Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Mannskæður stormur gekk yfír París ÞRÍR létust eftir að mikið óveður gekk yfir París, höfuðborg Frakklands, á sunnudag en úr- hellisrigning skal! skyndilega á, með miklum vindum og hagléli. Að minnsta kosti tíu til viðbótar slösuðust í óveðrinu, þar af sjö alvarlega, og þrjú þúsund heimili voru í gær enn án rafmagns. Indveijar senda liðsauka á átakasvæðið í Kasmír Nýju Delhí. Reuters. INDVERJAR héldu áfram loft- árásum sínum á skæruliða í Kasmír í gær, sjötta daginn í röð, og indverski herinn sendi liðsauka á átakasvæðið til að reyna að flæma þaðan skæruliða, sem eru sagðir njóta stuðnings Pakistana. Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, sagði að stríðs- ástand væri á svæðinu og sakaði Pakistana um að reyna að færa markalínuna, sem skiptir Kasmír í tvennt. Indverska stjórnin féllst þó á að hefja viðræður við Sartaj Aziz, ut- anríkisráðherra Pakistans, sem ætlað er að draga úr spennunni milli ríkjanna vegna deilunnar um Kasmír og afstýra því að allsherj- arstríð blossi upp. Búist er við að viðræðurnar hefjist síðar í vik- unni. Skæruliðarnir segjast ekki ætla að gefast upp „Þjóðin stendur nú frammi fyrir stríðsástandi," sagði Vajpayee og bætti við að markmiðið með að- gerðum skæruliðanna væri að breyta markalínunni sem skiptir Kasmír. „Við viljum ekki landsvæði annarra, en við látum ekki aðra taka okkar land. Við viljum frið en hann má ekki vera einhliða." Skæruliðamir sögðust ætla að halda aðgerðum sínum áfram þrátt fyrir loftárásimar og sækja lengra inn á yfirráðasvæði Indverja. Her Indlands kvaðst hafa sent liðsauka á svæðið til að flæma burt skæruliðana, aðallega málaliða frá Afganistan, sem eru sagðir njóta stuðnings pakistanskra hermanna. Indverjar hafa misst tvær orr- ustuþotur af gerðinni MiG og þyrlu, auk þess sem að minnsta kosti 30 hermenn hafa fallið og 120 særst í hemaðaraðgerðunum. Þeir segjast hafa fellt hundruð skæm- liða. Annar flugmanna orrustuþotn- anna lét lífið en hinn er í haldi Pakistana og fjögurra manna áhöfn þyrlunnar beið bana. Stjóm- völd í Pakistan segja að þoturnar hafi rofið lofthelgi landsins en Ind- verjar neita þvi. Indverjar saka Pakistana um að hafa séð íslömskum skæraliðum aðskilnaðarsinna á indverska yfir- ráðasvæðinu fyrir vopnum en Pakistanar hafa vísað því á bug. Löndin hafa tvisvar háð stríð vegna deilunnar um Kasmír frá því þau fengu sjálfstæði frá Bretlandi 1947. Vajpayee segir stríðs- ástand rikja í Kasmír AP Efnahagskreppur og lögmálið um ófyrirsjáanlegar afleiðingar Reuters HJÓN á Filippseyjum Iesa fréttir í dagblaði um að flugfélagið Phil- ippine Airlines Inc. hafi hætt starfsemi. Var Philippine Airlines eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja er ekki lifðu af efnahagskreppuna miklu í Asíu árið 1998. eftir Jeffrey Sachs The Project Syndicate ÞVÍ ER oft haldið fram að lög- málið um ófyrirsjáanlegar afleið- ingar sé að verki við almenna stefnumörkun. Þegar leysa á eitt vandamál er mörkuð ákveðin stefna en síðar kemur í ljós að hún býr aðeins til annað vanda- mál oft miklu stærra en það sem fyrir var. Eftir því sem fjár- málakreppur síðustu tveggja ára, sem upp hafa komið í Asíu, Aust- ur-Evrópu og Suður-Ameríku, era skoðaðar betur því meir virð- ist sem þær séu sönnun á lögmál- inu um ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Þrátt fyrir að sökinni hafi ver- ið skellt á stjórnvöld þróunar- ríkjanna í hverju tilfelli fyrir sig þá liggur sökin ekki síður, og kannski fyrst og fremst hjá þró- uðum ríkjum (vestrænum ríkj- um). Nánar tiltekið virðist sem alþjóðlegar reglur um banka- starfsemi hafi hrandið af stað efnhagskreppu víða í vanþróuð- um löndum og fyrrverandi kommúnistaríkjum. Kjarni núverandi efnahag- skreppu er sá að lán alþjóðlegra banka flæddu inná „markaði í mótun“ á áranum 1993-6 en fjör- uðu þaðan aftur á árinu 1997 og síðar. Ríki á borð við Rússland, og Indónesía, Kórea og Tæland í A-Asíu, og Brasilía og Perú í Suður-Ameríku, gátu auðveld- lega fengið lán um miðjan ára- tuginn en þessi lán vora síðan dregin til baka