Morgunblaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 39^
fRfot&tiftltyfo&ifr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HELZTA
VERKEFNIÐ
ISAMTALI við Morgunblaðið sl. laugardag, segir Arni
Mathiesen, nýskipaður sjávarútvegsráðherra m.a.: „Helzta
verkefnið er að sjálfsögðu að reyna að ná víðtækri sátt um
fiskveiðistefnuna ...“ Þetta er mikilvæg yfirlýsing hjá nýjum
sjávarútvegsráðherra í ljósi þess, að í heilan áratug hefur því
verið haldið fram, að engin þörf væri á meiriháttar breytingum
á fiskveiðistjórnarkerfinu. Dagar slíkra yfirlýsinga eru liðnir
og ummæli Arna Mathiesen sjávarútvegsráðherra eru til
marks um breytta tíma.
Því hefur jafnframt verið haldið fram, að andstæðingar
óbreytts fískveiðistjórnarkerfis hefðu engar tillögur fram að
færa um það hvað gæti komið í staðinn fyrir það kerfi sem nú
er. Það er út af fyrir sig rétt, að lítið hefur verið um nákvæm-
lega útfærðar tillögur, þótt grundvallaratriðin hafi alltaf verið
ljós. En væntanlega á þetta eftir að breytast á næstu misser-
um og nákvæmlega útfærðar tillögur um breytingar að sjá
dagsins ljós.
Það hefur líka verið ljóst, að andstæðingar óbreytts kerfis
hafa haft mismunandi skoðanir á því, hvað við ætti að taka.
Hér koma svo margir og flóknir hagsmunir til sögunnar, að
seint verður gert svo öllum líki. Hins vegar hefur smátt og
smátt verið að skapast samstaða um meginlínur í breyttu
kerfi, sem víðtæk sátt á að geta náðst um, eins og hinn ungi
sjávarútvegsráðherra hefur lýst yfir að hann vilji vinna að.
ÁTÖK í KASMÍR
ENN á ný hafa blossað upp átök milli Indverja og Pakistana
í Kasmír-héraði. Allt frá því að Indland og Pakistan fengu
sjálfstæði fyrir rúmlega hálfri öld hafa ríkin deilt um Kasmír,
en héraðinu var skipt á milli þeirra eftir blóðuga styrjöld árið
1948.
Astæða átakanna nú eru árásir skæruliða, sem vilja yfirráð
Pakistana í Kasmír og Indverjar segja að njóti stuðnings
Pakistana. Hófu Indverjar loftárásir á skæruliða í síðustu viku
og magnaðist deilan eftir að Pakistanar skutu niður indverska
herþotu er þeir sögðu hafa flogið yfir markalínuna.
Lengi hefur verið ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri
spennu er einkennir samskipti Indverja og Pakistana og þá
ekki síst nú eftir að bæði ríkin eru orðin að yfírlýstum kjarn-
orkuveldum. Breiðist átökin vegna Kasmír út, hvort sem er nú
eða síðar, gæti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Þá er það einnig áhyggjuefni að ekkert ríki í heiminum virð-
ist hafa nægjanlega sterka stöðu í þessum heimshluta til að
geta miðlað málum í deilunni. Bandaríkin, sem gegnt hafa mik-
ilvægu hlutverki við lausn deilumála, t.d. í Mið-Austurlöndum,
á Norður-írlandi og Balkanskaga hafa aldrei haft sterk póli-
tísk ítök á Indlandi þótt samskipti Bandaríkjanna og Pakistan
hafi verið traust. Hvorki Rússar né Kínverjar gætu heldur
gert tilkall til þess að njóta nægilegs trausts beggja deiluaðila.
GLÆSILEG
FRAMMISTAÐA
ÞAÐ HAFA væntanlega margir verið komnir fram á
fremstu brún í sófanum sínum á laugardagskvöldið þegar
síðustu stigin voru gefin í söngvakeppni evrópsku sjónvarps-
stöðvanna. Farið gat á hvorn veginn sem var en Svíar stóðu
uppi sem sigurvegarar og Islendingar urðu í öðru sæti. Þó að
væntingarnar, sem voru orðnar miklar eftir afar jákvæð við-
brögð við framlagi Islands dagana fyrir keppnina, hafi ekki
verið uppfylltar þá eru sennilega allir sammála um að frammi-
staða Selmu Björnsdóttur og Þorvaldar B. Þorvaldssonar var
með miklum sóma í ísrael.
