Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 35 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell ANNA Snæbjörnsdóttir og Sigríður Jónsdóttir koma fram á tónleikum á Akranesi og í Hafnarborg. Tónleikar Sigríðar Jónsdóttur og Önnu Snæbjörnsdóttur Þemað snýst um dæmda ást SIGRÍÐUR Jónsdóttir messósópransöngkona og Anna Snæbjörnsdóttir píanóleikari halda tónleika í sal Tónlistarskól- ans á Akranesi í kvöid kl. 20.30 og í Hafnarborg 4. júní kl. 20.30. A efnisskránni eru sönglög eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Gunn- stein Ólafsson, Atla Heimi Sveins- son, Brahms, Mozart, Schubert og Fauré, og aríur úr óperum eftir Mozart, Gluck og Gounod. „Þema þessara tónleika snýst um dæmda ást, ef svo mætti að orði komast, þar sem velt er upp mörgum hliðum þeirrar ástar sem ekki fær leyfi til að lifa, og baráttunni við að halda lífi í von- inni. Hér koma við sögu örlög elskendanna Rómeós og Júlíu og Orfeusar og Evridísar, ástir ungra stúlkna til sviksamra flag- ara, forboðnar ástir sem birtast í ljóðum Verlaines og Silvestres, draumkenndir ástarórar í Ijóði Valgerðar Benediktsdóttur og í lokin blákalt ástaruppgjör sjálf- stæðrar konu í ljóði Magneu Matthíasdóttur," segja þær Sig- ríður og Anna. Sigríður Jónsdóttir lauk próf- um frá Mannes College of Music í New York og University of Illino- is í Urbana. Hún hefur haldið fjölda tónleika heima og erlendis. Hún starfar nú við Tónlistarskól- ann á Akranesi. Anna Snæbjörnsdóttir lauk pí- anókexmaraprófi og einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún starfar einnig við Tónlistarskólann á Akranesi. Sjötta ljóðabók Erlends Jónssonar ÚT ER komin ljóða- bókin Vatnaspegill eft- ir Erlend Jónsson. Vatnaspegill er þrett- ánda bók höfundar en sjötta ljóðabók hans. Vatnaspegill er safn tuttugu og sex ljóða auk eins ljóðaflokks. Bókin skiptist í þrjá kafla. Frá vorhimni til haustlita heitir hinn fyrsti, ferðaminningar og náttúrustemmning- ar og hugleiðingar þeim tengdar. Annar hlutinn ber yfirskrift- ina Meðan kennarinn Sýning Páls framlengd SÝNING Páls S. Pálssonar í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðu- stíg 5, sem hefur staðið frá í maí, verður framlengd til laug- ardagsins 12. júní. svaf, eins konar skólaljóð með af- stæðu formerki þar sem horft er skáhallt á lífið innan skóla- veggja og starf kenn- arans vegið og metið með drauminn að leiðarljósi en veru- leikann í bakgrunni jafnframt því sem minnt er á hvað kenn- ari má en einkum þó hvað hann má ekki. Þriðji hlutinn, Sól- stöður yfir Staðar- kirlgugarði, er helg- aður minningu al- þýðulistamanns sem ól með sér þá von að hann mætti gera sig gjald- gengan í listinni en varð að beygja sig fyrir lögmálum brauðstritsins og endaði ævi sína án þess að störf hans væra í nokkra þökkuð né metin. Vatnaspegill er 64 blaðsíður. Út- gefandi er Bókaútgáfan Smái-a- gil en prentvinnsluna imnað- ist Odddi hf. Erlendur Jónsson Námskeið í um- hverfíslist LJÓSAKLIF, vettvangur fyrir skúlptúr og umhverfislist, í sam- vinnu við menningarmálafulltrúa Hafnarfjarðar, gengst fyrir nám- skeiði í umhverfislist helgina 12. og 13. júní kl. 13-18 báða dagana. Ljósaklif, vettvangur fyrir skúlptúr og umhverfislist, er á vemduðu hraunsvæði við sjóinn vestast í Hafnarfirði. Sumarið 2000 verður starfsemi Ljósaklifs á dag- skrá Menningarborgar, sem sam- starfsverkefni sveitarfélaga og Menningarborgar 2000. Námskeiðið er fyrir áhugasama um skúlptúr og myndlist í náttúra og umhverfi, en jafnframt liður í tilraunaverkefni í umhverfislist, þar sem þátttakendur á námskeið- inu gera eins konar sjálfsmyndir í ýmis efni út frá tengslum sínum við tiltekið umhverfi. Þessar sjálfs- myndir fólks með ólíka reynslu að baki og úr ýmsum starfsstéttum verða síðar hluti m.a. af sýningum í sýningarrými Ljósaklifs. Þar munu Einar Már Guðvarðarson, mynd- LJÓSAKLIF og nánasta umhverfi. listarmaður og leiðbeinandi á nám- skeiðinu, og jafnvel aðrir íslenskir og erlendir myndlistarmenn tengja þær myndrænni úrvinnslu á sama umhverfi, í þessu tilviki hraun- svæðinu umhverfis Ljósaklif. Allir geta verið með Námskeiðið verður í formi kynn- ingar og fyrirlestrar í máli og myndum, vettvangskönnunar og vinnu, þar sem söfnun hugmynda og hluta, skráning, greining, teng- ing þeirra og úrvinnsla kemur m.a. við sögu. Ljósmyndavélin sem skráningartæki og Ijósmyndin sem birtingarform munu gegna veiga- miklu hlutverki á námskeiðinu. All- ir geta tekið þátt í námskeiðinu, einnig þeir sem telja sig ekki hafa neina þekkingu á myndlist. Einar