Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 33 • • Orsögur í Iðnó Caput heldur leikhús-tónleika í Iðnó í kvöld og miðvikudagskvöld. Þar verður flutt verkið Örsögur eftir Hafliða Hallgrímsson tónskáld. Hildur Einarsdóttir ræddi við Hafliða um verkið, sem byggist á furðusöfflim eftir rússneska rithöfundinn Danííl Kharms. sem ég þáði. íbúð mannsins var óvenjuleg. A veggjum vai' mikið af málverkum og flest voru þau frá Rússlandi,“ rifjai' Hafliði upp. „Við urðum góðir vinir upp frá þessu. Síðar sagði hann mér frá verkum Danííls Kharms og lánaði mér sög- urnar eftir hann. Eg las þær en setti svo ofan í skúffu og geymdi þar, því ég vissi þá strax að ein- hvem tímann myndi ég nota þær í eins konai' músíkleikhúsverk. Þegar ég var beðinn að semja tónleikhúsverk fyrir Northlands Festival í Thurso (Þjórsá) ákvað ég að nota nú sögurnar eftir Kharms. En auk þess að semja verkið stjóm- aði ég uppsetningu þess og málaði leiktjöldin.“ „Listin er skápur“ „Ég hef miklar mætur á þessum rússneska höfundi,“ segir Hafliði og ORSÖGUR em upphaflega samdar iyrir Northlands Festival í Skotlandi en höf- undurinn, Hafliði Hallgrímsson, er búsettur þar í landi. Verkið er þannig uppbyggt að sögumaður fer með textann með tilheyrandi látbragði. Eftir hverja sögu kemur Hafliði með sína eigin örsögu í tónum sem lifir sjálfstæðu lífí og er í vissri mótsögn við fáránleika sagnanna. Hafliði er kominn hingað til lands til að setja verkið upp í Iðnó og ræddum við um aðdragandann að því að hann valdi þessar rússnesku sögur sem efnivið í tónleikhúsverkið. „Það var í kringum 1970 eftir tón- leika í Edinborg - ég man að það var mikil þoka þetta kvöld - að til mín kemur maður sem kynnir sig og spyr hvort ég sé kannski skyldur ljóðskáldinu Jónasi Hallgrímssyni. Hann bauð mér heim í kaffi til sln, LISTIR HAFLIÐI Hallgrímsson, höfundur tónleikhúsverksins Örsagna. Morgunblaðið/Þorkell fer að segja frá höfundinum, Danííl Kharms, sem hann segir um margt mjög óvenjulegan. „Hann hafði gaman af því að klæðast sem Sher- lock Holmes þegar hann las upp sögm- sínar. Þegar hann hóf flutn- inginn steig hann iðulega út úr klæðaskáp. Eitt mottóið í listahópn- um sem hann tilheyrði var: „Listin er skápur". Hann kom einnig fram uppi á húsþaki og flutti þaðan sögur sínar. Hann samdi sögur og ljóð fyr- ir börn og vann í húsi sem var kall- að Bókahúsið. I íbúð hans var stofu- orgel sem hann lék oft á. Fyrir ofan það var skilti sem á stóð: Hér leik- um við aðeins Bach. Eitt sinn samdi hann Ijóð um mann sem fór út úr húsi. Nokkrum dögum síðar fór hann út úr eigin húsi og sást aldrei aftur. Þetta var skömmu eftir að síðari heimsstyrj- öldin skall á. Var hann tekinn til fanga og mun hafa dáið úr hungri í sjúkrahúsfangelsinu.“ Ætlunin að skemmta fólki Hafliði segir að verkið Örsögur hafi einnig verið sýnt í Grikklandi á eynni Paxos og þar hafí skólastjór: inn á staðnum verið sögumaður. I október í fyrra var verkið flutt í Iðnó og nýlega aftur í Skotlandi í nýrri uppfærslu. Hann er spurður að því hvemig verkinu hafi verið tekið? „Það hefur fengið góðar viðtökur þar sem það hefur verið sýnt og það má þakka sögunum. Sögur Kharms eru í anda fáránleikans. Hann var trúhneigður maður og kemur það fram í sögum hans. Þar er líka að finna auðugt tilfinningalíf og kemur kaldhæðnin þar nokkuð við sögu, einmanaleikinn, sorgin og vonleysið. En í öllum sögunum er húmor sem er einlægur og tær, og lýsir þrátt fyrir allt vissri bjart- sýni.