Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 65
FRÉTTIR
Framhaldsskólanum
að Laugum slitið
Húsavík - Framhaldsskólanum að
Laugum í S-Þingeyjarsýslu vai' slit-
ið við hátíðlega athöfn hinn 22. maí
sl. og lauk þar með 11. starfsári
skólans.
í ræðu skólameistara, Hjalta
Jóns Sveinssonar, og Sverris Har-
aldssonar, áfangastjóra, kom fram
að veturinn hefði bæði verið við-
burða- og árangursríkur. Tæplega
100 nemendur sóttu skólann og
brautskráði hann 8 stúdenta.
„Það hefur verið ánægjulegt að
fylgjast með framförum nemenda
frá einni önn til annarrar,“ sagði
Hjalti Jón. „Sumir hafa verið að
sigrast á meðfæddum eiginleikum
sem við oft furðum okkur á að vandi
þeirra hafi ekki verið greindur þau
tíu ár sem þessir nemendur hafa
verið í grunnskóla. I mörgum tilfell-
um hefur þetta háð nemendum en
hafi vandinn verið skilgreindur,
kennarar meðvitaðir um hann og
hafi nemandi vilja til þess að taka á
honum, þá næst oft aðdáanlegur ár-
angur.
Skólameistari framhaldsskóla á
Norðurlandi hefur tekið svo til orða
að skóli hans sé góður fyrir góða
nemendur. Ég get aftur á móti hik-
láust fullyrt að skólinn okkar hér sé
góður skóli fyrir alla nemendur.
Hér eru góðir nemendur hvattir til
þess að halda stöðu sinni og reyna
að gera enn betur um leið og hlúð er
sérstaklega að þeim sem lakar
standa."
Skólameistari þakkaði myndar-
lega bókagjöf sem skólanum hefði
borist frá aðstandendum Páls H.
Jónssonar sem var um árabil kenn-
ari við skólann og á skólaslitadegi
komu hollvinir Laugaskóla, þau Sig-
urður Guðmundsson, vígslubiskup,
og kona hans, Aðalbjörg Halldórs-
dóttir, og færðu skólanum bækur að
gjöf.
_ Morgunblaðið/Silli
ÚTSKRIFTARNEMENDUR Framhaldsskólans á Laugum.
,,,' mm jh
| * SHL
HLUTI útskriftarnema stillti sér upp fyrir myndatöku við anddyri
Sjómannaskóla Islands ásamt skólameistara.
Vélskóla fslands slitið
Ovenjumargir út-
skrifaðir á árinu
VÉLSKÓLA íslands var slitið í 84.
sinn laugardaginn 22. maí. 41 vél-
fræðingur útskrifaðist með fjórða
stigs lokapróf og þarf að fara langt
aftur í tímann til að finna svo stóran
árgang. Að auki luku 24 nemendur
fyrsta stigi, 26 luku öðru stigi og 33
luku þriðja stigi. 30 nemendur öðl-
uðust réttindi til vélgæslu á smábát-
um á skólaárinu.
Eftirtaldir fjórða stigs nemend-
ur fengu verðlaun við útskriftina:
Jón Ingólfsson hlaut verðlaun fyrir
góðan námsárangur í vélfræði-
greinum, rafmagnsfræðigreinum,
dönsku, íslensku og tungumálum,
auk verðlauna fyrir uppsetningu
heimasíðu Vélskólans, Róbert
Unnþórsson fékk verðlaun fyrir
góðan námsárangur í ensku, Jón
Arnar Emilsson fyrir rafeinda-
tækni og Elís Jónsson var verð-
launaður fyi'ir störf að félagsmál-
um meðal nemenda.
Tíu ára útskriftarárgangur færði
skólanum glæsilegt málverk eftir
Bjarna Skúla Ketilsson til minning-
ar um einn úr hópnum, Gunnlaug
Karl Nielsen, sem lést af slysförum
í Namibíu á síðasta ári. Einar Leif
Nielsen, faðir Gunnlaugs, var við-
staddur athöfnina, en hann var í
hópi 40 ára útskriftarnema.
Anægju vakti að Guðni Jón Guð-
bjartsson, sem lengi var yfirvél-
stjóri við Ljósafossvirkjun, var við
athöfnina. 60 ár eru liðin frá því
hann lauk námi við skólann.
Þorkell
Sjúkraflutningaskólinn
Sjúkraflutningamenn
útskrifast
SJÚKRAFLUTNINGASKÓLINN
hefur útskrifað neyðarflutninga-
menn sem lokið hafa sérhæfðu nám-
skeiði fyrir sjukraflutningamenn.
Rauði kross íslands, Slökkvilið
Reykjavíkur og fagdeild Landssam-
bands sjúkraflutningamanna standa
að skólanum og er námskeiðið byggt
upp á bóklegri og verklegri kennslu,
þar sem áhersla er lögð á líffæra-
fræði, lyfjafræði, hjartasjúkdóma og
almenna skoðun bráðveikra sjúk-
linga. Jafnframt þurfa nemendur að
sækja verklega kennslu á deildum
Sjúkrahúss Reykjavíkur og hjá
Slökkviliði Reykjavíkur.