Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dreifíng ehf. stefnir ríkinu fyrir
ólögmæta gjaldtöku
Krefur ríkið
um 89 milljónir
MÁLFLUTNINGUR í máli inn-
flutningsfyrirtækisins Dreifingar
ehf. og ríkisins fer fram í dag í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur. Stefnandi,
Dreifing ehf. krefur ríkið um 89
milljónir króna fyrir ólögmæta
gjaldtöku á grundvelli reglugerðar
nr. 223/1987 um sérstakt jöfnunar-
gjald af kartöflum og vörum unnum
úr þeim, ásamt síðari breytingum
og reglugerð nr. 468/1993, sem
leysti hina fyrmefndu af hólmi.
Dómkröfur stefnda, ríkisins, eru
aðallega þær, að stefndi verði sýkn-
aður af öllum kröfum stefnanda og
að stefnanda verði gert að greiða
stefnda málskostnað samkvæmt
mati dómsins.
Brotið gegn tilgangi laga
Krafa Dreifingar ehf. nær yfir
tímabilið júní 1988 til ágúst 1995. í
stefnu Dreifingar ehf. segir að ljóst
sé að með álagningu hins sérstaka
jöfnunargjalds hafi verið brotið
gegn tilgangi þeirra laga sem gjald-
takan studdist við og farið út fyrir
þau mörk sem gjaldtökunni voru
sett. Þar af leiðandi hafi gjaldtakan
verið ólögmæt og á stefnandi því
rétt á endurgreiðslu.
í stefnunni er m.a. vísað til Hæsta-
réttardóms sem gekk hinn 19. des-
ember 1996 þar sem komist var að
þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði
með reglugerðum nr. 109/1988 og
335/1989 farið út fyrir takmörk þeirr-
ar heimildar sem honum hafi verið
veitt og ekki virt þær kvaðir um mál-
efnalegan grundvöll skattheimtu og
stjómsýslu, sem gæta varð.
í dómnum var staðfest að gjald-
taka samkvæmt greindum reglu-
gerðum var ólögmæt. Telur stefn-
andi að varðandi ógildi reglugerð-
anna sé dómur Hæstaréttar í
greindu máli bindandi fyrir aðila í
því máli sem hér er stefnt.
I greinargerð lögmanns fjármála-
ráðherra segir að af umræddum
dómi Hæstaréttar verði ráðið að
svigrúm landbúnaðarráðherra til
álagningar jöfnunargjalds á fransk-
ar kartöflur og vörur unnar úr þeim
hafi ekki verið óheft, en ekki hafi
verið á það fallist í dóminum að
framsal löggjafans til ráðherra hafi
farið í bága við 40. grein stjómar-
skrárinnai- sbr. þágildandi ákvæði
hennar, eins og þau hefðu verið
skýrð.
I stefnu Dreifingar ehf. segir
ennfremur að með hinu sérstaka
jöfnunargjaldi hafi seljendur er-
lendra franskra kartaflna aðra og
mun verri stöðu en seljendur ís-
lenskra kartaflna. Með því að leggja
mismunandi gjöld á aðila í sambæri-
legri stöðu hafi setning reglugerð-
anna brotið í bága við áður ólög-
festa meginreglu íslensks stjóm-
skipunarréttar um jafnræði borgar-
anna, sbr. núgildandi 65. grein
stjómarski’árinnar.
Þessu mótmælir stefndi eindregið
og segir að engan rökstuðning sé að
finna fyrir þessari fullyrðingu í
stefnunni og að ekki sé reynt að
sýna fram á að jöfnunargjaldið hafi
leitt til þess að stefnandi hafi borið
skarðan hlut frá borði vegna álagn-
ingar þess.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
STÓR hluti hússins skemmdist og nemur Ijónið tugum milljóna að sögn eiganda Fiskþurrkunar.
Tugmilljónatjón varð í
sprengingu í Garðinum
FISKVERKUNARHÚS í Garðin-
um stórskemmdist í sprengingu
snemma í gærmorgun. Talið er að
gasleki frá gaslyftara hafi orsakað
sprenginguna, en eldur braust ekki
út í kjölfar hennar. Enginn var í hús-
inu, sem er í Útskálum yst í Garðin-
um, þegar sprengingin átti sér stað
og var ekki vitað hvað gerst hafði
fyrr en um fótaferðartíma í gær-
morgun þegar komið var til vinnu.
Tvö fyrirtæki era í húsinu sem er
um tvö þúsund fermetrar að stærð.
Sprengingin virðist hafa orðið í
lyftarageymslu, en þar vora geymdir
tveir rafmagnslyftarar og einn
gaslyftari. Stór hluti hússins
skemmdist og nemur tjónið tugum
milljóna króna að sögn Theódórs
Guðbergssonar, eiganda fyrirtækis-
ins. Hann segir að 300-400 fermetr-
ar af húsinu séu ónýtir.
Fyrirtækið heitir Fiskþurrkun og
var þar unnið við saltfiskverkun.
Theódór sagði að um tuttugu manns
störfuðu hjá fyrirtældnu og um tíu
hjá hinu fyrirtækinu í húsinu sem
einnig fæst við fiskverkun, en þar
urðu miklu minni skemmdir.
Theódór sagði að hráefnið í húsinu
virtist hafa sloppið að mestu leyti við
skemmdir. Hafist yrði handa við það
í dag að loka húsinu og reynt að
koma starfseminni í gang á nýjan
leik.
