Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 29 ERLENT Meintur morðingi náðist LÖGREGLA í Svíþjóð hand- tók í gær fyrrverandi málaliða sem grunaður er um að hafa skotið tvo lögregluþjóna til bana í kjölfar bankaráns sl. föstudag. Maðurinn heitir Jackie Arklöv og er 25 ára. Hann varð fyrir skoti þegar hann var tekinn höndum og var fluttur á sjúkrahús, en sár hans munu ekki lífshættuleg. Bankaránið var framið í bæn- um Kisa, um 50 km suður af Linköping. Fingrafór Arklövs fundust á skotfærum sem voru notuð við ránið. Annar ræningi særðist í skotbardaga við lög- reglu á fóstudag, og er á sjúkrahúsi. Þriðja ræningjans er leitað. Gangaöryggi kannað ÍTARLEG rannsókn mun fara fram á öryggismálum í öllum veggöngum í Sviss í kjölfar þess að á laugardag kom upp mannskæður eldur í veggöng- um í Ölpunum í annað sinn á árinu. Alls létu 46 lífið í þeim slysum. Hefur vinnuhópur þeg- ar hafíst handa við rannsókn á lengri göngum, að sögn sam- gönguráðuneytisins sviss- neska. Sum ganganna eru á helstu tengibrautum milli Norður- og Suður-Evrópu. Á laugardag var einum veggöng- um í Sviss lokað eftir að rann- sóknir leiddu í Ijós að þau gætu breyst í dauðagildru kæmi upp eldur í þeim, þar eð loftræsti- kerfí reyndust ófullnægjandi. Hátt í 200 í gíslingu VINSTRISINNAÐIR upp- reisnarmenn í Kólumbíu hnepptu á annað hundrað manns í gíslingu sl. sunnudag. Fólkið var við messu í kirkju í úthverfí Cali þegar einkennis- klæddir menn birtust og skip- uðu því að fara um borð í flutn- ingabíla sem biðu útifyrir. Rúmlega 80 gíslar voru látnir lausir nokkru síðar í fjöllunum sunnan borgarinnar, en í gær taldi fulltrúi kólumbíska hers- ins að enn væru um 60 manns í haldi ræningjanna. Mannrán eru hvergi í heiminum eins tíð og í Kólumbíu, en talið er að þetta sé umfangsmesta rán sem þar hefur nokkurn tíma verið framið. Ermarsunds- göng lokast VERKFALL franskra starfs- manna við Ermarsundsgöngin varð til þess að umferð um þau stöðvaðist að hluta til í gær. Um eitt hundrað starfsmenn tóku þátt í verkfallinu og not- uðu þeir bíla til þess að loka munna ganganna skammt frá Calais. Vildu starfsmennirnir með þessu krefjast bættra vinnuskilyrða. Úmferð frá Frakklandi til Bretlands stöðv- aðist af þessum sökum, en um- ferð í hina áttina gekk snurðu- laust fyrir sig, þótt nokkrar tafir yrðu er til Frakklands kom. Svíar hafna innlimun VES í ESB Stokkhólmi. Reuters. SVIAR sögðust á dögunum ætla að leggjast gegn öllum tillögum um að varnarbandalagið Vestur- Evrópusambandið (VES) verði innlimað í Evrópusambandið (ESB) og sögðu að málið yrði ekki rætt á leiðtogafundi ESB í Köln í þessari viku. Ingrid Iremark, fjölmiðlafull- trúi Görans Perssons, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, sagði að frétt- ir um að Þjóðverjar hygðust leggja fram tillögu um innlimun VES í ESB á leiðtogafundinum væru villandi. „Þetta er mikill misskilningur," sagði hún. „Menn í Evrópu- sambandinu hafa talað um þetta en ekki ríkis- stjórnirnar. Engin slík til- laga verður lögð fram á fundinum í Köln.“ Hlutlausu löndin á móti samrunanum Þýska varnarmálaráðuneytið sagði á miðvikudag að ráðherrar frá ríkjum Evr- ópusambands- ins og evrópsk- um aðildarríkj- um NATO utan ESB myndu ræða breytingar á skipan varnar- mála í Evrópu á óformlegum fundi sem haldinn var í Bonn í gær. Ráðuneytið sagði að þýska stjórn- in vildi að á leiðtogafundinum yrði samþykkt að innlima Vestur-Evr- ópusambandið, sem er 50 ára gam- alt, í Evrópusambandið. Jan-Erik Enestam, vamarmála- ráðherra Finnlands, hefur sagt að hlutlausu löndin í ESB myndu hafna tillögunni. Iremark sagði að sænskir jafnaðarmenn hygðust einnig leggjast gegn tillögunni ef hún yrði lögð fram. „Sænskir jafn- aðarmenn aðhyllast hlutleysi - við myndum ekki styðja slíkan sam- runa.“ Græni flokkurinn í Svíþjóð sagði íyrir helgi að hann kynni að slíta stjómarsamstarfinu við jafnaðar- menn ef stjórnin hafnaði ekki sam- runa VES og ESB. EVRÓPA* í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvelli 5. júní kl. 16 Hólf C, F og G í eldri stúku og M, N, 0 og P í nýrri stúku Fullt verð: 2.000 kr. • Safnkortsverð: 1.800 kr. Öll sætl númeruð Hólf A, B, H og I í eldri stúku og K, L, R og S í nýrri stúku Fullt verð: 1.500 kr. • Safnkortsverö: 1.200 kr. Öll sæti númeruð HÓIf J og T í nýrri Stúku (Bðrn eðafullorðnirmeð börn) Fullt verð, fullorðnir: 1.500 kr. • Safnkortsverð: 1.200 kr. Fullt verð, börn 16 ára og yngri: 500 kr. • Safnkortsverð 400 kr. Ónúmeruð sæti Tryggið ykkur uppáhaldssætin í tíma! Eftirfyrri umferð í riðlinum eru Frakkland og Ukraína efst með 11 stig, ísland með 9, Rússland með 6, Armenía með 4 og Andorra með 0. Olíufélagiðhf Ipfjj lllg fgg —T3l Hébbi ■ibhhbs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.