Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 57
MORGUNB LAÐIÐ
SÚSANNA
BR YNJÓLFSDÓTTIR
Súsanna var
fædd á Ytri-Ey
á Skagaströnd 6.
janúar 1910. Hún
dó á Landakotsspít-
ala 22. maí síðastlið-
inn. Súsanna var
dóttir Brynjólfs
Lýðssonar bónda og
smiðs, sem ættaður
var úr Stranda-
sýslu, frá Skriðins-
Enni, f. 3.11. 1875,
d. 27.4. 1970. Móðir
Súsönnu var Kristín
Indriðadóttir, f.
21.2. 1873, d. 2.5.
1941, dóttir Indriða Jónssonar
bónda á Ytri-Ey.
Systkini Súsönnu voru: Ind-
riði, f. 17.8. 1897, d. 8.12. 1977,
sjómaður og verkamaður í
Reykjavík; Guðbjörg, f. 12.11.
1898, d. 3.7. 1982, húsmóðir í
Reykjavík; Ragnheiður, kenn-
ari, f. 22.5. 1901, d. 10.6. 1994;
Magnús sjómaður, f. 18.7. 1903,
fórst á stríðsárunum, 25.3.
1941; Jóhann, bóndi og sfðar
handverksmaður á Akureyri, f.
15.8. 1905, d. 26.8. 1990; Lýður
skólastjóri í Vestmannaeyjum,
f. 25.10.1913.
Súsanna fluttist alfarin að
heiman til Reykjavíkur 1932.
Vann hún fyrst öll algeng störf,
en snéri sér síðan að námi í
saumaskap, sem lauk með því
að hún fór utan til
Ósló og tók þar
Diplom próf 11.
september 1936
með meistararétt-
indi í sníðun og
saumi hjá Moes-
gaard Til-
skærerakademi.
Eftir heimkomuna
veitti hún forstöðu
saumastofu ýmist í
eigin nafni eða fyrir
aðra til ársins 1942.
Hinn 16. desember
1939 giftist hún Ás-
geiri Jónssyni fram-
kvæmdastjóra og var heima-
vinnandi húsmóðir frá 1942.
Son eignuðust þau 11. maí 1950,
Jón, sem starfar við rekstur
þungavinnuvéla.
Súsanna var mjög listhneigð
og liggja eftir hana mörg frá-
bær verk á sviði saumaskapar,
einnig fékkst hún við föndur úr
leðri og smíðar úr beini. Hún
var mjög trúhneigð og starfaði
um áratuga skeið í kirkjunefnd
kvenna Dómkirkjunnar. I sókn-
arnefnd Dómkirkjunnar var
hún varamaður 1965-1969, en
aðalmaður 1969-1977.
Súsanna átti við heilsuleysi
að stríða hin síðari ár.
Útför Súsönnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
atöfnin klukkan 13.30.
Samkvæmt tímatali okkar er kom-
ið vor. Pó andar köldu að norðan og
hrollur er í mönnum. Það breytir því
þó ekki að þeir fuglar himins, er telja
sér hag í því að hafa hér dvöl í skjóli
sólar og birtu nokkra mánuði ársins,
hafa þegar orpið á þessu kalda landi
og sumir þegar kveikt nýtt líf. En á
sama tíma fjarar annað líf út. Nú
fannst Dúddu frænku tími til kominn
að kveðja. Andlát hennar kom eng-
um á óvart því hún hafði átt við van-
heilsu að stríða undanfarin ár. Alltaf
er þó söknuður við ástvinamissi. Sá
er þetta ritar hafði sem bam heyrt
talað um Boggu frænku og Dúddu
frænku auk annarra systkina
mömmu. Hann hafði kynnst móður
sinni og Boggu frænku og haft allt
aðra skoðun á uppeldi sínu en þær.
Lögmál prakkara í þá daga var heil-
agt. Sjálfsagt hefur prakkarinn haft
lélegan verjanda og málstaður verið
tæpur því hann tapaði öllum málum
fyrir þeim systrum. En þá var ein
eftir af systrunum en það var Dúdda
frænka. Batt hann miklar vonir við
hana. Hann hafði séð mynd af henni
og fannst hún bera af þeim systrum
að hinum ólöstuðum og hún hafði
aldrei dæmt í lögum ólátabelgsins.
