Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ / þágu öryrkja, ungmenna og íþrótta Ný símanúmer hjá íslenskrí getspá Sími skrífstofu: 580 2500 Fax: 580 2501 V Sýnishorn úr söluskrá 1. Glæsileg blómabúð í verslunarmiðstöð þar sem mikil umferð er enda mjög vel staðsett. Mikið um heimilislegar gjafavörur. Laus strax. 2. Lítil falleg og þekkt sælkeraverslun í miðborginni til sölu. Einstakt tækifæri fyrir huggulegtfólk sem vill eignast notalegtframtíðarfyrir- tæki. 3. Sérverslun fyrir krakka upp í 9 ára. Sú eina sinnartegundar á land- inu. Flytur að mestu leiti inn sína eigin vöru. Er á góðum stað. Laus strax vegna veikinda. 4. Ritfanga- og leikfangaverslun í verslunarmiðstöð sem allir þekkja. Skemmtileg atvinna fyrir snyrtilegan aðila sem leitar að skemmtilegu og gefandi framfærslufyrirtæki. 5. Veitingasala á Vesturlandi til sölu. Salir fyrir 100 manns. Bar. Öll leyfí. Dansleikir um helgar allt árið. Brjálaður tími framundan. Góð staðsetning á vinsælum stað. 6. Sérhæfð bílaleiga til sölu. Er með útleigu á húsbílum og húsvögnum. Starfar aðeins yfir sumarmánuðina. Góð sambönd við erlendar ferða- skrifstofur. Er á netinu. 7. Heildverslun með verkfæri. Vel skipulagt fyrirtæki með góð sambönd innlend sem erlend. Hægt að margfalda veltuna. 8. Skyndibitastaður á frábærum stað. Er einnig með ísbúð og sælgætis- verslun. Mikil íssala framundan. Opið aðeins til kl. 20.30 á kvöldin. Rífandi fyrirtæki fyrir áhugasamt fólk. 9. Framköllunarþjónusta, Ijósmyndavöruverslun, Ijósmyndastúdíó og innrömmun, allt á einum stað og mikil umsvif. Skapandi fyrirtæki með mikla tekjumöguleika. Spennandi dæmi sem selst vegna veikinda. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAN SUÐURVE R I SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Fréttir á Netinu mbl.is < ALLTj\f= eiTTHySAÐ A/ÝT7 ÚR VERINU Sfldin ekki gengin í íslenska landhelgi Oánægja með veiðar hollenskra togara í Sfldarsmugunni VEIÐAR íslenskra skipa í Sfld- arsmugunni hafa gengið þokkalega undanfarna daga en fremur lítið fékkst af síldinni gær. Nú eru 23 ís- lensk skip að veiðum í Síldarsmug- unni og eru þau dreifð um stórt svæði við leit. Þeir sem Morgunblað- ið ræddi við í gær segja síldina enn ekki hafa gert sig líklega til að ganga inn í íslensku fiskveiðilögsöguna. F’rá því að síldin fór að veiðast í Síldarsmugunni fyrr í þessum mán- uði hefur tæpum 50 þúsund tonnum verið landað hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fisk- vinnslustöðva. Síldin hefur veiðst um 20 sjómílur frá landhelgislínu Islands og um tíma leit út fyrir að hún gengi inn í landhelgina en hefur síðan dreift sér og veiðin færst nokkru norðar en áður. Nú eru einnig fjórir hollenskir flottrollstogarar að veiðum í Síldarsmugunni við lítinn fógnuð ís- lensku síldarsjómannanna sem segja trollin dreifa síldinni og styggja hana. Þá kom Hoffell SU, skip Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðs- firði, á miðin í gærmorgun en skipið mun veiða í troll. Þá er ennfremur búist við að Sveinn Benediktsson SU, nýtt skip SR-mjöls hf. á Reyðarfirði, hefji veiðar með flottroll í Sfld- arsmugunni á næstunni. Lítið látin hreinsa sig af átunni Fituinnihald sfldarinnar er nú 10-11% og fer hækkandi með hverj- um degi. Sfldin er ennfremur full af átu og því ekki verið um það að ræða enn þá að vinna hana tfl manneldis. Að sögn Freysteins Bjarnasonar, út- gerðarstjóra Sfldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað, verður þó gerð tilraun tfl að vinna sfldina til manneldis en Beitir NK mun landa um 850 tonnum af sfld hjá fyrirtækinu í dag sem skipið geymdi í nótinni í því skyni að láta hana hreinsa sig af átunni. Mest hefur verið landað af sfld hjá verksmiðju SR-mjöls hf. á Seyðisfirði eða um 9.400 tonnum. Tæp 8 þúsund tonn hafa borist til Sfldarvinnslunnar