Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 1
120. TBL. 87. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ahtisaari heldur til fundar við Milosevic í Belgrad
Vilja kanna nánar
sáttatilboð Júgóslava
Brussel, Washington, Moskvu. Reuters. AP.
MARTTI Ahtisaari, forseti Finn-
lands, heldur á morgun til Belgrad,
ásamt samningamanni Rússa í
Kosovodeilunni, Viktor Tsjernó-
myrdín, og munu þeir eiga fund með
Slobodan Milosevoc Júgóslavíufor-
seta. Tilgangur fundarins er að
komast að því hvað sé raunverulega
fólgið í því tilboði júgóslavneskra
stjórnvalda að verða við tillögum G-
8-ríkjanna um frið í Kosovo. Ahtisa-
ari er sáttafulltrúi Evrópusam-
bandsins (ESB).
Utanríkisráðherra Bretlands,
Robin Cook, greindi frá þessu í
Brussel í gær, þar sem utanríkisráð-
herrar ESB-ríkjanna sátu á fundi.
Skilyrði G-8-hópsins fyrir friðar-
samkomulagi við Júgóslava eru
mildari en markmið hemaðarað-
gerða Atlantshafsbandalagsins.
Munar þar mest um tillögur um
samsetningu þess erlenda herliðs
sem tæki við stjórninni í Kosovo og
gætti þess að flóttafólk frá héraðinu
fengi óáreitt að snúa aftur til síns
heima. I G-8-hópnum eru sjö helstu
iðnríki heims og Rússar, og kveða
tillögur þeirra ennfremur á um að
júgóslavneskur her verði á brott frá
Kosovo og komið verði á fót bráða-
birgðastjórn þar.
„Við höfum séð þetta áður“
Cook var spurður hvort hann teldi
rétt að sendifulltrúi ESB ætti orða-
stað við Milosevic, sem nýverið hefði
verið ákærður fyrir stríðsglæpi.
Sagði Cook ákæruna undirstrika
hversu mikilvægt væri að hersveitir
NATO yrðu til taks þótt friðarsamn-
ingar tækjust. „Ég treysti ekki
Milosevic. Ég treysti 50 þúsund
NATO-hermönnum,“ sagði Cook.
Hann sagði viljayfirlýsingu Jú-
góslava skref í rétta átt, en Milos-
evie yrði að sýna í verki að honum
væri alvara. Ef Júgóslavíuforseti
vildi binda enda á átökin yrði það að
vera „á forsendum NATO“.
f gær brást Bandaríkjastjórn
með varúð við yfirlýsingum Jú-
góslava. „Við höfum séð þetta áður,“
sagði Michael Hammer, talsmaður
bandaríska þjóðaröryggisráðsins,
um viðbrögð Júgóslava. Kvaðst
hann telja fullsnemmt að lýsa því yf-
ir að mikill árangur hefði náðst.
Tsjernómyrdín sagði í gær að
Rússar væru að missa þolinmæðina
vegna pattstöðunnar í viðræðum um
frið í Kosovo, og sagði þá ekki geta
haldið áfram þátttöku í þeim ef eng-
inn árangur sæist. Hann sagði
Rússa þó ekki vera í þann veginn að
draga sig út úr viðræðunum. Hann
mun í dag eiga fund með Ahtisaari
og Strobe Talbott, aðstoðarutanrík-
isráðheiTa Bandaríkjanna, í Bonn.
Júgóslavneskir fjölmiðlar sögðu
að 10 hefðu látist er flugvélar NATO
hafi gert árás á borgina Novi Pazar í
gærkvöldi. Þetta hafði ekki fengist
staðfest. Þá hefðu árásir á raforku-
ver valdið rafmagnsleysi í höfuð-
borginni Belgrad og víðar.
■ Stór hluti Serbíu/31
Mandela flytur kveðjuræðu á fundi ANC
Segir of snemmt
að fagna frelsi
Jdhanncsarborg. The Daily Telegraph.