Hvað svo sem menn vilja segja um söngvakeppni evrópsku
sjónvarpsstöðvanna og keppni af þessu tagi yfirleitt þá er að
minnsta kosti ljóst að það þarf mikla hæfileika til að standa
framarlega í fjölþjóðlegum samanburði á hvaða sviði sem er og
úrslit þessarar keppni sýnir það enn einu sinni og sannar að
íslendingar eiga tónlistarfólk á alþjóðlegan mælikvarða. Og þó
að klisjan um smæð þjóðarinnar sé orðin ansi þreytt þá hljót-
um við að minna á hana í tilvikum sem þessum.
Ljóst má vera að keppnin gefur tónlistarfólki dýrmætt tæki-
færi til að kynna sig á erlendum vettvangi. Þó ekki væri nema
fyrir það á hún rétt á sér en þegar jafn vel gengur og nú þá er
hún einnig mikilvægur vettvangur fyrir landkynningu. Vafa-
laust hefur hin glæsilega frammistaða íslensku þátttakend-
anna að þessu sinni vakið mikla athygli á þeim sjálfum sem og
landi þeirra.
Skiptar skoðanir um nýtingu háhitasvæðisins í Hengli
DMsac'ie
NESJAVALLAVIRKJUN
Er jarðhiti sam-
bærilegur við námu
eða fískistofn?
Áform eru uppi um aukna raforkuframleiðslu
á Nesjavöllum. Deilt hefur verið á nýtingu
svæðisins. Pétur Gunnarsson kynnti sér
andstæð sjónarmið í málinu.
MENN eru ekki á einu máli
um hvemig staðið er að
nýtingu háhitasvæðisins í
Hengh, þ.e.a.s. raforku-
framleiðslu og varmavinnslu á Nesja-
völlum. í ritdeilu sem fór fram á síðum
Morgunblaðsins síðastliðið haust var
því ýmist haldið fram að um væri að
ræða námu eða endumýjanlega auð-
lind. Nú em áform um að auka orku-
vinnslu á svæðinu enn frekar með því
að auka raforkuframleiðslu um meira
en helming án þess að auka varma-
vinnslu til húshitunar samhliða.
Jóhannes Zoega verkfræðingur, sem
var hitaveitustjóri í Reykjavík um ára-
tugaskeið, hefur gagnrýnt reksturinn á
Nesjavöllum. Hann segir að varma
svæðisins sé sóað, eins og staðið er að
málum, og vill að hitaveita njóti for-
gangs við nýtingu jarðhitasvæða í
grennd við þéttbýli. Þessu andmæla
talsmenn Orkuveitu Reykjavíkur.
Hitaveitan segir að með nýrri bor-
tækni hafi tekist að stækka vinnslu-
svæðið á Nesjavöllum og auka afkasta-
getu þess frá því sem varlegar upp-
hafsáætlanir gerðu ráð fyrir. Niður-
stöður undirbúningshóps em þær að
hagkvæmni stækkunar sé yfir 10% á
ári og með henni verði ekki gengið
mikið á jarðhitasvæðið umfram það
sem núverandi virkjun gerir.
Mest rannsakaða jarðhitasvæðið
Háhitasvæðið á Nesjavöllum er
sennilega mest rannsakaða og athug-
aða jarðhitasvæði landsins. Orkuveita
Reykjavíkur, áður Hitaveita Reykja-
víkur, ver árlega um 100 milljónum
króna til rannsókna á jarðhitasvæðum
hér við land.
Einar Gunnlaugsson, forstöðumaður
rannsóknadeildar Orkuveitu Reykja-
víkur, segir að í fyrra hafi hermilíkan
svæðisins verið endurskoðað í Ijósi
reynslunnar og reiknað út hver yrðu
áhrif aukinnar raforkuframleiðslu. Út
úr þeirri vinnu hafi komið sú niður-
staða að hefja strax undirbúning að 30
MW aukinni raforkuframleiðslu jafn-
framt því sem ráðist verði í frekari
undirbúning og athuganir, m.a. með
boranum. Lokið er borun
einnar 1800 m djúprar
rannsóknarholu í suður-
hluta svæðisins sem borað
var á ská með nýrri tækni.
