Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 14

Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Ökumenn þungstíg- ir á bensíngjöfínni HELGIN var með rólegasta móti hjá lögreglunni á Akureyri að öðru leyti en því að margir ökumenn gerðust brotlegir. Hátt í 50 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur um helgina á Akureyri og í næsta nágrenni. Sá ökumaður sem hraðast ók, var tek- inn á 154 km hraða þar sem há- markshraði er 90 km og var hann umsvifalaust sviptur ökuskírteini sínu. Þá voru 6 ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur og er sá fjöldi í hærri kantinum að sögn varðstjóra lögreglunnar. Einn hinna grunuðu ók á annan bfl og stakk af frá vettvangi en lögreglan hafði hendur í hári hans. Harður árekstur Harður árekstur varð á milli tveggja fólksbifreiða á gatnamót- um Skógarlundar og Þingvalla- strætis á sunnudagskvöld. Öku- maður annars bílsins þurfti að leita til slysadeildar FSA og í gær til- kynntu tveir farþegar hans til lög- reglu að þeir þyrftu einnig að leita aðstoðar slysadeildar eftir óhappið vegna eymsla. Báðir bflarnir skemmdust mikið og þurfti að draga þá burtu af vettvangi. Morgunblaðið/Kristján Túlípanarnir litskrúðugir SYSTURNAR Anna Gyða og Freyja Sigurgísladætur frá Álftanesi voru í heimsókn á Akureyri í blíðviðrinu um helgina. Á leið sinni um mið- bæinn rákust þær á þessa fal- legu túlipana sem starfsfólk umhverfisdeildar hefur gróð- ursett á horni Gránufélags- götu og Glerárgötu. Túlipan- arnir eru mjög litskrúðugir og vekja óneitanlega mikla at- hygli vegfarenda. Unnið er að því af fullum krafti að prýða bæinn og stefnt að því að hann skarti sínu fegursta í kringum þjóðhátíðardaginn 17. júní. Skrautla opnuð í göngugötu SKRAUTLA heitir ný verslun sem er við göngugötuna í Hafn- arstræti númer 104. Þær Mar- grét Jónsdóttir og systurnar Oddrún og Bryndís Magnús- dætur eiga og reka verslunina. Margrét er kunn leirlistakona, en þær systur vinna listaverk úr mósaík og silfri. í versluninni era til sölu handunnir munir eft- ir listakonurnar, nytjalist, skrautmunir og skartgripir. Skrautla er opin alla virka daga frá kl. 11 til 18. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar VERKEFNASJÓÐUR AFE. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjaröar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Verkefnasjóöi AFE. Þeir sem eru í atvinnurekstri eða vilja hefja atvinnurekstur á starfssvæði AFE, hafa rétt til að sækja um. Allar atvinnu- greinar eru styrkhæfar, en ríkt tillit er tekið til framtíðar- möguleika verkefnisins og arösemi til lengri tíma litið. Umsóknareyðublöð, ásamt leiðbeiningablaði, fást á skrifstofu AFE, Strandgötu 29, hjá bæjarritaranum í Ólafsfirði og á Dalvík og sveitarstjóranum á Grenivík. Hægt er að fá eyðublöðin (tölvutæku formi hjá sömu aðilum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu AFE í síma 461 2740 eða netfangi „benedikt@afe.is” Umsóknarfrestur er til 20. júní 1999. Öllum umsóknum verður svarað skriflega fyrir 10. júlí 1999 Morgunblaðið/Kristján RÓÐUR var á dagskrá hátíðahalda sjómannadagsins á Akureyri að vanda og kepptu þar bæði áhafnir skipa og landkrabbar. Stúlkurnar í sveit UA voru vígalegar að sjá þegar þær biðu eftir að röðin kæmi að þeim að róa. Formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar á sjómannadaginn Eiga hvalir að fá að éta þjóðina út á gaddinn? KONRÁÐ Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, sagði