Kosningabaráttunni í
Suður-Afríku lauk í
gærkvöldi og kvöldið
áður flutti Nelson
Mandela forseti tilfinn-
ingaþrungna kveðju-
ræðu á kosningafundi
Afríska þjóðarráðsins
(ANC). Mandela skor-
aði á alla félaga í ANC
að styðja Thabo Mbeki
varaforseta, sem á að
taka við forsetaembætt-
inu eftir kosningamar á
morgun, en varaði við
því að Mbeki þyrfti að
takast á við mjög erfið
úrlausnarefni.
Mandela flutti ræð-
una á knattspyrnuleikvangi í Soweto
og sagði stuðningsmönnum sínum
að of snemmt væri að fagna frelsi
suður-afrískra blökkumanna því enn
væru mörg vandamál óleyst. „Marg-
ir hafa þjáðst til að við getum öðlast
frelsi, en mörg ykkar farið heim og
vaknið á morgun án atvinnu...
Þrátt fyrir mikinn
ávinning eru enn of
mörg okkar heimflis-
laus, fátæk og ólæs.
Baráttunni lauk ekki
fyrir fimm árum [í
fyrstu kosningunum
eftir afnám kynþátta-
aðskilnaðarins]. Það
að kveða niður 350 ára
kúgun tekur lengri
tíma en fimm ár.“
Mandela lætur
formlega af forseta-
embættinu eftir kosn-
ingarnar og hyggst þá
hætta afskiptum af
stjórnmálum.
Flestar skoðana-
kannanir benda tfl þess að Afríska
þjóðarráðið fái tvo þriðju þingsæt-
anna, sem myndi gera því kleift að
breyta stjórnarskránni án stuðnings
annarra flokka. Enginn hinna flokk-
anna er með meira en 10% fylgi ef
marka má kannanimar, en um 15%
höfðu ekki gert upp hug sinn.
Mandela heilsar stuðn-
ingsmönnum í gær.
Rússland
Kristenko
kemur
í stað Za-
dornovs
Moskvu. AFP.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
reyndi í gær að binda enda á heift-
arlega valdabaráttu, sem geisað
hefur í Kreml undanfarið, er hann
útnefndi umbótasinnann Viktor
Kristenko fyrsta aðstoðarforsætis-
ráðherra í stað Míkhaíls Zadom-
ovs, sem sagði af sér á föstudag.
Ný ríkisstjórn Sergejs Stepas-
híns, sem er fjórða stjórnin í Rúss-
landi á fjórtán mánuðum, er af
mörgum talin lítt líkleg til að end-
ast lengi. Kristenko er fyrryerandi
aðstoðarfjármálaráðhema. I apríl í
fyrra var hann gerður að aðstoðar-
forsætisráðherra, en gegndi því
embætti einungis í fimm mánuði,
eða þar til Jeltsín leysti upp þáver-
andi ríkisstjórn Sergeis Kíríjenkós.
Nikolaíj Aksyonenko, fyrrverandi
jámbrautamálaráðherra, mun einnig
gegna embætti aðstoðarforsætisráð-
herra, og að sögn Itar-Tass- frétt-
astofunnar mun hann verða æðsti yf-
irmaður efnahagsmála.
Snýr sér að
lánardrottnum
Zadomov fær nú það hlutverk að
sjá um samskipti Rússa við alþjóð-
legar lánastofnanir, þar á meðal Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF).
Hann sagði af sér sem aðstoðarfor-
sætisráðherra eftir harkalegar defl-
ur um yfirráð í fjármálaráðuneyt-
inu. Míkhaíl Kasíjanov, fyrrverandi
aðstoðarfjármálaráðherra, er nú
orðinn hæstráðandi í því ráðuneyti.
■ Mikil valdabarátta/30
Reuters
ÖCALAN hlustar á ákæruatriði í landráðamálinu á hendur honum við upphaf réttarhaldanna í gær.