Vegna þess telst vinnslu-
svæðið nú stærra en áður.
„Jarðhitinn er ekki sjálfbær orku-
lind. Hann eyðist eftir því sem af er
tekið,“ segir Jóhannes Zoéga á hinn
bóginn. „Núna er dælt upp úr svæðinu
um það bil þrisvar sinnum meiri orku
en hægt er að nýta. Það gerir að verk-
um að nýtanleg orka á svæðinu endist
mun skemur en ella.“
Hann segir að vegna þess hvernig
staðið er að málum nú verði nægileg
orka tæpast tiltæk á þessu svæði þegar
sjá þarf sístækkandi samfélagi á
Reykjavíkursvæðinu fyrir hitaveitu
eftir 20-30 ár.
Nú er hægt að framleiða 200 MW af
varmaorku til húshitunar á Nesjavöll-
um. Að auki era framleidd þar 60 MW
af rafmagni, sem selt er á dreifikerfi
Landsvirkjunar. Jóhannes Zoéga segir
að til að framleiða þennan varma sé
dælt um 500 MW úr iðram jarðar. Þar
sem meðalþörf varma til húshitunar er
rúmlega 100 MW skili svæðið nú um
160 MW, þ.e. innan við þriðjungi þess
sem tekið er.
Megpnhlutanum er fleygt
„Þetta kalla ég sóun,“ segir hann.
Jóhannes segir að auk þess sé varma
sóað með því að hita á Nesjavöllum
upp 4 gráðu heitt ferskvatn í stað þess
að veita þangað um 35 gráðu heitu bak-
rennslisvatni til upphitunar. Sú
vinnsluaðferð er hins vegar nokkuð
dýrari en hin núverandi.
„Þama er nýttur lítill hluti af því
sem unnið er. Meginhlutanum er fleygt
og það er rányrkja af versta tagi.“
Þarna er meðal annars komið að
þeim þætti deilunnar hvort jarðhitinn
sé endurnýjanleg auðlind eða ekki. í
stað þeirra 500 MW sem dælt er af
svæðinu til framleiðslu á allt að 200
MW af varma og 60 MW af raforku er
áætlað að inn á svæðið streymi um
130 MW. Jóhannes segir að líkja megi
jarðhitasvæðinu við námu, þar sem
varmaafl svæðisins dvíni
smám saman þar til ekki
borgar sig lengur að halda
rekstrinum áfram. Þetta
þýði að smám saman dreg-
ur úr afkastagetu svæðis-
ins þegar dælt er upp um-
fram innstreymið.
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, segir að nær
sé að líkja háhitasvæðinu við fiskistofn.
„Ef við erum að taka of mikið núna
getum ekki tekið eins mikið í framtíð-
inni. Þá verðum við að taka minna og
þá kemst aftur á jafnvægi. Það er ekki
svo einfalt að þetta sé náma sem við er-
um að taka upp úr og tæma. Þetta er
líkara fiskistofni. Ef maður oíveiðir,
minnkar stofninn. Þá dregur maður úr
veiðinni og stofninn stækkar á ný.“
Einar Gunnlaugsson nefnir í þessu
sambandi lághitasvæðin sem Hitaveita
Reykjavíkur hefur notað til orkuöflun-
ar um áratugaskeið. „Um 1990 vora
allar dælur í fullum gangi og vatns-
borðið á lághitasvæðunum var stöðugt
á niðurleið. Það var merki um ofnýt-
ingu. Þegar Nesjavellir komu til sög-
unnar gátum við loks dregið úr vinnslu
á lághitasvæðunum. Við áttum von á að
þau jöfnuðu sig á einhverjum tíma en
það gerðist mun hraðar en nokkur
bjóst við og nú er vatnsborðið þar í
sömu hæð og var þegar best lét og lág-
hitasvæðin era nú í stöðugri vinnslu og
í jafnvægi. Samt sjá Nesjavellir aðeins
um 20-25% af orku höfuðborgarsvæðis-
ins, sem þýðir að við þurftum að
minnka upptöku af lághitasvæðunum
um 20-25% til að ná afkastagetu þeirra
upp í fyrra horf.“
Raforkan nýtir 10-15%
af varmanum
Vinnsluferli raforkuframleiðslunnar
á Nesjavöllum er þannig að á leiðinni í
skiljustöð, þar sem varmaframleiðslu-
ferlið hefst, er gufan úr borholunum
látin knýja hverfla sem framleiða raf-
orku. Við framleiðslu á rafmagni með
jarðhita era einungis nýtt 10-15% þess
varma sem tekinn er upp úr jarðhita-
svæðinu. Með blandaðri vinnslu, raf-
orkuframleiðslu og varmaframleiðslu,
batnar nýtingin veralega. Eftir stend-
ur þó, að því er Jóhannes Zoéga stað-
hæfir, að um það bil þriðjungur varma
jarðhitasvæðisins er nýttur í heild
sinni.
