Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 69
FÓLK í FRÉTTUM
Nr. i var vikuri Mynd i Otgefandi Tegund
1. i 1. 3 i Ronin i Warner myndir Spenna
2. ; 2. 2 i Holy Mon i Sam myndbönd Gaman
3. : NÝ 1 : Negotiotor | Warner myndir Spenna
4. : 3. 3 : Primary Colors i Skífan Gaman
5. i 4. 2 ; Antz ! CIC myndbönd Gaman
6. i NÝ 1 i Rounders ! Skífan Spenna
7. i 9. 2 i Pleosantville i Myndform Gaman
8. i 15. 2 i Fear and Loathing in Las Vegas i Sam myndbönd Gaman
9. i 8. 5 jldxi ! Hóskólabíó Spenna
10.: 6. 6 : Truman Show : CIC myndbönd Goman
11.: u. 4 j Divordng Jack : Stjörnubíó Spenno
12.: 5. 8 : There's Something About Mary i Skífan Gaman
13. i 7. 7 i Snake Eyes i Sam myndbönd Spenna
14.'; 12. 5 i Thunderbolt i Skífan Spenna
15.! 13. 3 i In the Company of Men i Hóskólabíó Gaman
16. i 19. 3 i Clay Pigeons i Myndform Spenna
17. i NÝ 1 i Your Fríends and Neighbors : Hóskólabíó Gaman
18. i NÝ 1 : Dead Man on Campus : CIC myndbönd Gaman
19.: 10. 11 : Out of Sight i CIC myndbönd Gaman
20.: 18. 5 1 DirtyWork i Warner myndir Gaman
Ronin á toppnum
aðra vikuna í röð
SPENNUMYNDIN Ronin trónir
enn á toppi listans aðra vikuna í
röð en fast á hæla henni kemur
gamanmyndin Hans Heilagleiki
með Eddie Murphy í aðalhlutverki.
Ný mynd er í þriðja sætinu,
spennumyndin Samningamaðurinn
með Samuel L. Jackson í aðalhlut-
verki. Þrjár aðrar nýjar myndir
eru á lista vikunnar, þær Rounders
með Matt Damon og Edward
Norton í aðalhlutverkum, Vinir
þínir og nágrannar og Látinn mað-
ur á skólalóðinni.
VINSÆLUSTU
jyiYNDBÖNDIN
A ISLANDI P
„Erum í sjöunda himniu
HLÝJAR móttökur biðu íslensku
Evróvision keppendanna við heim-
komuna seint á sunnudagskvöld.
Markús Öm Antonsson Útvarps-
stjóri og Sigurður Valgeirsson dag-
skrárstjóri innlendrar dagskrár-
deildar Sjónvarpsins færðu Selmu
Bjömsdóttur söngvara íslenska lags-
ins „All Out of Luck“ og hinum að-
standendunum hamingjuóskir og
blómvendi og lýsti Útvarpsstjóri yfíi’
ánægju sinni með árangur íslenska
liðsins.
Björn Bjamason menntamálaráð-
herra sagði í samtali við Préttavef
Morgunblaðisins á sunnudagsmorg-
un, að sér hefði þótt keppnin mjög
spennandi og að hann væri mjög
stoltur af Selmu og félögum. Sagðist
hann hafa náð tali af liðsstjóranum á
laugardagskvöld til að geta óskað ís-
lensku keppendunum persónulega til
hamingju.
Vorum í stanslausum viðtölum
Pjöldi fréttamanna beið komu ís-
lensku Evróvision keppendanna í
Leifsstöð við heimkomuna og í sam-
tali við blaðamann Morgunblaðsins
sagðist Selma Björnsdóttir vera orð-
in reynslunni ríkari eftir Evróvision
keppnina eftir að hafa komið fram
fyrir framan hundruð milljónir
áhorfenda, auk þess að hafa hlotið
mikla fjölmiðlareynslu.
„Maður öðlaðist mikla fjölmiðla-
reynslu eftir þennan tíma. Við vorum
í stanslausum viðtölum og ég var far-
in að tala ensku við íslendingana eft-
ir þrjá daga,“ sagði Selma og hló.
„Okkur fannst líka gott að fá við-
brögð á lagið sem voru mjög góð,“
bætti hún við.
Aðspurð sagði hún að þrátt fyrir
Sigurlag-
ið stolið?
SÆNSKA sigurlag söngva-
keppni evrópskra sjónvarps-
stöðva, „Take me to your
heaven“ í flutningi sápuóp-
erustjömunnar Charlotte
Nilsson er eignað þeim Lars
Didriksson lagahöfundi og
Gert Lengstrand textahöf-
undi. En á mánudag birtist í
þýska blaðinu Bild frétt þess
efnis að lagið væri stolið og
að raunverulegur höfundur
þess væri Þjóðverjinn David
Brandes. Hann segist ætla að
útkljá málið fyrir rétti.