Svo rann upp sá dagur að von var á
Dúddu frænku á „Osinn“ þar sem
við bjuggum. Snáðinn hafði heyrt að
hún væri búin að festa ráð sitt og nú
ætti að sýna manninn og sjá aðra.
Guttinn heyrði líka að þau ættu rosa-
lega fallega „drossíu". Allt þetta kom
á daginn er þau óku í hlað því út úr
bílnum steig nett og falleg ung kona.
Það var Dúdda frænka. Hún benti á
mig í öllum krakkahópnum sem kom
til að skoða fína bílinn og sagði: „Þú
með miklu krullumar, ert þú ekki
sonur Röggu systur?" Ég kvað svo
vera og fékk um leið, að ég held,
hlýjasta faðmlag sem ég hafði fengið
sem barn og ekki nóg með það. I
lófann var sett eitthvað sem aðrir
máttu ekki sjá. Á nútímamáli heitir
sú fæða þeirra Karíusar og Baktusar
„nammi“. Ut úr fína bílnum steig
ungur, hár og glæsilegur maður sem
mér fannst þá of stór og alvörugef-
inn íyrir þessa fallegu frænku mína.
Sú skoðun átti eftir að breytast eftir
að ég varð fullorðinn og ráðsettur
maður. Nú er ég svo frakkur að kalla
þennan mann vin minn.
Ásgeir og Dúdda eignuðust einn
son, Jón, sem ásamt sinni yndislegu
konu, Þorbjörgu, hafa skilað þeim
hjónunum syninum Ásgeiri Jónssyni
- augasteininum á Hólavallagötu 3.
Við áttum því láni að fagna að búa í
nokkur ár í húsnæði sem Ásgeir og
Dúdda áttu og undir sama þaki og
þau. Þaðan á öll fjölskyldan hugljúf-
ar minningar sem ber að þakka.
Minningar barna okkar frá Hóla-
vallagötu 3 eru sterkar og hafa ekki
dvínað eftir að Joau urðu ráðsett og
fullorðið fólk. I þeim veislum sem
Ásgeir og Dúdda héldu var allt til
reiðu enda voru þau höfðingjar heim
að sækja. Þá eru þær viðtökur róm-
aðar sem gestir fengi hjá þeim í
sumarhúsi þeirra, sem ég vil kalla
„Paradís". Það er í landi Ásólfsstaða
í Þjórsárdal. Þar gefur að líta auka-
vinnu þeirra hjóna sem er alveg
ótrúleg. Þar er ekki aðeins yndislegt
hús heldur hefur skógrækt verið í
hávegum höfð því í hana hefur verið
lögð mikil vinna. Ég get ekki skilið
við Dúddu frænku án þess að minn-
ast á hversu dverghög hún var í
höndum eins og hún átti ættir til.
LEGSTEINAR
f rúmgóðum sýningarsölum okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl;
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
H
■HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410
MINNINGAR
Hún var lærð saumakona og marga
flikina hefur hún saumað. Hún
föndraði einnig með leður og bjó tú
skrautmuni úr beinum. Það var
sama hvað hún gerði, hún bar af í
allri sinni hógværð. Dúdda var trúuð
kona þótt hún bæri ekki tUfinningar
sínar á torg. Um það geta þeir borið
vitni sem nutu starfskrafta hennar
við Dómkirkjuna áratugum saman
meðan henni entist heUsa. Naut hún
þá dyggrar aðstoðar Ásgeirs.
Sjálfsagt fyndist frænku minni
nóg komið af kroti hrokkinhærða
ólátabelgsins sem hún sá forðum
daga í „Osnum“. Nú er svo komið að
þar sem krullur voru er komin grá
slikja og og jafnvel „kalblettir" enda
eru árin orðin mörg. Eitt veit ég fyr-
ir víst. Þar sem Dúdda frænka nem-
ur nú land hlýtur að finnast auður
skiki þar sem hún getur sett niður,
þó ekki sé nema eina hríslu. Ásgeiri,
Jóni og fjölskyldu biðjum við bless-
unar guðs.
Þráinn, Soffia og börn.
Loksins eftir langa og stranga
sjúkdómslegu hefur elli kerling lagt
að velli móðursystur mína og gamla
fóstru Súsönnu Brynjólfsdóttur ætt-
aða frá Ytri-Ey í Húnaþingi.
Ég missti ung fóður minn og dvaldist
því oft hjá Dúddu frænku eins og
hún var alltaf kölluð og Ásgeiri Jóns-
syni manni hennar.