Guðmundur Þóroddsson orkuveitu-
stjóri segir um þetta, að þegar rætt sé
um sóun í þessu sambandi þurfí menn
að spyrja sig hvort til sé nægileg
varmaorka til að sjá fyrir húshitun um
fyrirsjáanlega framtíð eða hvort verið
sé að skerða möguleika komandi kyn-
slóða á að hita híbýli sín. Hann segir
svo ekki vera. Auk þess sem hvíla
megi jarðhitasvæðin eigi orkuveitan
ný jarðsvæði á Ölkelduhálsi, Kolviðar-
hóli, Hellisheiði og vitað sé um svæði í
Trölladyngju og Krýsuvík.
Guðmundur var einnig spurður
hvort samt sem áður mætti ekki segja
að afli svæðisins sé sóað. Hundrað
megavött ijúka jú óunnin út í loftið af
því að við raforkuframleiðsluna verður
til umframafl sem ekki nýtist til hús-
hitunar. Hann segir að ef menn tali um
það sem sóun verði að líta til þess
hvert þessi orka færi annars. Hann
leggur áherslu á að orkugjafinn á jarð-
hitasvæðinu sé hiti í berginu undir yfir-
borðinu og hitinn í berginu sé ekki
skertur með dælingunni. Auk þess sé
nægt aðstreymi fersks vatns á svæð-
inu.
Endingartími
En er hægt að svara því hver er
endingartími svæðisins á Nesjavöll-
um? Hvenær kemur að þvi að draga
þurfi úr orkuvinnslu þar líkt og fyrr
var rakið að gerðist á lághitasvæðun-
um í kringum 1990? Einar Gunnlaugs-
son segir að í raun sé ekki hægt að spá
fram í tímann lengur en sem svarar til
þeirrar sögu svæðisins sem menn
þekkja. Hvorki hann né Guðmundur
Þóroddsson fæst til að nefna tiltekið
árabil en í skrifum Jóhannesar Zoéga
hefur komið fram að endingin við 500
MW álag sé um 130 ár en úr þeim tíma
dragi hratt við aukið álag.
Jóhannes segir að mat Guðmundar
S. Böðvarssonar frá 1993 sé það að
vinna megi stöðugt 400 MW til hita-
veitu með núverandi fyrirkomulagi úr
Nesjavallasvæði í 30 ár. Þá er álagið
800 MW. Eftir 30 ár dragi stöðugt úr
afli svæðisins með áframhaldandi
vinnslu. Tíminn lengist með minna
álagi og styttist með auknu álagi. Guð-
mundur S. Böðvarsson er sá sem stýrt
hefur frá upphafi útreikningum á álagi
á svæðið og mati á vinnsluþoli þess.
í birtum áætlunum orkufyrirtækj-
anna er jafnan tekið fram
að svæði standi undir tiltek-
inni raforkuframleiðslu í 30
ár. Talsmenn orkuveitunnar
leggja áherslu á að þar sé
ekki um að ræða endingar-
tíma auðlindarinnar heldur
ákveðinn útreiknaðan tíma, sem t.d.
geti miðast við bókhaldslegan afskrift-
artíma virkjunar.