Hann sagði að það hefði verið mik-
ið lán að enginn var í húsinu þegar
sprengingin varð. Ef fólk hefði verið
mætt til vinnu hefði öragglega orðið
stórslys.
Lögreglan í Keflavík hefur rann-
sókn málsins með höndum. Fulltrúar
tryggingafélags hússins vora á vett-
vangi í gær til að meta tjónið og
Vinnueftirlitið var einnig kvatt til.
Rauðsíða ehf. á Þingeyri enn ekki fengið svar frá Byggðastofnun
Frystihúsið selt á uppboði
Hefur sex vikur til að ganga inn í
tilboð Sparisjóðs Bolungarvíkur
Alþingi kemur
saman í dag
NÝKJÖRIÐ Alþingi kemur saman í
dag og hefst þingsetningarfundur kl.
13.30. Er það 124. löggjafarþingið.
Að lokinni þingsetningu verður
hlé til klukkan 15. Þá hefst fundur á
ný með því að kjörinn verður forseti
Alþingis en stjórnarflokkamir hafa
náð samkomulagi um að Halldór
Blöndal, fyrrverandi samgönguráð-
herra, gegni því embætti. Að því
loknu flytur Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra stefnuræðu sína. Fundi
verður þá frestað til kl. 20.30 en þá
hefjast umræður um ræðuna sem
verður útvarpað og sjónvarpað.
-------------------
Ekið á stúlku
í Síðumúla
KEYRT var á 14 ára stúlku í Síðu-
múla rétt eftir hádegi í gær og var
hún flutt á slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, að sögn lögreglu.
Stúlkan hraflaðist nokkuð og hand-
arbeinabrotnaði, en eftir meðhöndl-
un fór hún heim.
VINNSLUHÚSNÆÐI Rauðsíðu
ehf. á Þingeyri var í gær slegið
Sparisjóði Bolungarvíkur á uppboði
fyrir rúmar 35 milljónir króna.
Rauðsíða hefur 6 vikur til að ganga
inn í boðið en að sögn framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins veltur það á því
hvort Byggðastofnun efnir gefið
lánsloforð.
Uppboðið er ekki endanlegt því
Rauðsíða hefur frest til 19. júlí nk.
til að ganga inn í boð Sparisjóðs Bol-
ungarvíkur og eignast þannig húsið
aftur. Auk sparisjóðsins gerðu
Byggðastofnun, Landsbanki íslands
og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
kröfu á hendur Rauðsíðu í gær, að
upphæð um 30 milljónir króna.
Stjóm Byggðastofnunar ákvað
fyrir skömmu að veita Rauðsíðu ehf.
100 milljóna króna lán að uppfyllt-
um ákveðnum skilyrðum. Fulltrúi
Rauðsíðu ehf. gekk í gær á fund for-
stjóra Byggðastofnunar og lagði
fram gögn varðandi lánsumsókn
fyrirtækisins en að sögn Guðmund-
ar Malmquist, forstjóra Byggða-
stofnunar, vantar stofnunina enn
gögn til að sjá hvort skilyrðin hafi
verið uppfyllt og þar af leiðandi til
að hægt sé að taka ákvörðun um
hvort lánið verður veitt. Aðspurður
hvort það væri enn möguleiki á að
Rauðsíðu yrði veitt lánið sagðist
Guðmundur hvorki svara því ját-
andi né neitandi.
Ketill Helgason, framkvæmda-
stóri Rauðsíðu, segir stöðu mála
óbreytta þrátt fyrir uppboðið í gær.
Framtíð fyrirtækins standi og falli
með láni Byggðastofnunar. „Við fór-
um fram á það við Byggðastofnun
12. maí síðastliðinn að stofnunin
endurskoðaði skilyrði sitt um að við-
skiptabanki okkar, Sparisjóður Bol-
ungarvíkur, veitti okkur 55 milljóna
króna lán, samhliða veðrétti
Byggðastofnunar. Smæðar sinnai-
vegna treysti sparisjóðurinn sér
ekki til að uppfylla þetta skilyrði.
Þeir hafa hins vegar boðist til að
koma að þessu með lægri upphæð.
Þess í stað fengum við almenna lán-
ardrottna til að skuldbreyta kröfum
sínum fyrir um það bil 100 milljónir.
Við báram þriggja mánaða uppgjör
saman við rekstraráætlanir, eins og
Byggðastofnun bað um, og það kom
vel út. En meðan við höfum ekki
fengið svar við því hvort stofnunin
vill endurskoða þetta skilyrði getum
við ekkert gert. Við höfum alfarið
veðjað á lánið frá Byggðastofnun og
gengið út frá því. Byggðastofnun
verður að gefa okkur afgerandi svar
um hvað hún ætlast til af okkur í
þessu,“ segir Ketill.
Ekki eðlileg afgreiðsla
Egill Jónsson, foi-maður stjórnar
Byggðastofnunar, segir óeðlilegt
hversu lengi afgreiðsla málsins hef-
ur tafist hjá Byggðastofnun. „Stjóm
Byggðastofnunar á að rækja skyld-
ur sínar með þeim hætti að bregðast
við þegar vanda ber að höndum í
byggðum landsins með svipuðum
hætti og nú hefur gerst á Vestfjörð-
um. Hafi ég misskilið þetta hef ég
hvorki skilið hlutverk þessarar
stjómar í fjögur ár, né heldur
breytni hennar," segir Egill.
öð í dag
A ÞRIÐJUDOGUM
Heimili
Vala bætir íslands- og Norð
urlandametið um 5 cm / Bt
Englendingar og Rúmenar á
HM með sigurleikjum / B16
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is