“ Um tónlistina sjálfa vill Hafliði ekki fjölyrða en segir hana frekar alvarlegs eðlis og í vissri mótsögn við sögur Kharms. „Örsögum er ætlað að skemmta fólki en í verkinu tvinnast saman gaman og alvara,“ segir hann að endingu. Textann í tónleikhúsverkinu flytja Jóhann Sigurðarson leikari og Signý Sæmundsdóttir sópran. Aðrir flytjendur eru Zbigniew Dub- ik, fiðla, Guðni Franzson, klarinett, Hávarður Ti-yggvason, kontrabassi, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanó, og Steef van Oosterhout, slagverk. Árni Bergmann þýddi textann. FÁRÁNLEIKINN GRIMMUR OG HLÁLEGUR Saga rússneskra bókmennta á sovéttímanum geymir margar furður og verk Danííls Kharms eru með þeim merkilegri, segir Arni Bergman í grein um örsögur skáldsins sem upp er risið til athygli og virðingar. DANÍÍL Kharms var einn þeirra höfunda sem lifðu á jaðri hins leyfilega og fengu ekki birt nema hluta verka sinna á dögum strangrar ritskoðunar og tor- tryggni í garð þeirra sem viku af alfaraleið. En er nú upp risinn til athygli og virðingar og fara verk hans víða: nú síðast hefur Hafliði Hallgrímsson samið tónlist sem fylgir tólf örsögum hans í flutn- ingi Jóhanns Sigurðarsonar leik- ara og Caputhópsins. Framúrstefna á Stalínsdögum Danííl Júvashov hét hann og tók sér dulnefnið Kharms. Hann var fæddur árið 1905 í Pétursborg og á miðjum þriðja áratugnum fer hann að láta að sér kveða á skáldakvöldum framúrstefnu- hópa. A þeim tíma var enn ekki búið að smala sovéskum höfund- um inn í eitt rithöfundasamband undir pólitískan aga og stefnuskrá og bókmenntaflóran furðu fjöl- skrúðug. Kharms gekk árið 1927 í einn af nokkrum hópum tilrauna- fúsra skálda sem kallaði sig Ober- iu. En nú var skammt til stalínískrar frosthörku í menning- armálum - upp úr 1930 voru Oberiuskáld sökuð um að afvega- leiða lesendur frá nytsamlegum verkefnum og hugsunum með meiningarlausum kveðskap. Kharms og einn félaga hans voru handteknir fyrir þær syndir og sendir í útlegð til borgarinnar Kúrsk. Þar var Kharms þó ekki lengi - enn var tími hinna miklu hreinsana ekki hafinn. En um þetta leyti sér hann þann kost vænstan að skrifa einkum furðu- sögur fyrir börn. Ritskoðunin rak marga sovéthöfunda til að semja barnabækur: þar var enn svigrúm fyrir hugarflug og ævintýralegar uppákomur - og sá sem skrifar fyrir börn leggur sjálfur á sig rit- skoðun fremur en hann þurfi að hlýða beinum fyrirmælum um það hvað er hollt fyrir fullorðna. Það voru þessar barnasögur sem voru svo til hið eina sem kom á prent eftir Kharms í Sovétríkjunum - allt þar til upp úr 1962 að aðrir textar fóru að slæðast inn í tíma- rit og safnrit. Kharms bjó þessi ár einatt við sult og seyru og hungur er snar þáttur í verkum hans. Hann komst hjá hreinsununum miklu 1936-38 en var handtekinn í Leníngrad skömmu eftir að Þjóð- verjar réðust á Rússland sumarið 1941, sakaður um að hafa grafið undan baráttuþreki manna með uppgjafartali. Talið er að hann hafi dáið úr hungri í fangelsis- sjúkrahúsi árið 1942. Róttækt niðurrif Þegar Andrej Sínjavskíj velti því fyrir sér í grein sem skrifuð var árið 1973 hvað megi sovéskum bókmenntum helst til hressingar verða segir hann sem svo: „Nú um stundir set ég traust mitt á draumóralist, sem tekur fremur mið af tilgátu en tilgangi, list þar sem hið gróteska leysir af hólmi raunsæislega lýsingu hvunndagsleikans. Slík list mundi hæfa best anda okkar tíma. Megi hugarfóstur Hoffmanns og Dostojevskíjs, Goya, Chagalls og Majakovskíjs ... kenna okkur að vera sannorð með aðstoð hins fá- ránlega og ímyndaða“. Þessi lýs- ing á um margt vel við verk Danííls Kharms. Vissulega fer því fjarri að þau megi kalla raunsæis- lega lýsingu hvunndagsleikans. Þau eru líka óralangt frá þeirri skyldubjartsýni sem menning- arpólitík sovéska ríkisins reyndi að halda til streitu - ekki síst á þeim Stalínstímum sem Kharms lifði. Kharms skrifaði fyrst og fremst stutta texta, örsögur, leik- þætti. I leit að fyrirmyndum að verkum hans og skyldum fyrir- bærum má víða bera niður: Þar finnum við skopkviðlinga Kozmu Prútkovs (sem þrír háðskir rúss- neskir höfundar á