í ávarpi sínu á Akureyri á sjó- mannadaginn, að hvalamálið í heild sinni færi að verða Islendingum til skammar og lýsti jafnframt undrun á því að þorskstofninn mældist ekki af þeim styrk, að Hafrannsókna- stofnun treysti sér til að leggja til auknar veiðar á næsta fiskveiðiári. „Ég er ekki í vafa um að það er ekki aðeins sjómönnum undrunar- efni að þorskstofninn mælist ekki af þeim styrk að hægt sé að auka veiðar. Öll vildum við sjá auknar veiðar sem árangur af samdrættin- um á undanförnum árum og miðað við upplifun sjómanna af þorsk- gengd umhverfis landið þá hefði mátt ætla að auka ætti veiðar,“ sagði Konráð Alfreðsson í ávarpi á Oddeyrarbryggju, þar sem hátíða- höldin fóru fram í blíðskaparveðri á sunnudaginn. Þetta var í 60. skipti sem sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur í höfuðstað Norðurlands. Konráð nefndi svo að skýrsla Hafró sýndi að hvalastofnar séu ört vaxandi við landið „og öllum er fullkomlega ljóst að þar fer stofn sem heggur gríðarleg skörð í fisk- stofna á Islandsmiðum". Konráð bætti svo við: „Hvalamálið fer í heild sinni að verða okkur Islend- ingum til skammar. Er það virki- lega svo að við höfum látið yfirlýs- ingar öfgasinnaðra umhverfis- verndarsamtaka svínbeygja okkur Morgunblaðið/Kristján Samningur um byggingu skautahúss undirritaður AKUREYRARBÆR hefur undir- ritað verksamning við SJS verk- taka ehf. um að fyrirtækið taki að sér að hanna og byggja skautahús yfir skautasvell á svæði Skautafélags Akureyrar við Naustaveg. Kostnaður við verkið er tæpar 189 milljónir króna. Kostnaður við viðgerð á yfír- borði steyptrar plötu (ísplötu) og á endurnýtingu á hita frá kæli- vélum, er ekki innifalinn í samn- ingsfjárhæðinni og verður samið um þá liði sérstaklega. f verksamningnum er gert ráð fyrir að skautahúsið verði hæft til skautaæfinga um miðjan nóv- ember nk. en að húsinu verði að fullu iokið 1. mars á næsta ári. Verklok, þar með lóðafrágangur, eru áætluð 28. júlí árið 2000. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, undirritaði samninginn fyrir hönd bæjarins en þeir Signrgeir Arngrímsson og Jón Trausti Björnsson fyrir hönd SJS verktaka. svo í duftið að við þorum okkur hvergi að hræra gagnvart hval- veiðum? Ætlum við að horfa upp á það endalaust að hvalastofnarnir fái að vaxa svo við landið að þeir éti þjóðina á endanum út á gadd- inn? Staðreyndin er sú að hvala- stofnarnir þola vel veiðar og þær eru hreint og beint nauðsynlegar ef ekki á illa að fara. Ég skora þess vegna á stjórnmálamenn sem eru þessa dagana að taka sæti á Al- þingi að taka þá ákvörðun að hefja hvalveiðar að nýju og sýna það og sanna að Islendingar eru fiskveiði- þjóð sem lætur skynsemina og vís- indin ráða en lætur ekki stjórnast af öfgakenndum yflrborðssjónar- miðum.“ Veiðilindin við Leiruveg VEIÐILINDIN heitir ný verslun með veiðivörur en hún er til húsa í bensínstöð og verslun ESSO við Leiruveg. Breytingar hafa verið gerðar á bensínstöðinni; hraðbúð þar sem hægt er að nálgast flestar nauðsynjavörur hefur verið stækkuð og vöruúrval aukið. Veiðilindinni hefur verið markaður ákveðinn staður inn- an verslunarinnar og er þar boðið upp á fjölbreytt úrval veiðivara, m.a. frá Daiwa, Abu Garcia, Berkley og Fenwick. Veiðilindin verður opin í sum- ar, frá júní til loka ágúst frá kl. 7.30 til 23.30. Á myndinni er Björn Davíðsson starfsmaður í Veiðilindinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.