Á stríðsárunum 1940-1945 var
reynt að koma sem flestum börnum
burt úr höfuðborginni. Dúdda og Ás-
geir áttu yndislegan sumarbústað
fyrir ofan Ásólfsstaði í Þjórsárdal.
Þama dvaldist ég löngum hjá
frænku minni við dúkkuleik og
drullukökubakstur.
Dúdda var afbragðshúsmóðir.
Alltaf var gaman í fjölskylduboðun-
um hjá henni, um jólin og nýárin og
síðast en ekki síst í sumarbústaðnum
í beijamó og skógarhöggi. Ég og
seinna fjölskylda mín áttum hjá
þeim Dúddu og Ásgeiri vísa vist á
sumrin og gjaman um verslunar-
mannahelgina.
Dúdda var lærður kjólameistari
frá Noregi og á ég enn marga furðu-
lega og falleg kjóla eftir hana. Alltaf
fór ég, ef mig vantaði flík, í smiðju til
hennar. Þar kom maður aldrei að
tómum kofunum.
Ég vil að lokum þakka forsjóninni
fyrir þessa einstöku frænku.
Ég og fjölskylda mín vottum Ás-
geiri Jónssyni bæði eldri og yngri
ásamt Þorbjörgu og Jóni okkar inni-
legustu hluttekningu.
Selma Hannesdóttir.
Útfararstofa íslands sér um:
Útfararstjóri tskur að sér umsjón útfarar
(samráði við prest og aðstandendur.
- Fiytja hlnn iátna af dánarstað í líkhús.
- Aðstoða við val á kistu og likklæðum.
- Undirbúa lík hins látna í kistu og
snyrta ef með þarf.
Útfararstofa íslands útvegar:
- Prest.
- Dánarvottorð.
- Stað og stund fyrir kistulagningu
og útför.
- Legstaö I kirkjugarði.
- Organista, sönghópa, einsöngvara,
einleikara og/eða annað llstafólk.
- Kistuskreytingu og fána.
- Blóm og kransa.
- Sálmaskrá og aðstoðar við val á
sálmum.
- Líkbrennsluheimild.
- Duftker ef líkbrennsla á sér stað.
- Sal fyrir erfidrykkju.
- Kross og skllti á leiði.
- Legstein.
- Flutning á kistu út á land eða utan af
landi.
- Flutning á kistu til landslns og frá
landinu.
Sverrir Einarsson, Svenir Olsen,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa fslands - Suðurhlíð 35
- 105 Reykjavík. Simi 581 3300 -
allan sólarhringinn.
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 57 ^
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
SÓLVEIG ENGILBERTSDÓTTIR,
Stigahlíð 36,
lést á Benidorm sunnudaginn 30. maí.
Ingvar Hjálmarsson, Arndís Gná Theodórs,
Sveinbjörn Hjálmarsson, Þóra Benediktsdóttir,
Ásbjörg Hjáimarsdóttir,
Karl Hjálmarsson, Sigríður Pálsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÓFEIGUR ÓLAFSSON
húsgagnasmíðameistari,
Mávahlíð 21,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 30. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún H. Gissurardóttir,
Erla Ófeigsdóttir, Ingvar Pálsson,
Ólafur Ófeigsson, Ragnhildur Björnsdóttir,
Gísli Ófeigsson, Guðrún Bjarnadóttir
og fjölskyldur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HAUKUR HALLGRÍMSSON
málarameistari,
Kirkjusandi 5,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar-
daginn 29. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ásta Jenný Guðlaugsdóttir,
Marta Hauksdóttir, Brandur Gíslason,
Halla Hauksdóttir, Baldur J. Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SNORRI SVEINN FRIÐRIKSSON
myndlistarmaður,
Þverási 55,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánu-
daginn 31. maí.
Dagný Gfsladóttir,
Orri Snorrason,
Styrmir Snorrason,
Hjörný Snorradóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn,
BJARNI PÁLL ÓSKARSSON,
Eyrartúni 6,
Sauðárkróki,
lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 28. maí.
Jarðarförin ferfram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.00.
Sólborg Júlíusdóttir,
dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir minn, tengdafaðir og bróðir,
EMIL NICOLAI BJARNASON,
lést föstudaginn 21. maí. Jarðarförin hefur farið fram.
Jón Nicolai Bjarnason, Rina Bjarnason,
Gunnhildur I. Bjarnason,
Sigríður Bjarnason.