Áform um aukna
raforkuvinnslu
Áformin um aukna orkuvinnslu á
Nesjavöllum felast í hugmyndum um
að auka raforkuframleiðsluna úr 60 í
106 MW. 16 MW af þessari aukningu
eiga að nást með bættri nýtingu á af-
gangsorku en 30 MW era tilkomin
vegna nýrrar vélasamstæðu, sem ráð-
gert er að kosta muni 2.780 milljónir
króna þegar allt er talið. Varmavinnsl-
an verður ekki aukin samhliða. Endan-
leg svör hafa ekki fengist við því hve
mikið álag verður á svæðið við 106 MW
raforkuframleiðslu. Jóhannes Zoéga
ihefur sagt að miðað við rekstur 90 MW
raforkuvers í 30 ár verði varmaaflið frá
svæðinu allt að 975 MW.
Eins og rakið var að ofan era endan-
legar niðurstöður um forsendur
stækkunar væntanlegar í haust en
talsmenn Orkuveitunnar segja að allar
vísbendingar hnígi að því að svæðið
muni anna þessari auknu vinnslu, m.a.
vegna nýrrar bortækni, sem hefur
stækkað vinnslusvæðið og gefið af sér
borholu sem allt bendir til að verði
gjöful á orku. Hins vegar bendi sömu
vísbendingar til þess að svæðið mundi
ekki anna 60 MW raforkuframleiðslu
til viðbótar.
Itarlegir líkanreikningar undir
stjóm Guðmundar S. Böðvarssonar,
jarðfræðiprófessors í Berkley í Kali-
fomíu, hafa verið stundaðir á Nesja-
vallasvæðinu frá því tilraunaboranir
hófust og hafa ákvarðanir um vinnsl-
una jafnan byggst á þeim útreikning-
um, segir Einar Gunnlaugsson. Nú í
næsta mánuði eru þessir reikningar að
flytjast heim og til starfsmanna Orku-
stofnunar.
Einar Gunnlaugsson áréttar að spár
fram í tímann séu ekki öruggar nema í
álíka langan tíma og vitneskjan um
vinnsluna nær til. Stöðugt sé að bæt-
ast í upplýsingabankann frá því sem
verið hafi á áram áður. Menn fari jafn-
an varlega af stað, geri varfæmislegar
áætlanir og í þeim anda sé ráðist í
stækkanir skref íyrir skref. í sam-
ræmi við það þyki nú hyggilegt að
sameina vinnslu og rannsóknir á
vinnslugetu með því að virkja hvert
svæði í áfóngum. 20-30 MW áfangar
séu hagkvæmir og ekki era taldar lík-
ur á að einn slíkur áfangi geti ofgert
öflugu háhitasvæði.
Lághitasvæði í dag
háhitasvæði fortíðar
Einar bendir líka á að lághitasvæði
dagsins í dag séu háhitasvæði fjar-
lægrar fortíðar. Þannig er jarðhita-
svæðið í Reykjavík, sem kennt er við
Laugarnes, í tengslum við forna eld-
stöð og var þvi áður háhitasvæði. Það-
an koma nú 15-20% af þeirri varma-
orku sem hitaveitan nýtir. Guðmund-
ur Þóroddsson segir að
vissulega sé hugsanlegt að
rétt þyki að hætta raforku-
framleiðslu á Nesjavöllum
eftir nokkra áratugi. Véla-
samstæðurnar séu hins vg-
ar hreyfanlegar og geti
nýst við raforkuframleiðslu á öðrum
háhitasvæðum ef nauðsyn krefur. Eft-
ir sem áður verði til á svæðinu varmi
sem muni nýtast til varmavinnslu á
sama hátt og gert er í dag. Einar seg-
ir að verði kólnun á svæðinu með tím-
anum muni það breytast í lághita-
svæði og þá verði hægt að fara að
nýta hitaveituvatnið beint eins og
þekkt er á öðrum lághitasvæðum. I
dag er vatn frá háhitasvæðunum hins
vegar ekki sent beint til upphitunar
heldur er það nýtt til að hita upp
ferskt vatn, sem síðan er dælt inn á
kerfi hitaveitunnar. Þetta er gert
vegna hættu á útfellingum úr vatni
háhitasvæðanna, sem er ríkt af
brennisteinsvetni, kolsýru og kísli og
hefur í fór með sér hættu á tæringu í
leiðslum.
