Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg konan mín, móöir okkar, dóttir, tengdadóttir og systir, HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR, Laufengi 25, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 30. maí. Þóroddur Elmar Jónsson, Þórunn Þrastardóttir, Þórbergur ísak Þóroddsson, Sólveig Sjöfn Helgadóttir, Jón Sören Jónsson, Ásta Þórey Ragnarsdóttir, Jón Þóroddsson, Bryndís Jónsdóttir, Svandís Jónsdóttir, Valdís Jónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis á Álfaskeiði 37, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði, miðvikudaginn 2. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minning- arsjóð Guðmundar Gissurarsonar, Sólvangi. Fyrir hönd vandamanna, Kristjana Marteinsdóttir, Björn Marteinsson, Þórður Arnar Marteinsson. + Ástkær faðir minn og bróðir okkar, BJARNI KRISTJÁNSSON, Seljavegi 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 28. maí. Útförin verður frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 8. júní kl. 13.30. Kristján Bjarnason, Þorsteinn Kristjánsson, Pétur Kristjánsson. + Móðir mín og fósturmóðir, JÓNÍNA GUÐVARÐARDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt föstudagsins 28. maí. Útförin verður auglýst síðar. Birgir Þórðarson, Þórður Magnússon. + Elskulegur faðir okkar, KARL SKAPTI THORLACIUS, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 13.30. Sigfrið Berglind Thorlacius, Jósef Sigurjón Thorlacius, Magnús Elvar Thorlacius, Ragnar Marinó Thorlacius, Sigurður Ingi Thorlacius, Karen Agnarsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, ÞORSTEINN SIGURÐSSON Ý bifvélavirki, Gnoðarvogi 28, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 30. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Valdimarsdóttir. HAFSTEINN GUÐMUNDSSON + Hafsteinn Guð- mundsson, járn- smiður, fæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1912. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 16. mai síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 21. maí. Einn af mínum kær- ustu vinum af kynslóð afa míns og ömmu er fallinn frá. Mínar fyrstu minningar um Hafstein og hans indælu konu, Hansínu, sem lést fyrir nokkrum árum, eru frá því er sú fregn barst mér að í ný- lega autt fjósið á Hamrafelli væru komnir íbúar á ný. Ólafur afi minn, þá ábúandi á Hamrafelli í Mosfells- sveit, færði mér fréttimar eitt sinn er hringt var í þau gömlu hjónin úr foreldrahúsum mínum norður í landi. Þetta var árið 1976 eða 7 og nýbúamir í fjósinu vom kindumar hennar Hansínu. Þá fékk ég þær upplýsingar að Hansína þessi var ein af þeim konum er höfðu um langt skeið selt egg í bænum í heildsölu fyrir afa. Hansína hafði haft aðstöðu í Kópavogi, ef ég man rétt, en varð um þetta leyti að víkja fyrir ört vaxandi byggð. Hún kom með rútunni á hverjum degi úr Reykjavík að sinna kindunum á meðan þær vom á húsi en um helg- ar kom Hafsteinn oftast með henni og stundum einnig böm þeirra og bamaböm. Þá var ævinlega mikið spjallað í litlu borðstofunni á Hamrafelli og glatt á hjalla. Hans- ína sinnti kindunum sínum af mik- illi natni og alltaf var gaman að fylgjast með samskiptum hennai- við þær því allar þekktu þær hana og hún þær. Vikulega fór afi með eggin í bæ- inn og er ég fór að eldast fór ég að fara þessar ferðir með honum. Minnisstæð er mér fyrsta ferðin, er við komum á Kambsveginn gekk afi beint inn í kjallarann, án þess að banka, og inn í þvottahús, eggja- kassinn settur þar á borð og annar tómur tekinn í staðinn. Síðan beint upp á efri hæðina og þá fyrst var gert vart við sig (afi hafði greini- lega farið þetta áður). Þar var líka greinilegt að Hansína vissi alveg hvaða dagur var í dag, búið var að leggja bolla á borð og meðlæti með. Mjólkurglasi var nú bætt við er í ljós kom að kaupamaðurinn var með í ferð og Hafsteinn var sóttur út í smiðjuna. Hafsteinn og Hans- ína vom bæði afar hjálpleg með allt er gera þurfti á Hamra- felli og margt lærði ég af þeim er snéri að umhirðu dýra og við- gerðum á vinnuvélum. A sumrin er leið að heyskap var farið að hringja af Kambsveg- inum og spyrja frétta af sprettunni og fyrr en varði voru þau bæði mætt er taka átti sam- an hey, Hansína með hrífu í hendi og Haf- teinn að taka á böggum. Hafsteinn sló garðinn á Kambsveginum í þá daga ávallt með orfi og ljá og stundum kom hann með orfið sitt í sveitina og sló með okkur grýttar spildur er þá voru yfirleitt slegnar upp á gamlan máta. Eitt sumarið fóru afi og amma til vikudvalar í Hveragerði og fluttu þá Hafsteinn og Hansína að Hamrafelli því ekki var hægt að skilja unglinginn (und: irritaðan) eftir einan í kotinu. í skemmstu máli þá var þessi vika allt of fljót að líða við spil og spjall á kvöldin eftir að hafa verið við ein- hverja útivinnu um daginn. Kynni mín af Hafsteini og Hans- ínu hafa gefið mér margt og minn- ingar um þau eru æði margar og verða mér afar kærar um ókomna tíð. Nú er svo að afi minn andaðist í mars