hf. og um 7.200 tonn til Hraðfrysti- húss Eskifjarðar hf. Þá hefur um 4.500 tonnum verið landað hjá SR- mjöli hf. á Raufarhöfn. Morgunblaðið/HMA SÍLDVEIÐAR í Síldarsmugunni hafa gengið þokkalega að undanförnu þótt lítið hafi veiðst í gær. Á myndinni er verið að dæla sfld um borð í Húnaröst SF í Sfldarsmugunni í fyrra. Eiður Guðnason sendiherra um ársfund IWC Alþj óðahvalveiðiráðið er klofið í herðar niður JAPAN og Noregur hótuðu að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu, IWC, eftir að 51. ársfundur þess, sem fór fram á Grenadaeyju í Karíbahafinu í liðinni viku, hafnaði tillögum um að aflétta 13 ára hvalveiðibanni, að sögn AP-fréttastofunnar. Eiður Guðnason sendiherra og Amór Halldórsson, lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneyt- inu, voru áheymarfulltrúar en í ráð- inu eru 40 þjóðir og voru fulltrúar 34 þeirra á fundinum. Eiður sagði við Morgunblaðið að ekki hefði verið um sérstaka niður- stöðu fundarins að ræða frekar en á öðrum ársfundum IWC, heldur væri þetta áframhaldandi starf. Stöðugt væri unnið að endurskoðaðri stjórn- unaráætlun sem hefði verið í vinnslu en miðaði ákaflega hægt vegna þess að meirihluti aðildarríkja, 20 til 23 ríki af 34 að þessu sinni, vildi ekki hvalveiðar. Þau væru friðunarsinnar og stæðu mjög hart gegn allri nýt- ingu hvalastofna, burtséð frá stöðu stofnanna. Nokkrir stofnar hefðu hugsanlega verið í hættu áður en væru það ekki lengur og fjölmarga stofna væri hægt að nýta með sjálf- bærum hætti og brýnt að nýta að margra mati. „Alþjóða hvalveiðiráðið er klofið í herðar niður. Annars vegar eru ríki sem vilja nýta hvalastofnana en hins vegar rfld sem vilja ekki að einn einasti hvalur sé tekinn,“ sagði Eiður. Japan og Noregur hótuðu að fara úr ráðinu og fréttastofan AP hafði eftir Norðmanninum Halvor Johan- sen að næðist ekki samkomulag á allra næstu árum gæti það þýtt að Norðmenn sneru sér að Norður-Atl- antshafssjávarspendýraráðinu, NAMMCO, þar sem ísland, Græn- land og Færeyjar eru fyrir ásamt Noregi. Eiður sagði að hótanir Japana og Norðmanna hefðu ekki komið beint fram á fundinum en menn hlytu að íhuga sinn gang þegar svona stofnun, sem sett var á laggirnar 1946 til að stýra nýtingu á hvalastofnum, hefði gersamlega snúist upp í andhverfu sína. „Það er afar skiljanlegt að þeir sem viija nýta hvali eins og annað sjávarfang hugsi sinn gang. íslending- ar tóku á sínum tíma ákvörðun um að fara úr ráðinu, meðal annars vegna þess að það lét tillögur eigin vísinda- nefndar sem vind um eyru þjóta og var farið að vinna gegn markmiðum eigin stofnsáttmála." Eiður sagði að umræða í lok fund- arins á síðasta degi væri lýsandi dæmi um stöðu ráðsins. „Rætt var um hvort leyfa ætti íbúum St. Vincent og Grenadines að veiða tvo hnúfubaka á ári næstu þrjú árin en þeir hafa stundað slíkar veiðar í að minnsta kosti 160 ár. Þetta var lítið mál í aug- um okkar en stórmál í augum ann- arra. Daginn áður báðu Hollendingar um að máhnu yrði frestað þar sem þeir ættu mjög erfitt með að sam- þykkja þetta en svo fór að með mikl- um semingi féllust þeir á veiðamar. Tillagan var samþykkt með þeim skil- yrðum að þeir mættu veiða tvo hvali, en ekki hvali undir átta metra að lengd sem væru flokkaðir sem kálfar og ekki kálfa sem fylgdu fullorðnum hval. Hollendingar, Bretar, Banda- ríkjamenn og fleiri sögðu að þeir myndu fylgjast mjög nákvæmlega með því hvort farið yrði að þessum reglum. Hnúfubakastofninn er milli 10.000 og 11.000 dýr þannig að veiðar af þessu tagi hafa ekki nokkur áhrif á stofninn sem slíkan en þetta er tölu- vert lýsandi um umræðurnar. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með straumunum og um- ræðunni vegna samþykktar Alþingis um að hefja skuli hvalveiðar á ný.“ I | P mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.