Mest rann-
sakaðajarð
hitasvæði
landsins
Vísbendingar
um að svæðið
anni aukinni
vinnslu
Engu skal gleymt
(1945
VIÐ þjóðirnar ... staðráðnar í
að forða komandi kynslóð-
um frá stríðshörmungum."
Þannig hefst sáttmáli Sam-
einuðu þjóðanna, er gengið var frá í
San Francisco 1945. Skelfdum augum
litu þjóðir heims til bama sinna og
barnabarna og ákváðu að hlífa þeim
við hryllingnum sem yfir þær hafði
dunið fyrir skemmstu.
„Þar eð styrjaldir hefjast í huga
manna verður að stilla til friðar í huga
manna.“ Þannig hefst stjórnarskrá
Menningarmálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna (UNESCO), er gekk í gildi
1945. Á hverjum degi stillir
hver og einn til friðar. Friður
er framferði sem á sér rætur í
menntun, vísindum og menn-
ingu, er gefur hverri einustu
manneskju kost á að lúta eigin
dómgreind.
Komið verður í veg fyrir
styrjaldir með því að leita
frumorsaka þeirra. Óréttlætis
er leiðir til útskúfunar og fá-
tæktar, er aftur leiða til brott-
flutnings og einstrengingslegra
og öfgafullra skoðana. Skipting
þarf að vera sanngjamari, til
þess að forðast megi deilur sem
kljúfa samfélagið. Gömlu slag-
orðin „vilji maður frið skal búa
sig undir stríð“, hafa vikið fyrir
hugmyndinni um „friðarandir-
búning". Vilji maður frið verður
að búa í haginn fyrir hann,
koma honum á.
Oft hafa deilur verið settar
niður! Oft hefur sæmd verið
aukin eða endurvakin, þeirrar
„samstöðu í hugsun og sið-
ferði“ er stjómarskrá
UNESCO kveður á um! En
það sem komið er í veg fyrir
gerist þar af leiðandi ekki, og
sést ekki. Friður sést ekki. Það
sem komist er hjá sést ekki.
Samt er þetta stærsti sigurinn og við
verðum öll - en þó fyrst og fremst fjöl-
miðlar - að leggja okkar af mörkum til
þess að draga fram í dagsljósið og
takast á við það sem er ósýnilegt, það
sem ekki birtist á skjánum, er ekki til-
kynnt í útvarpi eða er ekki skrifað í
blöð.
Öryggi friðarins
Á undanfómum áram hefur lýðræð-
ið sótt í sig veðrið, og rödd fólksins
heyrist nú þar sem þögnin ríkti áður.
Fyrram ríkti friður vegna öryggis. Nú
er að renna upp tími öryggis friðarins.
Kynþáttamisrétti - hin andstyggilega
aðskilnaðarstefna - hefur verið
afnumið í Suður-Afríku og Namibíu og
tveir gagnmerkir, svartir fulltrúar
(Nelson Mandela og Sam Nujoma)
hafa hvor um sig orðið þjóðhöfðingi í
landi sínu. Friður hefur komist á í Mó-
sambík, E1 Salvador og Guatemala og
er innan seilingar á Norður-írlandi og
í Mið-Austurlöndum vegna þess að ein-
beitni og staðfesta hafa farið saman.
Og hugsjónir. Umfram allt hugsjónir,
vegna þess, að, eins og Albert Einstein
komst að orði, „á erfiðleikatímum er
einungis ímyndunaraflið mikilvægara
en þekking".
,Að forða frá stríðshörmungum."