síðastliðnum svo ekki er langt á milli þeirra félaganna. Nína, Guðmundur, Hafsteinn og Gerður, innilegar samúðarkveðjur færi ég og fjölskylda mín ykkur og fjölskyldum ykkar við fráfall Haf- steins. Finnur Ingimarsson, Hamrafelli. Hafsteinn Guðmundsson, járn- smiður, Kambsvegi 33 í Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 16. maí sl., 87 ára að aldri. Utför hans fór fram frá Langholtskirkju 21. maí. Hafsteinn frændi, eins og við mörg írændsystkini hans köll- uðum hann oftast, fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1912, en ólst upp frá unga aldri á Skjaldvarar- fossi á Barðaströnd, en Foss og sveitin hans, Barðaströndin, voru honum alla tíð afar kær. Hafsteinn var elstur átta systkina og eru fjögur þeirra, auk hans, látin, þau Gyða, Guðmundur Friðgeir, Lúð- vík og Kristín. Eftirlifandi eru systkinin Unnur, Þórarinn Fjeld- sted og Snæbjöm Gunnar. Snemma kom í Ijós áhugi Haf- + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN C. ÞORKELSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Stigahlíð 75, sunnudaginn 30. maí. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. júní nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Geðvemdarfélag íslands. Tómas Helgason Helgi Tómasson, Anna Sigurmundsdóttir, Þór Tómasson, Gunnhildur Þórðardóttir, Kristinn Tómasson, Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR, lést föstudaginn 28. maí sl. Ragnhildur Benediktsdóttir, Þorgerður Benediktsdóttir. steins og hæfni til smíða, bæði á járn og tré, enda varð hann þeirr- ar gæfu aðnjótandi að geta sótt sér menntun á áhugasviði sínu, en hann lauk vélvirkjanámi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1938. Sama ár kvæntist hann Hansínu Jóns- dóttur, kennara, frá Iðu í Biskups- tungum, mikilli hæfileikakonu, og eignuðust þau fjögur böm, Jónínu, Guðmund, Hafstein og Gerði. Haf- steinn starfaði við iðngrein sína alla tíð, ef undan em skilin tvö sumur þegar hann brá fyrir sig trésmíði og byggði útihús fyrir bændur norður í Miðfirði og vest- ur í Reykhólasveit. Þessi störf, eins og öll önnur sem hann tók að sér, leysti hann af hendi af ein- stakri alúð og hæfni. Hafsteinn var greindur og mikill áhugamaður um ýmis félags- og framfaramál, enda átti hann einstaklega gott með að vinna með öðmm og var alls staðar vinsæll, hvort heldur sem starfs- maður eða félagi. Undirritaður átti því láni að fagna að starfa sem unglingur með Hafsteini í bygg- ingarvinnu eitt sumar. Það var tími sem var lærdómsríkur og aldrei gleymist, en auk þess að kynnast einstakri vinnusemi og verklagni, þá fylgdi leiðsögn og fyrirmynd sem öllu ungu fólki er gott að kynnast. Aldrei notaði hann styggðaryrði eða skammir, menn með hans hæfileika beita þeim ekki. Öllu sem gera þurfti kom hann til skila með sinni hóg- værð, en þó á markvissan hátt. Auk þess að kynnast Hafsteini við ofangreind störf var hitt ekki síður mikilsvert, að heimili þeirra hjóna í Reykjavík stóð fjölskyldu minni alltaf opið ef við þurftum að bregða okkur til Reykjavíkur; því fengum við bræður ásamt foreldr- um okkar vel að kynnast. Eins var með fjöldamörg viðvik fyrir sveita- manninn í höfuðborginni, en fáir vita líklega núorðið að þar var býsna oft leitað til Hafsteins frænda. Hafsteinn var gæfumaður allt sitt líf. Hann átti góða fjöl- skyldu, var heilsuhraustur fram á efri ár og naut þess þegar um fór að hægjast að sinna áhugamálum sínum sem voru býsna fjölþætt. Þótt það hafi verið mikið áfall fyrir hann að missa konu sína árið 1991, en hún dó af slysförum, þá brást hann við því eins og öllu öðru, með æðruleysi og festu. Hann tók glímunni við elli kerlingu á einkar jákvæðan hátt og þegar ljóst var að dagur var að kveldi kominn var hann sáttur við alla. Þótt hann væri orðinn mikið veikur síðustu vikumar, þá var það stoltur og ánægður maður, sem greindi frá því að um páskana hefði hann þó náð því að vera viðstaddur ferm- ingu yngsta bamabams síns. Við útför Hafsteins frá Lang- holtskirkju 21. maí sl. var eftirfar- andi ljóð frumflutt, en það er kveðja frá systursyni hans: Þú hafðir lifað langa ævi og h'fíð mörgum betra gjört, í himingeimsins gullnu lindum glitrar sál þín hrein og björt. Þitt líf var eins og ljósið bjarta, ég loksins alveg skil það nú, að ríma saman Krist og komma kunnu fáir betur en þú. Nú horfín eru skugga ský sem skila ölduróti, Barðaströndin björt og hlý þér breiðir faðminn móti. Þegar að lokum landi nærðu og lítur það sem eftir beið, þakkir mínar, frændi, færðu, þér fylgja mega alla leið. (Jón Snæbjömsson.) Þegar undirritaður, sem ung- lingur, hlustaði á fullorðið fólk ræða um það hvaða kostum ein- staklingur þyrfti að vera búinn til þess að geta með sanni kallast góð- ur maður, þá flaug strax upp í hug- ann að lítill vandi væri að benda á slíkan mann, auðvitað væri það Hafsteinn frændi. Aratugum síðar er undirritaður sömu skoðunar. Árni Snæbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.