Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 31

Morgunblaðið - 08.06.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 31 Morgunblaðið/Hávar HAMRAHLÍÐARKÓRINN lauk vel heppnuðu söngferðalagi um Prag með óvæntri heimsókn í boð til íslenska ræðismannsins. Fundur borgarstjóra menningarborga í Prag Hefur mikla þýðingu fyrir framtíðina Prag. Morgnnblaðið. BORGARSTJÓRAR Menningarborga Evrópu hittust á fundi í Prag. INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sat fund borgarstjóra Menningarborga Evrópu í Prag í síðustu viku. Fundinum lauk á sunnudag. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar hafa menningarborgirnar með sér náið samstarf og borgar- stjórarnir hafa hist reglulega með- an á undirbúningi menningarársins hefur staðið. „I gegnum þetta sam- starf hafa myndast tengsl við borg- ir og svæði í Evrópu sem við höfum ekki haft mikil samskipti við fram að þessu. Hingað til hafa samskipt- in beinst að Norðurlöndunum og öðrum löndum Norður-Evrópu en nú hafa opnast möguleikar á ýmiss konar samstarfi í framtíðinni." Ingibjörg Sólrún sagði að á fundinum hefði verið ákveðið að Reykjavíkurborg tæki að sér for- ystuna í samstarfi menningarborg- anna á miðju næsta ári og sam- starfsfundur menningarborganna yi'ði haldinn í Reykjavík í ágúst ár- ið 2000. „Það er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að leiða þetta flókna og mikla samstarf á þeim tíma þegar menningarárið stendur sem hæst,“ sagði Þóiunn Sigurðardóttir stjómandi Reykjavíkur menning- arborgar 2000. „Við þurfum á öllu okkar að halda og ríflega það til að fullt tillit sé tekið til okkar sjónar- miða. Reyndar tel ég að það hafí tekist og að staða okkar sé mjög góð hvað þetta varðar.“ Samhliða fundi borgarstjóranna héldu stjómendur Menningarborg- anna 2000 með sér samráðsfund og að sögn Þórunnar Sigurðardóttur var merkasti árangur þess fundar að samkomulag hefur náðst um stofnun sameiginlegs kórs allra borganna sem stjómað verður af Þorgerði Ingólfsdóttur og kemur hann fyrst fram í Reykjavík á gamlárskvöld 1999. „Þetta er stór áfangi fyrir okkur að ná fullri sam- stöðu um þetta verkefni. Reyndar höfðu allar borgimar lýst yfir þátt- töku nema ein, Brussel, en nú lýstu þeh' yfir þátttöku sinni og við telj- um þetta mikinn sigur.“ Hamrahlíðarkóririn í Prag Kórinn ber heitið Voices of Europe og verður skipaður 10 söngvumm frá hverri borg, 90 manna kór og trompið sem Island spilaði út var þátttaka Bjarkar söngkonu, en hún mun koma fram með kórnum á gamlárskvöld og síðan á aðaltónleikum kórsins sem haldnir verða 26. ágúst árið 2000 í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Samtímis fundi stjórnenda Menningarborganna hefur Hamra- hlíðarkórinn verið á söngferðalagi í Prag og næsta nágrenni borgar- innar undanfarna daga við góðan orðstír. Ferð kórsins er í boði Karlsháskólans í Prag sem er ein elsta menntastofnun Evrópu, stofnaður á 15. öld. Að sögn Þor- gerðar Ingólfsdóttur stjórnanda kórsins hefur ferðin gengið eins og í sögu, móttökur verið frábærar og kórinn komið fram við ýmis ólík tækifæri. „Hápunktur ferðarinnar var þegar við sungum í hátíðasal Karlsháskólans en þar er and- rúmsloft aldagamallar menningar og mennta næstum áþreifanlegt." Þorgerður sagði það sérstaklega ánægjulegan endapunkt á vel heppnuðu ferðalagi að fá fréttirnar af samkomulagi Menningarborg- anna um Evrópuraddakórinn. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og ánægjulegt að heyra að allar borgimar verða með,“ sagði Þorgerður. Hamrahlíðarkórinn gerði það ekki endasleppt, því í boði sem Þórir Gunnarsson, ræðismaður Is- lands í Prag, hélt borgarstjóra í lok heimsóknar hennar til borgarinnar kom kórinn óvænt fram og söng fyrir viðstadda klæddur þjóðbún- ingum. I stuttri tölu sem borgar- stjórinn hélt við þetta tilefni kom fram að kórinn væri framúrskar- andi fulltrúi Reykjavíkurborgar á erlendri grund, „því við teljum okkur Reykvíkinga auðvitað eiga mest tilkall til ykkar,“ sagði borg- arstjórinn. Fj óræringurinn í Prag Islendingar gera það ekki enda- sleppt í Prag þessa dagana því í gær var opnaður við mikla viðhöfn Alþjóðlegi fjóræringurinn hér í Prag. Fjóræringurinn vai' fyrst haldinn fyrir aldarfjórðungi og er stærsta sýning sem haldin er í ver- öldinni á verkum leikmyndahönn- uða í leikhúsum um víða veröld. Að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar hafa þátttakendur aldrei verið fleiri og skipta tugum frá öllum heimshornum. Hátíðin er haldin í gríðarstórri sýningarhöll frá síð- ustu öld, Iðnaðarhöllinni svoköll- uðu og er sýningarsvæðið á mörg þúsund fermetrum í þremur sam- tengdum skálum. Þarna gefur að líta sýnishorn þess helsta sem unn- ið