I ljós kom að hún hafði sætt árás af hendi sambýlismanns. Konan var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Nauð- synlegt reyndist að senda mikinn fjölda lögreglumanna til að ná tökum á slagsmálum sem brutust út í Tryggvagötu við Naustin að morgni laugardags. Þar sló æstur og ölvaður maður til fólks. Er ver- ið var að handtaka hann reyndu félagamir að hindra handtökuna. Að kvöldi laugardags var til- kynnt um hnífstungu við veitinga- stað í miðborginni. Karlmaður var fluttur á slysadeild með minni- háttar áverka á brjóstkassa. Ekki er vitað um árásarmann. Tveir menn tókust á í miðborginni að morgni sunnudags. Þeir féllu í götuna og komu þá að þrír piltar og ein stúlka og hófu að sparka til þeirra, m.a. í höfuð og líkama. Sex aðilar voru fluttir á lögreglustöð vegna málsins og einn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá var ráðist að eldri blaðburðarkonu að morgni sunnudags. Arásaraðilar vora þrír karlar og ein kona. Auk hótana voru konunni veittir áverkar á höfði og eru árásaraðil- arnir ófundnir. Brotist inn í 17 geymslur Lögreglu hafa borist tilkynn- ingar um þjófnað á veskjum úr búðarkörfum í verslunum og er borgurum bent á að sýna aðgæslu og skilja ekki eftir verðmæti þannig að þau freisti fingra- langra. Brotist var inn í 17 geymslur í húsnæði í miábænum. Ekki er vit- að hvemig var farið inn í húsið og ekki ljóst hversu miklu var stolið þar sem ekki hefur tekist að ná til allra eigenda. Brotist var inn í bílskúr á Háa- leitisbraut og stolið þaðan nokkram verðmætum, meðal ann- ars skotvopnum. Rannsókn hefur staðið yfir um helgina og voru tveir menn úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna málsins til 10. júní. Þá var brotist inn í fyrirtæki í miðbænum á mánudag og stolið talsverðu verðmæti, bæði fatnaði og rafeindatækjum. Brotist var inn í sölutum í Breiðholti á mánu- daginn, en farið hafði verið í gegnum kjallara hússins og upp um lúgu á gólfi. Einn aðstandanda sölutumsins varð var við innbrot- ið og reyndi að hlaupa uppi þjóf- ana án árangus. Tveir 19 ára piltar vora hand- teknir eftir að hafa kastað ölglasi í lögreglubifreið sem ók framhjá þeim. Þrír 14 ára piltar vora tekn- ir fyrir að skemma eigur með því að úða á þær með málningu. Höfð voru afskipti af ungmenn- um í miðborginni og vora fjögur flutt í athvarf lögreglu, ÍTR og Félagsþjónustu þar sem foreldrar sóttu þau. Þá vora einnig höfð af- skipti af ungmennum í úthverfum borgarinnar og voru þau flutt á hverfastöðvar lögreglu þangað sem þau vora sótt. Mikilvægt er að brýna fyrir foreldrum að vii’ða gildandi útivistarreglur en þó er vakin athygli á breyttum tíma frá 1. maí sl. Féii af þaki Kringlunnar Unglingspiltur slasaðist er hann féll niður tvo metra af þaki á verslunarmiðstöðinni i Kringl- unni. Hann reyndist fótbrotinn og var fluttur á slysadeild. Lögreglu- menn verða oft vitni að undarleg- um tilburðum einstaklinga til að vekja á sér athygli oftast í þeim tilgangi að heilla hitt kynið. Ekki verða allir þessir tilburðir til ár- angurs og t.d. var karlmaður handtekinn að morgni mánudags í miðborginni. Hann hafði fundið sig knúinn til að sýna karl- mennsku sína á þann hátt að bera sig að ofan, berja í stöðumæla og míga utan í hús. Hann var fluttur einn og yfirgefinn í fangahús lög- reglu þar sem hann dvaldi nætur- langt. f rr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.