Brandes samdi árið 1997
lagið „Out of the Blue“ og
segir að það sé svo líkt laginu
sem Charlotte flutti í Jer-
úsalem að hægt sé að tala um
sama lagið. Að því er fram
kemur í blaðinu flutti hljóm-
sveitin Bad Boys Blue lagið
„Out of the Blue“ í Skandin-
avíu en það náði platínusölu á
sínum tíma.
Samkvæmt reglum keppn-
innar má á úrslitakvöldinu
„aðeins flytja verk sem hafa
ekki verið gefin út á nótum,
plötu, sem hluti af plötu,
snældu, geisladiski, kvik-
mynd eða myndbandi o.s.frv.
íyir en eftir 1. janúar 1999“.
Þar sem David telur sig eiga
upptöku af laginu fyrir þann
tíma gæti sænska lagið verið
ólöglegt í Eurovision. Á móti
kemur að höfundarréttarmál
þykja erfið viðureignar því
lítið þarf að breyta lagi svo
það teljist orðið nýtt lag. En
hvort Islendingar yrðu þá
dæmdir sigurvegarar í
keppninni er alls óvíst því sú
staða hefur aldrei áður komið
upp f keppninni. Akveðin
sjónvarpsnefnd þátttökuland-
anna þyrfti að skera úr um
málið og ákveða refsingu
seka landsins sem gæti þýtt
bann við þátttöku árið á eftir.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SELMU Björnsdóttur og félögum var vel fagnað við heimkomuna á
sunnudagskvöld eftir frammistöðuna í Evróvision keppninni.
að spenna hefði ríkt meðal keppenda
á meðan stigatalningin fór fram
hefði stemmningin meðal þeirra alls
ekki borið nokkum keim af flokka-
dráttum í kringum íslenska og
sænska lagið sem lengi vel börðust
uhfi fyrsta sætið uns sænska lagið
skreið fram úr því íslenska á loka-
sprettinum.
„Það voru allir í mjög góðu stuði
og fógnuðu hver fyrir öðrum og það
var mjög fínn mórall," sagði hún.
Aðspurð sagði Selma að flytjend-
um lagsins hafi tekist best upp í
sjálfri keppninni á lokakvöldinu í
samanburði við undangengin rennsli,
sem tókust einnig vel og sagðist hún
ennfremur vera meira en sátt við úr-
slitin sjálf.
„Við vorum að vonast eftir 100
stigum og fengum 146 stig, sem er
besti árangur Islands hingað til og
annað sætið í þokkabót, þannig að
við erum alveg í sjöunda himni.“
Selma sagði það hafa komið sér
einna mest á óvart allt það fjölmiðla-
fár, sem geisaði vegna keppninnar
þar ytra og sagðist ekki hafa gert
sér grein fyrir umfangi keppninnar.
Þegar Selma var spurð hvort hún
hefði kynnst einhverju eftirminni-
legu fólki í Jerúsalem minntist hún á
nokkra Breta sem urðu einlægir að-
dáendur íslendinganna.
„Ég kynntist þremur Bretum
þarna, sem voru alveg stórkostlegir.
Þeir voru frá breskum útvarpsstöðv-
um og þeir voru okkar mestu aðdá-
endur og fóru með íslenska fánann
hvert sem þeir fóru og ég mun verða
í sambandi við þá áfram,“ sagði
Selma.
Plötusamningur í vikunni
Að sögn Steinars Bergs forstöðu-
manns tónlistardeildar Skífunnar
verður lokið við plötusamning milli
Selmu og erlends plötuútgefanda í
þessari viku, á grundvelli mark-
aðsvinnu sem staðið hefur alllengi
yfir og er einnig tilkominn vegna ár-
angurs Selmu í Evróvision. Ekki
fékkst þó uppgefið hvaða útgefanda
hér um ræðir.
Steinar sagði að vinnan við að
V/SA
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4543-3700-0022-1781
4543-3700-0027-9888
4507-4300-0022-4237
4507-4500-0026-7523
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Islandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest
VISA ISLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
auka veg Selmu á framabrautinni,
helgist ekki eingöngu af því að selja
eitt Evróvisionlag, heldur af því að
byggja upp feril hennar til lengri
tíma og að fleiri lög í hennar flutn-
ingi og geislaplata með henni komi
út á þessu ári.
Hann sagði að ferill allt of margra
listamanna sem gert hafa það gott í
Evróvision hafi því miður einkennst
af því að árangrinum hafi einungis
verið fylgt eftir með einu lagi sem
hafi hljómað um heimsbyggðina í fá-
einar vikur en síðan hafi ekki heyrst
meira frá viðkomandi.
„Það sem við erum að reyna að
gera er að byggja upp feril Selmu til
lengri tíma og ef það gengur ekki í
tengslum við Evróvision, þá gengur
það í tengslum við þær forsendur
sem lögðum af stað með upphaf-
lega,“ sagði Steinar Berg.
Evróvision keppendum vei fagnað við heimkomuna