hefur verið í leikmyndahönnun í veröldinni á undanfórnum árum, ásamt sérstökum kynningum á lífs- ferli margra af þekktustu leik- myndahönnuðum aldarinnar. Einnig er sérstök deild á sýning- unni helguð leikhúsarkitektúr og gefur þar að líta fróðlegar hug- myndir arkitekta um hvernig leik- hús nýi-rar aldar gætu Mtið út. Fulltrúar Islands á sýningunni eru þrír leikhúslistamenn frá Hafnarfjarðarleikhúsinu, þau Hilmar Jónsson leikstjóri, Finnur Arnar Arnarson leikmyndahönnuð- ur og Þórunn María Jónsdóttir búningahönnuður. Stór sýning á verkum Errós í Jeu de Pomme Mörg verkanna frá Listasafni Reykjavíkur VERK Errós verða í haust sýnd í Jeu de Pomme-safninu í París, en safnið telst í hópi virtari listasafna borgarinnar. I Jeu de Pomme-safninu eni jafnan haldnar einka- sýningar á verkum ein- stakra listamanna og eru um sex yfirlitssýn- ingar á ári hverju. I haust bætist Erró því í hóp listamanna á borð við César og Armand. Sýningin í Jeu de Pomme er mikill vegs- auki fyrir Erró og segir hann þetta álíka heiður og að vera boðið að sýna í Louvre-safninu. Ekki var gengið frá dagsetningu sýningar- innar fyrr en í síðustu viku og hefur því að sögn Errós ekki enn verið gengið endanlega frá hvaða verk verði sýnd. Hann segir þó að ekki verði um að ræða yfirlits- sýningu á ferli sínum, en sér finnist ákveðinn jarðarfararblær á slíkum sýningum. Erró segir að þó endanleg verka- skrá liggi ekki fyrir þá séu engu síð- ur komin drög að því þema sem verði ríkjandi. A sýningunni verða um 70 verk og kemur stór hluti verkanna frá Listasafni Reykjavík- ur. Áhersla verður lögð á stórar myndir sem eru allt að 13 metrar að lengd og segir Erró forstöðumann Jeu de Pomme og skipuleggjanda sýningarinnar, Daniel Abadi, leggja nokkurn þunga á pólitískar myndir sínar, auk listasögumynda og stóru Pol Pot-myndarinnar sem hann vann fyrir nokkrum árum. Þema sýningarinnar, sem nær yfir alla átta sali safnsins, verður að sögn Errós líklega „l’image de sieclé“, eða mynd aldarinnar og er um að ræða yfirlit yfir sl. 40-50 ár. Að sögn Errós selur Jeu de Pomme-safnið oft á tíðum sýningar sínar til fleiri landa og segir hann því góðar líkur á að sýning sín muni fara víðar. Sýningarnar ferðist um heiminn í allt að tvö til þrjú ár, til jafn fjarlægra heimsálfa og Suður- Ameríku og Asíu. Erró segir sex sýningar safnsins vera á slíku ferða- lagi þessa stundina. Fyiirvari sýningarinnar er stutt- ur að sögn Errós, þar sem yfirieitt séu sýningar á borð við þessa undir- búnar allt að tvö ár fram í tímann. Hann segir hins vegar að þar sem hann hafi undan- farið verið með mikið af stórum sýningum í austur-Evrópu þá sé gott skipulag á mynda- safni sínu. „Þetta er mjög auðvelt fyrir mig því allt er svo vel skipu- lagt út af þessum sýn- ingum sem eru búnar að vera undanfarin ár. Svo hjálpar það til að mikið af myndunum er heima.“ Að sögn Errós hefur Abadi haft hug á að sýna verk hans í nokkurn tíma. En Abadi lét í ljós þá ósk þegar hann kom með Erró í heimsókn til Islands til að skoða verk hans. „Ég kom með hann heim fyrir nokkrum árum til að skoða myndirnar og hann sagði að við sýndum þetta einhvern tím- ann í Jeu de Pomrne," segir Erró. Hann bætir við að þetta hefði getað gerst á næsta ári eða þarnæsta en segist ánægður með að það verði í ár því að það sé gaman að geta endað öldina með sýningunni. Sýniiig Errós stendur yfir dagana 25. október til 2. janúar á næsta ári. ----------------------- Afmæli og heimasíða GUNNAR Dal rithöfundur og heim- spekingur fagnar um þessar mundir 50 ára rithöfundarafmæli, en fyrsta bók hans, Vera, kom út árið 1949. Eftir hann liggja 58 bækur, ýmist frumsamdar eða þýddar. í tilefni þessa hefur verið opnuð heimasíða skáldsins á veraldarvefn- um í samvinnu við Aco-Apple. Net- fangið er www.gunnardal.is. Erró vinsæli MlBMÆ íAlbufeira $ur verið til sölu fyrir áhugasama. Nánari upplgsingar verða gefnar í síma: milli klukkan 14 og 15 að íslenskum tíma næstu daga. Sýnishorn úr söluskrá . Bílasala, gömul og virt, mjög góð inni- og útiaðstaða. Góð viðskiptasambönd. Frábært tækifæri fyrir alvöru bílasala til að eignast alvöru bílasölu. . Sérhæfð bílaleiga til sölu. Er með útleigu á húsbílum og húsvögnum. Starfar aðeins yfir sumarmánuðina. Góð sambönd við erlendar ferðaskrifstofur. Er á netinu. . Lítil falleg og þekkt sælkeraverslun í miðborginni til sölu. Einstakt tækifæri fyrir huggulegt fólk sem vill eignast notalegt framtíðarfyrirtæki. . Framköllunarþjónusta, Ijósmyndavöruverslun, Ijósmyndastúdíó og innrömmun, allt á einum stað og mikil umsvif. Skapandi fyrirtæki með mikla tekjumöguleika. Spennandi dæmi sem selst vegan veikinda. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.