Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Canon
Ljósritunarvélar
215
» Afköst 21 eintak á mínútu
• Engin upphitun^alltaf viðbúin
» Duplex prentun
• 600 x 600 dpi ( 600 x 1200 dpi smoothing)
• Stækkun og minnkun 25 - 800 %
• Prentaðferð: Laser Dry Electrostatictransfer
• Staðlaður pappírslager 2 x 500 blöð + 50
• Nettengjanleg sem fax og prentari
Verö kr. 259.900.-
Ljósritunarvélar verö
frá kr. 38.900 .-
NÝHERJI
Skipholt 37 • Sími: 569 7700
www.nyherji.is
VIÐSKIPTI
Markaðsvirði þriggja verðmestu bankanna
„Væntingar um stóran kaup
anda hækka verð FBA“
Fjárfestingarbanki atvinnu-
lífsins hf. er verðmætasta
fjármálafyrirtækið á Verð-
bréfaþingi íslands, með
markaðsvirði upp á 17 milljarða
króna samkvæmt gengi á hlutabréf-
um fjármálastofnana sem skráð eru
á Verðbréfaþingi íslands, vikuna
24.-28. maí. FBA er jafnframt ann-
að verðmætasta félagið á íslenskum
hlutabréfamarkaði á eftir Eim-
skipafélagi íslands hf. sem er metið
á rúma 25 milljarða króna.
Annað verðmætasta fjármálafyr-
irtækið er Islandsbanki hf. sem hef-
ur markaðsvirðið 16.407 milljónir
króna.
Landsbanki Islands hf. er þriðji
verðmætasti bankinn, en mark-
aðsvirði bankans er 15.795 milljónir
króna samkvæmt yfirliti fyrir vik-
una 24.-28. maí.
FBA var samkvæmt þessu með
lægstu tekjumar og hagnaðinn af
þessum þremur, en var engu síður
metinn á hæstu verði. Landsbank-
inn sem er stærsti banki þjóðarinn-
ar og af ýmsum nefndur „þjóðbank-
inn“ hefur hins vegar lægst mark-
aðsvirði þessara þriggja.
Lítt virkur markaður með
bréf í Landsbankanum
„Þetta er í sjálfu sér einfalt,“ seg-
ir Þorsteinn Víglundsson, yfirmaður
greiningardeildar Kaupþings, að-
spurður um ástæður þessarar verð-
lagningar í fyrirtækjunum þremur.
„Ef skoðaðir eru viðskiptabankarn-
ir tveir, Landsbankinn og íslands-
banki, þá sést að það munar um 10
prósentustigum á kostnaðarhlutfalli
bankanna. Islandsbanki er kominn
mun lengra í hagræðingu en Lands-
bankinn, og er enn að vinna að hag-
ræðingu. Það endurspeglast í trú
fjárfesta á bankanum, en hann skil-
aði mun betri arðsemi á seinasta ári
en Landsbankinn."
Þorsteinn Víglundsson segir að
erfitt sé að bera beint saman banka
eins og Fjárfestingarbanka atvinnu-
Fjárfestingarbanki
atvinnulífsins ís|ands.
banki
i milljónum
króna
Markaðsvirði
Landsbanki
íslands
J J
15.795,0
Vaxtatekjur 1998 4.172,5 8.720,1 10.523,6
Hreinar rekstrartekjur 1.616,3 6.406,3 7.444,9
Hagnaður1998 734,2 1.415,3 910,6
Eigiðfé 31/12 1998 8.846,7 7.452,6 9.741,1
r
Ríkisvíxlari
í dagId. ii:oo mun fara fram útboð á ríldsvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins.
Að þessu sinni verður boðið upp á 31/, mánaða rikisvíxil, en að öðru leyti
eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum.
í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum:
Núvcrandi Áædað hámaik
llokkur
RV99-0817
Gjalddagi
17. ágúst 1999
T ánstími
3 XL mánuðir
staða* tekiiuiatilboða*
4.864 3.000
* Milljónirkróna.
Markflokkar ríldsvíxla
lífsins og viðskiptabankana tvo. „Það
má segja að Fjárfestingarbankinn sé
langtum hagkvæmari, eðli málsins
samkvæmt. Hann starfrækir ekki
net útibúa og aðra kostnaðarsama
þjónustu við einstaklinga eða neitt
slíkt. A móti kemur að vaxtamunur
bankans er mun lægri en hjá við-
skiptabönkunum, en engu síður ætti
bankinn að geta skilað mun betri
arðsemi en Landsbankinn.“
V/H hlutfóll bankanna þriggja,
eða markaðsvirði deilt með hagnaði
sem segir til um hve lengi óbreyttur
hagnaður félagsins væri að greiða
upp andvirði fjárfestingar í bréfum
félagsins miðað við gengi þeirra,
eru með þeim hætti samkvæmt síð-
asta vikuyfirliti að FBA er með V/H
hlutfallið 23,2, íslandsbanki með
V/H hlutfallið 11,6 og Landsbank-
inn _með V/H hlutfallið 17,3.
„íslandsbanki á eftir að lenda í
fullum skatti strax á næsta ári sem
þýðir að hagnaður eftir skatt myndi
ekki haldast sá sami þótt rekstrar-
hagnaður héldist. Auk þess hafa
menn trú á að Landsbankinn eigi
eftir að hagræða, og hann á mun
meira inni en íslandsbanki í þeim
efnum,“ segir Þorsteinn. Hann bæt-
ir við að bæði hjá FBA og íslands-
banka sé e.t.v. gert ráð fyrir mögu-
legum samruna við aðrar fjármála-
stofnanir sem muni geta leitt af sér
aukið hagræði.
Andri Sveinsson, verðbréfamiðl-
ari hjá Búnaðarbanka Verðbréfum,
segist telja að markaðirnir séu með
væntingar um hagræðingu á fjár-
málamarkaði.
„Fyrir liggur að bréf ríkisins í
FBA verða seld á þessu ári, og
markaðurinn er búinn að reikna inn
álag á hlutabréf í bankanum vegna
áhuga annarra fjármálastofnana að
kaupa stóran hluta í FBA,“ segir
Andri, og aðspurður segir hann að
þó að fyrir liggi einnig að hlutabréf
ríkisins í Landsbankanum verði
seld þá muni það að ölium líkindum
verða í mun smærri skömmtum.
„Svo kemur auðvitað inn í mynd-
ina að FBA er eina fjármálafyrir-
tækið sem hefur birt þriggja mán-
aða rekstraruppgjör. Þær tölur
voru góðar sem gefur vísbendingar
um að framhaldið verði gott. Eg
held það hafi áhrif,“ segir Andri.
Aðspurður um mismunandi V/H
hlutföll bankanna þriggja segir
Andri að það skipti máli að fremur
lítið af hlutabréfum standi til boða
t.d. í Landsbankanum. „Lífeyris-
sjóðirnir hafa keypt stóran hluta af
þeim 15% af bankanum sem eru í al-
mennri eigu. Þannig að það er ekki
nema brotabrot af bankanum sem
eru á markaði. Eg vil því meina að
það séu ekki virk viðskipti með
hlutabréf Landsbankans þar sem
framboð á bréfum í bankanum er
ekki nóg,“ segir Andri Sveinsson.