• •
Ocalan biðst væeðar
Imrali. AFP. -*
í GÆR hófust réttarhöld í máli
tyrkneska ríkisins gegn Abdullah
Ocalan, skæmliðaforingja kúrd-
ískra aðskilnaðarsinna (PKK), sem
ákærður hefur verið fyrir landráð
og fyrir að stuðla að dauða 29.000
manns frá því að vopnuð barátta
PKK gegn tyrkneska hemum í suð-
austurhluta Tyrklands hófst 1984. Á
hann yfir höfði sér dauðadóm ef
dómarar hins sérskipaða herréttar
beita lagabókstafnum til fúlls.
í varnarræðu sinni lýsti Öcalan
yfir ábyrgð sinni á öllum þeim atrið-
um sem ákært er fyrir. Hann bað
félaga sína í PKK að leggja niður
vopn.
Býðst til að stuðla
að afvopnun
skæruliða PKK
Hann sagðist jafnframt enn hafa
óskorað vald innan PKK og ef
stjómvöld gæfu sér tíma og ráðrúm
myndi hann stuðla að afvopnun
skæruliða innan þriggja mánaða.
Fór hann fram á að sér og félögum
sínum í PKK yrði veitt sakampp-
gjöf. „Ég hef loks komist að því að
ég get - jafnvel þótt það sé of seint -
þjónað Tjrklandi. í landinu em tján-
ingarfrelsið og lýðréttindin tryggð,
hví þá að krefjast einhvers sem þeg-
ar er til staðar?“ sagði Öcalan.
Réttarhöldin og aðdragandi
þeirra hafa verið gagnrýnd víða.
Þau fara fram á hinni rammgerðu
Imrali-fangelsiseyju í Marmarahafi.
Tyrknesk stjómvöld hafa boðið
fulltrúum nokkuri-a ríkja, Islands
sem forysturíkis Evrópuráðsins
þeirra á meðal, að vera viðstaddir
réttarhöldin. Að sögn skrifstofu-
stjóra alþjóðadeildar utanríkisráðu-
neytisins er enn verið að vinna að
frágangi þeirra mála og er niður-
stöðu vænst hið fyrsta.
■ Öcalan heitir Tyrkjum/30
y
Ihalds-
menn úr
teinóttu
fötunum
London. Morgunblaðið.
fMYNDARFRÆÐIN GUR fhalds-
flokksins, Amanda Platell, hefur
nú gefið talsmönnum flokksins
dagskipun um að leggja tví-
hnepptu, teinóttu jakkafotunum
og fara í önnur; léttari í lit og
sniði.
Amanda Plateil hóf störf hjá
fhaldsflokknum fyrir sveitar-
stjórnarkosningarnar í sfðasta
mánuði og hófst þegar handa við
að breyta ímynd formannsins,
William Hague. Hann fór allt í
einu að birtast á götum úti,
frjálslegur til fara og jafnvel
bindislaus. Og nú er röðin komin
að öðrum forystumönnum flokks-
ins.
Teinóttu jakkafötin, þessi
dökku með hvítu röndunum, eru
talin undirstrika valdsmannsbrag
þess sem þeim klæðist og Am-
anda Platell segir að það sé ekki
sú hlið sem eigi að snúa að kjós-
endum. Þeir fælist bara slík föt.
Ekki eru allir þingmenn flokks-
ins ánægðir með þessa dagskipun
og sumir hafa gefið yfirlýsingar
um að þeir muni hafa hana að
engu. Það eru einkum þeir eldri í
þingmannahópnum, sem hafa tek-
ið tilmælin óstinnt upp.
Af þessu tilefni hafa memi riíj-
að upp sögur af því, að Margaret
Thatcher hafi í forsætisráðherra-
tíð sinni skipað fjármálaráðherr-
anum Nigel Lawson að láta skera
hár sitt og einnig hafi brúnu
skómir, sem Kenneth Clarke
gekk jaftian á, farið mjög í taug-
amar á henni!