Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Vísir. Lau. 29. mai 22:24 .ísland í öðru sæti íslendingar vorn lánlitlir ("All Out of Luck") í kvöld í Eurovision söngvakeppninni - lentu í öðru sæti á eftir Svíum eftir spennandi talningu. w- 3'Gri?oND NEI, nei, þetta eru ekki sorgarviðbrögð út af fyrsta sætinu, Selma mín. Þetta er gleðigrátur. Morgunblaðið/Kristinn Bægsla- gangur ÞAÐ hefur viðrað vel til útivist- ar undanfarið og fjölmargir lagt leið sína á sundstaði til að ylja sér og kæla sig svolítið. Meðal þeirra eru þessir ungu herramenn sem brugðu sér í Sundlaug Kópavogs og geystust niður vatnsrennibrautina. Svanur skotinn vegna kvartana LÖGREGLAN á Selfossi skaut taminn svan á Stokkseyri nýlega vegna kvartana foreldra bama á staðnum og vegna þess að sá sem hafði vanið svaninn hafði reynt að losa sig við hann út í náttúruna án árangurs. í Morgunblaðinu á föstudag birt- ist bréf til blaðsins frá Þórgunni Jónsdóttur á Stokkseyri þar sem hún kvartar undan því að svanurinn hafí verið skotinn við leikskólalóð bæjarins. Lögreglan á Selfossi sagði að kvartað hefði verið undan ágengni svansins við börn en hann hefði lagt í vana sinn að stökkva í unga krakka. Reiðir íbúar hafi í vetur kvartað undan þessu. „Eigandi“ svansins hafí reynt að losna við hann en hann hafí alltaf sótt heim aftur. Eftir að leikskólinn á Stokks- eyri hafði einnig kvartað var ákveð- ið að skjóta svaninn. Svanir eru friðaðir samkvæmt lögum en lög- reglan sagði að í þessu tilviki hefði verið talið heimilt að skjóta dýrið enda ekki gert nema að höfðu sam- ráði við yfirmenn lögreglunnar í héraðinu. Líkams- árás á Laugavegi ÞRIR menn réðust á norskan ferðamann á Laugaveginum um fímmleytið á laugardags- morgun. Hlaut maðurinn lít- ilsháttar áverka í andliti en árásarmennimir höfðu af hon- um 13.000 norskar krónur, sem jafngildir um 125 þúsund íslenskum krónum. Mennimir náðust og voru hnepptir í varðhald. Til stóð að yfirheyra þá síðdegis í gær. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hálfur bíll ÓVENJULEG sýn blasir við gestuin í bílasal Ingvars Helga- sonar hf. Þar er sundurskorinn Subaru Forester bifreið sem notuð er til að sýna öryggis- búnað bflsins og alla innri upp- byggingu hans en fyrir skemmstu hlotnaðist Subaru Forester bflnum viðurkenning í Bandaríkjunum fyrir góða út- komu í árekstrarprófi. Subaru verksmiðjurnar eiga nokkra slíka sýningarbfla sem fara á milli landa á evrópskum mörk- uðum en hér verður hann í þrjár vikur. Sigþór Bragason, sölustjóri hjá Ingvari Helga- syni, segir að bfllinn hafí vakið mikla athygli viðskiptavina sem eiga ekki því að venjast að sjá vélar ræstar í hálfum bfl- um. Með Sigþóri á myndinni er Toshimi Oshima, sem er tengiliður Subaru verksmiðj- anna við umboðsmenn í Evr- ópu. Nýr formaður Hringsins Söfnum áfram fyrir börn NÝLEGA var skipt um formann kven- félagsins Hrings- ins. Hringurinn var stofn- aður 26. janúar 1904 og var fvrsti formaður Krist- ín Vídalín Jakobson. Hún stjómaði félaginu fyrstu 40 árin. Hringurinn hefur löngum unnið mikið starf í þágu íslenskra barna. Fráfarandi formaður nú er Elísabet Hermanns- dóttir en hinn nýi formað- ur er Borghildur Fenger. En hvað skyldi bera hæst í starfi Hringsins um þessar mundir? „Við emm alltaf að safna peningum fyrir nýj- um sérhönnuðum bama- spítala á Landspítalalóð- inni. I áranna rás höfum við verið að efla tækjakost barnaspítalans, þá ekki síst Borghildur Fenger vökudeildarinnar, sem er deild fyrir nýbura. Við höfum tækja- vætt þessa deild að miklu leyti og slík tæki em mjög fullkomin og dýr en úreldast fljótt. Því þarf sífellt að endurnýja og það er ósk okkar að tækjakosturinn sé alltaf á við það sem best þekkist erlendis. Við höfum líka reynt að styrkja lækna og hjúkrunarfólk sem annast ung- börn í sínu starfí með styrkveit- ingum eftir atvikum. Við höfum líka styrkt sjúklinga sem þurft hafa að fara utan í aðgerðir sem ekki er hægt að framkvæma hér heima.