Már Guðvarðarson, mynd- listarmaður og kennari, hefur hald- ið fjölda sýninga, starfað við ýmis myndlistarverkefni og kennt högg- myndagerð hér á landi og erlendis. Skráning er fyrir 6. júní næst- komandi. „Listamaður- inn lengi þar við undi“ TÓJVLIST Háteigski rkja KÓRTÓNLEIKAR Hamrahh'ðarkdrinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, flutti íslensk kórverk sem á liðn- um árum hafa verið samin sérstaklega fyrir Hamrahlíðarkórinn. Sunnudaginn 30. maí. ENGINN kann þá list, að skilgreina feg- urðina í orðum eða segja til um eigindir hennar, en öllum er hún ljós, er þeir standa andspænis henni og jafn vissir í „sinni sök“, þá hún er fjarri. Menn hafa leitað svara í samanburði við það sem er illt og gott, með tilvísun til trúargilda og jafnvel talið fegurð- ina Guðs gjöf. En allar leiðir til útskýringa hnjóta um þá hindran, að samanburðarfyrir- bærin era jafn óskilgreinanleg og fegurðin sjálf. í sköpun listaverka er maðurinn að leita að hinu óræða og því er leit hans enda- laus og fullkomnun hans aðeins ein örstutt snerting, jafnvel ómeðvituð, við hið óskil- greinanlega, sem þó býr yfir undursamlegri uppljóman. Fagurkerinn Þorgerður Ingólfsdóttir átti eina ögurstund með hinni óskilgreinanlegu fegurð á tónleikum Hamrahlíðarkórsins í Háteigskirkju sl. sunnudag, sem voru kveðjutónleikar hennar og kórsins fyrir ferð þeirra til Tékklands. Það er haft hátt um „Júróvísjón“-keppnir og í þeim hávaða heyra fjölmiðlarnir ekki til kórsins hennar Þor- gerðar. Þó ber hún við beltissylgju sína það besta sem ort hefur verið á íslenska tungu og fagurlega tónsett af íslenskum tónskáldum, dýran og gildan fjársjóð fegurðar. Upphafstónar Þorlákstíða era dæmi um tímaleysi hinnai- trúarlegu tignunar og vora þeir sungnir af djúpri virðingu en einnig með þeim hátíðarfögnuði, er býr í þessu ótrúlega fagra tónverki. Fjögur íslensk þjóðlög í fag- urri raddsetningu Hafliða Hallgrímssonar, Nú vil ég enn í nafni þínu, Hættu að gráta hringaná, Sof þú blíðust barnkind mín og Veröld fláa, vora sungin með undursamleg- um þokka og sérstaklega Sof þú blíðust barnkind mín. Requiem eftir Jón Leifs hefur Hamrahlíðarkórinn oft sungið betur, sem á köflum var of granntóna og hljómvana, sér- staklega í upphafi verksins. Ek wiwar, samið við foma áletran á stein af Þorkeli Sigur- bjömssyni, sérkennilega fomeskjulegt en vel samið lag, var mjög vel flutt en hápunkt- urinn fyrir hlé var ægifagur flutningur kórs- ins á Maríukvæðunum eftir Atla Heimi Sveinsson, Haustljóð til Máríu, Máríuvísur og hinu sérkennilega fagra lagi Maríukvæði. I þessum lögum áttu kórinn og Þorgerður örstutta viðdvöl í sölum listagyðjanna. Recessional eftir Þorkel Sigurbjörnsson, síð- asta verkið fyrir hlé, var mjög vel sungið, þar sem mismunandi ritháttur verksins var sérlega vel og greinilega mótaður. Þessi sterka formskynjan Þorgerðar kom hvað best fram í Vorkvæði um Island, sem Jón Nordal samdi við kvæði Jóns Oskars. Þetta fagra verk tóna og ljóðs var sérlega vel flutt og með sterkri tilfinningu fyrir innri tónskipan verksins, svo að tónsmíðin lifnaði með sérstökum hætti. í miðri alvörunni er brugðið á glettinn leik með Páli P. Pálssyni í limram hans Vagnar á skólalóð og Öld hrað- ans, við orðaleik Þorsteins Valdimarssonar, en síðan aftur horfið til alvörannar með lag- inu Andvökunótt eftir Hildigunni Rúnars- dóttur. Efnilegur ungur söngvari, Ólafur Einar Rúnarsson, flutti, ásamt kórnum, þetta stemmningsríka tónverk mjög fallega. Leikrænn og skemmtilegur flutningur kórs- ins á tveimur lögum eftir undirritaðan, Pilt- urinn og stúlkan og I gleðinni, gaf tóninn fyrir framflutning á lokaverki tónleikanna, sem var Islenskt rapp, Rondo fantastico VI, eftir Atla Heimi Sveinsson. Þetta verk er sambland af uppátækjum og tónlist, þar sem heyra má leikið með „íslenskan rímnahryn", skemmtilegan samleik kórs og einleikara á básúnu, klapp, stapp og margvíslegan leik með texta, ofið saman á sérlega skemmtileg- an máta, er var einstaklega lifandi í fiutningi kórs og einleikara á básúnu, er var Helgi Rafn Jónsson. I raun lauk tónleikunum úti á tröppum kirkjunnar, en þar söng kórinn nokkur lög meðan fólkið streymdi út úr kirkjunni en beið utan dyra um stund og hlýddi á söng unga fólksins. Það má segja að textinn í Undir bláum sólarsali, sem kórinn söng á tröppunum, hafi átt hér vel við, því tónleika- gestir hefðu trúlega gert sem listamaðurinn í kvæðinu; unað um langa stund í kvöldblíð- unni fögram söng Hamrahlíðarkórsins. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.