þegar lánar- drottnarnir fóru að óttast um sinn hag. Umsnúningurinn í bankalán- um var gífurlegur. Samkvæmt upplýsingum frá fjárfestinga- bankanum J.P. Morgan, vora lán alþjóðlegra bankastofnana á 25 af þessum nýju mörkuðum um 100 milljarðar bandaríkjadollara á árinu 1995 í nettólánum (þ.e. lán að frádregnum afborgunum), árið 1996 var þessi upphæð 121 milljarðar bandaríkjadollarar og 46 milljarðar árið 1997. Þeir kröfðust hins vegar 95 milljarða í nettóafborganir árið 1998. Á mörkuðum Asíu var sveiflan jafnvel enn stærri. Hún fór úr 81 milljarði bandaríkjadollara í lán 1996 í 84 milljarða bandaríkja- dollara í nettóafborganir árið 1998. Ef kafað er undir yfirborðið þá er ljóst að þessar stóra sveiflur höfðu tvenns konar afleiðingar: I fyrsta lagi vora flest lán frá al- þjóðlegum stofnunum skamm- tímalán. Um það bil tveir þriðju lána á Asíumörkuðum vora til dæmis til eins árs eða skemur, mörg styttri en mánaðarlán. I öðra lagi vora alþjóðlegir bankar gripnir skelfingu. Þeir ákváðu að koma sér út af þessum mörkuðum eins fljótt og hægt væri því þeir töldu alla aðra banka gera slíkt hið sama. Eng- inn vildi vera síðastur eða sitja eftir, því bankarnir vissu að þeg- ar allir aðrir bankar reyndu að komast út af markaðnum myndi það skapa mikinn fjármálavanda í viðkomandi löndum. Þar sem lánin sem í boði vora höfðu verið til svo skamms tíma þá gátu bankamir dregið sig út af mark- aðnum á skammri stundu. Hví þá þessi skammtímalán af hálfu bankanna sem geta vakið upp slíkan ótta? Það er hér sem Þar sem lánin sem í boði voru höfðu verið til svo skamms tíma þá gátu bank- arnir dregið sig út af markaðnum á skammri stundu. lögmálið um ófyrirsjáanlegar af- leiðingar kemur til skjalanna. Samkvæmt alþjóðlegum reglum um bankastarfsemi, sem era gefnar út af Bank for Internat- ional Settlements, BIS, sem era samtök seðlabanka og hafa höf- uðstöðvar í Basel í Sviss, verða bankar að viðhalda hæfilegu eigin fé. Sérstaklega er þess getið að eignir bankanna (aðallega lán bankanna) megi ekki vera meira en 12,5 sinnum meiri en eigið fé þeirra. Þegar eignir bankanna era metnar leyfa endurskoðunarregl- urnar að bankarnir láni fjóram sinnum meira í skammtímalán til annarra banka en langtímalán. Þannig að endurskoðunarreglur sem láta lítið yfir sér, hvetja í raun banka til að margfalda skammtímalán og draga saman langtíma útlán. Slíkar reglur era skynsamleg- ar þegar litið er til einstakra banka. Skammtímalán eru að þvi er virðist áhættuminni en lang- tímalán. Þegar allt hið alþjóðlega bankakerfi er hins vegar flækt inní óhóflegt magn af skammtíma millibankalánum er von á að hræðsla geri vart við sig innan al- þjóðlega hagkerfisins. Þar af leið- ir að það sem er skynsamlegt fyr- ir einn banka (þ.e. að lána til skamms tíma) verður áhættu- samt þegar litið er til heimsins alls. Þegar efnahagskreppan í Aust- ur-Asíu skall á um mitt árið 1997 vora Vesturlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn fljót að skella skuldinni á fómarlömbin, löndin sem tóku lánin. Því var haldið fram að skuldararnir hefðu farið illa að ráði sínu, þegar hið raun- veralega vandamál var að hið al- þjóðlega kerfi hafði reist „spila- borg“ þar sem gífurlegu magni skammtímalána var umsvifalaust breytt, og þetta hafði í för með sér efnahagshran skuldsettu landanna. Enn virðist gæta hlut- drægni gagnvart skammtímalán- um og hvorki Washington eða Basel hafa verið tilbúin að endur- skoða þessar reglur, og skuldinni er skellt á fómarlömbin. Að síðustu nokkur vamaðarorð til fórnarlambanna. Það er hægt að gera ýmsilegt til að hjálpa sér sjálfur áður en alþjóðlega kerfinu er komið í lag. Lönd ættu ekki að sýna skammtímalánum svona mikinn áhuga, með því móti verða þau ekki eins viðkvæm fyrir stór- um sveiflum á alþjóðlegum lána- markaði. Höfundur er forstöðumaður Al- þjóðlegrar þróunarstofnunar við Harvard og Gallen Stone-prófess- or f alþjóðlegum viðskiptum við Harvard-háskóla. Hann hefur ver- ið helsti erlendi efnahagsráðgjafí rfkisstjórna Rússlands, Póllands og Bólivíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.