Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ -52 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 Ráðgjöf fyrir náms- og vinnumarkað Með sérfræðingum í Sérfræðiráði Hollráða er tryggð fagmennska og sérfræðiþekking á öllum sviðum. M e ð a l viðfangsefna e r u: X Áhugasuiðskannanir. X Handleiðsla - hópráðgjöf, tilfinningaleg úrvinnsla vegna erfiðleika i starfi, einkalífi. sorgar og/eða áfalla. X Samskipti á vinnustað, starfsandi og starfshvatning. X Jtð miðla i töluðu máli - leiðsögn um ræðuflutning og virka þátttöku i umræðum. X Atvinna og einkalíf - streitustjórnun og bætt líðan. X Lífsstill - mataræði, svefn og hreyfing. X Námstækni - vinnubrögð í námi. X Leiðsögn vegna atvinnuleitar s.s. framsetning umsókna, atvinnuviðtöl. X Hönnun og skipulag vinnuumhverfis. Hollráð • Hellusundi 3 • 101 Reykjavík • Sími 561 2428 • Fax 561 3328 • hollrad@hollrad.is G Fjöibrautaskólinn I Garðabæ iSSS við Skólabraut, 210 Garðabæ, stmi 520 1600, fax 565 1957 Innritun í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir haustönn 1999 er hafin. Boðið er upp ó nóm fyrir nýnema samkvæmt nýrri aðalnómskró ó þessum braulum: Bóknám til stúdentsprófs: Félagsfræðabraul----— Málabraut ------------ Þessar brnutir hofn fiölmirq kiörsvii Nátlúrufræíibrauf fþróttabraut (skv. eldri námsskrá) Listnám: Listnámsbraul (myndlisl og fata- og lextílhönnun). Almennt nám — undirbúningur f/rir annað nám: Almenn námsbraut Kjörsvið — mjög fjölbreytt nám! Á öllum þessum brautum eru kjörsvið (linur) sem nemendur velja sér í lok vorannar órið 2000. Kjörsviðin bjóða upp á mikla sérhæfingu og dýpkun í námi. Helstu kjörsvið eru eðlisfræðikjörsvið, kjörsvið erlendra tungumála, kjörsvið fata- og textílhönnunar, félagsfræðikjörsvið, fjölmiðlafræðikjörsvið, hagfræðikjörsvið, liffræðikjörsvið, markaðsfræðikjörsvið, myndlistarkjörsvið, sagnfræðikjörsvið, sálfræðikjörsvið, stærðfræðikjörsvið, tölvufræðikjörsvið o.fl. Námshestar. Skólinn býður nú upp á sérstaka þjónustu á bóknáms- og listnámsbrautunum fyrir nemendur með gáðar einkunnir úr 10. bekk (meðaltal skólaeinkunna og einkunna á samræmdum prófum). Þetta er nýjung í starfi skólans og er byggð á hugmyndinni; hópur — hraði — gæði. Sami innritunartími gildir fyrir nemendur sem þegar hafa stundað nám ó framhalds- skólastigi. Þeir halda námi sínu áfram samkvæmt eldri námskrá nema annars sé áskað. Umsóknir um skólavist skal senda til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, við Skólabraut, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin allo virka daga kl. 8.00—16.00. Simanúmerið er 520 1600. Netfang: fg@fg.is Heimasiða: http://www.fg.is Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknareyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólanum eigi síð- ar en 4. júni nk. Umsóknum skal fylgja stoðfest Ijósrit af grunnskólaprófi. Umsóknareyðublöð eru einnig á heimasíðu skólans. Nómsráðgjafar og stjórnendur eru til viðtals og aðstoða nemendur við námsval. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling um skólann! Vakin er athygli á því að skólinn starfar í nýju og mjög glæsilegu húsnæði með fullkomnum kennslu- búnaði, s.s. öflugum tölvum og mjög góðri lesaðstöðu. Vegna mikillar aðsóknar í skólann er mjög mikilvægt að allar umsóknir verði sendar beint til Fjölbrautaskólans í Garðabæ í tæka tið. Skófameistari. UMRÆÐAN Vindstyrkur - vindhraði í DAG, 1. júní, hætt- ir Veðurstofa Islands að nota vindstyrksein- inguna vindstig í veð- urþjónustunni en mun þess í stað taka í notk- un vindhraðaeininguna metrar á sekúndu, m/s. Ástæður þessarar breytingar hafa víða verið raktar og verða þær ekki endurteknar hér. Þar sem menn gera sér misvel grein fyrir hvaða samband er milli vindhraða og vindstyrks þykir mér rétt að vekja athygli á nokkrum viðmiðunum sem auðvelt er að nota og flestir þekkja, svona rétt á meðan menn eru að venjast nýju einingunni. Einnig er vert að benda fólki á hvar hægt er að fá greinargóðar upplýsingar um mis- munandi vindhraðaeiningar og tengsl þeirra við vindstigin tólf, sem kennd eru við enska flotaforingjann Beaufort. Hægviðri, hafgola og hávaðarok Eins og flestir vita hefur hugtak- ið hægviðri verið notað sem sam- heiti yflr