Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 13 FRETTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson 20 MANNS voru á stofnfundi raforkubænda í gær. Landssamband raforkubænda stofnað Yfír 200 manns framleiða orku LANDSSAMSAMBAND raforku- bænda var stofnað á Hótel Sögu í gær. Markmið félagsins er að ná saman raforkubændum í eitt félag og vinna að hagsmunamálum þeirra sem m.a. felast í raforkuframleiðslu inn á raforkunet landsmanna. Kjör- in var þriggja manna stjórn á stofn- fundinum. Formaður hennar er Ólafur Eggertsson frá Porvaldseyri undir Eyjafjöllum og meðstjórnend- ur eru Eiður Jónsson frá Arteig í Kelduhverfi og Þórarinn Hrafnkels- son frá Fellabæ. 20 manns voru á stofnfundinum. Þórarinn sagði að menn gætu skráð sig í sambandið sem stofnfé- lagar fram til 1. október næstkom- andi. Atvinnuþróunarfélögin í land- inu starfa með sambandinu og telja stofnfélagar málið að vissu leyti vera þróunarverkefni. Þórarinn sagði að sala á raforku inn á orkunetið væri ekki höfuð- markmið félagsins heldur það að ná saman í ein samtök þeim mönnum sem fást við það verkefni að fram- leiða orku. Hann segir að yfír 200 aðilar vinni við það í dag að fram- leiða raforku. Einn af stofnfélögun- um á fundinum í gær framleiðir t.d. 250 kílóvött fyrir fímm bæi. Meðal- framleiðslan er þó minni og algengt er að menn framleiði 10-20 kílóvött fyrir hvert heimili. Þórarinn segir að fyrst og fremst sé um vatnsaflsvirkjanir að ræða en einnig framleiði menn raforku úr gufuafli eða vindorku. Hann segir að vonir séu bundnar við að þónokkrir raforkubændur geti senn farið að framleiða raforku inn á orkunetið og mörgum sé hægt að hjálpa til að framleiða til eigin nota. „Við höfum einnig horft til þess að Landsvirkjun hefur verið að gera orkudreifínguna að sérstöku fyrirtæki og framleiðendur eru ótal- margir. Landsvirkjun sér um orku- flutninginn. Þetta eru miklar breyt- ingar sem nú eru að gerast," segir Þórarinn. Evrópufundur Interpol í Reykjavík árið 2000 A 28. EVROPUFUNDI Inter- pol, sem haldinn var í Ósló dag- ana 2.-4. júní, var samþykkt að þiggja boð ríkisstjórnar Islands og ríkislögreglustjórans um að halda Evrópufundinn árið 2000 í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem svo fjölmennur fundur lögregluyfir- valda er haldinn á Islandi, en búast má við að fulltrúar allra þeirra 45 Evrópulanda sem að- ild eiga að Interpol sæki fund- inn í Reykjavík og gert er ráð fyrir að fjöldi þátttakenda verði 130-150. Auk aðildarlanda frá Evrópu situr fjöldi áheyrnar- fulltrúa fundinn. Má þar nefna fulltrúa frá Astralíu, Bandaríkj- unum, Kanada, Israel, fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, Evrópuráðinu, Europol, samtökum um lög- gæslu í Evrópu, samtökum um öryggi í alþjóðlegri bankastarf- semi, auk annarra. Fundurinn verður haldinn dagana 17.-19. maí að ári. Finnur fyrir almennum skákáhuga Kvíði ekki starfinu ÁSKELL Örn Kárason sálfræðing- ur er nýkjörinn forseti Skáksam- bands íslands. í kjörinu hlaut hann einu atkvæði meira en Hrannar B. Amarsson. Hann segist ekki kvíða starfinu þrátt fyrir nauman sigur, enda telur hann enga andstöðu vera við sig sem einstakling innan sam- bandsins. Hann segir líka margt framundan hjá Skáksambandinu, tímamót eru á þessu og næsta ári. Einnig er í undirbúningi sterkt at- skákmót á þessu ári og hefur Gary Kasparov lýst yfír áhuga á að mæta, þótt ekkert sé ákveðið í þeim efn- um. Tímamir hafa breyst í skák- íþróttinni á íslandi síðan að Jóhann Hjartarson tefldi gegn Kortsnoj í eftirminnilegu skákeinvígi, sem þjóðin fylgdist stolt með. í dag blas- ir við nýkjömum forseta Skáksam- bandsins að margir af okkar helstu stórmeistumm hafa hætt sem at- vinnumenn og minna fer fyrir íþróttinni í fjölmiðlum en áður. „Samkeppni í alþjóðlega skák- heiminum hefur aukist mikið við atburði sem eru kenndir við fall járntjaldsins. Fleiri skákmenn mæta á alþjóðleg mót og verð- launafé hefur lækkað mikið,“ segir Askell þegar hann er spurður um stöðu skákarinnar á Islandi í dag. Önnur ástæða, sem hann nefnir fyrir brotthvarfi stórmeistaranna, er að skák sé ekki íþrótt sem menn endist lengi í af fullum krafti. Þetta sé tímafrek og kostnaðarsöm íþrótt. Askell nefnir líka að sér fínnist sem skákin hafi lent á milli þils og veggjar í fjölmiðlum. Hún sé ekki talin til almennra íþrótta en hún falli heldur ekki inn í fréttaumfjöll- un. Hann segir að fjölmiðlaumfjöll- un skipti miklu máli fyrir vöxt og viðgang íþróttarinnar. „Við höfum kannski komið illa út úr þessari svokölluðu fjölmiðlabyltingu." Vinsæl meðal barna og unglinga Hins vegar nefnir Askell að skák- íþróttin sé mjög vinsæl í skólum og meðal bama og unglinga. „Þar sem skákin er hluti af skipulögðu tóm- stundastarfi er hún oftar en ekki í fyrsta sæti meðal barna upp að tán- ingsaldri.