Hvernig? Með sífelldri þróun um allan
heim, og réttlátri skiptingu. Aðstoða
ber öll lönd við að öðlast nauðsynlega
kunnáttu. Gefa þarf öllum almenningi
kost á að taka þátt, það er að skipta
máli á opinberum vettvangi en vera
ekki bara eitthvað af hundraði í skoð-
anakönnunum og kosningum. Mennt-
un er kjarni þrenningarinnar friður,
þróun og lýðræði. Almenn menntun
alla ævi. „Lýðræði er besta ráðið í bar-
áttunni við fátækt," skrifar Amartya
Sen, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.
Á tíunda áratugnum hefur, líkt og
þörfin fyrir breytingar hafi orðið fyrir-
fram ljós, fjöldi landa, þar á meðal þau
fjölmennustu, lagt alla áherslu á að
fjárfesta í menntun. Aukin menntun
leiðir til, svo að segja í öfugu hlutfalli,
minni fólksfjölgunar. Menntun er
besta getnaðarvörnin. Núverandi dag-
leg fjölgun „gesta“ á jörðinni um
254.000 - engu skal gleymt! - mun
Friður sést ekki,
skrifar Federico Mayor,
framkvæmdastj óri
UNESCO. Við þurfum
öll að leggja okkar
af mörkum til að draga
hinn ósýnilega frið
fram í dagsljósið.
FEDERICO Mayor
halda áfram að minnka ef heldur fram
sem horfir.
Aukin mismunun
En sá vítahringur fjármálakerfis
sem byggist á lánveitingum er gera þá
er þau veita ríkari (og halda verk-
smiðjum þeirra gangandi) og gera þá
sem fá þau fátækari (sem geta ekki
haldið eigin verksmiðjum gangandi eða
nýtt náttúraauðlindir) hefur leitt til
aukins mismunar. Flest þróuð lönd
samþykktu 1974 að veita hinum verst
settu aðstoð er næmi 0,7% af vergri
þjóðarframleiðslu þeirra. Með
nokkram undantekningum hefur hlut-
fallið, er veitt er til alþjóðasamvinnu,
minnkað (í 0,2% af þjóðarframleiðslu)
og aukning hefur orðið (þreföld eða
fimmfóld í sumum löndum) í hemaðar-
útgjöldum.
Engu skal gleymt. Glæpsamleg
þögn. Við höfum gleymt angistinni og
þjáningunni sem öngþveiti ofbeldis og
stríðs leiðir til. Stríð era ill, ekki þjóðir.
En við höfum ekki látið nægilega hátt í
okkur heyra til þess að vekja athygli
leiðtoganna. í stað þess að stuðla að
friði höfum við enn einusinni látið afls-
mun ráða fremur en skynsemina,
fremur en forvarnir, fremur en stað-
fastar fortölur og samræður. Okkur
hefur láðst að koma á fót svæðabundn-
um samtökum sem geta gripið tafar-
laust í taumana ef ógn stafar að, og
hafa það verkefni að draga úr áhrifun-
um og veita fyrstu hjálp, eftir því sem
tök era á, þegar skógareldar, fellibyljir
eða aðrar náttúrahamfarir verða. Okk-
ur hefur enn ekki skilist hvað friður
kostar, og eram rétt eina ferðina að
komast að því hvað stríð kostar.
Bræðralagið gleymt
Það sem heimsstyrjöldin 1939-1945
kostaði (í mannslífum, glæsilegasta
minnismerki sem við verðum að gæta)
leiddi til stofnunar Sameinuðu þjóð-
anna. Þegar sovéska kerfið hrandi
1989, um leið og Berlínarmúrinn, eygði
heimurinn regnboga nýrra tíma. Járn-
tjaldið ryðgaði vegna þess, að þótt það
væri byggt á jöfnuði var frelsisins ekki
gætt. Nú eigum við í höggi við kerfi
sem er byggt á frelsi, en hefur jöfnuð
að engu. Og bæði hafa virt bræðralag
að vettugi.
Þegar útlit var fyrir að loks yrði
hægt að njóta ávaxta friðarins, og
Sameinuðu þjóðunum yxi fiskur um
hrygg, er málum þveröfugt farið.