lognið, andvarann og kulið. Hér er vindhraðinn allt að 3 m/s., og fínnum við harla lítið fyrir þeirri hreyfíngu loftsins. Vindhraðann 5 m/s. merkjum við hins vegar vel, þótt sú gola sé ekki til ama í flestum athöfnum okkar. Allir þekkja síðan hafgoluna sem mörgum finnst kasta rýrð á sólríka sumardaga; svalur vindur sem blæs af hafi og er oftast'á bilinu 6-10 m/s. Byfyar um eða fyrir hádegi og end- ist fram yfir kvöldmatartíma og er sterkust í þröngum fjörðum og döl- um eins og t.d. í Eyjafirði. Við efri mörk hafgolunnar eru færaveiðar á trillum orðnar afar leiðinlegar, rek- ið mikið og færin beint út í sjó. Við 15 m/s. er vindur orðinn all- hvass og til verulegra óþæginda; þurr mold og sandur er farinn að fjúka, tjöld farin að berjast mikið og jafnvel rifna upp og hætta er á að lausir munir á svölum og í görðum geti fokið til. Trillur og smærri bát- ar hafa ekkert að gera á sjó. Þannig er hægt að halda áfram upp skal- ann og þegar komnir eru 20-25 m/s. eru flestir famir að tala um hávaðarok. Slík veður eru sjaldgæf að sumarlagi og ættu menn því ekki að finna fyrir slíku fyrr en í haust, nema þá upp á hálendi þar sem alla jafna er hvassara en á láglendi. Ofsaveður eða stórviðri er síðan komið þegar vindhraði fer yfir 30 m/s. Þá eiga menn ekki að ferðast meira en brýn nauðsyn ber til enda má reikna með foktjóni og sköðum og vindhviður eru stórhættulegar. Hviðumar varhugaverðar Þær viðmiðanir sem hér að ofan hafa verið raktar eiga við um jafnan Veðurþjónusta Við erum sannfærð um að þessi breyting verð- ur að flestu leyti til mikilla bóta, segir Magnús Jónsson, auk þess að vera í reynd nauðsynleg aðlögun að breyttum aðstæðum ogtækni. vind eða meðalvind í 10 mínútur. Ein helsta ástæða þess að nota ein- inguna m/s. er hins vegar sú, að með henni er hægt að veita mikil- vægar upplýsingar um vindhviður sem standa í nokkrar sekúndur. Þetta fyrirbæri, sem er afar breyti- legt í tíma og rúmi og er aðalskað- valdurinn þegar um foktjón eða slys er að ræða, hefur hins vegar enga skírskotun til vindstiganna. Hvið- umar, þar sem hraðinn getur oft verið 30-50% meiri en meðalvind- hraðinn, eru mestar og hættuleg- astar þegar vindur stendur af fjöll- um eða þegar loft er mjög óstöðugt eins og t.d. í dæmigerðum élja- bólgnum útsynningi að vetrarlagi. Þess vegna ættu menn að gjalda varhug við ferðalagi í „skjóli“ fjalla eins og Esju, Hafnarfjalls eða Eyja- fjalla, svo nokkur séu nefnd, jafnvel þótt meðalvindhraði sé 15-20 m/s. Hviður geta þá hæglega verið yfir 30 m/s. og slíkur vindhraði er orðinn varasamur vegfarendum. Upplýsingar víða Til að kynna þessa breytingu sem best hefur Veðurstofan reynt að nýta sér flesta miðlunarmöguleika. Vefsíða stofnunarinnar, www.ved- ur.is, hefur að geyma margvíslegar upplýsingar um þetta mál auk þess sem vindur hefur um nokkurt skeið verið gefinn upp í m/s. í flestum veðurathugunum og á svokölluðum veðurspáritum á vefsíðunni. Þá hef- ur stofnunin látið gera lítið hand- hægt kynningarspjald sem hægt verður að fá á fjöíförnum stöðum, auk þess sem töflur um tengsl vind- hraða og veðurhæðar er að finna í almanökum og flestum vasabókum sem margir aðilar gefa út á formi minnis- eða dagbóka. Þá munu fjöl- miðlamir flestir, ekki síst dagblöð og sjónvarpsstöðvar, liðsinna okkur vel bæði með kynningu og auglýs- ingum. I textavarpi Sjónvarpsins er svo hægt að skoða þessa töflu á síðu 168. Lokaorð Við á Veðurstofunni gerum okkur grein fyrir að öllum breytingum fylgir eitthvert óhagræði meðan verið er að laga sig að þeim. Hins vegar erum við sannfærð um að þessi breyting verður að flestu leyti til mikilla bóta auk þess að vera í reynd nauðsynleg aðlögun að breyttum aðstæðum og tækni. Hin næstum tveggja alda gömlu vind- stig hafa þjónað hlutverki sínu vel og voru reyndar stórkostleg fram- för og nýjung þegar þau voru tekin upp. Beaufort-kvarðinn verður því áfram til þótt notkun hans minnki nú hratt í takt við öra tækjavæð- ingu veðurathugana almennt. Höfundur er veðurstofustjóri. Magnús Jónsson * i Skilafrestur auglýsingapantana I í næsta blað er til kl. 16 miðvikudaginn 2. júní. AUGLÝSINGADEILD Sfmi: 569 1111 * Bréfasími: 569 1110* Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.