“ - Hefur Hríngurinn alltaf unnið í þágu barna fyrst ogfremst? „í upphafi var félagið stofnað sem skemmtifélag. A öðm ári fóm konurnar 46 sem stofnuðu félagið að hugsa um sængurkon- ur en eftir tveggja ára starf snera þær sér að umönnun berklasjúklinga sem vora á bata- vegi eftir hælisvist. Hressingar- hæli Hringsins var reist í Kópa- vogi 1926 af Hringskonum. Þar var pláss fyrir 26 sjúklinga auk starfsfólks. í þau þrettán ár sem hressingarhæli Hringsins var rekið dvöldu þar hátt í fjögur hundrað sjúklingar. Félagið fékk ábúð á jörðinni Kópavogi, sem var ríkisjörð, rak þar bú- skap frá 1931 til 1948. Árið 1939 falaðist ríkið eftir að fá hælið til kaups og þá afréðu félagskonur að gefa ríkinu hressingarhælið með öllu sem því fylgdi. Arið 1942 markaði félagið sér ný stefnumið í líknarmálum og af- réð að stuðla að því að koma á fót sérhönnuðum bamaspítala í Reykjavík. Það er ennþá megin- markmið okkar, sem við vinnum ötullega að. Félagið hefur lofað að leggja fram 100 milljónir til hins nýja barnaspítala sem nú er að rísa.“ - Hafið þið nokkuð lofað þarna upp í ermina á ykkur? „Nei það höfum við alls ekki gert. Þessa peninga ______________' eigum við og þeir era Bók um vel ávaxtaðir." félagið að ►Borghildur Fenger er fædd á Akureyri 20. janúar 1929. Hún lauk kvennaskólaprófí í Reykjavík 1947 og hefur starfað sem húsmóðir og síð- ar í gestamóttöku Hótels Loftleiða. Hún hefur tekið ríkan þátt í félagsmálum, að- allega í skátastarfi. Hún átti sæti í stjórn Bandalags ís- lenskra skáta og var aðstoð- arskátahöfðingi í sjö ár. Hún er nú formaður kvenfélagsins Hringsins. Borghildur var gift Hilmari Fenger stór- kaupmanni, sem lést fyrir þremur árum. Þau eignuðust tvo syni. - Hvernig hnfið þið aflað allra þessara peninga? „Það gerum við aðallega með sjálfboðavinnu. Hringurinn er líknarfélag þar sem mikið er unnið og allt í sjálfboðavinnu. Stór hópur félagskvenna kemur saman vikulega níu mánuði árs- ins og vinnur að gerð basar- muna, annar hópur annast páskabasar, jólakortasala er mjög stór þáttur í fjáröflun koma út okkar og sérstakur hópur sér um þann undirbúning. Jólakort Hringsins hafa komið út óslitið frá árinu 1973. Minningarkort Hringsins hafa verið til sölu frá árinu 1914. Hringurinn hefur kökusölu samtímis jólabasarn- um, þá reynir á allar félagskon- ur að baka. Jólakaffi og happ- drætti eru í byrjun desember árlega. Eins og sést á þessari upptalningu eru farnar ótal leiðir til að afla fjár. Félagið hefur alltaf átt því láni að fagna að eiga góða og trygga stuðn- ingsmenn, fólk sem kaupir af okkur jóla- og minningarkort, kemur í jólakaffið okkar og hvað annað sem við bjóðum til kaups eða skemmtunar. Ekki má gleyma þeim fjölmenna hópi sem gefur okkur peningagjafir, smáar sem stórar, og styrkir okkur á margvíslegan máta. Allt rennur það í barnaspítala- sjóð Hringsins.“ - Hvað eru margar konur starf- andi í Hríngnum í dag? „Þær era rúmlega þrjú hund- rað. Þar af er virkur rúmlega helmingur félagskvenna.“ -Koma ungar konur til starfa hjá ykkur? „Já, undanfarin ár hafa bæst í hópinn margar ungar konur. Félagsgjöldin standa undir _________ rekstri félagsheimil- isins, við reynum að vera sparsamar, hverjum eyri er margvelt áður en við eyðum honum.“ - Eru einhverjar breytingar á döfinni í félagsstarfinu? „Við stefnum í sömu átt og áð- ur. En til stendur, í tilefni af 95. afmælisári félagsins, að Björg Einarsdóttir rithöfundur haldi áfram starfi sínu við að skrá sögu félagsins, en bókin um fé- lagið mun koma út innan skamms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.