“ Hann nefnir líka að margir ungir skákmenn séu mjög efnilegir. Vandamálið sé aftur á móti skortur á kennurum og leið- beinendum í gi-eininni. „Mörg lönd eru komin mjög framarlega í þjálfunaraðferðum. Okkar ungu skákmenn standa sig mjög vel í mótum á Norðurlöndun- um en hætta gæti verið á að við misstum af lestinni ef ekki verður haldið vel á spöðunum. Við þurfum að halda í okkar efnilegu skákmenn en til þess þurfa þeir að hafa fyrir- myndir og það getur verið erfítt ef Strætisvagn milli bflastæða og miðborgar Kostnaður er áætlaður á bilinu 1,5-2 milljónir KOSTNAÐUR Reykjavíkurborgar við ferðir strætisvagns milli bíla- stæða við Háskólann og miðborgar er áætlaður 1,5-2 milljónir króna. Boðið verður upp á þessa þjónustu á virkum dögum í sumar út ágúst. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri upplýsti þetta á fundi borgarstjórnar í gær í framhaldi af gagnrýni Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á þá ráðstöfum Strætisvagna Reykjavíkur að leggja niður leið 1 sem ekið hefur Þingholtin. Kjartan taldi það ranga forgangs- röðun að auka þjónustu við notend- ur einkabíla í stað þess að leggja áherslu á að gera almenningssam- göngur að raunhæfum valkosti. Hann kvaðst ekki andsnúinn þess- ari nýju þjónustu við miðborgina en taldi rangt að leggja niður leið 1 og draga þar með úr þjónustu við íbúa í Þingholtum. 3 farþegar á leið 1 Helgi Pétursson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnar SVR, kvaðst hafa áhyggj- ur af rekstrarvanda SVR og sagð- ist vilja veita borgarbúum sem besta þjónustu fyrir skikkanlegt Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÁSKELL Örn Kárason, nýkjörinn forseti Skáksambands íslands við eigum ekki stjömur í iþróttinni og fjölmiðlaumfjöllun er lítil,“ segir Áskell. Sýnir styrk hreyfingarinnar Það eru spennandi tímar framundan að mati Áskels. Þrjú stórafmæli eru framundan, Skák- samband Norðurlanda, sem er elsta alþjóðlega skáksambandið, heldur upp á 100 ára afmæli sitt 23. ágúst á þessu ári, Alþjóðlega skáksamband- ið (FIDE) verður 75 ára og á næsta ári er stórafmæli hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Einnig kom Áskell inn á fyrirhugað atskákmót síðar á þessu ári. Hugmyndin er að halda mjög sterkt mót ef nægt fjármagn fæst og hefur ekki minni spámaður en Kasparov lýst yfir áhuga á að mæta. Aðspurður um átök innan skák- sambandsins segir Áskell að það sé ekki til að hafa áhyggjur af. „Auð- Dilbert á Netinu mbl.is vitað eru skiptar skoðanir innan hreyfingarinnar en ég tel það sýna styrk hennar." Hann segist ekki kvíða því að mæta andstöðu innan hreyfingarinnar þrátt fyrir nauman meirihluta. „Ýmsir sáu vænni kost í stöðunni en það er ekkert sem ég tel and- stöðu við mig persónulega," segir Áskell. Framundan eru nú margvis- leg verkefni, s.s mót í mörgum ald- ursflokkum sem Skáksambandið skipuleggur, og Áskell segist horfa bjartsýnn fram á veginn þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu Skáksam- bandsins, menn verði bara að taka höndum saman. Skólavörðustíg 21 a, 101 Reykjavlk. Sími/fax 552 1220 y Negro \LLTAf= EITTH\SA£> rjÝT~T Nelfang: blanto@iln.is Veffang: www.blanco.ehf.is verð. Helgi sagðist vilja sjá tillög- ur frá Kjartani, sem einnig situr í stjórn SVR, varðandi lausn á rekstrarvanda fyrirtækisins. Taldi hann ljóst að 46% aukning á bíla- innflutningi á fyrsta ársfjórðungi hlyti að hafa áhrif á rekstur SVR. Hann sagði hverja akstursleið SVR kosta 12 milljónir króna í rekstri og of dýrt væri að halda úti einni leið fyrir 3 farþega að jafn- aði. Þessu andmælti Kjartan og sagði fjölda farþega á leið 1 vera sex í hverri ferð, sem væru þrjár á klukkustund 10 tíma á dag. Tricity Bendix Þurrkaii • Einfaldur en mjög öflugur • Tekur 5 kg. af þurrþvotti • Snýr í báðar áttir • Krumpuvöm • Tvö hitastig 24.900 kr. ■ y v ... . WÓ:' ' HUSASMIÐJAN Sími 525 3000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.