Staða Sameinuðu þjóðanna hefur
veikst, og hlutverk þeirra smækkað í
friðargæslu (að átökum yfirstöðnum)
og neyðaraðstoð. Öllu þróunarkerfinu A
(landbúnaðar-, heilbrigðis-, vinnumála-
, menntamála-, vísinda- og menningar-
stofnanir) hefur verið gert að „halda í
hoifinu“. UNESCO hefur fjölda verk-
efna, en aðeins einn grundvallartil-
gang, að stuðla að friði og ýta
undir friðsamlega menningu í
stað þess ófriðar sem rikt hefur
frá því sögur hófust. En jafnvel
hvað UNESCO snertir hafa
Bandaríkin, valdamesta ríki
heims, ekki getað staðið við
skuldbindingar sínar við stofn-
unina af fjárhagslegum ástæð-
um.
Á þessu ári höfum við enn
einu sinni orðið vitni að valdbeit-
ingu með fullkomnustu vopnum,
þótt afleiðingamar séu aftur
þær, að flugherimir koma niður
á jörðina, nema í eyðimörkinni,
og berjast hús úr húsi, úr tré í
tré. Enn einusinni er ofbeldi
beitt, og að þessu sinni, aukin-
heldur, utan vébanda Samein-
uðu þjóðanna, sem skapar ákaf-
lega hættulegt fordæmi. Geti
Öryggisráðið ekki, með núver-
andi aðild og hlutverk, gripið í
taumana með nauðsynlegu snar-
ræði og forráðum, verður að
breyta og bæta ráðið.
Sameinuðu þjóðirnar era eini
vettvangurinn fyrir sterkt al-
þjóðlegt lýðræði sem getur gert
okkur kleift að ráðast að rótum
ofbeldis og hryðjuverka, sem
allt of oft leiða til þjóðemislegs,
trúarlegs og hugmyndafræðilegs ofur-
kapps, og einungis á þeim vettvangi er
unnt að gera heyrinkunnugt að al-
þjóðasamfélagið mun ekki viðurkenna
þá, sem komast til valda með blóðsút-
hellingum en ekki kjörkössum. Engin
önnur samtök geta teflt fram hði sínu
afdráttar- og tafarlaust, þar sem
stjómleysi ríkir eða mannréttindi hafa
verið fótum troðin.
Aldrei of seint
Nú á þessu ári verðum við að fara að
hugsa og haga okkur líkt og við gerð-
um 1945. Á þröskuldi nýrrar aldar og
nýs árþúsunds verðum við að haga
okkur eins og frumherjar til þess að
styrkja samfylkingu þjóðanna, til þess
að koma í veg fyrir ofbeldi og stríð. Við
verðum að byggja þá samfylkingu á
ljóram, nýjum sáttmálum: Félagsleg-
um, náttúralegum, menningarlegum
og siðferðilegum. Við verðum að semja
og hlíta siðareglum - um fjármagns-
flæði, orku, vatn, vopn og svo framveg-
is - um allan heim. Við verðum að auka
fjárfestingu í því kraftaverki sem hver
einasta manneskja er, hver einstök
manneskja. Kostnaðurinn er viðunandi
ef maður hefur í huga að bara á síðasta
ári var hátt í átta hundrað milljörðum
(Bandaríkja)dollara eytt í vopn.
Það er aldrei of seint að stilla til frið-
ar. í dag fremur en á morgun. Leggj-
um niður vopn, og með sama braðh og
við áður kyntum undir ófriðnum skul-
um við nú kynda undir friðnum. Megi
sannleikurinn koma í Ijós og réttlætið
sigra. Undir vemdarvæng Sameinuðu
þjóðanna skulu þeir, sem hafa verið
gerðir brottrækir frá heimilum sínum,
snúa aftur til Kosovo sem er sjálfráða
og fjölskipt í bæði trúarlegum og þjóð-
emislegum skilningi. Það tekur enga
stund að veita sár, en þau eru lengi að
gróa. Því verður að hefjast handa eins
fljótt og auðið er.
Við verðum tafarlaust að leggja út á
aðra braut og við verðum að rita sögu
sem er öðravísi en sú sem við getum
nú aðeins lýst. Slíkt væri besti arfur-
inn sem við gætum skilað bömum okk-
ar og bamabömum, þeim sem við lof-
uðum 1945 að forða frá stríðshörm-
ungum. Engu skal gleymt.