nítjándu öld bjuggu til og ortu í orðastað hans), örsögur Tsjekhovs, kveð- skap fútúrista um og eftir bylting- una, skopádrepur Zoshenkos um nýbakaða sovéska smáborgara og reglugerðaþræla. Einnig má til nefna Lewis Carrol (Lísa í Undra- landi) sem og dadaista, súrrea- lista og þöglar gamankvikmyndir. Um leið má halda því fram að verk Kharms vísi til ókominna tíð- inda í bókmenntum: til leikhúss fáránleikans og til allsherjar nið- urrifs á bókmenntategundum, til þeirrar „afbyggingar" sem menn hafa svo mjög haft milli tanna á síðari árum. I Kharms vakir óstýrilátur per- sónuleiki sem fussar og sveiar skynsamlegri meðalhegðun og uppbyggilegu hugarfari. I minniskompum hans má finna at- hugasemdir eins og þessa hér: „Mér er illa við börn, gamla karla og kerlingar og þetta skynsama miðaldra fólk. Það væri ansi grimmt að eitra fyrir börnin - en andskotinn hafi það, eitthvað verður að gera við þau. Ég virði aðeins ungar hressar og glæsileg- ar konur en tortryggi afganginn af mannkyninu... Og hvað er svona merkilegt við blóm? Maður finnur miklu betri ilm milli kven- fóta. Hvorutveggja er hrein nátt- úra svo enginn skal dirfast að hneykslast á orðum mínum“. Slíkur maður hefði hvar sem væri verið talinn vafagepill og háskalegur guðsótta og góðum siðum. Og þegar hann játar líka að hann láti sig það aðeins varða „sem hefur enga hagnýta merk- ingu, (hann) hafi aðeins áhuga á lífinu í fáránleika þess“, þá má geta nærri að hann er utangarðs í því sovéska samfélagi sem vildi gera rithöfunda að „verkfræðing- um sálarinnar" í þágu áforma rík- isins og jákvæðs uppeldis þegn- anna. Aðferð Kharms er útsmog- in, og gerir einatt gys að sjálfri sér svo það er ekki einfalt mál að skoða tengsl texta hans við þann veruleika sem þeir eru sprottnir úr. En þar fer töluvert fyrir leik að sovéskum tíðindum og málfari - eins og í örsögunni um Tíka- kejev og Koratygin sem lentu í hár saman út af því hve lengi síð- arnefndur hafði beðið eftir hinum meðan sá fór út í búð: „Þessi orð æstu Koratygin svo mjög að hann lokaði annarri nösinni með fingri, en snýtti sér á Tíkakejev úr hinni nösinni. Þá tók Tíkakejev stærstu gúrkuna upp úr tuðru sinni og lamdi Koratygin með henni í hausinn. Koratygin greip höndum um höfuð sér, datt niður og dó. Mikið eru þeir faimir að selja stórar gúrkur í búðunum nú til dags.“ Hér fer margt saman: fárán- leiki, svartur húmor, laumuleg til- vísun í afreksfréttir af sovéskum landbúnaði (gúrkurnar alltaf að stækka!) - og svo stef sem er mjög áleitið í samtíma Kharms og síðar: ástæðulaust ofbeldi, skyndi- leg og fáránleg óhöpp sem alls staðar bíða eftir mér og þér. Svip- að er uppi á teningnum í sögunni um Kalúgín sem dreymir á víxl í fimm sólarhringa að hann sitji á bak við runna og framhjá gangi lögreglumaður eða að hann sjálf- ur feli sig inni í runnum meðan löggan gengur framhjá. Eftir þessar hremmingar er Kalúgín svo horaður að hann verður að binda á sig stígvélin með snæri og þegar heilbrigðiseftirlitið fer á milli íbúða og sér hann: „þá var hann lýstur skaðlegur hreinlæti og skipaði nefndin hús- félaginu að henda Kalúgín út með ruslinu. Kalúgín var brotinn sam- an í tvennt og honum hent eins og öðru rusli“. Danííl Kharms lifði einmitt þá tíma þegar enginn veit hvenær ég er að fela mig fyrir löggunni eða hvenær löggan felur sig fyrir mér og mönnum „var hent eins og öðru rusli“. Sömu tíma og annar merkur Rússi, Míkhaíl Búlgakov, sem í mikilli skáldsögu, Meistar- inn og Margi'ét, dregur upp gróteska mynd af fáránlega spilltri og óttasleginni samtíð. Og blandar hana voninni um listina sem lifir af, um skáldið sem ekki bregst sjálfu sér og um handritið merkilega sem allir héldu að væri bannað og brennt en er samt risið úr ösku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.